Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 H Það er hygginna manna háttur að læra af reynshinni eftír Einar Gústafsson Á umliðnum árum hef ég reynt að kynna mér kosti og galla einka- væðingar, sérstaklega eftir að sú umræða komst á skrið hér á landi og arðvænleg ríkisfyrirtæki hafa verið í umræðunni, þ. á m. Póstur og sími. Mér hefur gefist kostur á margvíslegum upplýsingum m.a. á vettvangi BSRB og hjá Félagi íslenskra símamanna, en ég er í stjóm þess. í haust gafst mér tækifæri, ásamt formanni félags- ins, að sækja ráðstefnu alþjóða- samtaka símamanha (PTTI), ein- mitt um einkavæðinguna víðs veg- ar um heiminn. Ég ákvað. að fara með opnum huga á þessa ráð- stefnu og reyna að láta ekki fyrir- fram ákveðnar skoðanir há mér, heldur reyna að draga lærdóm af því sem aðrir væra að segja og gera í þessum efnum. í einlægni sagt, upplýsingamar vora hroll- vekjandi. „Þeir munu segja til að byrja með, að þeir ætli ekki að selja Póst og síma, þó að þeir vilji gera fyrirtækið að hlutafélagi. Það sé bara gert til þess að gera fyrirtækið betur sam- keppnishæft.“ FuUtrúar frá 113 þjóðlöndum Ráðstefnan var haldin í Lissabon í Portúgal í lok september og sóttu hana fulltrúar frá 113 þjóðlöndum. Þama vora fluttar yfir sextíu ræð- ur og mikið um formleg og óform- leg fundahönd ráðstefnudagana. Ég neytti færis til að eiga óform- legar viðræður við marga ráð- stefnugesti frá hinum ýmsu heims- homum. Það var með ólíkindum hversu mikill samhljómur var meðal fólks, reynsla manna frá hinum ólíku löndum, hvort sem var frá Afríku, Asíu, Suður-Ameríku eða Evrópu, var öll á eina bók. Það er svipað að gerast hvarvetna; einkavæðing- arkramlan læsir sig um þjóð eftir þjóð, með sömu formerkjum og sömu rökum. Eftir standa launa- mennimir reynslunni ríkari, með lægra kaup, lakari réttindi og þjóð- imar oftar en ekki með lakari og dýrari þjónustu. Þannig hefur þró- un sem hófst á Reagan/Thateher- tímabilinu verið nær óstöðvandi víðast hvar. Byijaði hjá vanþróuðum ríkjum Reyndar hafði verið riðið á vað- ið með einkavæðingu pósts og síma hjá nokkram ríkjum í þriðja heiminum áður — eða þá að síma- fýrirtæki í sumum þessara landa vora einkavædd frá upphafí. Þar er líka um að ræða allt aðrar að- stæður að flestu leyti og símaeign er sáralítil í þriðja heiminum þar sem síminn er einkavæddur; t.d. Einar Gústafsson 4,5% í Mexíkó og 8,6% í Argentínu en 52% á íslandi. Og í Austur-Evr- ópuríkjunum gömlu, þar sem einn- ig era uppi áform um einkavæð- ingu, er símaeign í kringum 8% í flestum ríkjanna. Þetta er með öðram orðum ekki samanburðar- hæft að þessu leyti við ríki sem lengra era á veg komin á velferðar- brautinni. Það er því hálf öfugsnú- ið þegar taka á þessi ríki til fyrir- myndar við rekstur símafýrir- tækja. Fulltrúar frá Evrópu, Afríku, Asíu og Ameríku áttu flestir það sameiginlegt að hafa sömu reynslu af einkavæðingunni. Hvarvetna var það reynslan, að einkavæðing- unni var troðið í gegn, ef ekki með góðu þá með illu, gjaman um bak- dymar eftir blekkingarleik, sem tekur jafnvel nokkur ár. Varið ykkur á byijunarskrefunum! Sessunautur minn á þinginu, frá Nýja-Sjálandi, vildi endilega sann- færa migjum það sem gerðist. „Þeir munu segja til að byija með, að þeir ætli ekki að selja Póst og síma, þó að þeir vilji gera fyrirtæk- ið að hlutafélagi. Það sé bara gert til þess að gera fyrirtækið betur samkeppnishæft." Aldrei mun koma neinn rökstuðningur fyrir þessu annar en sá að þetta sé al- veg nauðsynlegt til að geta tekið þátt í samkeppninni. En ferlið er hafið. Þeir munu svo segja að þeir ætli að selja nokkra hluta úr hluta- félaginu, það sé svo lítil breyting að ekki skipti neinu máli. Launa- fólk þurfi alls engar áhyggjur að hafa, réttindi þess verði tryggð, lífeyrisréttindin líka. Síðan verður lögunum breytt, næstum því um- ræðulaust, og þá verður hvergi minnst á réttindi. Allt í einu er komið glænýtt fyrirkomulag. Verkalýðsfélagið er ekki svipur hjá sjón. Mörgum verður sagt upp vinnu, venjulegt launafólk lækkar í launum, en æðstu yfirmenn hækka í launum. Og hann endurt- ók við mig: „Varið ykkur á bytjun- arskrefunum, því um leið og þau era stigin, þá er ferlið hafíð og það verður erfitt að stöðva, við vitum allt um það.“ Á að læra af reynslunni? Hann vissi hvað hann var að tala um. Nýja-Sjáland var einna fyrst til að einkavæða hjá sér landssímann. Afleiðingamar hafa sannast að segja verið skelfílegar; hærri afnotagjöld fyrir almenning, aukið atvinnuleysi, lækkandi laun, lakarí þjónusta og óánægðara starfsfólk. En Nýsjálendingar hafa ekki látið sér nægja að einkavæða símann, heldur hafa fleiri og fleiri fyrirtæki verið einkavædd á síð- ustu áram. Til að byija með kaupa rík innlend fyrirtæki og einstakl- ingar þessi einkavæddu fyrirtæki, Merki Þjoðhatiðararsins 1994 Þjóðhátíöarnefndin áskilur sér ótímabundinn notkunar- og ráðstöfunarrétt á því merki sem valið hefur verið þjóðhátíðarmerki ársins 1994 og sem hér birtist. Nefndin mun heimila notkun merkisins eftir neðangreindum skilmálum. 1. Að nefndinni berist skrifleg umsókn með ósk um notkun merkisins: Þjóðhátíðarnefnd Bankastræti 7 Sími: 609460 150Reykjavík Bréfsími: 609463 2. Án sölu Að fengnu erindi varðandi ráðstefnur, fundi, mannfagnaði, viðburði, sýningar o.fl., þar sem um prentun eða merkingar er að ræða án endursölu, og sem aðilar vilja tengja afmæli lýðveldisins. 3. Til sölu Varðandi notkun merkisins á framleiðslu til sölu verður að fylgja eins ítarleg lýsing og kostur er, um framleiðsluhlutinn, útlit, efni, stærð, magn o.s.frv. Við notkun af þessu tagi kemur til höfundarréttur samkvæmt reglum Myndstefs. 4. Nefndin áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna öllum erindum sem henni berast. 5. Umsóknarfrestur vegna töluliðar 2 er til 1. apríl 1994, en vegna töluliðar 3 til 1. febrúar 1994. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND 50 ARA LÝÐVELÐIS k ÍSLANDI en þegar frá líður kaupa erlend fyrirtæki og auðhringar þau fyrir- tæki sem einhver slægur er í. Og nú er svo komið, að Nýsjá- lendingar ráða litlu meira yfir efna- hagslífi sínu en rollunum sem trítla þar um grand. Þetta varð Þjóð- veija á ráðstefnunni tilefni til að hafa sem einskonar stef í ræðu sinni: „Hveijir eiga Nýja-Sjáland?“ Er það kannski þetta sem við eram að sækjast eftir? Það er hygginna manna háttur að læra af reynsl- unni og hún virðist vera sú að ( einkavæðingin og sú hugmynda- fræði og pólitík sem knýr hana í gegn, hafí leikið Nýja-Sjáland þannig, að menn sjá ástæðu til þess að spyija hveijir eigi landið! Og því spyr ég, ætlum við að læra af reynslunni? Énginn gekk þó eins langt og írskur fulltrúi sem var þama á þinginu: „Það er ekkert náttúralögmál eða tilviljun að þess- ar hugmyndir koma upp á sama tíma um allan heim. Þetta era sam- antekin ráð peningaaflanna í heim- inum, alheimssamsæri til að koma öllum íjarskiptum og símarekstri á fáeinar hendur,“ sagði hánn grafalvarlegur. Einokun auðhringa Á fyrstu áram einkavæðingaræð- ( is landssímanna víða um heim var mikið látið með meintan hagnað, þ.e. fyrir hluthafa og ríkissjóði. ( Þessum áróðri var blandað saman við söng um „þjóðlega reisn“ sem fylgja átti vitundarvakningunni með einkavæðingu. En slíkar raddir urðu ansi hjáróma fljótlega og hafa koðnað niður í dag. Hin „þjóðlega" reisn sem átti að fylgja einkavæð- ingu breska landssímans hefur farið fyrir lítið og enginn talar í þá vera nú, enda kannski ekki furða, þar sem fjölþjóðahringir era að taka „bransann" yfír. Fram á síðustu ár hefur það ver- ið viðtekin skoðun, að það sé nán- ast öryggisatriði að þjóðríkin eigi sinn eigin landssíma. Ég hef ekki heyrt nein skynsamleg rök sem <■ hafa sannfært mig um að þessi skoðun sé röng. Enda þótt fjölþjóða- væðingin æði nú um eins og logi ^ um akur, þá era það engin rök í sjálfu sér og ég get ekki séð að það sé til hagsbóta fyrir okkur hér á t íslandi frekar en annars staðar. Sérfræðingar þykjast nú vera fam- ir að sjá vaxandi hringamyndanir og einokun í ijölþjóðavæðingunni í kjölfar einkavæðingarinnar. Á ráð- stefnunni vora margir sem héldu því fram, að einkavæðingin leiddi til þess á tiltölulega fáum áram, að 3 til 6 auðhringir yfirtækju svo til alla landssíma heimsins og þar með hefðum við einokun auðhring- anna. Nefnd hafa verið dæmi um þessa þróun: 20% hlutabréfa í Tel- emex í Mexíkó hafa verið seld fransk-bandarískri samsteypu. Bell Atlantic og Ameritech keyptu nær öll hlutabréfin í New-Zealand telecom o.s.frv. Það era ekki bara landssímar hinna ýmsu landa sem áætlanir era um að fari á útsölulistann, það er nefnilega meira kjöt á beininu og alþjóðlegir auðhringarnir gína yfir því sem einhver möguleiki er á að ‘ gefi eitthvað af sér, hitt megum við eiga. Lærdómurinn frá fulltrúum þeirra landa þar sem þessi þróun var í gangi, eða um garð gengin var nær allur á sama veg. Átakanlegar og „neikvæðar“ reynslusögur af einkavæðingu landssíma í hinum ýmsu löndum era ef til vill ekki eftirsóknarvert fjöl- miðlaefni á okkar tímum. En mér fínnst að sú skylda hvíli á mér að miðla landsmönnum reynslu hinna fjölmörgu sem stigið hafa fleiri skref en við í þessa átt. Sjálfur er ég ekki lengur í neinum vafa eftir þessa ráðstefnu, og allt tal um einkavæðingu tek ég með miklum ( fyrirvará enda hafa dæmin sýnt að hún hefur leitt af sér meira atvinnu- leysi og fátækt fyrir almenning og { verkalýð þessara landa, en dæmi era til um hin síðari ár, eða allar götur síðan horfið var frá henni ( fyrir tugum ára, eftir heimskrepp- una miklu. Höfundur er varaformaður Félags íslenskra símanmnna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.