Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 fclk ■ fréttum Howard Blake: Snjókarlinn Wolfgang Amadeus Mozart: Töfraflautan, forleikur César Frank: Panis Angelicus Jólasálmar Gunnhildur Daðadóttir les jólaguðspjallið Gjafakortin okkar eru tilvalin jólagjöf! J™' SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS 'OÍc.c.'O'O Jólahljómsveitallralslendinga Sími 622255 tlflSKÓLflbíÓI með jákvæðri uppbyggingu Fanný Jónmundsdóttir hefur alla tíð haft áhuga á fólki, enda hafa störf hennar snúist um fólk, þótt þau hafi verið á misjöfnum vettvangi. Nú hefur hún gefið út tvær snældur til að byggja upp já- kvæði einstaklingsins en um leið er lögð áhersla á slökun. Fanný rak fataverslun í 17 ár og segir að henni hafi ekkert þótt skemmtilegra en að sjá fólk öðlast sjálfstraust þegar það var komin í falleg föt. „Sölumaður þarf að vera töluverður sálfræðingur,“ sagði Fanný, „því maður þarf að sjá hvernig fólki líður, hvernig persónur um er að ræða og reyna eft- ir megni að fá viðskiptavininn til að líða vel. Það getur maður t.d. gert með því að fegra útlit hans. Hin síðari ár hef ég unnið sem leiðbeinandi á nám- skeiðum Stjómunarfélagsins og þá unnið meira í sambandi við uppbyggingu sjálfstraustsins sem er svo mikilvægt. Þar eru einstaklingamir hins vegar byggðir upp innanfrá.“ * ÚTGÁFA lilWJUÁSTRARSKÖI JNN fim flLLfl HÖLSKTLDUflfl Jólagjöf námsmannsins íár! DÚXINN Samdi slökunarsnældu Hefur safnað efni í mörg ár Morgunblaðið/Þorkell Rafn Jónsson og Helgi Björnsson, sem syngur á plötunni nýju, spauga með gullið. UTGAFA Gullveisla Rafns Jólaplötusalan er að komast á gott skrið og einhveijir hafa þegar náð gullsölu. Þar á meðal er Rafn Jónsson, sem náð hefur að selja rúm 6.000 eintök af plötu sinni, Ef ég hefði vængi, þó platan hafí aldrei sést á sölulistum. Rafn segir skýringuna á góðri sölu einfalda, hann selji plötu sína nánast eingöngu í síma, enda sé hann að safna fýrir Vísindasjóð MND, sem ætlaður er til rannsókna á MND; sjúkdómi sem hann er sjálf- ur haldinn. Rafn segist ekki hafa átt von á að platan myndi seljast þetta vel strax, „en ég fínn það núna að hún er búin að ná í gegn“, segir hann. Rafn segist ekki hafa verið búinn að ákveða að gera aðra plötu þegar hann sendi frá sér þá fyrstu, Rabbi, fyrir tveimur árum, en hún seldist í metsölu. Hann segir að hann hafi „óvart" samið lög sem heimtuðu það að vera gefin út og því sé plat- an til komin núna. Ekki vill hann sverja fyrir að plöturnar eigi eftir að verða fleiri: „Ætli ég geri ekki eina til, eða fleiri ef ég hef heilsu til, ég lofa ekki neinu.“ Rafn segist munu hefja Iagasmíðar af kappi eftir áramót, en hann var að losa sig við trommusettið, sem hann getur ekki spilað á lengur, og fá sér tölvu sem næsta plata verður samin á. LEIKLIST Madonna í kvikmynd Söngkonan Ma- donna sést á ný á hvíta tjaldinu í kvik- myndinni „Dangerous Game“ og er sögð koma þar ótrúlega óþvinguð fram eins og raunar áður. Hins vegar fær myndin lé- lega dóma og er sögð heimskuleg og léleg kvikmynd. í raun sé um tvær heimskuleg- ar myndir að ræða því myndin „Dangerous Game“ fjalli um aðra kvikmynd. Madonna og James Russo í hlutverkum sínum sem leikarar í myndinni „Dangerous Game“. NÁMSTÆKNINÁMSKEIÐ SEM HITTIR í MARK! Dúxinn byggir á námskeiði bandaríska fyrirtækisins Fast Learning Inc., sem hefur langa reynslu í náms- tæknikennslu í bandarískum framhalds- og háskólum. Námskeiðið er staðfært af kennurum Hraðlestrar- skólans, sem hafa kennt hraðlestur og námstækni í 15 ár með góðum árangri. „Dúxinn er mjög þörfviðbót við kennslu í námstœkni. Eg mœli sérstaklega með Dúxinum. “ Ólafur Jónsson, námsráðgjafi í FB. „Ætti að vera skylda í öllum skólum. Afköstin margfaldast og námið verður miklu skemmtilegra. “ Nemi í MR. „Þó ég hafi tekið námstœkni íframhaldsskóla, lœrði ég margt á nám- skeiði Hraðlestrarskólans. Ég hefumbylt vinnubrögðum mínum og árangur er miklu betri en áður. “ Nemi í læknisfræði IHÍ. Inniheldur: Bók, 2 snældur o.fl. Hentar nemum 15 ára og eldri. Dúxinn fæst í flestum bókaverslunum, en einnig má panta hann beint hjá okkur. Verð aðeins kr. 2.900. Sendum frítt í póstkröfu hvert á land sem er. Pantið Dúxinn strax í símum 91-642100 og 91-641091. ffniss m Fanný segist hafa viðað að sér efni í snældurnar á undanförnum árum, m.a. lesið sér mikið til, safnað upplýsingunum og niðurstaðan hafi orðið tvær snæld- ur, önnur til uppbyggingar og styrkingar að morgni, þar sem lögð sé áhersla á að öðlast kjark og ják- vætt hugarfar, en hin til að kyrra hugann að kvöldi, losna við íþyngjandi hugsanir og ná djúpri slökun fyrir svefninn. Á báðum snældum er ljúf tónlist og sjávarhljóð. „Fólk getur að sjálfsögðu slakað á sjálft, en oft verður ekkert úr framkvæmdinni fyrr en það hefur eitthvað að styðjast við,“ sagði Fanný og bætti við Morgunblaðið/Þorkell Fanný Jónmundsdóttir hefur gefið út tvær mismun- andi snældur, aðra til uppbyggingar að morgni en hina til slökunar að kvöldi. að hún vissi ekki til að sambærilegar snældur væru til hér á landi, þ.e. með samblandi af slökun og já- kvæðni. laugardaginn 18. desember, kl. 14:30 Hljómsveitarstjóri: Gunnsteinn Ólafsson Einsönguari: Jóhann Ari Lárusson Einleikari: Stefán Ragnar Höskuldsson Kynnir og lesari: Sverrir Guðjónsson Kórar: Kórar Grandaskóla, Hamraskóla, Melaskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla Happdrætti bókaútgefenda Vinningsnúmer dagsins í happ- drætti bókaútgefenda er 30475, en happdrættisnúmerin eru á baksíðu íslenskra bó- katíðinda. Vinningshafí getur vitjað vinnings síns, bókaút- tektar að andvirði 10 þúsund krónur, í næstu bókabúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.