Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 Um „lögmæt“ sjónarmið eftir Ólaf Björnsson Þann 24. nóvember síðastliðinn birtist grein í Morgunblaðinu þar sem fjallað er um þær umræður sem spunnust útaf skýrslu um- boðsmanns Alþingis fyrir árið 1992. fíreinin fjallar um kæru Suður- virkis hf. á hendur Jóni Baldvin utanríkisráðherra fyrir tilnefningu á verktaka í sorpförgun fyrir varn- arliðið. Frú Herborg Einarsdóttir for- svarsmaður Suðurvirkis hf. hefir farið hamförum útaf þessu máli og hún og félagar hafa beitt ótrú- legustu ráðum til þess að koma höggi á Jón Baldvin utanríkisráð- herra. Þeim vinnubrögðum verða ekki gerð skil hér, enda hefir þess verið gætt að ekki sé auðvelt að færa sönnur á. Gróur hafa ætíð verið sleipar. Svo vill til að ég er nokkuð kunnugur upphafi og enda þessa máls. Astæða er til þess að rifja nokkuð upp sögu þessa „sóma“ fyrirtækis. Væntanlega hefir flestu af því sem hér verður rakið, verið sleppt í greinargerðinni til umboðsmanns Alþingis. „Þótt Suðurvirki hf. væri skrásett á Selfossi voru höfuðstöðvar þess í landbúnaðarráðuneyt- inu. Þar voru reikning- ar greiddir og til eru bréf frá fyrirtækinu á bréfhaus landbúnaðar- ráðuneytisins.“ á Selfossi þessu verkefni. Enginn annar hefði þau tæki sem til þyrfti. „Troðara" nefndu þeir það. Það var einmitt tækið sem hið nýstofnaða fyrirtæki Suðurvirki hf. á Selfossi var svo forsjált að eiga í Tollvörugeymslunni í Kefla- vík, áður en nokkur hafði hug- mynd um að varnarliðið hygðist láta sorpförgun í verktöku. Þvílík fádæma forsjálni. Þótt leidd væru rök að því að þetta væri tæpast eina tækið í heiminum þessarar gerðar og því hægt að útvega annað, dugði það ekkert. Okkur sveitarstjórnar- mönnum þótti æði súrt að sjá svo upplagt verk fyrir fyrirtæki sveit- arfélaganna látið í hendur á fyrir- tæki austur á Selfossi. Þótt Suðurvirki hf. væri skrá- sett á Selfossi voru höfuðstöðvar þess í landbúnaðarráðuneytinu. Þar voru reikningar greiddir og til eru bréf frá fyrirtækinu á bréf- haus landbúnaðarráðuneytisins. Jafnræði kemst á Eins og fram hefir komið rann samningur Suðurvirkis hf. út 30. júní 1992. í samningnum var ekki eitt orð um að hann yrði fram- lengdur. Samkvæmt reglum og venjum þurfti leyfi til þess að end- urnýja hann. Hafi frú Herborg verið í viðræðum um framlengingu á samningnum í heimildarleysi er það hennar mál. Hún mátti muna með hvaða brögðum Suðurvirki fékk samninginn í upphafi. Við sunnan Straums getum verið lang- ræknir. Jón Baldvin hafði lýst því yfir að hann myndi stuðla að því að Suðurnesjamenn sætu fyrir verk- um og störfum á Vellinum, eftir því sem við yrði komið. Við það hefir hann staðið og þess sér víða stað þótt ekki sé því flíkað og víst Ólafur Björnsson er að þess hafa fleiri notið en kratar. Suðurvirki ætlaði að sleppa fyr- ir horn með því að flytja heimilis- fang sitt á síðustu stundu til Kefla- víkur á heimili eina hluthafans á Suðurnesjum. Það var of seint. Njarðtak hf., sem séð hefir um alla sorphirðu fyrir Sorpeyðingar- stöð Suðurnesja seinni ár, var til- nefnt í verkið og fékk það. Óskir sveitarstjórnarmanna á Suður- nesjum í þessum efnum hafa því verið uppfylltar að lokum. Þökk sé Jóni Baldvin Hannibalssyni. Hafi það verið „ólögmætt sjón- armið“, þá er næsta víst að forver- ar Jóns Baldvins voru löngu búnir að koma hefð á „ólögmæt sjónar- mið“ bæði varðandi verktöku og ráðningar á Vellinum. í Morgunblaðinu er tekið upp úr greinagerð Suðurvirkis: „Varn- arliðið mun hafa ritað varnarmála- deild harðorð bréf til þess að mót- mæla ráðstöfun leyfisins." Ég efa stórlega að slík bréf hafi verið skrifuð og get fullyrt að þau hafa ekki borist varnar- málanefnd. Ég veit hins vegar að frú Herborg ritaði aðmírálnum á Vellinum bréf sem varð ekki til þess að auka hróður hennar eða Suðurvirkis hf. Eiginmaður frú Herborgar, að- alforsvarsmanns Suðurvirkis hf., er Guðmundur Sigurþórsson deild- arstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, alsaklaus af skinkumálinu sam- kvæmt yfirlýsingum undirsáta sinna. Noti svo hver sitt höfuð, þar með talinn umboðsmaður Alþingis. Höfundur er fyrrverandi útgerðarmaður í Keflavík. „Grunsamleg fyrirhyggja" All óvenjulegt tæki hafði staðið um hríð við Tollvörugeymsluna í Keflavík þegar það kvisaðist að vamarliðið hyggðist fá verktaka til þess að farga sorpinu fyrir sig. Sorpeyðingarstöð Suðumesja sá þá sjálf um alla sorphirðu í sveitar- félögunum og eyddi og eyðir enn stærstum hluta af sorpi frá vamarliðinu en hluti er urðaður. Sveitarstjórnarmönnum hér þótti upplagt að stöðin fengi þetta verkefni. Haft var samband við vamarmáladeild en erindinu var tekið þunglega. Sú deild hafði reyndar alltaf verið okkur erfið. Þrátt fyrir slæma reynslu okkar í viðskiptum við utanríkisráðherra liðinna ára, ákváðu bæjarráðs- menn að fara á fund Geirs Hall- grímssonar þáverandi utanríkis- ráðherra og fá hann til þess að ganga í málið. Geir, sá mæti maður, var aldrei bendlaður við helmingaskipti Framsóknar og sjálfstæðismanna. Hann tók því gild svörin sem hann fékk um að ekki væri um annað að ræða en úthluta Suðurvirki hf. 16 milljarðar á lausu eftir Jóhannes Jóhannesson Meginniðurstaða skattsvika- nefndarinnar sem fjármálaráð- herra skipaði og ég sat í fyrir hönd BSRB var sú, að íslendingar hafi aflað um 16 milljarða króna árið 1992 án þess að gefa það upp til skatts. Þetta þýðir að ríkissjóð- ur íslands hafi orðið af um 11 milljörðum króna í skatttekjur. Til samanburðar má geta þess að út- gjöld ríkisins vegna gmnnskóla- kerfisins og framhaldsskólanna samtals nema um 9 milljörðum króna! Skattayfirvöld hafa reynt eftir mætti og eins og mannafli leyfði að koma í veg fyrir skattsvik. En vissulega starfa alltof fáir starfs- menn við skatteftirlit, þó fáir starfsmenn ríkisins skili jafn miklu inn í ríkissjóð og einmitt þeir. Það er tilfinning manna að virðis- FAGOR U P P ÞVO TTAVE LA R 12 manna 7 þvottakerfi Hljóðlát 40dB Þvottatími 7-95 mín Sjálfv.hitastiilir 55-65'C Stillanlegt vatnsmagn Sparnaðarrofi. Hitaþurrkun HxBxD: 85x60x60cm Án topp-plötu: 82x60x58cm 48.900- STGR. AFBORGUNARVEHO KR. ól.SUO- RONNING BORGARTUNi 24 SÍMI 68 58 68 TH.<J°°U> una^1 BOBgAB ssgr* ERU^ fl aukaskattskerfið hafi haldið vel fyrstu tvö árin eftir að skatturinn var tekinn upp en síðan hafí farið að síga á ógæfuhliðina. Ástandið sé að verða lítið betra en fyrir skattkerfisbreytingu. Þessi tilfinning fær aukið vægi við rannsóknir skattsvikanefndar- innar. Þannig er t.d. birt niður- staða skoðanakönnunar um við- horf almennings til skattsvika og borin saman við niðurstöður sams konar könnunar fyrir sjö áram. Niðurstöðumar leiða í ljós hnign- andi skattasiðferði. Eins og áður sagði er staðfest að hugarfarið hefur daprast á síð- ustu árum, t.d. telja rúm 23% sig hafa greitt einhveijum síðustu tólf mánuði fyrir vöru og þjónustu og 17% segjast hafa haft tekjur sem ekki eru gefnar upp á sama tíma- bili. Þetta er fjölgun um 40 til 50% á sjö áram. Mikið hefur verið talað um svarta atvinnustarfsemi í þessu sambandi en svikin eru því miður ekkert bundin við þess konar háttalag. Svarta atvinnustarfsem- in skilar sér ekki í VSÍ og Verslun- arráð frekar en í ríkissjóð en menn mega ekki gleyma stærri fyrir- tækjunum sem falla í hvern pytt- inn á fætur öðram, en byrgja þá kröftuglega fyrir ljósi skattaeftir- lits og opinberrar umræðu. _____.fólks í öllum starfsgreinum! Jóhannes Jóhannesson „Það er forkastanlegt hjáASÍ ogVSÍað krefj- ast lækkunar á virðis- aukaskatti af matvæl- um, því það getur leitt til þess að kerfið fari í sama horf og sölu- skattskerfið var lent í. Auk þess skilar það aldrei þeim peningum til launafólks sem til er ætlast.“ Hér á ég t.d. við oftalin útgjöld sem eru mun algengari en vantald- ar tekjur þegar um slík skattsvik er að ræða. Vinnuveitendur hafa ævinlega verið tregir til að sam- ,'fy /> ubm þykkja að skattaeftirlit yrði eflt. Það þarf mannskap til að fram- fylgja skattalögum og reglum, það þarf mannskap í eftirlit. Stjórn- völd viðurkenna með reglubundnu millibili þá staðreynd að hér þurfi að bæta úr, sérstaklega hafa flokkarnir allir orð á þessu fyrir kosningar. Hér hafa stjórnvöld fullkomlega brugðist eigin kenn- ingum, fjölgun starfsfólksins er í engu samræmi við þörfina og því fer sem fer. Því er heldur ekki að leyna að stöðugar undanþágur hafa hvetj- andi áhrif á undanskot. Undan- þágur leiða til aukinna skattsvika, frekar ætti að auka endurgreiðsl- ur, t.d. á matvælum. Þegar mál ganga lengra gerist það stundum að sektirnar verða minni en nemur hagnaðinum af skattsvikunum. Ennfremur eru mál að velkjast lengi í kerfinu, þangað til þau firn- ast eða gleymast. Það er forkastanlegt hjá ASÍ og VSÍ að krefjast lækkunar á virðisaukaskatti af matvælum, því það getur leitt til þess að kerfið fari í sama horf og sölu- skattskerfið var lent í. Auk þess skilar það aldrei þeim peningum til launafólks sem til er ætlast. Ég er viss um; að hækkun per- sónuafsláttar og skattleysis- marka, eða markvissar aðgerðir á borð við hækkun barnabóta og húsaleigubætur, hefði komið lág- launafólki miklu betur. Sumir segja að eftir höfðinu dansi limirnir og það sem höfð- ingjarnir hafist að hinir ætla að sér leyfist það. Allir vita að sóun og spilling ráðamanna leiðir til vaxandi lausungar annarra. Þess vegna þarf ekki bara að bæta eftirlit, heldur ekki síður að bæta siðferði — einnig siðferði ráða- manna. Höfundur er fulltrúi BSRB í skattsvikanefnd fjármála- ráðherra. \ KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.