Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 SPÆNSKUR fiðluleikari, Joa- quin Palomares, heldur nám- skeið fyrir fiðlunemendur á vegum Nýja Tónlistarskólans, Tónskóla Sigursveins Kristins- sonar og Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar laugardaginn 18. desember og sunnudaginn 19. desember. Joaquin Palomares nam fiðlu- leik hjá León-Ara í Brussel og síð- ar hjá Aaron Rosand við Mozarte- um í Salzburg. Joaquin Palomares hefur verið prófessor í fiðluleik við National Conservatory of Murcia. Hann er talinn meðal fremstu fiðluleikara sinnar kynslóðar á Spáni og hefur unnið til fjölda verðlauna bæði í heimalandi sínu og á alþjóðlegum vettvangi. Áheyrendur eru velkomnir að hlusta á kennsluna, sem hefst laugardaginn 18. desember kl. 10 f.h. í sal Nýja Tónlistarskólans á Grensásvegi 3. (Fréttatilkynning) ora Edda Erlendsdótt- ir spilar Grieg* ... að sjálfsögðu! Námskeið í fiðluleik Spænskur fiðluleikari heldur námskeið Joaquin Palomares EDDA Erlendsdóttir spilar Grieg heitir geisladiskur sem Skífan hefur nú gefið út á Is- landi. Hann kom út í Frakklandi í síðasta mánuði og hefur hlotið lof í þarlendum blöðum. Edda leikur á diskinum 17 ljóð- ræn smálög og Holberg svítuna eftir Edvard Grieg. Hún lauk prófi frá Tónlistarháskólanum í Pans 1978 og hefur haldið ijölmarga tónleika og tekið þátt í tónlistarhá- tíðum á íslandi, Frakklandi og Edda Erlendsdóttir flestum öðrum Evrópulöndum. Hún fór tónleikaferðir' til fyrrum Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og hefur^ leikið með Sinfóníuhljóm- sveit íslands, m.a. undir stjórn J.P. Jacquillat, Leif Segerstam og Cari- dis. Edda hefur leikið inn á plötur verk eftir Schubert, Schönberg, Alban Berg, C.P.E. Bach og nú síðast Edvard Grieg. Skífan gaf út árið 1991 geislaplötuna „Edda Erlendsdóttir spilar C.P.E. Bach“. Nýjar bækur Ljóðabók eft- ir Birgi Svan Símonarson Út er komin ljóðabókin Vatnið gengur í svefni eftir Birgi Svan Símonarson. Þetta er ellefta ljóðabók Birgis á átján árum. í kynningu segir: „I þessari nýju bók er höfundur samur við sig, en bætir þó við, fundvís á ferskar ljóð- myndir, margræður og dulur en kaldhæðin fyndni skammt undan. Höfundur velur sér gjarna hvers- dagsmyndir að yrkisefni, heldur á loft hinum mýkri gildum mannlífs- ins en er jafnframt gagnrýninn í glímunni við vanda þjóðar og ein- staklings í firrtu samfélagi." Útgefandi er Fótmál. Bókin fæst í helstu bókabúðum á höfuð- borgarsvæðinu og kostar kr. 1.790. Birgir Svan Símonarson Þú færð mikið fyrir lítið hjá okkur Úrval af búsáhöldum og gfafavörum á ótrúlegu verði. Verðdæmi: 18 glös í pk. kr. 910,- Eldföst form kr. 650,- Ávaxtasett kr. 690,- 1 2 manna matar- og kaffistell kr. 7.320,- Opið mánudaga til föstudaga frá ki. 12-19. Laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 13-17. BÚSÁHALDAMARKAÐURINN, SMIÐJUVEGI30, RAUÐ GATA, KÓPAVOGI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.