Morgunblaðið - 16.12.1993, Page 22

Morgunblaðið - 16.12.1993, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 SPÆNSKUR fiðluleikari, Joa- quin Palomares, heldur nám- skeið fyrir fiðlunemendur á vegum Nýja Tónlistarskólans, Tónskóla Sigursveins Kristins- sonar og Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar laugardaginn 18. desember og sunnudaginn 19. desember. Joaquin Palomares nam fiðlu- leik hjá León-Ara í Brussel og síð- ar hjá Aaron Rosand við Mozarte- um í Salzburg. Joaquin Palomares hefur verið prófessor í fiðluleik við National Conservatory of Murcia. Hann er talinn meðal fremstu fiðluleikara sinnar kynslóðar á Spáni og hefur unnið til fjölda verðlauna bæði í heimalandi sínu og á alþjóðlegum vettvangi. Áheyrendur eru velkomnir að hlusta á kennsluna, sem hefst laugardaginn 18. desember kl. 10 f.h. í sal Nýja Tónlistarskólans á Grensásvegi 3. (Fréttatilkynning) ora Edda Erlendsdótt- ir spilar Grieg* ... að sjálfsögðu! Námskeið í fiðluleik Spænskur fiðluleikari heldur námskeið Joaquin Palomares EDDA Erlendsdóttir spilar Grieg heitir geisladiskur sem Skífan hefur nú gefið út á Is- landi. Hann kom út í Frakklandi í síðasta mánuði og hefur hlotið lof í þarlendum blöðum. Edda leikur á diskinum 17 ljóð- ræn smálög og Holberg svítuna eftir Edvard Grieg. Hún lauk prófi frá Tónlistarháskólanum í Pans 1978 og hefur haldið ijölmarga tónleika og tekið þátt í tónlistarhá- tíðum á íslandi, Frakklandi og Edda Erlendsdóttir flestum öðrum Evrópulöndum. Hún fór tónleikaferðir' til fyrrum Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og hefur^ leikið með Sinfóníuhljóm- sveit íslands, m.a. undir stjórn J.P. Jacquillat, Leif Segerstam og Cari- dis. Edda hefur leikið inn á plötur verk eftir Schubert, Schönberg, Alban Berg, C.P.E. Bach og nú síðast Edvard Grieg. Skífan gaf út árið 1991 geislaplötuna „Edda Erlendsdóttir spilar C.P.E. Bach“. Nýjar bækur Ljóðabók eft- ir Birgi Svan Símonarson Út er komin ljóðabókin Vatnið gengur í svefni eftir Birgi Svan Símonarson. Þetta er ellefta ljóðabók Birgis á átján árum. í kynningu segir: „I þessari nýju bók er höfundur samur við sig, en bætir þó við, fundvís á ferskar ljóð- myndir, margræður og dulur en kaldhæðin fyndni skammt undan. Höfundur velur sér gjarna hvers- dagsmyndir að yrkisefni, heldur á loft hinum mýkri gildum mannlífs- ins en er jafnframt gagnrýninn í glímunni við vanda þjóðar og ein- staklings í firrtu samfélagi." Útgefandi er Fótmál. Bókin fæst í helstu bókabúðum á höfuð- borgarsvæðinu og kostar kr. 1.790. Birgir Svan Símonarson Þú færð mikið fyrir lítið hjá okkur Úrval af búsáhöldum og gfafavörum á ótrúlegu verði. Verðdæmi: 18 glös í pk. kr. 910,- Eldföst form kr. 650,- Ávaxtasett kr. 690,- 1 2 manna matar- og kaffistell kr. 7.320,- Opið mánudaga til föstudaga frá ki. 12-19. Laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 13-17. BÚSÁHALDAMARKAÐURINN, SMIÐJUVEGI30, RAUÐ GATA, KÓPAVOGI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.