Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 Minning Steinunn Jakobína Guðnmndsdóttir frá Heinabergi Fædd 18. janúar 1897 Nú blóm og fuglar blunda rótt, Dáin 7. desember 1993 en blærinn hvíslar góða nótt. Löngum lífdegi er lokið. Hún amma mín kvaddi þennan heim 7. desember 96 ára að aldri. Ég minnist þess er ég kynntist ömmu fyrst, en örlögin höguðu því þannig til að ég er fædd og uppalin austur á landi og kynntist ömmu og Steingrími afa ekki fyrr en 15 ára gömul. Ég hafði verið í bréfasam- bandi við þau og þau buðu mér í heimsókn til sín að Tjaldanesi í Saurbæ. Ég man vel er ég lagði af stað á þessar ókunnu slóðir með mynd frá ömmu af Skriðulandi í far- teskinu að leiðaíljósi, en þar átti ég að fara úr rútunni. Þau tóku mér opnum örmum og voru bæði yndisleg hvort á sinn hátt. Og kynni mín við þau voru mér mikiis virði í lífinu og mér þótti afar vænt um þau. Ég endumýjaði svo kynni mín enn betur við þau er ég fór á Húsmæðra- skólann á Staðarfelli 1966. Þau voru þá u.þ.b. að flytjast í Búðardal til Unu tengdadóttur sinnar, ekkju með fimm börn, en hún var gift Boga sem var faðir minn en hann lést af slysför- um fertugur að aldri. Þegar ég hafði svo sjálf stofnað heimili um 1970 varð það fastur punktur hjá fjöl- skyldu minni að fara vestur í Dali á sumri hverju. Þá áttum við amma margar góðar stundir saman, oftast í eldhúsinu. Er ég hugsa um ömmu var hún ein af þessum konum sem gerði svo mikið á svo hljóðlegan hátt. Hún var hagyrðingur góður og orti mikið af ljóðum og fallega sálma. Ég mun ekki fara út í ævisögu né ættfræði hér. Um það veit ég því miður ekki nóg. Aðeins örfá kær minningabrot. Ég og fjölskylda mín þökkum fyr- ir góðar stundir í gegnum árin og kveðjum ömmu hinstu kveðju með þessu fallega ljóði. Nú lýkur degi sól er sezt. Nú svefnfrið þráir jörðin mest. Guðs friður signi foldarann, guðs friður blessi sérhvem mann. Kom, engill svefnsins undurhljótt og öllum bjóð þú góða nótt. Hvíl hjarta rótt. Hvíl höndin þreytt, þér himins styrk fær svefninn veitt. Hann gefur lúnum þrek og þrótt. Ó, þreytti maður - sof nú rótt. (Valdimar V. Snævarr) Eygló Bogad. í dag verður til moldar borin frá Fossvogskapellu Steinunn Guð- mundsdóttir frá Heinabergi á Skarðsströnd í Dalasýslu, en hún lést 7. desemer sl., nær 97 ára að aldri. Steinunn Jakobína hét hún fullu nafni og var fædd 18. janúar 1897 á Óspakseyri í Bitru í Strandasýslu, næst yngst tólf bama hjónanna sem þar bjuggu, Guðmundar Einarssonar frá Snartartungu í Bitru og Maríu Jónsdótur frá Magnússkógum í Hvammssveit í Dalasýslu. Þau Guð- mundur og María bjuggu víða í Döl- um og í Strandasýslu, en síðast og lengst á eignaijörð sinni Felli í Kolla- firði í Strandasýslu, þar sem þau hófu búskap í öndverðu árið 1879. Að þeim hjónum stóðu traustir og sterkir stofnar í þessum nágranna- sýslum. Ung að árum hélt Steinunn úr föðurgarði og fór til náms í klæð- skerasaumi í Reykjavík. Að námi loknu fluttist hún vestur í Saurbæ í Dölum og stundaði iðn sína þar um nokkurt skeið. Átti hún þá heimili hjá Guðrúnu systur sinni og Boga Thorarensen mági sínum í Hvammsdal þar í sveit. í júlí 1921 giftist Steinunn Stein- grími Samúelssyni bónda, en hann var sonur Samúels Guðmundssonar frá Miðdalsgröf í Tungusveit í Strandasýslu og Kristínar Tómas- dóttur frá Steinadal í Kollafirði. Steingrímur hafði um árabil búið með móður sinni, sem var orðin ekkja, í Miklagarði í Saurbæ. Hann var atorkusamur bóndi og fór víða af honum orð fyrir miklar jarðbætur og myndarskap í öllum sínum störf- um. Þau hjónin eignuðust sjö böm, sem öll fæddust í Miklagarði, en auk þess ólu þau upp tvo drengi, sem voru náfrændur þeirra hvors um sig. Böm þeirra eru: Bogi, bílstjóri í Búð- ardal, dáinn 1963, var giftur Unu Jóhannsdóttur úr Búðardal við Hvammsfjörð; Kristinn, bóndi í Tjaldanesi í Saurbæ og síðar starfs- maður SÍS í Reykjavík, dáinn 1992, var giftur Hildi Eggertsdóttur frá Tjaldanesi, sem einnig er látin; Guð- rún Borgþildur, húsfreyja í Reykja- vík, gift Áma V. Gíslasyni'frá Litlu- Tungu í Miðfirði; María Guðrún, ljós- móðir í Kópavogi, nú í Búðardal, gift þeim sem þetta ritar; Kristrún Brandís, sjúkraliði í Reykjavík, var gift Halldóri Magnússyni frá Ketils- stöðum í Hvammssveit; Sigríður Magga, starfsmaður hjá Reykjavík- urborg, var gift Ólafi Þór Magnús- syni frá Ketilsstöðum; Guðmundur, bílstjóri í Reykjavík, dáinn 1966, var giftur Auði Axelsdóttur úr Reykja- vík, og fóstursynirnir Lárus Magnús- son, pípulagningamaður í Tjaldanesi, ókvæntur, og Bogi Thorarensen, húsvörður í Garðabæ, giftur Lilju Sæmundsdóttur frá Neðri-Brunná í Saurbæ. Þau Steinunn og Steingrímur bjuggu alls 15 ár í Miklagarði. Á þessum árum var töluvert mannfleira í sveitinni en nú er. Félagslíf var þar með miklum ágætum og tóku þau hjón bæði virkan þátt í því, sérstak- lega í ungmennafélaginu, einkum ýmsu menningarstarfi á þess vegum. Steinunn var og um árabil i stjórn kvenfélagsins og formaður lengst af. Síðar hafði hún forgöngu um stofnun kvenfélags á Skarðsströnd. Meðal nágranna þeirra hjóna á þessum árum og góður heimilisvinur var bóndinn í Bessatungu, Stefán frá Hvítadal. Féll þeim afar vel, Stein- unni og honum, og voru sannir trún- aðarvinir, en hún var frá fyrstu tíð einkar fróðleiksfús og bókhneigð, skáldmælt vel, en flíkaði því ekki. Kennarinn í sveitinni var Jóhannes úr Kötlum og hélt hann skólann í betri stofu húsfreyjunnar í Mikla- garði. Hafði Steinunn mikið yndi af kynnum og samvistum við og vinskap þessara þjóðskálda og hélst vinskap- ur þarna á miili ætíð síðan meðan lifðu. Kristín tengdamóðir hennar og Steingrímur höfðu nokkrum árum áður tekið fimm ára dreng, Aðalstein Kristmundsson, í fóstur. Alli, eins og hann var jafnan kallaður þá, var að nálgast fermingaraldurinn, er Steinunn gerðist húsfreyja á bænum. Þau Steinunn og Steinn Steinarr, eins og pilturinn hét seinna, áttu vel skap saman og ýmis sameiginleg áhugamál, þrátt fyrir aldursmuninn. Steinn fór 17 ára gamall úr Mikla- garði, en oft síðan heimsótti hann fomar slóðir fyrir vestan og kom þá jafnan til þeirra í Miklagarði og síðar að Heinabergi og gisti og sýndi það í verki, að hann bar hlýjan hug til þessa fólks. Árið 1936 keypti Steingrímurjörð- ina Heinaberg á Skarðströnd og fjórða part Akureyja. Heyrði ég það á Steingrími eitt sinn er þessi kaup bárust í tal, að Þorsteinn sýslumaður Þorsteinsson hefði verið sér hliðholl- ur í því máli og virti hann fyrir, þótt hann fylgdi honum aldrei í stjórnmál- um. Þau Steinunn fluttust þangað með sína stóru fjölskyldu um vorið og bjuggu þar í rúm tuttugu ár og hefur þessi fjölskylda gjarnan kennt sig við þennan stað síðan. Heinaberg var nokkuð stór og með Akureyjapartinum var þetta góð flutningsjörð og mikil í samanburði við Miklagarð, en þar var þrönglent og hafði Steingrímur fyrír lönga nýtt alla möguleika í ræktun eins og þá var farið verklagi og tækni. Á Heinabergi nutu þau hjón sín vel og fengu verðug verkefni að glíma við og útrás fyrir atorku og framtak. Voru þau hjón einkar samhent alla tíð, vinmörg og gestrisin í besta lagi, enda oft gestkvæmt þar og fjöl- mennt. Þau Steinunn og Steingrímur brugðu búi árið 1957 og fluttust að Tjaldanesi í Saurbæ og síðan í Búð- ardal til Unu tengdadóttur sinnar. Steingrímur lést árið 1974, 88 ára að aldri. Þau hjón voru alla tíð vel virt og vinsæl. Eru margir hér fyrir vestan sem minnast þeirra með hlý- hug og vinarþeli. Eftir fráfall Stengríms bjó Stein- unn í skjóli dætra sinna og Unu tengdadóttur í Reykjavík og nú sein- ustu þijú árin á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, þar sem hún naut góðs atlætis og aðhlynningar í hví- vetna. Eru aðstandendur hennar þakklátir öllum þar á bæ fyrir góðan aðbúnað og velvild í hennar garð. Steinunn var heilsugóð seinasta æviskeiðið, hélt vel sjón og heyrn, en minnið var farið að bila. Fulla fótavist hafði hún þar til nokkrum dögum fyrir andlátið. Margt ber við á langri ævi. Stein- unn þurfti að sjá á eftir sonum sínum þremur í gröfina. Þeir Bogi og Guð- mundur létust báðir af slysförum í blóma lífsins, en Kristinn dó fyrir ári eftir erfið veikindi. Öllu þessu, svo og öðru sem lífíð bauð henni, tók hún með stillingu og æðruleysi og með þeirri þöglu reisn sem einkenndi hana alla tíð. Steinunn Guðmundsdóttir var í minna meðallagi há, grannvaxin og vel limuð, hvik og snör í hreyfingum og bar sig vel. Hún var fríð sýnum, en þó svipmikil. Dökk á hár, augun voru dökk og gáfuleg. Svipmót henn- ar og fas bar með sér góðvild en gat líka orðið hvasst og yfirbragsmikið, ef því var að skipta. Nálægð hennar var hljóðlát og þægileg og breiddi úr sér, en þrengdi ekki að. Fólki leið vel í návist hennar. Þegar ég kveð hér elskulega tendgdamóður er mér efst í huga virðing og þakklæti fyrir samferðina og órofa vináttu hennar og kærleiks- þel í nærfellt fjörutíu ár. Ég óska henni góðrar heimkomu. Steinunn var kristin í besta lagi og átti bjarg- fasta trú á Guð sinn og á endur- fundi hinum megin og hlakkaði til þeirra. Blessuð sé minning hennar. Ólafur Stefán Sigurðsson. Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til. (2. Kór. 5.17.) Hjartkær móðuramma mín hefur nú yfirgefið þetta jarðlíf og lifír nú í ljósinu hjá Guði. Hann hefir leyst sálu hennar frá því að fara ofan í gröfina og líf hennar gleður sig við ljósið. Ég kynntist ömmu fyrst þgar ég var hjá henni um sumartíma átta ára gömul. Þessu sumri gleymi ég aldr- ei. Steingrímur afi var þá við vega- vinnu og brúarsmíði og vorum við amma tvær einar heima, lengst af sumri. Ég hafði unun af því að fylgj- ast með ömmu vinna. Allt sem hún tók sér fyrir hendur varð eiginlega að helgiathöfn, hvort sem hún var að elda, leggja á borð, baka eða búa sig undir svefninn. Allt var svo yfir- vegað og friðsamt, allt svo hreint og fágað. Besti tíminn var þó áður en við sofnuðum á kvöldin. Þá tók hún niður flettumar, fór í hvítan straujað- an náttkjólinn og bjó sig undir svefn- inn með hljóðri bæn frammi fyrir Guði. Allra best fannst mér spallið rétt fyrir svefninn. Þá áræddi ég að spyija hana um margt sem mér hafði legið á hjarta, en ekki þorað að spyija. Hún tók allar spurningar al- varlega, horfði á mig tinnusvörtu augunum sínum og svaraði síðan ígrundað og yfirvegað. Hvað ég undraðist visku hennar. Þetta sumar var upphafið að langri og innilegri vináttu og vorum við sannir sálufé- lagar, eins og amma orðaði það. Þegar ég hitti hana síðast, nú í haust, horfði hún á mig með þessum dökku og skýru augum og sagði við mig: „Þakka þér fyrir allar bænirnar þín- ar, Sigga mín.“ Þetta var heilög stund og ég vissi í hjarta mínu að þetta var okkar kveðjustund. Kristur hvetur okkur til að elska ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika. Hann vann sigur af því að hann lét líf sitt fyrir aðra. Engin önnur leið er okkur fær, ef við viljum ganga fram í sönnum kærleika, en að deyja frá sjálfum okkur, rétti okkar og kröfum í dag- legu lífi. Þetta gerði amma og með því móti náðu kærleiksorð hennar að verða sönn og snerta okkur, sem samskipti áttum við hana, svo djúpt. Sem níu barna móðir var í mörgu að snúast á hennar yngri árum og hún gekk í gegnum mikla erfíðleika varðandi heilsuna. „Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér er mín ekki verður,“ sagði Kristur eitt sinn. Amma tók sinn kross og bar hann án þess að mögla. Hún lærði þolin- mæði og þrautseigju og lærði að bíða auðmjúk eftir Drottni. Hún vissi að hans tími kemur, jafnvel þótt allt bendi til þess að hjálp hans láti á sér standa. Hún vissi að hjálp hans kem- ur þegar tími hans er kominn og að hans tími er ávallt rétti tíminn. Hún lærði að vera örugg og hugrökk og lærði vera hljóð frammi fyrir Guði og vona á hann einan. Það er sagt að, himininn speglist aðeins í lygnum fleti, að Guð nálgist aðeins þann sem hefur gengið inn í kyrrð og ró í huga og hjarta. Amma forðaðist allan hávaða í orði og fasi því að hún vissi að slíkt hrekur burt nærveru Guðs. Hún átti mikla innri kyrrð og Guð laut niður og talaði til hennar. Hún tók alvarlega orð Jesú Krist þegar hann sagði: „En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í her- bergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.“ Þegar hún hafði aðstöðu til þess var hún með sérstakt bænaher- bergi á heimili sínu, þar sem hún fór reglulega á degi hveijum og var á bæn frammi fyrir heilögum Guði. Hún lofaði Drottinn á hveijum degi, einnig á þeim stundum þegar hún var ekki í skapi til þess og innri og ytri byrðar íþyngdu henni. Hún vissi að þegar við syngjum Guði lof opn- ast farvegur fyrir hjálp hans til okk- ar. Þá fáum við að reyna að hann lýtur niður að okkur og fyllir líf okk- ar friði og gleði sem huggar okkur. Amma hafði mikla dýpt sem per- sóna. Hún var ákaflega ljóðelsk og orti sjálf mikið af ljóðum. Hún var einlæglega trúuð kona og sannkristin bæði í orði og verki. Hún kunni Iist- ina að aga án orða. Að vera nálægt henni var kennsla og fræðsla í réttu hugarfari og líferni. Hún kappkost- aði sjálf að láta ekkert skaðlegt orð líða sér af munni, heldur það eitt sem var gott og til uppbyggingar, þar sem þörf var, til þess að það yrði til góðs þeim sem á hlýddu. Þegar ég rifja upp uppfræðslu hennar, þá var það sönn kristileg uppfræðsla. Hún lifði orð Krists. Áskorunina um að hver maður prófi sjálfan sig tók amma mjög al- varlega. Hún vissi að þegar við próf- um og dæmum eigum við að byija á okkur sjálfum, orðum okkar, hegð- un og allri framkomu. Við getum ekki vegið og metið aðra réttilega nema við þekkjum okkur sjálf og okkar eigin veiku hliðar. Amma próf- aði sjálfa sig og engri persónu hef ég kynnst sem mér hefur fundist þekkja sjálfa sig jafn vel og hún. Ef við náum að þekkja okkur sjálf getum við frekar séð náunga okkar í ljósi kærleika og miskunnar Guðs, en þess óskum við einmitt að Guð og aðrir geri að því er okkur sjálf varðar. Amma var velgjörðasöm og hjálp- söm. Hún safnaði ekki veraldlegum auði. Hún var miskunnsöm og hlut- tekningarsöm og gaf stöðugt öðrum af öllu sínu. Hún sagði mér að Mar- ía langamma hefði sagt við sig að hún skyldi ætíð muna að þegar hún væri að gefa öðrum ætti vinstri hönd hennar ekki að vita hvað sú hægri gjörði. Eftir þessu lifði amma. Það var hluti af daglegu lífí hennar að hjálpa öðrum og gefa öðrum af því sem hún átti sjálf. Það var henni jafn sjálfsagt og að draga andann. Ljós dýrðar Guðs, sem skín sve víða, er kærleikur hans. Þessi kær- leiki sem ber himneskan ljóma prýddi t Ástkær sonur minn, HÖRÐUR BERG HLÖÐVERSSON, Framnesvegi 13, er látinn. Ragnheiður Þorsteinsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar, systir og mágkona, HELGA HARALDSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Höröalandi 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 17.des. kl. 13.30. Naguib Zaghloul, Ragnhildur G. Pálsdóttir, Haraldur Guðnason, Páll Haraldsson, Björg Sigurðardóttir, Gunnar Haraldsson, Kristin Ögmundsdóttir og bræðrabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr- ár eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR GUÐRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR Ijósmóður. Þorkell Jóhann Sigurðsson, Ingibjörg Þorkelsdóttir, Sigurður E. Þorkelsson, Hildur Harðardóttir, Guðriður J. Svendsen, Flemming Svendsen, Þorkatla Donnelly, Thomas E. Donnelly, Gisli Ægir Þorkelsson, Kristín G. Jóhannsdóttir, Sumarliði Kristmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.