Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 COSPER HÖGNI HREKKVlSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Jónínu Olesen svarað Frá Kristínu Ottesen: KÆRA Jónína Olesen. Mig langar að svara nokkrum orðum bréfi þínu í Morgunblaðinu miðvikudaginn 8. desember þar sem þú höfðar til okk- ar foreldra og biður okkur um að vera vakandi yfir því hvar börnin okkar æfa og markmið með þjálfun- inni. Sonur minn er annar þessara drengja sem mest hefur verið sýnt af í sjónvarpinu og ég leyfði honum að taka þátt í þessari keppni og tel að hann hafí frekar haft gott af því en hitt. Og nú skal ég segja þér sög- una alveg eins og hún er. Sonur minn, sem er fæddur 28. desember '80, byijaði að æfa karate í septemb- erlok 1988 og sína fyrstu gráðu fékk hann 14. desember 1988, þá sjö ára gamall. Síðan hefur hann stundað karate samviskusamlega, hann er búinn að fara í æfingabúðir til Skot- lands og hann hefur tekið þátt í mörgum mótum, og núna síðastliðið vor tók hann 4 KYU eða ijólublátt belti og reyndi við það brúna en mistókst og það tel ég vera stærstu mistökin sem þjálfarar hans gerðu að leyfa honum það því að hann var Frá íslandsbanka: í GREIN sem birtist í Velvakanda 18. nóvember sl. greinir Óli frá sam- skiptum sínum við íslandsbanka og VÍS vegna greiðslu á tryggingu er hann taldi sig hafa greitt í útibúi íslandsbanka á Suðurlandsbraut 30. Óli framvísaði kvittun með greiðsl- ustimpli dagsettum hinn 7. júní 1993, en greiðslan barst ekki til VIS. Málsatvik voru eftirfarandi: Óli kom í bankann 7. júní til að greiða nokkra gíróseðla. Vegna mistaka fór gíróseðill frá VÍS að upphæð 2.350 kr. ekki í gegnum lesarann hjá gjald- kera og upphæðin því ekki tekin af reikningi Óla. Við lok afgreiðslu stimplar gjaldkeri alla gíróseðlana og þar á meðal þann sem ekki fór í lesarann. Óli uppgötvar mistökin þegar hann fær ítrekun frá VÍS, um að hann skuldi enn tiygginguna. Hann talar við VÍS og að sjálfsögðu benda þeir á bankann, þar sem greiðslan hafði ekki borist peim. Óli kemur enn í bankann og talar við gjaldkera. Sá segist munu leiðrétta mistökin, en það ferst fyrir. Þá talar engan veginn búinn að ná þeirri þjálf- un sem þurfti til að ná því. Ekki minnist ég þess að þjálfarar hans hafí stutt við bakið á honum eða hringt til að hressa hann við þegar það mistókst. Kæra Jónína, mér þótti því súrt er þú sagðir í bréfí þínu: „Þarna voru hvorki karate- né júdómenn. Þama voru ungir drengir að slást mjög ómeðvitað." Eg er búin að eyða stórfé í að kaupa þjálfun fyrir bamið mitt í karate undanfarin ár. Ef tveggja mánaða þjálfun í annarri bardagalist tekur yfir það sem hann hefur lært í karate undanfarin ár, er þá ekki eitthvað að hjá ykkur karatemönnum? Þú talar um íslandsmeistaramótið, reglur, aldur og aga. Eg get sagt þér að ég man ennþá eftir fyrsta mótinu sem sonur minn keppti á, þá langt undir 12 ára aldri og alls ekki búinn að æfa í einhver ár, ég man reyndar ekki hvort það var íslands- meistaramót eða eitthvað annað. Þetta fyrsta mót mitt var skelfilegt ég var með tárin í augunum allan tímann og loksins þegar kom að syni mínum að keppa í kumate þá fyrst Óli við yfirstjórn útibúsins og mistök- in vom leiðrétt. Það var alltaf ljóst að málsatvik öll voru tilkomin vegna mistaka í bankanum. Fyrir rúmum tveimur mánuðum var vátryggingin greidd, Óli beðinn afsökunar og taldi bank- inn að þar með væri málinu lokið. Mannleg mistök geta alltaf átt sér stað, en sem betur fer heyra atvik sem þessi til algerra undantekninga. Mistök eru erfið þeim sem verða fyr- ir þeim og einnig þeim starfsmönnum sem gera þau. I máli þessu hefur VÍS einnig orðið fyrir óþægindum, þó þar hafi í öllum atriðum verið bmgðist eðlilega við. Greiðslan barst ekki og hafði í raun aldrei farið út af reikningi greiðanda. Gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að mistök þessi geti ekki end- urtekið sig og enn er ðli S. Runólfs- son beðinn afsökunar. SVEINN H. SKÚLASON, útibússtjóri, íslandsbanka, Suðurlandsbraut 30, Reykjavík. hmndu tárin þegar andstæðingur hans fékk að sparka og beija í and- lit hans og vinna. Þetta var alls ekki sú sýn sem ég hafði séð á æfingum og því miður ekki heldur farið eftir þeim" reglum sem okkur hafði verið tjáð að ætti að fara eftir. Þá þurfti ég sem foreldri virkilega að setjast niður og endurskoða málið hvort það væri þetta sem ég vildi að hann lærði. Eftir langa íhugun varð það ofaná að ég taldi að æfingamar gerðu hon- um gott og þetta væri eitt af því sem fylgdi því að taka þátt í mótum. Síð- an þetta var hef ég farið á nokkur karate-mót og alltaf verið jafn hissa á hvað dómarar missa keppnina út í tóma vitleysu. Sérstaklega man ég eftir móti þar sem var svo hart bar- ist og svo mikið blóð og slys að það þurfti að stöðva keppni og kalla dóm- ara saman og biðja þá um að dæma eftir reglunum. Ég ætla ekki að fara að meta það hvort Guðni í Colob eigi að vera með 10. dan eða ekki, ég hef ekki vit á því, en á meðan hann getur boðið upp á svipaðar æfingar og ég horfði á hjá syni mínum meðan hann stund- aði karate, helmingi fleiri æfingar á lægra verði en ég borgaði fyrir hann á meðan hann stundaði karate, þá að sjálfsögðu styð ég það. Ég tel að Guðni hafi lagt sig sérstaklega fram við að vera vinur og félagi strák- anna, sem mér finnst mjög mikil- vægt fyrir svo unga drengi, og það er meira en sonur minn gat fengið hjá sínu karatefélagi. Kannski voru það mistök að leyfa þeim að keppa eingöngu vegna þess að þeir voru búnir að æfa svo stutt- an tíma, en að ári liðnu ættu þessir strákar að vera komnir í það góða þjálfun að vera orðnir keppnishæfir. Kæra Jónína, ég vona svo sannar- lega að þið hjá Karatefélagi Reykja- víkur, KSÍ og öllum þeim karatefé- lögum sem starfrækt eru setjist nú niður og endurskoðið ykkar mál, því þar held ég að sé víða pottur brot- inn. Því ef þið sinnið ekki þeirri fé- lagslegu- og einstaklingsskyldu sem hver einstaklingur óskar eftir þá fer hann auðvitað eittvað annað. Ef ykk- ur tekst að loka hjá Colob lenda þessir strákar bara annars staðar en hugsanlega ekki hjá ykkur aftur vegna þess að þið brugðust þeim. Virðingarfyllst, KRISTÍN OTTESEN, Skálaheiði 1, Kópavogi. Svar til Ola Runólfssonar „. .HB(S ER USTI VFIR HVAS> KETTIR VlLTA OG HVAO EK-Kl ••• " Víkveiji skrifar Margir hafa orðið til að benda á það að starfsemi og starfsár skólakerfisins í landinu sé eitt þeirra fjölmörgu atriða í íslensku þjóðfélagi sem ekki hafí breyst í takt við þau stakkaskipti sem orðið hafa í at- vinnu- og fyölskyldulífi þjóðarinnar undanfarna áratugi. Fyrir um þijátíu árum unnu um 20% kvenna utan heimilis, í dag eru um 20% heima- vinnandi. Án þessarar þróunar hefði sú breyting sem orðið hefur í efna- hag og lífsgæðum þjóðarinnar ekki getað orðið að veruleika og Víkveiji hefur heyrt hagfræðing halda því fram að enginn einstakur þáttur eigi jafnstóran þátt í hagvexti hér á landi undanfarna áratugi og aukin at- vinnuþátttaka kvenna. En þrátt fyrir að íslenska kjamafjölskyldan búi nú í þéttbýli og eigi sér tvær fyrirvinnur virðist allt skólastarf í landinu mið- ast þarfir fjölskyldunnar á Síðasta bænum í dalnum sem þurfti á því að halda öllu öðru fremur að börnin gætu lagt lið við sauðburð á vorin, heyskap á sumrin og göngur og leit- ir á haustin. XXX Víkveiji hefur fyrir satt að kennsla í einum grunnskóla borgarinnar hafi verið felld niður að mestu eða öllu leyti í þijá daga í byijun desembermánaðar til þess að kennarar gætu bmgðið sér til Amst- erdam til að sækja námskeið og ráð- stefnu. Þetta var hægt með því að bæta tveimur svokölluðum starfs- dögum við fullveldisdaginn 1. desem- ber sem kennarar halda hátíðlegri en aðrir landsmenn — rétt eins og öskudag. Meðan kennararnir endur- menntuðust í útlandinu (og drýgðu vonandi lágu launin með hagstæðum jólainnkaupum í leiðinni) þurftu for- eldrar nokkur hundruð reykvískra skólabarna að ráða fram úr því hvort heldur þeir ættu að vanrækja starf sitt eða börnin til þess að leysa vand- ann og mæta þeirri röskun sem af þessu hlaust. Iathyglisverðri grein í Morgunblað- inu á þriðjudag ræðir Guðrún Theódórsdóttir um þann vanda sem eilífir starfsdagar og skólafrí valda fjölskyldum skólabama og þá einkum mæðram þeirra. Guðrún færir rök að því að líklega sé þama að finna að hluta til skýringuna á því hve konur hafa átt erfitt uppdráttar á vinnu- markaði og eiga langt í land með að vera jafnokar karla í launamálum. I greininni segir: „Hvemig starfskraft- ur er það sem tekur sér frí frá vinnu 8 daga á ári vegna starfsdaga, 7 daga vegna jólafrís, 2 daga vegna 1. des og öskudags og 4 daga vegna páskafrís? Þetta era 21 dagur fyrir utan frí vegna veikinda bama eða foreldranna sjálfra. Auk þess er ætl- ast til að foreldrar yngstu bamanna mæti til að fara með þeim í læknis- skoðun í skólanum og til tannlæknis í skólanum. Já, hvemig starfskraftur? Líklega fyrrverandi starfskraftur því þetta er auðvitað hvergi liðið á vinnu- markaði."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.