Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 23 300 milljónum til skuldbreytinga lána Húsnæðisstofnunar Skilyrði að skuldir við aðrar lánastofnanir séu í skilum í REGLUGERÐ sem félagsmálaráðherra gaf út um miðjan október um skuldbreytingar á lánum á vegum Byggingarsjóðs ríkisins er héimUd gefin til þess að skuldbreytingalánin taki til vanskila af lánum við sjóðinn og af fasteignaverðbréfum húsbréfadeildar, auk dráttarvaxta og annars kostnaðar. Jafnframt er sett sem skilyrði fyrir skuldbreytingu að skuldir við aðrar lánastofnanir verði einn- ig skuldbreytt ef við á og að staðfesting hlutaðeigandi lánastofnun- ar liggi fyrir í þeim efnum. Samtals er heimilt að verja 300 milljón- um króna til skuldbreytinganna samkvæmt reglugerðinni. Önnur skilyrði fyrir veitingu skuldbreytingariáns eru að tekjur umsækjanda hafí lækkað svo veru- lega vegna langvarandi atvinnu- leysis, alvarlegs heilsubrests eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna að greiðslubyrði lána við Bygging- arsjóð ríkisins hafí þyngst svo mjög að fyrirsjáanlegt sé að húseigandi missi húsnæði sitt og ekki séu í sjónmáli þær breytingar á högum hans sem geti breytt því. Vanskii stafí af öflun hóflegs húsnæðis, tekjur og eignir umsækjenda séu innan ákveðinna marka samkvæmt nánari ákvörðun Húsnæðis- stofnunar og fyrir liggi staðfesting viðkomandi lánastofnunar að skuldum lántakanda við þær verði skuldbreytt ef um það er að ræða, svo tryggt sé að skuldbreytingin komi að gagni. Sama eigi við um lífeyrissjóði. Þá segir að skuld- breytingarlán verði ekki veitt nema öllum skilyrðunum sem sett eru sé fullnægt. Samvinna milli lánastofnana Þá er tekið fram að umsóknir Leiðrétting Athugasemd við leiðara Morgun- blaðsins 1. desember Upphaf greinar Haraldar Blöndals hrl. féll niður við birt- ingu sl. þriðjudag. Birtist þessi kafli hér og er höfundur beðinn velvirðingar á þessum mistökum. í Morgunblaðinu 1. desember er ranglega sagt að Benedikt Sveins- son hafí einn greitt atkvæði gegn Sambandslögunum á Alþingi. Auk hans greiddi Magnús Torfason at- kvæði gegn lögunum. Þessi afstaða varð þeim þó ekki fjötur um fót í stjómmálastarfí þeirra, en þeir sátu lengi á Alþingi eftir þetta og gegndu ýmsum trúnaðarstöðum. Magnús var forseti sameinaðs Al- þingis 1927 til 1929. Benedikt var forseti neðri deildar Alþingis frá 1920 til 1930 og flutti hátíðarræður bæði á Alþingishátíðinni 1930 og Lýðveldishátíðinni 1944. Það er rétt að jafnréttisákvæðið var þeim Magnúsi og Benedikt mestur þyrnir í auga. Það voru fleiri en Magnús Torfa- son og Benedikt Sveinsson sem greiddu atkvæði gegn Sambands- lögunum. Ólafur Thors sagði frá því, að hann greiddi atkvæði gegn Sambandslögunum í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um þau, og ástæðan var sú sama. íslendingar tóku svo mikið mark á varnaðarorðum Benedikts SveÍQS- sonar og Magnúsar Torfasonar, að sett var ýmis löggjöf á næstu árum til þess að torvelda þátt útlendinga í stjóm og atvinnulífí landsins. Rétt- ur til kosninga var bundinn búsetu um tiltekinn tíma í landinu áður en kosning fór fram, og réttur útlend- inga til atvinnurekstrar var tak- markaður. Má því segja, að íslend- ingar hafí með almennri löggjöf bætt úr helstu göllum Sambands- laganna. um skuldbreytingalán geti annað hvort borist beint frá umsækjanda eða fyrir milligöngu lánastofnunar, sem hann hafí snúið sér til. Um- sækjanda ber að leggja fram öll gögn sem talin era nauðsynleg og kveðið er á um að hvert einstakt mál skuli vinna sérstaklega og hafa um það samvinnu við lána- stofnanir og lífeyrissjóði eftir því sem við á. Þá er samkvæmt 5. grein reglu- gerðarinnar kveðið á um að komið skuli á fót samráðsnefnd Hús- næðisstofnunar, lífeyrissjóða og lánastofnana sem fylgist með framkvæmd skuldbreytinganna. Húsnæðisstofnun ákveður hámark lánanna. Lánstími má ekki verða lengri en fímmtán ár, gjalddagar skulu vera fjórir á ári, ekki skal tekið lántökugjald vegna skuld- breytingar og veðmörk miðast við 70% af branabótamati. ■ GOSPELTÓNLEIKAR, þeir fímmtu í röð gospeltónleika á að- ventu, verða haldnir í Keflavíkur- kirkju í kvöld, fímmtudaginn 16. desember, kl. 20. Tónleikarnir era á vegum Skálholtsútgáfunnar, út- gáfufélags Þjóðkirkjunnar. Flytj- endur era Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, Gospelkór og auk þeirra Rut Reginalds, James Ol- sen, Ingveldur Ólafsdóttir og Margrét Eir. Flutt verða m.a. lög af nýútkomnum hljómdiski er ber heitið Trúarleg tónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.