Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C/D 287. tbl. 81.árg. FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Friðarhvatningu Johns Majors og Alberts Reynolds fálega tekið á Norður-írlandi Akalj til IRA mii að leg-gj a niður vopn Tallinn, Moskvu, Kíev. Reuter. FORSETAR Eystrasaltsríkjanna, sem öðluðust sjálfstæði frá Sovétríkjunum fyrir tveimur árum, komu saman í gær og hvöttu rússneska umbóta- og lýðræðissinna til að sameinast gegn þjóð- ernisöfgamönnum sem fengu mikið fylgi í þingkosningunum á sunnudag. Forsetarnir sögðust líta svo á að Atlantshafsbanda- lagið (NATO) myndi tryggja sjálfstæði þeirra í framtíðinni og létu í ljós von um aukna samvinnu við bandalagið. Embættis- menn í Rússlandi sögðu í gær að kosningasigur þjóðernisöfga- mannsins Vladímírs Zhírínovskíjs væri ekki eins stór og talið var í fyrstu. Forsetar Eistlands, Lettlands og Litháens sögðust ekki teljá að upp- gangur rússneskra þjóðrembu- manna myndi hafa áhrif á sjálf- stæði ríkjanna eða viðræður um brottflutning rússneskra hermanna úr löndunum. Þeir höfðu þó augljós- lega miklar áhyggjur af þróuninni í Rússlandi og Lennart Meri, for- seti Eistlands, sagði að framgangur Zhírínovskíjs minnti á Hitler. „Það er engin ástæða til að fara á taugum,“ sagði Guntis Ulmanis, fo-seti Lettlands. „Kosningabarátta er eitt, það að starfa á þingi og gegna þar ákveðnum skyldum er annað.“ Úkraínskir ráðamenn sögðu í gær að uppgangur rússnesku öfga- mannanna réttlætti tregðu Úkra- ínumanna til að láta öll kjarnavopn sovéthersins fyrrverandi í landi sínu af hendi. A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, ræddi þetta mál við Borís Jeltsín í Kreml og rússneski forsetinn sakaði Úkraínumenn um að reyna að blekkja umheiminn. „Þeir eru að blekkja okkur öll, Bandaríkjamenn, Rússa, Evrópu- þjóðir, þeir blekkja allan heiminn og við erum svo hjálparvana að við getum ekki svarað þessari illsku,“ sagði Jeltsín. Háttsettur embættismaður í Kreml sagði í gær að Valkostur Rússlands hefði forystu í einmenn- ingskjördæmunum þótt flokkur Zhírínovskíjs væri stærstur í þeim hluta kosninganna þar sem kosið var um landslista. Þegar atkvæði hefðu verið talin í 209 kjördæmum af 225 hefðu 24% þeirra sem náðu kjöri í einmenningskjördæmunum verið frambjóðendur eða stuðnings- menn Valkosts Rússlands, en aðeins 4% í flokki Zhírínovskíjs. Kjör- stjórnin hafði þó ekki staðfest þetta í gær. Sjá „Umbótasinnar með mikla forystu í...“ á bls. 35. Lokar GATT-samningum PETER Sutherland, framkvæmdastjóri GAT.T, sleit í gær viðræðum um afnám tolla og hindrana í milliríkjaviðskiptum er samkomulag var í höfn eftir sjö ára samningaþref. Þegar Sutherland hafði lamið fundarhamrin- um í borðið til marks um að Urúgvæ-lotunni svonefndu væri lokið brut- ust út fagnaðarlæti meðal fulltrúa ríkjanna 117 sem aðild eiga að sam- komulaginu og kampavín flóði um sali. Franska þingið lýsti í gær trausti við það hvernig stjórn Edouards Balladurs forsætisráðherra hefur haldið á málum í samningaviðræðunum með því að samþykkja sérstaka trausts- yfirlýsingu með 466 atkvæðum gegn 90 en 15 sátu hjá. Þingmenn sósíal- ista og kommúnista greiddu mótatkvæði. mótsagnakennt. Stjórn Johns Maj- ors hefur nokkrum sinnum átt líf sitt undir stuðningi þingmanna flokks Molyneaux komið, meðal annars er atkvæði voru greidd um Maastricht-samkomulagið í breska þinginu. Harðlínumenn í röðum mótmæl- enda brugðust ókvæða við samn- ingnum. Talsmenn þeirra töldu margir að Bretar ætli sér að svíkja landshlutann í hendur kaþólikkum. Sjá „Bretar sætta sig við sam- einingu írlands í eitt ríki“ og „Linnir loks vargöld á Norður- Irlandi?" á bls. 34. -----».♦-♦----- Aspin boð- ar afsögn Washington. Reuter. LES Aspin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í gær- kvöldi að hann myndi láta af starfi 20. janúar næstkomandi. Forsetar Eystrasaltsríkja óttast rússneska þjóðrembumenn London. Reuter. JOHN Major forsætisráðherra Bretlands og Albert Reynolds, írskur starfsbróðir hans, náðu í gær samkomulagi um yfirlýs- ingu sem ætlað er að stuðla að friði á Norður-írlandi. Með henni er ætlunin að telja hryðjuverkamenn írska lýðveldishers- ins (IRA) á að leggja niður vopn ojg ganga til viðræðna um varanlega lausn deilunnar á Norður-Irlandi. Bill Clinton Banda- ríkjaforseti fagnaði samkomulagi Majors og Reynolds og hét liðveislu Bandaríkjamanna við að ná settu markmiði. „Hér er á ferðinni sögulegt tækifæri til þess að stöðva blóðsúthelling- ar,“ sagði Clinton. Bæði Major og Reynolds beindu ástríðuþrungnum tilmælum til IRA að leggja niður vopn og ljúka þar með einum lengsta skæruhernaði sögunnar, sem kostað hefur 3.000 manns lífið frá árinu 1969. Hétu þeir Sinn Fein, stjórnmálaarmi IRA, aðild að samningum um framtíð Norður-írlands þremur mánuðum eftir að vopnin hefðu verið kvödd. Fyrstu viðbrögð í Norður-Irlandi gáfu ekki alltof góðar vonir. Mitch- el McLaughlin talsmaður Sinn Fein lýsti vonbrigðum samtakanna með samkomulag forsætisráðherranna. í því breyta Bretar þó frá fyrri stefnu og fallast á þá kröfu IRA að öll írska þjóðin, bæði í lýðveldinu og í Norður-írlandi, fái að lýsa af- stöðu til framtíðar eyjunnar allrar í þjóðaratkvæði. Sömuleiðis segjast Bretar munu samþykkja að lands- hlutinn sameinist írlandi ef meiri- hluti mótmælenda fáist til að sam- þykkja það. James Molyneaux, leiðtogi Sam- bandsflokks Ulster, langstærStu stjórnmálasamtaka mótmælenda, brást við samkomulaginu af var- færni, sagði orðalag þess snúið og Samkomulag FORSÆTISRÁÐHERRAR írlands og Bretlands, Albert Reynolds (t.v.) og John Major, takast í hendur eftir að hafa náð samkomulagi um yfirlýsingu sem vonast er til að stuðli að friði á Norður-írlandi. Genakort markar tímamót París. Reuter. FRANSKIR vísindamenn birtu í gær nær fullgert kort af genasamsetningu manns- líkamans. Er talið að það geti hjálpað til við að koma í veg fyrir arfgenga sjúkdóma. „Með þessu hefur verið stigið fyrsta skrefið til þess að leita uppi og skilgreina gen sem ráða alvarlegum erfðasjúkdómum," sagði Francois Gros, erfðafræð- ingur og ritari frönsku vísinda- akademíunnar. Á kortinu er birt röð kjarnsýru- samsetninga í 23 litningapörum mannsins og nær kortið yfir um 90% svokallaðs erfðamengis líkamans. Gerð kortsins er jafnað á við uppgötvanir franska efna- fræðingsins Louis Pasteurs á þfetti örvera í ýmsum lífsferlum sem ollu straumhvörfum í sótt- vömum á síðustu öld og uppgöt- vanir J.D. Watsons og F.H.C. Cricks árið 1953 á byggingar- formúlu DNA-kjamsýrunnar. Talið er að genakortið muni flýta margfalt rannsóknum sem miða að því að finna sjúkdóma- gen. Vísindamenn og almenn- ingur geta fengið aðgang að því gegnum tölvunet 16.-31. desem- ber. Gerð genakortsins hófst fyr- ir áratug í CEPH-stofnuninni í París og frönsku Genethon-til- raunastofnuninni. Kostnaður við gerð þess nemur rúmlega þremur milljörðum króna. Vonast til að NATO tryg-gi sjálfstæðið Aspin gaf engar skýringar á ákvörðun sinni sem hann kynnti á fundi með fréttamönnum í forseta- skrifstofunni í Hvíta húsinu með Bill Clinton forseta sér við hlið. Hann sagði aðeins að tími væri kominn til að snúa sér að öðrum hugðarefnum. Aspin er fyrsti ráð- herrann til að segja skilið við stjórn Clintons.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.