Morgunblaðið - 16.12.1993, Side 34

Morgunblaðið - 16.12.1993, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 Fikki dregið úr olíufram- leiðslu NORÐMENN, helsti olíufram- leiðandi í Evrópu, tilkynntu í gær að þeir hefðu ekki uppi neinar áætlanir um að draga úr olíuframleiðslu. Yfirvöld í Oman tilkynntu í gær að þau myndu draga úr framleiðslunni um 5-10% til að vega upp á móti verðlækkun á olíu. Jörðin sívalari en talið var JARÐEÐLISFRÆÐINGAR við Harvard-háskóla sem rann- sakað hafa lögun jarðar segja í nýjasta hefti Nature að kjarni hennar sé sívalur en talið hefur verið að hann sé fremur spor- öskjulaga. Líktu þeir kjarnan- um við risastóran sívalan krist- al sem lægi í beina línu við möndul jarðar. Myrna Loy látin MYRNA Loy, „Drottning Hollywood“ lést í New York á þriðju- dag, 88 ára. Hún kom fyrst fram í þöglu mynd- unum og lék alls í 124 myndum á 60 ára ferli. Grikkir mót- mæla vegna Makedóníu GRÍSK stjórnvöld sökuðu í gær fimm Evrópbandalagsþjóðir um að vinna gegn sameigin- legri utanríkisstefnu banda- lagsins en þjóðirnar, Bretar, Frakkar, Þjóðveijar, Hollend- ingar og Danir, hyggjast viður- kenna sjálfstæði fyrrum Júgó- slavíulýðveldisins Makedóníu. Óttast Grikkir áhrif þess í sam- nefndu héraði í Grikklandi. Krefur Líbýu um 300 millj- óna dollara BANDARÍSKA flugfélagið Pan Am mun krefjast 300 milljóna dollara í skaðabætur frá Líbýustjórn fyrir að hafa staðið að sprengjutilræði sem kostaði 270 manns lífið yfir bænum Lockerbie í Skotlandi Kampavínsilm- vatn bannað ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í París bannaði í gær tískuhúsi Yves Saint Laurent (YSL) að nefna nýjasta ilmvatn fyrir- tækisins, „Champagne“ (kampavín), í Frakklandi. Framleiðendur hins uppruna- lega kampavíns kærðu nafngift YSL á þeim forsendum að að- eins freyðandi vín frá Champagne-héraði mættu bera nafngiftina. Verkfalli af- lýst á Arlanda FLUGVALLARSTARFS- MENN á Arlanda-flugvell við Stokkhólm aflýstu í gær dags- verkfalli sem vera átti 20. des- ember og hefði raskað flugi til og frá Svíþjóð. Tímamótasamkomulag stjórnvalda í Bretlandi og Irlandi Líf Jack- sons hékk á bláþræði Los Angeles. Reuter. MÓÐIR poppsöngvarans Michaels Jacksons, Katherine, lýsti því yfir í gær að sér hefði verið sagt að sonur hennar hefði verið nær dauða en lífi vegna lyfjamisnotk- unar. Þetta kom fram í viðtali sem sjónvarpstöð í Los Angeles átti við nokkra meðlimi Jackson- fjöl- skyldunnar á þriðjudag. Michael Jackson kom til Bandaríkjanna frá Evrópu síðastliðinn föstudag, þar sem hann var í lyfjameðferð. Söngvarinn hefur verið kærður fyrir kynferðislega misnotkun á börnum og á þriðjudag var sagt frá því að fyrrum þjónustustúlka á heim- ilf hans hefði tjáð lögreglu að hún hefði margsinnis séð Jackson ærslast nakinn með ungum drengjum. Konan sagðist hafa sagt upp þegar hún sá söngvarann nakinn með börnunum því sér hefði fundist það viðbjóðs- iegt. Meðal annars hefði söngvarinn farið með drengjum í sturtu og nudd- pott og einn drengurinn hefði sofið með Jackson í svefnpoka. Framburð- ur konu.nnar þykir hins vegar ekki fyllilega trúverðugur þar sem hún ræddi fyrst við sjónvarpsstöð sem greiðir fyrir „bitastæð“ viðtöl. Bretar sætta sig við sam- einingu Irlands í eitt ríki Eiturlyfjahringur upprættur LÖGREGLUMENN í fíkniefnadeild Suður-Manhattan í New York hafa upprætt fíkniefnahring sem þeir segja að hafi að umsvifum slegið út hin nafntoguðu glæpasamtök, sem nefnd voru „Franska tengingin." Meðal ann- ars handtók lögreglan 66 fíkniefnasala og lagði hald á 193 kíló af hreinu heróíni. Er söluverð þess metið á 277 milljónir dollara eða jafnvirði 19,7 milljarða króna. Skilyrðið að meirihluti mótmælenda verði samþykkur London. Reuter. STJÓRNVÖLD í Bretlandi og Irlandi sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær sem ætlað er að fá írska lýðveldisherinn, IRA, til að binda enda á 25 ára langt skæruliðastríð sitt gegn breskum yfirráðum á Norður-írlandi. Gert er ráð fyrir að til sameiningar Irlands og N-írlands geti komið en eingöngu ef mótmælendur, sem eru meirihluti íbúa N-írlands, samþykkja. Frammámenn Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, sögðust í gær ekki gera ráð fyrir að samtökin svöruðu yfirlýsingunni fyrr en eftir nokkra daga en talsmenn mótmælenda voru harðorðir, þeir sögðu John Major, forsætisráðherra Bretlands, vera að svíkja málstað mótmælenda. „Ef ofbeldi IRA lýkur endanlega nema mótmælendur á Norður- og samtökin fordæma slíkar að- írlandi tækju undir hugmyndina. ferðir er ríkisstjórnin reiðubúin að hefja undirbúningsviðræður við Sinn Fein innan þriggja mánaða þegar Ijóst er að ofbeldi er úr sög- unni,“ sagði Major þegar hann kynnti samkomulagið ásamt Al- bert Reynolds, forsætisráðherra írlands, í London í gær. Bretar lýsa því yfir að þeir hafí engra langtíma hagsmuna að gæta á Norður-írlandi og muni því ekki verða andvígir sameiningu landshlutans við írland. írar heita því hins vegar að fella úr gildi gamalt ákvæði í stjórnarskrá lýð- veldisins þar sem þess er krafist að allt írland sameinist í eitt ríki. Major tekur verulega áhættu Major tekur verulega áhættu með því að ræða opinskátt um sameiningu landshlutans við ír- land. íhaldsflokkur Majors hefur afar nauman meirihluta á þingi og þurfti forsætisráðherran.n m.a. að styðjast við atkvæði þingmanna norður-írska sambandsflokksins er Maastricht-samningurinn var þar til umfjöllunar. Sambands- flokkurinn, sem er skipaður mót- mælendum, hefur ekki verið til viðræðu um neinar breytingar á tengslum Norður-írlands við breska konungsríkið. Reynolds lagði áherslu á að sameining kæmi ekki til mála „Forsætisráðherrann vonar að Friður á N-írlandi? JOHN Major og Albert Reynolds reyna að koma á friði á N-írlandi. smám saman muni fólk stilla sam- an strengina og íbúar alls Irlands verði ein þjóð, hann mun vinna að þessu markmiði en hann heitir því jafnframt að niðurstaðan af því starfi sem innt verður af hendi til að auka gagnkvæmt traust verði að enginn sambandssinni þurfi nokkurn tíma að óttast að reynt verði að ná þessu markmiði með hótunum eða þvingunum," segir í yfirlýsingunni. Linnir loks vargöld á Norður-írlandi? Belfast. Reuter. BRESK sljórnvöld ákváðu að Norður-írland yrði áfram hluti ríkisins er þau samþykktu sjálfstæði til handa írum árið 1921. Mótmælendur voru og eru enn í meirihluta í landshlutanum og vildu þeir nær all- ir halda í sambandið við Breta enda margir af breskum uppruna. Þeir óttast nú margir að verða kúgaður minnihluti í sameinuðu ír- landi. Skiptingin hefur ávallt verið sem fleinn í holdi írsku þjóðarinn- ar þótt hryðjuverkastríðið undanfarin 25 ár valdi því að íbúar í ír- lands séu vart jafn áfjáðir í sameiningu og fyrr. Norður-írland ertæplega 13.500 frá London. ferkílómetrar að stærð, rúmlega tíundi hluti íslands og íbúamir eru um 1.600 þúsund, allir enskumæl- andi. Um 60% þeirra eru mótmæ- lendur, hinir flestir kaþólikkar. Um helmingur Norður-íra býr í Belfast sem er fornfræg iðnaðarborg. Bresk stjórnvöld styrkja efnahag Norður-íra með beinu framlagi sem nemur um 2.000 milljónum punda á ári. Atvinnuleysi er þar mikið, einkum meðal kaþólikka sem hafa ávallt kvartað undan ofríki mót- mælenda, segja þá m.a. láta trú- bræður sína ganga fyrir vinnu en flest fyrirtæki eru undir stjóm hinna síðarnefndu. Frá 1972 hefur landshlutanum verið stjórnað beint Stærsta stjórnmálaaflið er sam- bandsflokkur Ulsters, með níu sæti á breska þinginu, Lýðræðislegi verkamannaflokkurinn, undir for- ystu hófsams leiðtoga, Johns Hume, hefur fjögur sæti, flokkur öfgaklerksins Ians Paisleys, Lýð- ræðislegi sambandsflokkurinn, hefur þrjú sæti ög loks er sjálfstæð- ur þingmaður. Sinn Fein, stjórn- málalarmur írska lýðveldishersins (IRA), missti sitt sæti í fyrra. Söguleg tengsl íra og Breta ná aftur til 12. aldar og smám saman hrifsuðu enskir landnemar til sín bestu jarðirnar. Þegar England sleit tengsl við Páfagarð á sextándu öld skildu leiðir í trúmálum; írar héldu flestir tryggð við kaþólskuna. Hersveitir Olivers Cromwejls- frömdu alræmd hryðjuverk á ír- landi á sautjándu öld en landið var formlega innlimað í breska kon- ungsríkið 1801. Geysilegur fjöldi íra flúði fátækt og kúgun í heima- landinu og settist að í Bandaríkjun- um á síðustu öld og lá við land- auðn. Er sjálfstæðisbarátta íra hófst undir lok aldarinnar naut hún öflugs stuðnings íra í Vesturheimi. írar fengu sjálfstæði en landinu var skipt og á N-írlandi kraumaði undir. Árið 1969 hófust blóðug átök er kaþólikkar fóru í mótmæ- lagöngur, í röðum beggjá aðila urðu til hryðjuverkahópar sem skipst hafa á um morð og sprengj- utilræði. Breska stjómin sendi fljót- lega her til landsins til að halda uppi lögum og reglu en í augum kaþólikka varð hann fljótlega að kúgunartæki mótmælenda. Um 3.000 manns, aðallega saklausir boi'garar, hafa fallið í átökunum undanfarinn aldarfjórðung.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.