Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 Cai;oii LJOS # RITUMAR VEL 'fyrirfa Caiton pc-11 •Fyrirferðarlítil •Hraðvirk -10 Ijósrit á mínútu •Stækkar og minnkar •Ekkert reglubundið viðhaId Kr. 114.900,- stgr.m/vsk. SKBIFVELIN SUÐURLANDSBRAUT 6, SIMI 685277, FAX 689791 I Evrópa, hvað nú? eftir Þórhall Heimisson Dagana 17.-24. október síðast- liðinn var haldið allsheijarþing samkirkjulegu Evrópsku æsku- lýðssamtakanna. í þeim samtökum eiga sæti fulltrúar allra kirkju- deilda og þjóða í Evrópu, nema ríki fyrrum Júgóslavíu. Þingið var haldið í smábænum Litomysl í Tékklandi, nærri landamærum Slóvakíu. Sátu þingið fyrir íslands hönd sá er þetta ritar og Kristín Þórunn Tómasdóttir guðfræði- nemi. Alls voru mættir 84 fulltrúar 24 jrjóðríkja í Evrópu. A þinginu kom fram gríðarlegur fróðleikur um ástand mála í Evr- ópu á þessari stundu. Voru ráð- stefnugestir á eitt sáttir um það að í kjölfar mikillar bjartsýni eftir „breytinguna“, fall kommúnis- mans, sæki svartsýni og gagn- kvæm spenna á. Sömu sögu var að segja úr öllum hornum Evrópu, þar sem lönd fyrrum Júgóslavíu eru aðeins toppurinn af ísjakanum. Lítum nú á nokkrar „myndir“ af Evrópu dagsins, eins og þær birt- ust í Litomysl. Mynd af Tékklandi og Slóvakíu í Tékklandi og Slóvakíu virðast hin tvöföldu umskipti hafa ruglað suma mjög í ríminu. Byltingin gegn kommúnismanum og skipt- ing gömlu Tékkóslóvakíu skilja fólk eftir áttavillt ef svö má segja. Hinu gamla hefur verið kastað fyrir borð en hvert á nú að stefna? Vandamálin er fylgja í kjölfar skiptingar landsins eru mörg. Menn hafa ekki almennilega áttað sig. Kirkjudeildir er áður stóðu saman gegn „myrkri“ kommúnis- mans (eins og heimamenn sjálfir kalla tímabil alræðisstjórnarinnar) hamra nú æ meir á sérstöðu sinni. Virðist það eiga við um alla Evr- ópu. Kirkjudeildimar eiga það til að fylgja hver sinni þjóð eða þjóð- arbroti að málum. Hættan á þjóð- ernisátökum fer greinilega vaxandi með öllum þeim hræðilegu afleið- ingum er Evrópumenn þekkja allt of vel af biturri reynslu. Mynd af Rúmeníu í Rúmeníu er talað um þrenns- konar svið „breytingarinnar". í fyrsta lagi hefur landið opnast og frelsi þegnanna er orðið algert, að minnsta kosti í orði. Áður voru þegnarnir eins og strengjabrúður í höndum stjórnar Ceausescu máttu ekki einu sinni gefa sig á tal við útlendinga. Nú hefur þess- um skugga verið bægt frá. í öðra lagi er fullt tjáningarfrelsi orðið lögbundið. í þriðja lagi hefur mark- aðshyggja leyst af hólmi forsjár- hyggju alræðisstjórnarinnar. Allt í einu verða hlutir ljósir sem áður voru leyndarmál. Nú er atvinnu- leysið viðurkennt, áður voru allri skráðir í vinnu, þótt þeir fengju jafnvel engin laun. Hið sama má segja um félagslegu vandamálin, eyðni og aðra sjúkdóma er að fólki steðjuðu. Allt var þetta faiið í landi Ceausescu. Fóstureyðingar voru bannaðar og leiddi það til dauða margra kvenna í höndum kuklara er framkvæmdu ólöglegar aðgerð- ir. Einnig var mörgum börnum varpað út á Guð og gaddinn og fylla þau enn göturnar. Kirkjurnar reyndu áður að veita bráða að- hlynningu og nú hafa þær að mestu tekið við félagslegu þjónustunni. En breytingin, sem nær til allra sviða þjóðlífsins, er svo ör að fólk fyllist ótta og örvæntingu um framtíðina. Það er erfitt að vera fyrrverandi strengjabrúða. En það er ekki aðeins í löndum þar sem kommúnisminn réð ríkjum sem fólk á erfitt með að átta sig á framtíðinni. Mynd af Ítalíu Á Ítalíu hrundi trúin á vinstri- flokkana þegar Austur-Evrópa losnaði undan okinu. Nú hefur ára- tuga gömul spilling hægriflokk- anna rúið þá trausti, eins og allir vita sem fylgst hafa með fréttum. Eftir stendur pólitískt tómarúm í landi þar sem atvinnuleysi er mik- ið, framtíð ungs fólks vægast sagt á huldu og átök milli landshluta ógna ríkinu. Trúin á pólitísku lausnirnar er að hrynja, þar sem annars staðar, en hægri öfgahópar sækja í sig veðrið. Mynd frá Norður-írlandi Frá vinum okkar á N-írlandi Strætisvagnar Reykjavíkur Melsölub/aóá hverjum degi! eftir Jón A. Gissurarson Strætisvagnar Reykjavíkur hf. (SVR) hóf fólksflutninga í Reykja- vík 1932. Mestöll byggð í Reykja- vík var þá innan Hringbrautarinnar og Snorrabrautar, en báðar þessar UTSALAN HEFST I DAG OTRULEGA LAGT VERÐ 40-60% AFSLÁTTUR Dæmi um verð: ...frá kr. 2.550,- .frá kr. 990,- ...frá kr. 1.880,- .frá kr. 990,- ...frá kr. 2.300,- ...frá kr. 1.750,- ...frá kr. 1.950,- ...frá kr. 2.350,- .frá kr. 850,- .frá kr. 850,- Herrapeysur........... Bómullarpeysur........ Ullarpeysur........... Rúllukragabolir....... Jakkapeysur........... Herraskyrfur, köflóttar Pils, síð ............ Gallabuxur............ Leggings.............. Leðurbelti............. og margf, margt fleira. tö@2f Á I 5 L A H 0 I Síðumúla 13, sími 682870. Opið alla virka daga frá kl. 09.00-19.00 og laugardagafrá kl. 10.00-14.00. götur hétu þá Hringbraut. Reykja- víkurborg tók við rekstri þeirra 1944 og annast hann enn. Á níunda tug þessarar aldar fækkaði farþegum með SVR um næstum helming. Samtímis fjölgaði þó Reykvíkingum úr 84 þús. í 100 þús. Ný byggðir risu upp um holt og hæðir án atvinnumöguleika fyrir heimamenn. Þeir urðu því að sækja um vinnu lengra en áður. Umferð um götur Reykjavíkur jókst því hröðum skrefum samtímis því að farþegum SVR fækkaði svo fyrr segir. Hver og einn tók að leysa sín mál með einkabíl. Frá 1980 til 1991 fjölgaði þeim úr 33 þús. í 46 þús. Þótt Reykjavík og nágranna- byggðir væru löngu eitt atvinnu- svæði, tóku menn í Kópavogi og Hafnarfirði að gera út strætis- vagna. Engin samvinna var inn- byrðis milli þessara félaga né við SVR og ströng viðurlög, ef eyrna- markaður farþegi slæddist inn í rangan vagn. Nú loksins virðist hylla undir að þessari vitleysu linni. Á öllu þessu svæði eru nú skráð- ir 64 þús. einkabílar. Áætlað er að 40 þús. þeirra flytji menn í og úr vinnu hvern virkan dag og í 9 af hveijum 10 sé einungis einn maður. Þessum bílaflota þurfti að finna samastað sem næst vinnustað eig- enda. i miðborg Reykjavíkur stefndi í algert öngþveiti. Á litlu svæði eru þar Alþingi, Hæstiréttur, ríkisstjórn og ráðuneyti, borgarstjórn, Dómhús Reykjavíkur, miðstöðvar allra banka og fjöldi veitingahúsa. Menn tóku að ræða að byggja geymslu- hús. Raddir heyrðust jafnvel að finna þeim stað undir Austurvelli eða Reykjavíkurtjörn! Nú er svo komið að Reyjtjavíkúrborg á 834 bílageymslur undir þaki á þessu svæði. Þær leigir hún út fyrir gjald sem talið er standa undir daglegum rekstri en ekki stofnkostnaði. Þótt menn gerðust fráhverfir að ferðast með SVR, þá eru kostir þeirra ótvíræðir. Þeir eru öruggir í Jón Á. Gissurarson „SYR ganga um þessar mundir í endurnýjun lífdaganna: breytast aftur í hlutafélag. Það form ætti að gefa nýrri sljórn færi á að breyta vonlausu undanhaldi fyrri sljórnar í djarfa sókn.“ akstri og valda litlum usla í um- ferð. Sl. ár urðu 904 akstursslys í Reykjavík. Aðeins 16 þeirra voru af völdum SVR. Sama ár varð 21 banaslys á götum Reykjavíkur en ekkert þeirra af völdum SVR. Má slíkt einstakt teljast þar sem vagn- ar þessir eru í akstri alla daga hveiju sem viðrar. SVR eru hreinir, hlýir, stundvísir og vagnstjórar prúðmenni. Einn farmiði með SVR kostar sem flæst og Vh lítri af bensíni. Maður, sem ekur einn í bíl, eyðir því síst minna fyrir bens- ín, en þó hann hefði keypt far með SVR. Fullsetinn strætisbíll leysir 50 til 60 einkabíla af hólmi og minnkar örtröð, mengun og gatna- slit. í illviðrum truflar SVR ekki umferð heldur vanbúnir einkabílar. Stjórn SVR hafði því góða víg- stöðu fyrir áróðri fyrir vagna sína, en frá henni heyrðist hvorki hósti né stuna. Engin skoðunarkönnun gerð meðal væntanlegra viðskipta- vina, sem með nútímatækni eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.