Morgunblaðið - 16.12.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.12.1993, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 SNÆLJÓNIN Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur texta: Ólafur Gunn- arsson. Myndskreyting: Brian Pilking- ton. Prentun í Hong Kong Utgefandi: Forlagið. Hér segir af þýzkum fjárhundi, úti á íslandi, sem var slík skræfa, að hann laut gamalli hænu af ótta við galdra hennar. Eða svo tísti starri, og fregnin barst konungi dýranna, ljóni í Afríku. Margt er skrýtið í henni veröld, en slíkri furðu hafði kongur aldrei kynnsfy Tekur sér því far til ís- lands. Ótti hundsins reyndist rétt- ur, svo ljónið lætur kalla hænuna fyrir sig. Þetta var engin v.enjuleg hæna, svo snjöll að nýta sér tilvilj- anir, að meira að segja ljónið bað sér vægðar undan göldrum henn- ar, lofar stórriddarakrossi og kór- ónu að launum. Hænan lætur eft- ir og konungur dýranna skreppur, fyrst hann var svo norðanlega kominn, til Grænlands. Heilnæmt loft og mjallrokið heilluðu hans hátign, hann ákvað því að hafa þar sumardvöl, sendi eftir kellu sinni og afkvæmum. Úr dögum teygðist, og þar kom, að ljónin urðu hvít. Hér eftir þarf því enginn að velta fyrir sér, hvernig snæljón urðu til. Ævintýri, rétt er nú það, fyndið Ólafur Gunnarsson. og smellið. Vel sagt, þó virðist mér hafa dottið úr, hvernig hænan náði valdi yfír hundinum. Því hefði ég viljað hvísla að fjaðralausum hænsnum granna míns, sem fjárt- ík mín, ung, hafði sér til skemmt- unar. Myndir lofa höfund sinn, listi- lega fagrar, jafnvel starra bjálfi verður allra þekkilegasti fugl, og þarf mikið til í mínum augum. Skemmtisaga á rúmstokk eða með barn á hnjánum. Prentverk allt vel unnið. Þökk fyrir fallega bók. Nýjar bækur Sögur og ljóð eftir Jennu Jensdóttur Út er komin bókin Ásta Sóllilja eftir Jennu Jensdóttur. I bók- inni eru sögur og ljóð. Jenna Jensdóttir tileinkar bók- ina minningu móður sinnar, Ástu Sóllilju Kristjánsdóttur. Tvær sög- ur eru í bókinni, löng smásaga samnefnd bókinni og styttri saga sem höfundur kallar Húsið við götuna. Sögurnar eru báðar samd- ar 1992. Kínaljóð er ljóðabálkur með minningum úr Kínaför 1984. Loks er minningaljóðið Hughrif. Útgefandi er Hjúki 1993. Bókin er 35 blaðsíður fjölrituð hjá Fjölritunarstofu Daníels Halldórssonar. Hún kostar 1.000 krónur. Jenna Jensdóttir Jenna Jensdóttir Soðið í málma Myndlist Bragi Ásgeirsson Báðir salir Portsins í Hafnar- firði eru fram til 23. desember undirlagðir smíðisgripum úr jámi og hefur framtakið hlotið nafnið „Jámstraumar“. Um er að ræða smíðisgripi nokkurra hagleiksmanna í jám og kennir þar margra grasa, eða allt frá módelskartgripum til húsgagna og annarra hluta notagildis. Fremri salurinn er undirlagður listgripum og listhönnun og eru þar á ferð fjórir hagleiksmenn þeir Ólafur Gunnar Sverrisson, Guðmundur Jónsson og Jón faðir hans, Bjarni Bjarnason og Helga Ingólfsdóttir kona Bjarna, sem hefur unnið þurrablómaskreyt- ingar þær sem sjá má á sýning- unni. Innri salinn prýða fyrst og fremst hlutir notagildis eftir Ei- rík Rafn Jónsson og samstarfs- menn hans. Tala má um samstarf þriggja framkvæmdaaðila sem eru jfyrot skartgripir, en svo nefnir Ólafur Gunnar framleiðslu sína, en hann hannar skartgripi, sem segja má að séu aðallega ætlaðir yngri kynslóðinni og sækir þar m.a. hugmyndir aftur í römmustu fornaldir eins og það heitir. Þá er það Suðulist, en fyrirtækið sérhæfír sig í smíði listaverka fyrir aðra, og hafa þeir Guð- mundur og Bjami smíðað ýmis þeirra listaverka sem prýða Höggmyndagarð Hafnaríjarðar, auk þess sem Bjarni hefur verið sóttur til Svíþjóðar til að stækka þar listaverk. Sýningin er sett upp í minn- ingu Guðmundar sem lést nýlega í bílslysi (f. 3.4. 1954, d. 21.11. 1993), en hann var lærður vél- stjóri sem vann við ýmis konar nýsmíði og viðgerðir, samfara því að hann útfærði hugmyndir lisamanna og stækkaði frumverk þeirra. Loks er það Smíðagallerí, sem Eiríkur stofnaði 1989, en hann lærði verkfærasmíði í Svíþjóð. Sérhæfír hann sig í smíði list- rænna hluta notagildis úr jámi og er galleríið rekið sem opin vinnustofa þangað sem unnt er að leita með hugmyndir um smíði nánast á hverju sem vera skal. Á næstu misserum stefnir fyr- irtækið að flutningi í Straum í nágrenni listamiðstöðvarinnar, þar sem smíði á sérhönnuðu húsi yfir starfsemina er hafín. Má gera því skóna að það verði mikil lyftistöng fyrir alla starfsemi á Straumi að hafa slíka faglærða aðila í nágrenninu. Er full ástæða til að vekja sérstaka athygli á þessu fram- taki, sem er all óvenjulegt og hefur þegar skilað sér á ýmsan hátt, en það sem meira er um vert er auðvitað að framtíðar- möguleikarnir teljast drjúgir, — vildi ég helst komast svo að orði, að þeir séu bullandi og vellandi. Áuðséð er á gripunum á sýn- ingunni að hér er á ferð fólk sem kann margt fyrir sér, því sumir gripirnir eru framúrskarandi og traust smíði, auk þess að vera augnayndi. Segja má að á stund- um skorti dálítið á til að hönnun- in gangi alveg upp, en það er ósköp eðlilegt, því að hér er ekki markviss formræn þjálfun að baki, en á móti kemur einstök framkvæmdagleðin og bein glíma við efniviðinn sem er á stundum engu minni en hjá þekktum rýmislistamönnum. Það er margt sem gleður aug- að í báðum sölum Portsins um þessar mundir auk þess sem dijúgan lærdóm má hafa af sýn- ingunni, og hvet ég sem flesta til að gera sér ferð þangað áður en hurðir falla að stöfum. /Hvintýri ogf cítirlætissög’ar Ævintýrí á abfangadag EFTIR ÁRNA ÁRNASON GG HALLDÓR BALDURSSON Nohtid fihhst Qdthúh ab heimsœkja jóldSVeihana, Gtýlu, Leppúlúbú o'g jðlaköttíhh ð abfangodag. En hann verbut feginn ab komast aftur heim til pabba og mömmu. Fyrir austan sól og vestan mána ANNA VILBORG GUNNARSDÓTTiR MYNDSKREYTTI Ógleymanlegt ævintýri um stúiku sem svíkur ioforb sitt en bætir fyrir meb ab bjarga úr tröllahöndum kóngssyninum sem hún elskar. og menning LAUGAVEGI 18, SÍMI (91) 24240 6 SÍÐUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688S 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.