Morgunblaðið - 16.12.1993, Síða 52

Morgunblaðið - 16.12.1993, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 Kalkúnakjöt er ljúffengt og bragðmikið. Heitt eða kalt - sannkallaður hátíðarmatur. Á djasshátíð í Montreal Litríkir götusirkusleikarar settu sinn svip á hátíðarhöldin. eftir Sigrúnu Harðardóttur Allir þekktustu djassleikarar samtímans hafa komið við í Mon- treal á þessum fjórtán árum. Árið 1980 opnaði Ray Charles fyrstu djasshátíð Montrealborgar, ári síð- ar voru áhorfendur 22.000 á 20 tónleikum. Herbie Hancock tríó opnaði hátíðina í ár þar sem tvö þúsund tónlistamenn léku fyrir 1,4 milljónir djassunnenda á 400 tón- leikum. Þeim sem áhuga höfðu á sögu djassins stóðu til boða 18 kvikmyndasýnigar auk þess sem ein útvarpsstöð borgarinnar lék djass allan sólarhringinn þessa 11 daga. Djasshátíðin dregur ekki ein- ungis að sér athygli vegna áhuga- verðrar tónleikadagskrár. Hátíðar- stemmningin, sem er einstaklega ánægjuleg og friðsamleg, höfðar einnig til hátíðargesta. Götuleikhús og sirkusskemmti- kraftar voru með ýmis atriði til þess að lífga upp á hátíðarhöldin auk förðunarlistamanna sem komu yngstu hátíðargestunum í hátíðar- skap með litríkum andlitsskreyt- ingum. Leyndardómar djassins á gamansaman hátt héldu athygli bama á öllum aldri í litla djassskó- lanum tvisvar á dag. Dagskrá hátíðarinnar hófst dag- lega á hádegi með þrennum opnum tónleikum, einir til þrennir tónleik- ar voru síðan á klukku- stundar fresti fram til klukkan átján, þá er innan- hússtónleikahald hófst og þéttist síðan tónleikahaldið í fjóra til fimm tónleika á klukkustundar fresti fram að miðnætti. Frá þeirri stundu færðust opnir tón- leikar inn á skemmtistað- ina Le Grand Café, Club Soda og Spectrum. Fjöldi djassklúbba borgarinnar var einnig með sérstaka tónleika í tengslum við hátíðarhöldin svo hátíðar- gestir gátu haldið áfram djassdjammi sínu fram á morgun. Á tónlistarsviðinu er hönnuðir dagskrár hátíð- arinnar, André Ménard, ábyrgur fýrir innanhúss- tónleikum og David Jobin fyrir utanhússtónleikum. Á blaðamannafundi á lokadegi hátíðarinnar lögðu þeir áherslu á að góð aðsókn hefði verið á flokk tónleika helguðum gospel, Louisiana tónlist og breskum píanódjassi auk tón- leika Dee Dee Bridgewater, Charlie Haden, Petru Guelfucci, Galliano og Gineet Reno. Hátíðin í ár var helguð saxó- fóninum, tákni djassins, sem var sérstaklega heiðraður af hópi tón- listarmanna með breiðan tónlistar- bakgrunn, eitthvað fyrir alla. Má þar fyrst nefna ósvikna saxófón- veislu Odean Pope saxófónkórsins, þá tenórsaxófónleikarann Scott Hamilton, sem ásamt Johnny Griffin sannfærði okkur um að loðnir tónar eigi sér framtíð, Steve Coleman fulltrúa nýbylgjudjass New York borgar, Hawkins, Lester Young, Ben Webster og að lokum Kenny Garett, síðasta saxófónleik- ara sem lék við hlið Miles Davis. Píanódjassleikarar færðu okkur djassaðan afrískan takt Suður-Afr- íkubúans Abdullahs Ibrahims. Frá- bær leikur Rays Bryants, sem áður hefur leikið með Charlie Parker og Miles Davis, markaði sérstæða tónleika. Heldur framsæknari en Bryant var píanóleikarinn Geri Allen, sem hélt einstaklega kraftmikla tónleika. Píanóleikari klassískrar festu, Randy Weston, hamraði af mikilli ástúð á hljóð- færi sitt og seiddi fram tóna sem bergmáluðu heiminn og menning- una og dóu síðan út. Túlkun hans var trúarlegri eðlis en nokkurs annars hljóðfæráleikara þessarar hátíðar. George Shearing var í feiki stuði og lék hrífandi ásamt Joe Williams og Neil Swainson. Aðrar stjömur píanósins voru Italinn Enrico Pieranunzi, keppinautur Bills Evans, píanistinn Henry Butt- er frá Louisiana, Ellis Marsalis, faðir þeirra Marsalis bræðra, ásamt Mareus Roberts, tveir snill- ingar frá Kúbu, þeir Chucho Val- des og Gonzalo Rubakaba, Herbie Hancock, Keith Jarrett og Lyle Mays. Djasssöngvarar fengu einnig gott pláss í dagskrá þessarar hátíð- ar, áheyrendur áttu þar kost á að heyra hina feikimiklu rödd söng- konunnar Ginetto Reno frá Brook- lyn, sem söng með Oliver Jones, Grammy-verðlaunahafa þessa árs, Betty Carter, Dee Dee Bridgewat- er, sem söng með John Pizarelly og hljómsveit, kanadísku söngkon- una Holly Cole, sem er í miklu uppáhaldi hjá löndum sínum, og „í fjórtán ár hefur Le Festival International de Montréal, sífellt vax- ið að umfangi og fjðlda tónleika og sló hátíðin í ár öll aðsóknarmet fyrri hátíða. Þessi djasshátíð er að hluta til götuhátíð þar sem um það bil 4/5 hlutar tónleikanna eru há- tíðargestum að kostn- aðarlausu og dregur hátíðin til sín áhorf- endafjölda sem á sér ekki hliðstæðu annars staðar.“ að lokum hinn einstaka akróbat raddbandanna Bobby McFerrin og kór hans. „Fusion“ og rafmagnsgítar áttu einnig sína sneið af dagskránni. Bresku brautryðjendurnir í Soft Machine léku, New York-búinn Mike Stern og Alan Caron, sem samkvæmt franska tímaritinu Guitarist er besti núlifandi bassa- leikari fusion-tónlistar. Einnig má nefna Sony Greenwich, Pierre Leith, Bela Fleck og Marc Johnson. Undanfarin ár hefur verið haldin samkeppni meðal ungra og óþekktra kanadískra djasshljóð- færaleikara í tengslum við þessa hátíð og eru úrslit þeirrar sam- keppni gerð kunn á sérstökum lokatónleikum. Stjörnur lokatón- leikanna að þessu sinni voru Gi- netto Reno og Oliver Jones, en auk þess gafst áheryendum kostur á að heyra leik vinningshafa Maurier Ltd. verðlaunanna. Þrenn verðlaun voru til skiptanna; Maurier Ltd. verðlaunin fyrir hefðbundinn og klassískan djass féllu í hlut Chelsea Bridge kvartettsins frá Ottawa. Söngkona hljómsveitarinnar, Tena Palmer, vann Socan verðlaunin (verðlaun samtaka tónlistar- manna) fyrir frumsamið lag sitt „The Hills of Loch Katherine“. Oscar Peterson verðlaunin hlaut saxófónleikari frá vesturströnd- inni, Fraser MacPherson, fyrir ein- stakt framlag hans til kanadísks djass. Átta útisvið voru á þessari hátíð og hafði hvert svið nokkuð ákveðna tónlistarstefnu. Maurier Ltd. fyrir- tækið hafði á sinni könnu tvö aðal svið ALCAN frá fyrri árum. Annað þeirra var stærsta útisvið hátíðar- innar, með nokkuð blandaða tón- leikadagskrá, þar sem flestar fyrir- ferðameiri hljómsveitirnar tróðu upp. Má þar fyrst nefna bresku fimmtán manna hljómsveitina Galliano, sem hélt sína fyrstu tón- leika í Norður-Ameríku að við- stöddum hundrað og eitt þúsund áhorfendum, The African Jazz Pi- oners, sem haði á að skipa ellefu hugareikning og gengur út á klókindi útsjónarsemi og heppni leikmanns Hvílum sjonvar 11 I i 'L..U l íafflsi il sinnar tegu HEILDSÖLUDREIFING ÍSLENSKA VERSLUNARMIÐSTÖÐIN HF. GRENSÁSVEGI 16 BAKHÚS, SÍMI 687355. FAX 687185 Ódýrasta sp Verð aðeins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.