Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 43 Albert Eymundsson „Þessi eðlilega og tíma- bæra þróun verður ekki stöðvuð en óneitanlega tefur niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni hana.“ til dæmis í fræðslumálum, heil- brigðismálum, hafnarmálum eða samgöngumálum. Um núverandi aðgerðir var til- tölulega almenn samstaða bæði hjá sveitarstjórnarmönnum og Alþingi. Það má öllum vera ljóst að ekki hefði náðst samstaða um aðrar leið- ir í fyrstu atrennu svo sem að færa verkefnin yfir á héraðsnefndir eða byggðasamlög. Þessi aðgerð er mikilvæg og óumflýjanleg og mun skila árangri í framhaldinu. Nú þegar hefur umræðan skilað þeim árangri að sveitarstjórnarfólk mun vanda vinnubrögð sín betur á næstunni og almenningur er betur meðvitað- ur um hlutverk sveitarfélaganna. Meirihlutavilji í þjóðfélaginu fyrir breytingum Ekki er hægt að horfa framhjá því að mikill meirihlutavilji er í þjóðfélaginu fyrir breytingum á núverandi verkaskiptingu ríkisins og sveitarfélaganna. Spurningin er hvaða leiðir verða valdar til að ná markmiðinu. Þegar deilt er um leið- ir eða aðferðir verður málamiðlun eða niðurstaða stundum sú að verri kostir eru valdir en lagt er upp með í byijun. Það er ástæða til að óttast að svo verði hér í frarnhaldi af niðurstöðu kosninganna. í fram- tíðinni má gera ráð fyrir tveim gerðum sveitarfélaga, þau fjöl- mennari með mikil og fjölbreytt verkefni á sinni könnu og svo fá- menn með lítið umleikis og háð miðstýringarvaldi úr fjarlægð. Ef fólk kvartar um aðstöðumun í dag þá minnkar hann ekki við slíka þróun. Hvaða áhrif hefði víðtæk sameining haft? Víðtæk sameining nú í kjölfar atkvæðagreiðsunnar hefði virkað eins og vítamíngjöf á umhverfið og þá sér í lagi landsbyggðina. Stjórnmálamenn, sveitarstjórnar- menn, fólk í atvinnulífinu og félags- málafólk hefði farið að skoða mál frá nýjum hliðum og sjá fjölbreytt- ari möguleika á ýmsum sviðum. Ahrif breytinganna hefðu aukið bjartsýni fólks, virkað hvetjandi, öivandi og ögrandi á alla aðila til átaka og framkvæmda á mörgum vígstöðum. Sameiningartillögur nú og áður Umdæmanefndirnar hafa legið undir ámæli fyrir að vera ekki starfi sínu vaxnar. Sjálfsagt hafa þeim verið mislagðar hendur í einhverj- um tilvikum en ég veit að í flestum tilfellum störfuðu þær nákvæmlega eftir þeim fyrirmælum sem lögin og tillögur Alþingis gera ráð fyrir. Vegna þess að í umræðunni hef- ur verið vitnað í þann árangur sem hefur náðst þar sem sameining hefur átt sér stað af fúsum og frjálsum vilja undanfarin ár er hægt að benda á að í flestum tilfell- um hefði hún verið felld með bráða- birgðaákvæði sem gildir í þessu átaki. Fróðlegt er að gera úttekt á útkomu úr kosningunum nú ef bráðabirgðaákvæði um einfaldan meirihluta greiddra atkvæða hefði ekki gilt um nýafstaðnar kosning- ar. Þá virðist að í tæplega tveim af hveijum þrem sveitarfélögum hefðu tillögurnar verið samþykktar og sameining átt sér stað eða hægt að beita % reglunni í um helming svæðanna. Kannski voru tillögum- ar, þegar á heildina er litið, ekki mikið fjarstæðukenndari en þær sem settar hafa verið fram á síðari árum. Viðhorfsbreyting nauðsynleg Ég nefndi fyrr að ákveðið við- horf og afstaða til landsbyggðar- innar lýsti sér í tillögum embættis- mannanefnda um þjónustu á lands- byggðinni. Sömuleiðis kemur þeta fram í almennri umræðu og því miður höfum við landsbyggðarfólk- ið sjálft gerst sek um að taka þátt í henni og ýtum undir hana með lélegri sjálsímynd. Það er ekki til að auka traust og áhuga fólks á landsbyggðinni þegar við teljum hagsmunamálum okkar betur borgið hjá embættismannavaldinu á höfuðborgarsvæðinu en heima í héraði. Hvernig á að vera hægt að láta taka mark á okkar málflutn- ingi og efia landsbyggðina þegar umræðan er á þessum nótum? Jafn- framt styrkjum við þetta viðhorf með því að ganga framhjá stað- bundinni þjónustu og sækja sam- bærilega þjónustu um langan veg. Til að snúa þessu við verðum við að breyta afstöðu okkar gagnvart núverandi valdahlutföllum milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar. Framtíðarbyggð á landinu öllu stendur og fellur með því að íbúar á landsbyggðinni fái meira um sín mál að segja, taki ákvarðanir og móti eigin framtíð frekar en nú er. Með því byggum við upp trú á búsetu út um landið. Ekki má láta staðar numið hér Nú segja margir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar gefi tilefni til að fara sér hægt í framhaldinu en við skulum um leið hugleiða hvað landsbyggðin þolir lengi sömu þró- un og verið hefur. Ég hygg að á næstu árum sanni sameiningar sem verða að þessi leið er árangursríkust til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Þess vegna komi talsmönnum breytinga til með að fjölga á næstu árum. Þessí eðlilega og tímabæra þróun verður ekki stöðvuð en óneit- anlega tefur niðurstaðan úr at- kvæðagreiðslunni hana. Flest erum við sammála um að íbúar þessa lands eigi að búa við félagslegt jafnrétti ogjöfn lífskjör. Um það snúast tillögur sveitarfé- laganefndarinnar og það er andi þeirra. Af þeim ástæðum verður umræðan að halda áfram og það er skylda okkar að finna heilbrigð- ar og skynsamlegar leiðir að því marki. Við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir því að það næst ekki við óbreyttar aðstæður eða án árekstra og óþæginda. Landsbyggðafólki er vel treystandi til að standast þau átök og leysa sín mál drengilega þegar á reynir. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Höfn í Hornafirði. Debetkortamyndir Notið aðeins góðar myndir á skilríki, í passann, á ökuskírteinið. á debetkortið ogíumsóknir. Hjáokkur getur þú fengið vandaða passamyndatöku á filmu. Verð aðeins kr. 830,00 8 Stk. vegabréfsmyndir. Hringdu og pantaðu tíma, við sendum þér myndimar í pósti. Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Ljósmyndastofumar ^arna og fjölsk. ljósmyndir s&ni 677 644 3 Odýrastir Ljósmyndastofa Kópavogs simi: 4 30 20 OPIÐ10-18 Mánud-Föstud. ISLENSKT, JA TAKK 1 OPIÐ 10-16 Laugardaginn 18. Desember LANDMÆUNi GREIÐSLUKORTAÞJONUSTA SENDUM SAMDÆGURS í POSTKRÖFU UM LAND ALLT tDMÆUNGAR ÍSLANDS KORTAVERSLUN • LAUGAVEGI 178 • REYKJAVIK • SIMI: 91 - 680 999 GROÐURMYND AFISLANDI unnin eftir gervitungla myndum. Stærð 67x10 Verðkrl950.- KORTASAGA ÍSLANDS I. og II. bindi eftir Harald Sigurðsson. Stórvirki ííslenskri menningarsögu. Verðkr 14.500.- ISLANDSKORT FRA FYRRI Glæsileg Iistaverk kortagerðarmanna miðalda. Verð frá kr 1500. ÓDÝRJÓLAGJÖF Nýja kortabókin Verð kr 980.- SKRIFBORÐSMOTTA Tilvalin gjöf handa skólabömum jafnt sem skrifstofumönnum. \ Verð kr 1900.- Leifur Breiðfjörð Sigurjón Jóhannsson ÍSLENSKT,JÁ TAKK! HVAÐ ER ÍSLENSKARA EN ISLENSK MYNDLIST? VIÐ HÖFUM ÚRVALIÐ. LEITIÐ FYRST OG FREMST TIL OKKAR. OPIÐ TIL KL. 22.00 ÖLL KVÖLD TIL JÓLA AUSTURSTRÆTI 3 SIM I 1 0 4 0 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.