Morgunblaðið - 28.11.1996, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 3
Laugavegi 18 • Sími: 552 4240
Síðumúla 7-9 • Sími: 568 8577
Jón Múli Árnason kann þá dýrmætu list að gæða frásögnina
leiftrandi húmor og hjartahlýju. Enginn unnandi góðra endur-
minningabóka ætti að láta þetta verk framhjá sér fara.
„Bókin er frábærlega skemmtileg.“
lllugi Jökulsson/Alþýðublaðið
„Þjóðsögur
Jóns Múla eru
fjallskemmtilegar11
Oddgeir Eysteinsson/Helgarpósturinn ★ ★ ★ i
Jón Múli Árnason, einhver vinsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar,
hefur skráð endurminningar sínar. Þetta er bókin um það sem bar
fyrir augu og eyru þjóðsagnaþularins þegar hljóðneminn heyrði ekki
til. Hér má lesa bæði kímilegar og dularfullar útvarpssögur frá liðinni
tíð, ævintýri af tónlistarmönnum, sögur úr síldinni, minningar um
Árna frá Múla og Rönku í Brennu og þeirra samferðafólk og frásagnir
af því þegar enn var slegist um pólitík.
m
Óla*ur
Ounnarsson
„Mögnuð og
spennandiu
Helgarpósturinn/lllugi Jökulsson
Nú fjórum árum eftir útgáfu Tröllakirkju sendir Ólafur Gunnarsson
frá sér Blóðakur, magnaða og spennandi sögu hlaðna stór-
viðburðum. Reykjavík logar í óeirðum - atburður sem endur-
speglar fræg átök sem hér urðu á þriðja áratugnum og það
sem þar gerðist á bak við tjöldin.
„...bráðskemmtileg og spennandi...sjaldgæft að íslenskar
skáldsögur takist jafn óhikað á við jafn „stór“ viðfangs-
efni...í andrúmslofti þessarar bókar ganga jafnvel hinir
æsilegustu atburðir algjörlega upp...Ef ég væri í stjörnu-
gjafarbransanum myndi ég gefa henni nokkur sólkerfi."
Helgarpósturinn/lllugi Jökulsson
E..ir
SVom'" ^7, rö*
0
FORLAGIÐ