Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Leikið fyrir lögregluna HÓPIJR eldri borgara lagði leið sína úr Gerðubergi í Breiðholti í lögreglustöðina við Hlemm í gær. Þar var ýmiss konar fræðsla um umferðarmál og boðið upp á kaffi í mötuneyti starfsmanna. Gestirn- ir þökkuðu fyrir sig og einn þeirra, Einar Magnússon, tók lag- ið á munnhörpuna, laganna vörð- um til heiðurs. Sjúkrahús í Svíþjóð hættir líffæraflutningum fyrir Islendinga Samkomulag við Dani Forrannsóknir og eftirmeðferð flytjast hingað til lands Morgunblaðið/Kristinn Samkeppnisráð um auglýsingar tryggingafélaga um FÍB Villandi og ósann- gjarnar auglýsingar SAMKEPPNISRÁÐ hefur ákveðið að banna Sjóvá-Almennum og Vá- tryggingafélagi íslands að bæta fé- lagsgjaldi FÍB við iðgjald FÍB trygg- inga í auglýsingum þar sem það sé villandi og ósanngjarnt gagnvart keppinautum. Ráðið telur hins vegar leyfilegt samkvæmt samkeppnislög- um að tryggingafélögin veki athygli á því að FIB trygging sé aðeins í boði fyrir félagsmenn FÍB. í tilkynningu frá Samkeppnis- stofnun kemur fram að tildrög bannsins séu bréf frá Sjóvá-Almenn- um til allra viðskiptavina sinna og dagblaðsauglýsing VÍS þar sem ið- gjöld bifreiðatrygginga hjá félögun- um eru borin saman við iðgjöld FÍB trygginga að viðbættum félagsgjöld- um FÍB. Neðanmáls hafi verið tekið fram að fyrrgreind félagsgjöld væru innifalin í heildarverðinu. Rökstuðningur Samkeppnisráðs fyrir banninu er sá að þjónustan sem verið er að kynna í fyrrgreindum tilvikum séu bifreiðatryggingar og endanlegt verð þeirrar þjónustu sé iðgjald tryggingarinnar. Félagar í FIB greiði eingöngu iðgjaldið fyrir trygginguna, en þeir sem gerist fé- lagar til þess að njóta kjara FÍB trygginga öðlist með inngöngu í fé- lagið ýmis fríðindi sem séu óháð ið- gjaldi bifreiðatryggingarinnar. Þar sem félagsgjald FIB sé ekki hluti af iðgjaldi FÍB trygginga og engin fjárhagsleg tengsl séu á milli FÍB og FÍB trygginga sé verið að skír- skota til óviðkomandi máls þegar félagsgjaldinu er bætt við iðgjaldið. Slíkt sé ósanngjarnt gagnvart keppi- nautum í skilningi samkeppnislaga. Kvikmynda- safn í Hafn- arfjörð SAMNINGUR um fiutning Kvikmyndasafns íslands til Hafnarfjarðar verður undirrit- aður í dag. Samninginn undirrita Björn Bjarnason menntamálaráð- herra og Ingvar Viktorsson bæjarstjóri. Með flutningnum verða allar filmugeymslur, skjalavarsla og skrifstofur Kvikmyndasafnsins í hinu gamla frystihúsi Bæjarútgerð- ar Hafnaríjarðar, Vesturgötu 11-13 og einnig tekur Kvik- myndasafnið við umsjón og rekstri Bæjarbíós við Strand- götu. NÁÐST hefur samkomulag um að Ríkisspítalinn í Kaupmannahöfn annist líffæraflutninga fyrir íslend- inga í stað Sahlgrenska-sjúkrahúss- ins í Gautaborg. Með samningnum við Danina mun draga úr ferðalögum sjúklinga til útlanda, að sögn Sigurð- ar Thorlacius, yfirtryggingalæknis, sern segir að jafnframt muni læknar á íslandi gegna veigameira hlutverki við forrannsóknir og eftirmeðferð sjúklinga en með fyrra skipulaginu. Umskiptin muni ekki bitna á þjón- ustu við sjúklinga og þeir Islending- ar sem komnir eru í samband við lækna á Sahlgrenska og óski að ljúka þar meðferð eigi væntanlega að geta fengið þær óskir uppfylltar. Samningur við Dani hefur ekki verið undirritaður en samkomulagið liggur fyrir, að sögn Sigurðar. Hann segir að kostnaður við meðferð sjúkl- inga sem gengust undir líffæraflutn- inga í Gautaborg hafi í mörgum til- vikum reynst býsna hár og samn- ingnum hafi verið sagt upp til að reyna að spara. Eftir könnun á því hvaða kostir væru í boði hafi tveir þótt bestir; annars vegar nýr samn- ingur við Sahlgrenska sjúkrahúsið og hins vegar samningur við Ríkis- spítalann í Kaupmannahöfn. Styttri dvöl erlendis Það réð úrslitum um það að geng- ið var til samninga við Dani, að sögn Sigurðar, að afstaða þeirra til máls- ins var önnur en Svía. „Danirnir ganga út frá því að forrannsóknir fari fram á íslandi nema í undan- tekningartilvikum. Sjúklingar dvelj- ist sem styst ytra og flytjist á sjúkra- hús hér heima eins fljótt og kostur er og loks fari eftirmeðferð meira og minna fram á íslandi." Sigurður sagðist telja að íslenskir læknar og heilbrigðisstarfsfólk væri vel í stakk búið til að annast þessi verkefni. Svíar hefðu hins vegar vilj- að fá sjúklinga í forrannsóknir fyrir aðgerðir, viljað halda þeim lengur á sjúkrahúsi og fá þá oft aftur utan til eftirlits. Aðspurður hve mikið sparaðist við gerð þessa samnings hafði Sigurður tölur ekki á takteinum en sagði að grunnverð fyrir legudag og aðra þjónustu væri svipað og verið hefði. Hann sagði jafnframt að þegar rætt væri um kostnað af líffæraflutning- um þyrfti að líta til þess að því lengri sem dvöl sjúklinga erlendis væri því meiri kostnað bæri Tryggingastofn- un og þá einnig vegna dvalar sjúkl- inga erlendis. Ekki íslenskir læknar í Kaupmannahöfn Sigurður Thorlacius sagðist ekki vita til þess að íslenskir læknar væru starfandi á sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn eins og er en fjöl- margir íslenskir læknar starfa á Sahlgrenska í Gautaborg og hafa þar tekið þátt í meðhöndlun íslensku sjúklinganna. Þá er öflugt félagslíf meðal Islendinga sem eru búsettir í Gautaborg. Sigurður sagði að fjölmargir Is- lendingar byggju í Kaupmannahöfn og skilyrði til þess að koma upp fé- lagslegu neti þar ættu ekki að vera síðri, auk þess sem t.d. flugsamgöng- ur milli íslands og Kaupmannahafnar væru mun auðveldari en samgöngur milli Islands og Gautaborgar. FLeiri líffæri gefin en þegin Hvort sem líffæraflutningar fara fram í Svíþjóð eða Danmörku hafa borgarar þeirra landa ávallt ákveð- inn forgang að líffærum landa sinna, að sögn Sigurðar. Hins vegar er ákveðið norrænt samstarf á þessu sviði þannig að líffæri sem ekki nýt- ist í Svíþjóð getur verið flutt til Kaupmannahafnar og grætt í íslend- ing þar. Sigurður segir að Islending- ar hafi undanfarið lagt fram fleiri líffæri en þeir hafi þegið. Frá 1. janúar 1993 til loka októ- ber á sl. ári voru gefin 43 líffæri úr 14 Islendingum en 17 íslenskir sjúklingar þáðu líffæri á sama tíma. Þótt líffæraþegarnir séu fleiri en gjafarnir segir Sigurður að þegin líffæri séu færri en gefin. Hann seg- ir að árlega megi búast við því að færri en 10 íslendingar þurfi á líf- færaígræðslu að halda. Andlát HELGIEIRIKSSON HELGI Eiríksson, inn- kaupastjóri Vatnsveitu Reykjavíkur, lést hinn 24. nóvember sl. á 43. aldursári. Banamein hans var hjartabilun. Helgi fæddist 28. febrúar árið 1954, son- ur Vöku Sigurjónsdótt- ur og Eiríks Helgason- ar. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum við Tjörnina 1974 og stundaði uppeldis- og sagnfræðinám við Háskóla íslands. Að námi ioknu kenndi hann við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja 1979—1988. Hann var framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta frá 1988-1992 og síðan starfsmaður Reykjavíkurborg- ar, nú siðast sem innkaupastjóri Vatnsveitunnar. Helgi starfaði mikið að félagsmál- um. Hann var virkur í skátahreyf- ingunni frá unga aldri og gegndi þar fjölda trúnaðarstarfa, sat m.a. í stjórn Bandalags íslenskra skáta, var yf- irmaður fræðslumála skátahreyfingarinnar, stjórnaði námskeiðum og kenndi í Björgunar- skóla Landsbjargar. Helgi var félagi í Hjálp- arsveit skáta í Reykja- vík og Landsbjörg og ritaði kennslubækur um ferðamennsku. Helgi var einnig virk- ur í stjórnmálastarfi á vegum Sjálfstæðis- flokksins og var m.a. formaður Mál- fundafélagsins Óðins og átti sæti í stjórn hverfafélags Sjálfstæð- isflokksins í Laugarnes- og Voga- hverfi. Þá átti hann sæti í stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Helgi var ókvæntur og barnlaus. íslendingar í Svíþjóð óttast um framtíð embættis sendiráðsprests færist líffæraflutningar til Danmerkur Full þörf áfram á kirkjulegu starfi SÖFNUÐUR íslendinga í Gautaborg í Svíþjóð óttast að embætti sendi- ráðsprests þar í landi leggist af ef líffæraflutningar verða færðir frá Gautaborg til Kaupmannahafnar eins og nú er útlit fyrir. Rætt hefur verið um að fá þurfi prestsþjónustuembætti vegna sjúkl- inga sem sendir verða til Kaup- mannahafnar vegna líffæraflutn- inga. „Við óttumst að það verði ekki talin þörf á að greiða fyrir embættið í Svíþjóð ef líffæraflutningarnir fær- ast til Kaupmannahafnar. En það hefur sýnt sig að það er full þörf á að halda áfram því kirkjulega starfi sem unnið hefur verið fyrir íslensku nýlenduna í Svíþjóð," sagði Kristinn Jóhannesson, formaður sóknar- nefndar íslenska safnaðarins í Gautaborg. Um 6.000 íslendingar eru búsett- ir í Svíþjóð og hefur sendiráðsprest- urinn í Gautaborg þjónað þeim. Þá hefur hann einnig verið sjúkrahús- prestur í Gautaborg og þjónað ís- lendingum sem þar hafa leitað sér lækninga. Einnig hefur embættið þjónað söfnuði íslendinga í Noregi. Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt helminginn af kostnaði við embættið vegna sjúkrahúsþjón- ustunnar en hinn hlutann greiðir íslenska kirkjan. Samfélag kringum söfnuðinn Kristinn Jóhannesson og Jón Dalbú Hróbjartsson sendiráðsprest- ur eru staddir hér á landi til að ræða við kirkjuyfirvöld og alþingis- menn um málið og kynna þeim starf- semi safnaðarins. Að sögn Jóns Dalbús hefur starf- ið einkum byggst upp í kringum þá sem eru búsettir tímabundið vegna náms eða starfa en ætla að flytja aftur til íslands og halda tengslum við land og þjóð gegnum safnaðarstarfið. Fólk hefði axlað ábyrgð undir merkjum kirkjunnar og stofnað sóknarnefndir í Noregi og Svfþjóð. Því hefði vaxið upp sam- félag í tengslum við söfnuðinn með félagslegri þjónustu og ýmsum menningarþáttum. í Gautaborg væri m.a. starfandi íslenskur kór, lúðrasveit og þar gengju nú 19 börn til spurninga. „Við erum í raun ekki að biðja um nýtt embætti í Svíþjóð heldur smá- skipulagsbreytingu í þá veru að prest- arnir, sem nú eru í Danmörku og Svíþjóð, fái annað hlutverk,“ sagði Jón Dalbú. Hann sagði að þetta ætti ekki að þurfa að auka kostnað ís- lenska ríkisins að ráði, m.a. í ljósi þess að íslendingar í Noregi ættu nú í viðræðum við norsk kirkjuyfirvöld um að íslenski söfnuðurinn verði hluti af norsku kirkjunni og fái fé til starf- ans þaðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.