Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 13 Samstarf fimm sveitarfélaga í Eyjafirði Viðræðum um stofnun hafnarsamlags að ljúka Samið á ný við Byggða- stofnun IÐNÞRÓUNARFÉLAG Eyjafjarð- ar hf. og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. vinna nú að end- urnýjun á samningi við Byggða- stofnun um atvinnuþróun á Norð- urlandi eystra. í samningnum, sem gildir til þriggja ára, er gert ráð fyrir að Byggðastofnun greiði fé- lögunum tveimur samtals 8,7 millj- ónir króna á ári í styrk til að sinna atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Áður hafði Byggðastofnun gert hliðstæða samninga á Austurlandi og Suðurlandi. Upphæðin sem hér um ræðir skiptist á milli Þingeyjar- sýslna og Eyjafjarðar í ákveðnum hlutföllum, þar sem m.a. koma inn í íbúafjöldi og samgöngumál. VIÐRÆÐUR um stofnun hafnar- samlags fímm sveitarfélaga í Eyja- firði, Akureyrar, Svaibarðsstrand- ar-, Grýtubakka-, Glæsibæjar- og Arnarneshrepps eru nú á lokastigi. Fulltrúar sveitarfélaganna hafa komið saman á nokkrum fundum á árinu og á fundi í gær var gengið frá uppkasti að stofnsamningi hafn- arsamlagsins, sem verður á næst- unni lagður fyrir viðkomandi sveit- arstjórnir til samþykktar. Markmiðið með stofnun hafnar- samlags er að auka samvinnu þess- ara aðila og hagkvæmni i rekstri og uppbyggingu hafnamannvirkja á svæðinu. Guðmundur Sigurbjömsson, hafnarstjóri á Akureyri, segir að sérstaða hverrar hafnar muni njóta sín áfram en þetta komi viðskipta- vinum hafnanna til góða. Færsla báta milli einstakra hafna þýði t.d. ekki aukin útgjöld fyrir viðskipta- vinin. Samningurinn taki gildi um áramót „Ég lít þannig á málin að með stofnun hafnarsamlags séu menn að horfa lengra fram í tímann og búa sig undir aukna hafnagerð á svæðinu. Ég vonast til að drög stofnsamningsins verði samþykkt í sveitarfélögunum fímm og að hann taki gildi frá og með næstu áramót- um,“ sagði Guðmundur. Á Grenivík er lítil fískihöfn og smábátahafnir á Svalbarðseyri og Hjalteyri. Akureyrarhöfn er lang- stærsti aðilinn að hafnarsamlaginu, með tekjur upp á rúmar 90 milljón- ir króna á ári. Tekjur hinna hafn- anna samanlagt eru hins vegar að- eins um ein milljón króna á ári. Erlend fjárfesting í matvælavinnslu V erkefnisslj óri kynnir Eyjafjörð fyrir fjárfestum Morgunblaðið/Kristján FULLTRÚAR sjómannadagsráðs, Ásgrímur Sigurðsson formað- ur og Árni Erlendsson ritari afhenda Guðnýju Gerði Gunnarsdótt- ur, forstöðumanni Minjasafnsins, Atlastöngina. Minjasafnið fær Atlastöngina ATLASTÖNGIN, sem sjómenn á Akureyrartogurunum kepptu um í hálfa öld, hefur verið afhent forsvarsmönnum Minjasafnsins á Akureyri til varðveislu. Verðlaunagripurinn er kennd- ur við vélsmiðjuna Atla sem lengi var starfrækt á Akureyri, en for- stjórinn Alfreð heitinn Möller smíðaði stöngina. Atlastöngina fengu þeir sjó- menn sem efstir voru að stigum eftir keppni í björgunarsundi með jafningja, stakkasundi, róðri, knattspyrnu og reiptogi. Hún var fyrst afhent á sjómanna- daginn árið 1945 en það ár hlaut Jónas Þorsteinsson Atlastöngina, hann fékk stöngina einnig níu árum síðar eða árið 1954. Tveir menn unnu fjórum sinnum, Krist- ján Vilhelmsson hjá Samheija á árunum 1974-1984 og Samúel Björnsson sem gerði sér lítið fyr- ir og vann fjögur ár í röð, frá 1991-1994. GUÐBJÖRG Pétursdóttir, hefur verið ráðin verkefnisstjóri í verk- efnið Erlend fjárfesting í matvæla- vinnslu á íslandi. Guðbjörg, sem áður starfaði hjá Iðntæknfytofnun í Reykjavík er ráðin til átta mán- aða og hefur hún þegar tekið til starfa. Hlutverk hennar er m.a. að ljúka vinnu við gerð kynningar- efnis og kynna Eyjafjarðarsvæðið á meðal þeirra sem eru í fjárfest- ingarhugleiðingum í matvæla- vinnslu, ásamt erlendu ráðgjafar- fyrirtæki. Kynningarverkefni í rúmt ár Héraðsnefnd Eyjafjarðar, Iðn- þróunarfélag Eyjafjarðar hf. og Atvinnumálaskrifstofa Akureyrar, gerðu fyrr á árinu samstarfssamn- ing við Fjárfestingaskrifstofu ís- lands, um að unnið verði að kynn- ingu Eyjafjarðarsvæðisins meðal erlendra fjárfesta sem valkosts vegna fjárfestinga í matvælaiðn- aði. Áætlað er að verkefnið standi yfir í rúmt ár og að kostnaður verði 12 milljónir króna. í verkefninu felst m.a. að kynna fyrir sérvöldum hópi fyrirtækja í matvælaframleiðslu möguleika til að fjárfesta í vinnslu matvæla á öllum sviðum matvælaframleiðslu, með áherslu á notkun þess hráefn- is og þekkingar sem til staðar er. Markmiðið með verkefninu er að freista þess að auka erlenda fjár- festingu á íslandi á þessu sviði en einnig mun hluti vinnunnar nýtast sem undirbúningur undir kynningu Eyjafjarðarsvæðisins vegna ann- ars konar atvinnurekstrar. Veltan á svæðinu 20 milljarðar á ári Eyjafjörður er þekkt matvæla- vinnslusvæði og þar starfa nokkur stærstu matvælaframleiðslufyrir- tæki landsins. Velta greinarinnar hefur farið vaxandi og er heildar- velta matvælaiðnaðarins á svæð- inu upp undir 20 milljarðar króna á ári. Morgunblaðið/Kristján Nýjungar hjá Kjötiðnaðar- stöð KEA HJÁ Kjötiðnaðarstöð KEA er stöð- ugt unnið að nýjungum og nú hefur KEA sett á markað appelsínugrat- inerað lambalæri. Einnig hefur KEA sett á markað tilbúnar kjötbollur í súrsætri sósu. Réttinn þarf aðeins að hita og er hann tilbúinn á fimm mínútum. Slíkir réttir, handhægir og fljótlegir, njóta sífellt mpiri vin- sælda i nútíma þjóðfélagi. Á mynd- inni er Elís Árnason, sölustjóri Kjöt- iðnaðarstöðvar KEA, með appels- ínugratinerað lambalæri. Almennur áhugi á Norrænu lestrarkeppninni í Glerárskóla Nemendur lásu nær 250 þúsund síður SÝNING á veggspjöldum sem nemendur í Glerárskóla gerðu í Norrænu lestrarkeppninni sem stóð yfir frá 4. til 17. nóvember síðastliðinn stendur nú yfir í skól- anum. Alls lásu nemendur skólans sem eru í 1. til 10. bekk 247.495 blaðsíður í keppninni eða 503 blaðsíður á mann að meðaltali. Krakkarnir í 6. bekk 18. stofu voru duglegastir að lesa en þeir lásu 33.500 blaðsíður samtals. íslenskar og sænskar bækur vinsælastar Helga Thorlacius skólasafns- kennari segir að á óvart hafi komið hversu duglegir krakkarn- ir í unglingadeildunum hafi verið, en tilhneigingin sé sú að yfirleitt dragi heldur úr lestri þegar á unglingsaldurinn kemur. Það var mikið að gera á bókasafninu Morgunblaðio/Knstján ÞÆR eru í 6. bekk 18. stofu í Glerárskóla, bekknum sem átti lestrarmetið í skólanum. I neðri röð eru frá vinstri María, Stella, Freyja og Aníka, en í þeirri efri Lína, Kristín, Ásrún og Regína. meðan á lestrarkeppninni stóð, stöðug útlán og þurfti jafnvel að fá aðstoð nemenda skólans til að afgreiðslan gengi hraðar fyrir sig. Mikið var tekið af íslenskum bókum en þær sænsku voru líka vinsælar. „Við erum ánægð með hversu þátttakan var góð og það er greinilegt að áhuginn á lestri hefur aukist því börnin halda áfram að koma á safnið til að fá bækur þó svo að keppnin sjálf sé búin,“ segir Helga. V eitingarekstur íHlíðarfjalli Rætt við Norð- lenskt framtak ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð hefur samþykkt að hefja við- ræður við Norðlenskt framtak vegna veitingareksturs í Skíðastöðum í Hlíðarfjalli. Ákveðið var í haust að bjóða reksturinn út, en Akureyrar- bær hefur fram til þessa haft hann með höndum. Auk tilboðsins frá Norð- lensku framtaki, sem sér m.a. um rekstur Pizza 67 á Akur- eyri, barst tilboð frá Haraldi Erni Hannessyni. Þórður Guð- björnsson hjá Akureyrarbæ sagði að í tilboði Norðlensks framtaks væri gert ráð fyrir meiri starfsemi, þ.e. að Skíða- staðir yrðu opnir allt árið en ekki bara nokkra mánuði eins og verið hefur. Uppbygging svæðisins sé því m.a. höfð að leiðarljósi. Bæjarráð mun fjalla um tilboðin á fundi sínum í dag, en gert er ráð fyrir að rekstur- inn verið leigður út frá ára- mótum. Deildarstjóri atvinnudeildar Sex sækja um stöðuna SEX umsóknir bárust um stöðu deildarstjóra atvinnu- deildar Akureyrarbæjar, en deildin mun hefja starfsemi um næstu áramót. Þeir sem sóttu um eru Berglind Hallgrímsdóttir, Kristján Jósteinsson, Rögn- valdur R. Símonarson, Stefán Hallgrímsson, Vignir Þór Jónsson og Vilborg Oddsdótt- ir. Félagsmálaráð mun fjalla um umsóknirnar á fundi sín- um næstkomandi mánudag, 2. desember. Deildarstjóri atvinnudeild- ar mun bera ábyrgð á þjón- ustu við atvinnulausa, s.s. atvinnuleysisskráningu, ráð- gjöf, átaksverkefnum og at- vinnuleit fyrir fatlaða og aðra auk þess að sjá um rekstur hæfingastöðvar, verndaðs vinnustaðar og endurhæfing- ar- og starfsþjálfunarvinnu- staðar. Fimm kærðir fyrir búðarhnupl FIMM manns voru kærðir fyrir búðarhnupl í verslun Hagkaups á Akureyri í vik- unni. Þeir sem voru kærðir voru með varning á sér fyrir allt frá nokkur hundruð krón- um og upp í átta þúsund krón- ur. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögregl- unnar á Akureyri er ekki mik- ið um að búðarhnupl sé kært til lögreglu, en ljóst að um leið og slíkt eykst er gripið til harðari aðgerða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.