Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 15 Flutningur Landmælinga Islands til Akraness Kostnaður 16-20 BEINN kostnaður ríkisins af flutn- ingi Landmælinga íslands er áætl- aður um 16-20 milljónir kr. sam- kvæmt mati umhverfisráðuneytis- ins og Framkvæmdasýslu ríkisins. Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðmundar Bjarnasonar umhverf- isráðherra við fyrirspurn alþingis- mannanna Ögmundar Jónassonar og Kristins H. Gunnarssonar, sem dreift var til þingmanna í vikunni. Að mati ráðherra á kostnaður við rekstur Landmælinga íslands ekki að vera hærri eftir flutninginn en fyrir, en samkvæmt fyrirliggj- andi fjárlagafrumvarpi kostar hann um 70 millj. kr. Húsnæðið á Akra- nesi, sem fyrirséð er að hýsi stofn- unina, er minna en það sem hún hefur nú til ráðstöfunar og er því gert ráð fyrir að húsaleigukostnað- ur hennar muni lækka um 2,8 millj. kr. á ári við flutninginn. Hvað starfsmenn stofnunarinnar varðar, er gert ráð fyrir að kjósi einhveijir þeirra að halda ekki áfram störfum hjá henni eftir flutn- inginn muni það hafa viðbótar- kostnað í för með sér og röskun á starfsemi stofnunarinnar. Starfs- milljónir menn þurfa að gera upp hug sinn um áframhaldandi störf hjá stofn- uninni fyrir 1. janúar 1998. Ögmundur Jónasson segir vilja starfsfólks Landmælinga hafa kom- ið skýrt fram, um að það hyggist ekki flytja með stofnuninni, og það sé því alveg ljóst að kostnaðurinn af þeim völdum muni verða mikill. Ögmundur bendir einnig á, að ýms- ir sem nota þjónustu Landmælinga, hafi lýst því yfir að þeir verði fyrir óhagræði við flutning stofnunarinn- ar. Hvetur Ögmundur ráðherra því til að endurmeta ákvörðun sína. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson FRA uppsetningu nemenda í Laugabakkaskóla af sögunni um Gretti. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson NÝ stjórn Menningarfélags Brydebúðar. F.v. Guðrún Sigurðar- dóttir, Edith Ragnarsson, Sveinn Pálsson, formaður, Anna Björnsdóttir. Fjarverandi var Þorsteinn Baldursson. SVEINN Pálsson og Helga Þorbergsdóttir varaoddviti. Menningarfélag í Vík Uppbygging og rekst- ur Brydebúðar Fagradal - Nýverið var stofnað fé- lag til að eignast Brydebúð í Vík í Mýrdal, endurbyggja húsið í gamalli mynd og varðveita það þannig ásamt því að reka þar starfsemi er tengist menningu og sögu héraðsins. Mýr- dalshreppur átti húsið en afhenti Menningarfélaginu það til eignar við stofnun félagsins. 101 ár er liðið frá því að Pétur Bryde keypti og flutti húsið til Víkur frá Vestmannaeyjum og hóf þar verslunarrekstur og er húsið eitt af elstu húsunum á Suðurlandi. Þar var áratugum saman rekin sölubúð Kaupfélags Skaftfellinga. Á fundinum var kosin 5 manna stjórn sem var falið að koma sam- þykktum félagsins í verk en félags- skapurinn nýtur dyggrar aðstoðar Þórðar Tómassonar, safnvarðar í Skógum. Árshátíð Laugabakkaskóla Grettir í leik o g söng Hvammstanga - Árshátíð Lauga- bakkaskóla í Miðfirði var haidin föstudaginn 22. nóvember. Þema hátiðarinnar var Grettir sterki Ásmundsson, en á þessu ári er talið að liðin séu 1000 ár frá fæð- ingu hans. Grettir var eflaust nafntogaðasti Miðfirðingur sem uppi hefur verið og um hann var skrifuð ein af vinsælustu Islend- ingasögunum, Grettis saga. Allir bekkir skólans tóku fyrir atriði úr sögunni, allt frá æsku hans og bernskubrekum til ævi- loka hans og Illuga bróður hans í Drangey á Skagafirði. Voru atr- iðin leikin, sungin og lesin og 1.-3. bekkingar dönsuðu Grettis- romju, færeyskan dans. Sögumaður rakti æviferil kapp- ans, en atriðin voru oft stílfærð til nútímans. Nemendur 10. bekkj- ar tóku að Iokum fyrir það verk- efni að setja Gretti inn í nútímann þar sem hann naut hylli móður sinnar en fálæti föðurins. Þáttur- inn hét Vandræðabarnið Grettir, og mátti þar sjá að máli skiptir á hvaða tímaskeiði manneskjan lif- ir. Á árshát íðinni sungu nemendur yngri og eldri bekkjar í tveimur kórum, undir stjórn Ólafar Páls- dóttur, sem er tónlistarkennari skólans. Greinilegt var að mikil vinna liggur að baki slíkri upp- setningu efnis sem ekki er að- gengilegt svo ungum flytjendum í fornbókmenntum okkar. Reynd- ar verður Grettis saga verkefni 10. bekkjar til samræmds prófs á vori komanda. Að dagskrá lokinni var gestum boðið til kaffidrykkju. Var þá skoðuð myndlistarsýning yngri bekkjanna, þar sem þau höfðu unnið upp úr Grettiss ögu. Að lokum var stigin dans fram á nótt. Vandaður BALENO WAGON 4WD fyrir aðeins 1.580.000, -kr. BALENO WAGON með framhjóladrifi aðeins 1.450.000,- kr. MEÐ: aflmikilli 16 ventla vél • toppgrind • vindkljúf með hemlaljósi • þjófavörn • hæðarstilíing á ökumannssæti • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti • vökvastýri • upphituðum framsætum • samlæsingum • veltistýri • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • tvískiptu aftursætisbaki • útvarpi/segulbandi með 4 hátölurum • styrktarbitum í hurðum • skolsprautum íyrir framljós • samlitum stuðurum. Geturðu gert betri bilakaup? SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavik. Sími 568 51 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.