Morgunblaðið - 28.11.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 28.11.1996, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU LÁRA Emilsdóttir, starfsmaður á skrifstofu Fiskmarkaðarins í Eyjum, hjá steinbítsrisanum. Uppstoppaður steinbítsrisi Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. STEINBÍTSRISINN sem Góa VE fékk í netin við Mannklakk aust- ur af Vestmannaeyjum 1. mars á þessu ári og sleginn var Fisk- markaði Vestmannaeyja á upp- boði hjá markaðnum hefur nú verið stoppaður upp og prýðir vegg í uppboðssal markaðarins. Steinbíturinn, sem er sá stærsti sem veiðst hefur hér við land, var 124,5 sentimetra langur og vóg 15,5 kíló, slægður, og er tal- ið að hann hafi verið 25 til 30 ára gamall. Steinbiturinn var nálægt því að vera sá stærsti sem veiðst hefur í heiminum, því sá stærsti sem veiðst hefur var 125 sentimetrar á lengd. Páll Rúnar Pálsson, fram- kvæmdastjóri fiskmarkaðarins, sagði að Jón Guðmundsson hefði stoppað steinbítinn upp fyrir markaðinn og var hann ákaflega ánægður með vinnu Jóns. Hann sagði að steinbíturinn myndi prýða vegginn í uppboðssal markaðarins fyrst um sinn en ákveðið væri að í framtíðinni yrði hann gefinn til Náttúru- gripasafnsins í Vestmannaeyjum til að sem flestir gætu fengið að sjá þennan risa. Ný skipavog frá Póls á markaðinn PÓLS hefur nýlega sett á markað minnstu skipavog, sem framleidd hefur verið, en fyrirtækið hefur um áraraðir verið framarlega í hönnun og framleiðslu á vogum fyrir fisk- vinnslu. Um er að ræða nýja gerð af vog, sem upphaflega var hönnuð fyrir rannsóknaskip en er mun fjöl- hæfari, með fleiri eiginleikum, not- endavænni skjá og er algerlega vatnsheld. Hörður Ingólfsson, markaðsstjóri Póls, segir að fljótlega eftir að eldri gerðin kom á markaðinn hafí önnur skip óskað eftir að fá að nota hana en því hafi fylgt mun meiri vatns- elgur og álag. „Vogin hefur til dæmis verið vinsæl um borð í síldar- skipum þar sem menn þurfa að taka 100 stykkja prufu og skila skýrslu um þyngdardreifíngu síld- arinnar sem gefur mikilvægar upp- lýsingar um aflann. Þessar upplýs- ingar geta skipt miklu máli þegar ákveðið er hvað gera eigi við farm- inn,“ segir Hörður. Ný tegund gátvogar Ennfremur kynnir Póls nýja teg- und sjálfvalsvélar eða gátvogar sem tekur of léttar eða þungar einingar úr umferð. Hörður segir að þessi gerð sjálfvalsvélarinnar hafí aldrei verið seld á íslandi. „Við höfum selt slíkar vélar til Noregs og Hol- lands og vélin vakti mikla athugli á íslensku sjávarútvegsýningunni á dögunum. Þá er einnig komin á markað ný gerð flæðivogar fyrir land- og sjó- vinnslu frá Póls. Flæðivogin vigtar sleitulaust flæði á færibandi af mik- illi nákvæmni. Hörður segir að sí- fellt komi fram fleiri kröfur um gæði og tækni flæðivoga og nú hafi Póls tekist að hanna vog sem eigi að endast árum saman án við- halds. Islenskra útgerðaraðila óskað til Suður-Ameríku ÍSLENSKUM útgerðaraðilum stendur nú til boða samstarf um rækju- og bolfiskveiðar og vinnslu í Guyana og Surinam í Suður- Ameríku. Fyrirtækin Noble House Seafoods í Guyana og Guyana Sea- foods í Surinam eru tvö blómlega rekin fyrirtæki á sviði rækjuveiða og vinnslu auk vinnslu meðafla sem er aðallega sjóbleikja. Rækjan er eingöngu seld ósoðin en pilluð og stærðarflokkuð á Bandaríkjamark- að, en sjóbleikjan, sem er flökuð og fryst, fer til annarra landa. Hagnaður af rekstri á síðasta ári nam 1,5 milljónum bandaríkjadala að frádregnum sköttum, en hagnað- urinn er áætlaður yfir tvær milljón- ir bandaríkjadala á yfirstandandi ári, að sögn Arnars Sigurðssonar, fulltrúa fyrirtækjanna hérlendis. Hvor verksmiðja um sig vinnur að meðaltali um 3.000 tonn af rækju á ári og 800 tonn af sjó- bleikju. NHS er með núverandi framleiðslulínur í leiguhúsnæði og er óvíst hvort eða hvenær því verð- ur sagt upp. Pillunarvélar eru af gerðinni Laitram og eru nýuppgerð- ar af framleiðanda og viðhaldið undir þjónustusamningi. Guyana Seafood er í nýju húsnæði, sem verið er að leggja lokahönd á, og eru allar vélar og tæki sem ný. Samtals eiga fyrirtækin fímmtán togbáta, 55-65 feta, sem komnir eru nokkuð til ára sinna. Meðalafli úr 10-12 daga veiðiferð er um átta til tíu tonn. Veitt með tveimur trollum Veitt er með tveimur 55 feta trollum í einu. Fjárfest hefur verið í einum nýjum trefjaplastbát og síðan í framhaldi af því byggingarmótum fyrir sama skrokk og er ætlunin Tækifæri í rækju- veiðum við Guy- ana og Surinam að hefja framleiðslu á um 35 bátum til endumýjunar eigin flota sem og til endursölu til annarra útgerðarað- ila sem einnig eru að horfa til end- urnýjunar á sínum bátum. Áætlað kostnaðarverð á 55 feta rækjubát- um af einfaldri gerð er um 150 þúsund bandaríkjadalir. Að sögn Arnars er hægt að end- urbæta verulega þau veiðarfæri, sem nú eru í notkun um borð og má ef til vill I því horfa til reynslu Þormóðs ramma í Mexíkó. Einnig mætti auka skilvirkni veiða með uppsetningu og þjálfun á GPS-stað- setningarbúnaði og dýptarmælum. Ný verksmiðja í Guyana „Verulegir möguleikar eru á auk- inni framleiðslu með tilkomu nýrrar verksmiðju í Guyana með kaupum á rækju frá sjálfstæðum bátum, sem aðallega leggja upp afla hjá samkeppnisaðilanum BEV. Skortur er á ís, leguplássi og viðgerðarþjón- ustu til útgerðaraðila sem verður ekki til staðar með tilkomu nýju verksmiðjunnar. Bættri meðferð afla er mjög auðvelt að koma við með notkun einangraðra fískikara, sem draga myndi stórlega úr brot- inni rækju sem og tryggja betri meðferð og kælingu allra afurða, sem koma á land,“ segir Arnar. Samkvæmt skýrslu, sem FAO hefur gert á svæðinu, fyrirfinnst rækja einnig á dýpri sjó utan 20 faðma línunnar og allt niður í 120 faðma þar sem veiðst hefur svoköll- uð „Scarlet“-rækja, sem er af stærðargráðunni 19-33 cm, en þeir bátar, sem til eru, hafa ekki burði til að veiða svo djúpt. Til að reyna þennan þátt, er nú leitað samstarfs við útgerðaraðila á íslandi um að senda skip til veiða á öllu hafsvæð- inu, frá 12 til 120 faðma dýpis, og er tilgangurinn tvíþættur; annars vegar að fá staðfest hvort skuttog- arar hafi yfirburði yfír núverandi togbáta og hinsvegar að kanna ný mið. í slíkum samningi er í raun allt opið varðandi kostnaðarskipt- ingu, tilraunatíma og ráðstöfun afla. Leyfi fyrir 35 togbáta á grunnsævi Arnar segir að eigandi fyrirtækj- anna tveggja, Timur Mohamed, sé mjög áhugasamur um að bæta við vinnsludeild, sem myndi annaðhvort sjóða og raspa og/eða neytenda- pakka. I því sambandi væri hús- næði til staðar, en um hönnun og breytingar þyrfti að afla frekari þekkingar og jafnvel samstarfs hjá aðila í tengdum rekstri. „Rækjumiðin liggja milli lögsögu beggja ríkja og hafa fyrirtækin tvö alls leyfí fyrir 35 togbáta til veiða á grunnsævi, en ótakmörkuð leyfí eru til veiða í dýpri sjó, hvort sem er á rækju eða bolfiski. Ekkert verð er sett upp fyrir veiðiréttindi og engar magntakmarkanir eru fyrir hendi,“ segir Arnar, sem að lokum bætti við að Timur Mohamed væri maður, sem ynni hratt en varfærn- islega. „Eins og sönnum athafna- manni sæmir, vill hann hrinda þess- ari hugmynd í framkvæmd sem fýrst, en semja má um ákveðinn tilraunatíma og viljayfírlýsingu um framhaldið.*1 Góð veiði á Húnaflóa GÓÐ veiði hefur verið á Húna- flóa að undanförnu. Bátarnir hafa verið að fiska vel á línuna og fengið bæði góðan þorsk og ýsu. Þeir Guðmundur Guð- mundsson og Hilmar Hermanns- son á Kristbjögu ST 6 fengu um daginn um 3,5 tonn af góðum fiski á 15 bala eða rúmlega 200 kíló á bala. Þeir þakka þennan góða afla aukinni friðun fyrir Norðurlandi. Þeir félagar landa aflanum á fiskmarkaðnum á Hólmavík og hefur verið mikið annríki við að gera að aflanum og ganga frá honum til sölu. Morgunblaðaið/Birgir Þórbjarnarson Góður í samanburði Samanburðurinn hjálpar þér að velja rétt 4 3 dyra bílar HYUNDAI VW TOYOTA OPEL NISSAN Accent LS» GolfCl Corolla XLi Astra GL Almera LX Rúmtak vélar sm2 1341 1398 1330 1389 1392 Hestöfl 84 60 75 60 87 Lengd 4103 4020 4095 4051 4120 Breidd 1620 1696 1685 1691 1690 Vökva- og veltistýri J J J J J Utvarp + segulb. J J N J/N J VERÐ 979.000 1.220.000 1.164.000 1.199.000 1.248.000 3 dyra LSi. Verðfrá EjE 979. HYunnni til framliöar Neqld vetrardekk fylqja öllum Accent bílum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.