Morgunblaðið - 28.11.1996, Side 19

Morgunblaðið - 28.11.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 19 ERLEIMT MS-sjúkdómurinn Vonir bundnar við sænska lyfjameðferð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. LÆKNAR á Karólínska sjúkra- húsinu í Stokkhólmi munu næsta vor gera tilraunir til lyfjameðferðar gegn mænu- siggi, MS-sjúkdómnum svo- nefnda, og eru góðar vonir bundnar við það. I samtali við Morgunblaðið segir Magnus Andersson læknir við tauga- deild sjúkrahússins að margar nýjar vísbendingar bætist stöð- ugt við um MS, en því miður taki langan tíma að skila nýrri þekkingu til sjúklinga í formi nýrra lyfja, þar sem þróun þeirra taki langan tíma. Að sögn Magnus Anderssons tekur lyfjameðferðin, sem hann og starfsbræður hans hefja næsta vor, mið af því að MS sé bólgusjúkdómur, líkt og á við um gigt og fleiri sjúkdóma. Bólgan leggst á hvíta efnið í heilanum og brýtur það niður. Ákveðnar tegundir bólgufruma eru algengari í MS-sjúklingum en öðrum. Meðferðin byggist á að gefa sjúklingnum mótefni til að eyða þessum bólgufrumum og hindra eyðileggingu sem þær eru taldar valda. Fyrstu tilraunir taka ár Samkvæmt Andersson er hér um nýja tegund meðferðar að ræða, en ýmsir rannsóknarhóp- ar víða um heim leita lækninga við sjúkdómnum eftir svipuðum leiðum. Mótefnið hefur enn ekki verið reynt á sjúklingum, en rann- sóknir læknanna í samvinnu við sænska lyfjafyrirtækið Astra gefa góðar vonir um árangur. Vonir standa til að meðferðin muni stöðva bólguna og eyði- leggingu sem hún veldur, en hún mun ekki bæta þann skaða, sem þegar hefur orðið. Reiknað er með að fyrstu tilraunir til meðferðar taki um ár, en síðan fylgja önnur próf og því getur liðið langur tími áður en lyfið kemur á markað. Sá tími gæti þó styst ef fyrstu tilraunir gefa mjög góða raun. „Virðist vera jákvætt“ Morgunblaðið spurði John Benedikz lækni um sænsku rannsóknirnar. Hann sagðist ekki hafa fengið miklar upplýs- ingar um málið enn þá en telja að um sama lyf, linomide, væri að ræða og hann hefði heyrt um á læknaráðstefnu í Kaup- mannahöfn í september, auk Svía væru ísraelar að gera svip- aðar tilraunir er virtust lofa góðu. „Þetta virtist vera jákvætt og ef til vill hafa þeir nú meiri upplýsingar um málið en í september,“ sagði John. Sjúk- dómurinn væri ekki læknanleg- ur en reynt hefði verið að nota svonefnt beta-interferon gegn vissum tegundum hans. Reuter Verkfall í Gdansk STARFSMENN skipasmíðastöðv- arinnar í Gdansk í Póllandi, þar sem Lech Walesa og Samstaða hófu baráttu sína gegn kommún- istum árið 1980, eru nú í verk- falli. Þeir krefjast þess að ríkis- valdið hlaupi undir bagga með fyrirtækinu sem er gjaldþrota. Mennirnir óttast að veiti ríkis- stjórnin ekki ábyrgð fyrir lánum sem þarf að taka til að endurreisa stöðina muni það verða lagt niður og þeir verða atvinnulausir. Á myndinni sjást nokkrir verkfalls- menn með hið fræga rauða og hvíta merki Samstöðu. Um 500 verkamenn lögðu í gær undir sig skrifstofu héraðsstjórans í Gdansk til að leggja áherslu á kröfur sínar. Flóttafólkið í Zaire Léð máls á matvæla- dreifingii Napólí. Reuter. WILLIAM Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn væru reiðubún- ir að taka þátt í að senda flugvélar með matvæli til nauðstaddra flótta- manna frá Rúanda í austurhluta Zaire. Kanadamenn hafa beitt sér fyrir því að hjálpargögnum verði komið til fólksins með fallhlífum. „Ef þeir láta verða af þessum aðgerðum myndum við vissulega taka fullan þátt í þeim. Við erum þegar undir það búnir að hefjast handa,“ sagði Perry. Kanadastjórn er óánægð með aðgerðaleysi þjóða heims vegna ástandsins í austurhluta Zaire og lagði til á þriðjudag að komið yrði upp höfuðstöðvum í nágrannaríkinu Úganda þar sem hjálparstarfinu yrði stjórnað. Stjórnin vill einnig að matvælum verði varpað til þeirra flóttamanna sem eru í mestri hættu. Rúm hálf milljón rúandískra flótta- manna hefur snúið aftur til heima- landsins en hjálparstofnanir áætla að hundruð þúsunda Rúandamanna séu enn í austurhluta Zaire og ótt- ast að flóttafólkið deyi úr sulti eða af völdum sjúkdóma. 50 vélar í viðbragðsstöðu Perry sagði að stjórnvöld í Zaire, Úganda og Rúanda yrðu að leggja blessun sína yfir flug flutningavéla yfir svæðið. Sameinuðu þjóðirnar hafa heimilað aðgerðir til að koma fólkinu til hjálpar og tugir ríkja hafa lofað að taka þátt í þeim en ekki hefur 'enn náðst samkomulag um hvernig standa eigi að þeim. Bandaríkjaher er með 50 flutn- ingavélar í viðbragðsstöðu í Evrópu vegna hugsanlegra matvælaflutn- inga til Mið-Afríku. Skæð mat- areitrun í Skotlandi Airdrie. Reuter. FIMM aldraðir Skotar dóu í gær og einn í fyrradag af völdum matareitr- unar og 107 hafa veikst, að sögn breskra heilbrigðisyfirvalda. Hinir veiku eiga það sameigin- legt, að hafa borðað kjötsteik, sem framleidd var og ekið heim til lífeyr- isþega í borginni Airdrie í Suður- Skotlandi. Rannsóknin á orsökum veikind- anna beinist því að kjötkaupmann- inum, en það þykir kaldhæðni örlag- anna, að hann ber nú hinn eftirsótta titil kjötskurðarmeistari ársins í Skotlandi. ------»-4-«------ Feitin hjálpar lesblindum London. Reuter. BÖRN sem þjást af lesblindu, ein- beitingarleysi og ofvirkni geta hugs- anlega fundið bót sinna mála sé nóg feiti í mat þeirra, að sögn bresks háskólaprófessors. Skortur á nauðsynlegum fitusýr- um í nútíma mat kann að skýra les- blindu, klunnaskap þeirra einbeiting- arlitlu og ómannblendni ofvirka barnsins, sagði fulltrúi Surrey- háskólans, sem kannað hefur sam- spil fituneyslu og lesblindu, einbeit- ingarleysis og ofvirkni. í rannsókn háskólans var börnum, sem höfðu þessi einkenni, gefin blóð- bergsolía, sem í hafði verið bætt blöndu af fituefnum, lípíðum, í þijá mánuði. Leiddi rannsóknin í ljós greinilegar framfarir hjá börnunum, sem neyttu feitmetisins. Terje Red-Larsen segir af sér vegna ásakana um skattsvik og skjalafals Verulegt áfall fyrir norsku ríkisstj órnina Ósló. Reuter. TERJE Rod-Larsen, skipulagsmálaráðherra í ríkisstjórn Thorbjorns Jaglands, forsætisráð- herra Noregs, sagði af sér embætti í gær. Er ástæðan ásakanir um, að hann hafi gerst sekur um skattsvik og jafnvel breytt dagsetningum á samningum um hlutabréfakaup í tengslum við fiskvinnslufyrirtæki í Finnmörk, sem varð gjald- þrota á síðasta áratug. Ekki er nema mánuður síðan Rod-Larsen kom heim frá Miðausturlöndum þar sem hann gat sér gott orð sem sáttasemjari á vegum Samein- uðu þjóðanna til að taka við sem eins konar „yfirráðherra" í ríkisstjórn Jaglands. Naut hann þá mikillar virðingar og átti að verða höfuðsmið- ur hinnar nýju, norsku framtíðarsýnar. Jagland sagði í gær, að Rod-Larsen hefði sjálf- ur ákveðið að segja af sér og er búist við, að eftirmaður hans verði skipaður í dag. Sektir og fangelsi? Ekki er ljóst hvað tekur við hjá Rod-Larsen en sannist á hann það, sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum síðustu daga, skattsvik og skjalafals, bíða hans miklar sektir og líklega fangelsi að auki. Málið snýst um umdeildan samning á árinu 1986 um hlutabréfakaup en vegna hans komst Rod-Larsen frá gjaldþroti fiskvinnslufyrirtækis- ins Fidecos með sex milljón ísl. kr. hagnað þótt aðrir eigendur, sjómenn og útgerðarmenn, töp- uðu tugum milljóna kr. Norskir fjölmiðlar hafa haldið því fram undan- farna daga, að Rod-Larsen hafi breytt dagsetn- ingu samningsins svo skakkaði níu mánuðum til að fara betur út úr skattinum og nú hefur sú deild lög- reglunnar, sem fæst við efnahags- glæpi, ákveðið að rannsaka þetta mál. Segist saklaus Rod-Larsen efndi til blaðamanna- fundar á hádegi í gær og tilkynnti þar afsögn sína. Kvaðst hann segja af sér vegna þeirra ásakana, sem á hann hefðu verið bornar, og til að koma í veg fyrir, að þetta mál hefði óæskileg áhrif á starfsfrið stjórnar- innar. Hann ítrekaði fyrri yfirlýsing- ar um, að hann væri saklaus af öllu misjöfnu í Fideco-málinu og kvaðst fagna því, að rannsókn á því væri hafin. Talsmenn norsku stjórnarandstöðuflokkanna sögðu í gær, að afsögn Rod-Larsens væri mikið áfall fyrir ríkisstjórn Jaglands enda hefðu miklar vonir verið bundnar við hann og embættið. Eng- inn efaðist heldur um hæfileika Rod-Larsens en svo virtist sem hann hefði ekki lagt öll spilin á borðið í upphafi. Grunsamleg viðskipti Rod-Larsen var yfirmaður Rannsóknarmið- stöðvar verkalýðshreyfingarinnar í Ósló á síð- asta áratug og beitti sér þá fyrir framleiðslu á fiskfarsi í Finnmörku. Að þessu verkefni vann hann meðal annars með fyrirtækinu Bird og olíufyrirtækinu Norske Shell, sem fjármagnaði verkefnið. Fiskvinnslufyrirtækið Fideco, sem Bird átti meirihluta í, átti að sjá um þróun og framleiðslu afurð- arinnar. Árið 1986 var Rod-Larsen ráðinn sem markaðsstjóri Fideco og um leið fékk hann kauprétt að 2.000 hlutabréfum í fyrirtækinu. Rod-Larsen hefur sagt að kaup- rétturinn hafi verið hluti af ráðning- arsamningnum og að hann hafi keypt 4.000 hlutabréf í byrjun árs- ins 1986. Stjórn Bird segist hins vegar ekki hafa fengið kaupsamn- inginn í hendur fyrr en í janúar 1987. Rod-Larsen hafi breytt dag- setningu á samningnum til að láta líta út fyrir að hann hefði verið gerður í mars 1986. Rod-Larsen seldi Bird hlutabréfin um áramót- in 1986-87 á sextánföldu nafnverði þótt kaup- réttarsamningurinn kvæði á um að fyrirtækið gæti keypt þau aftur á nafnverði. Grunsamlegt þykir að Bird skuli hafa keypt hlutabréfin þar sem ljóst er að fyrirtækið hafði ekki þörf fyrir þau. Stjórn Bird segir að bréfin hafi verið keypt vegna þrýstings frá Shell og að mikil peningavandræði Rod-Larsens hafi verið meginástæðan. Um miðjan síðasta áratug hafði hann tekið bankalán, sem nam 10 milljónum ísl. kr., til kaupa á hlutabréfum en tapaði á þeim viðskiptum og þurfti að gi'eiða 19% vexti af láninu. Terje Rnd-Larsen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.