Morgunblaðið - 28.11.1996, Síða 26

Morgunblaðið - 28.11.1996, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ I LISTIR Rauðhetta í Brúðuleik- húsinu ÍSLENSKA brúðuleikhúsið sýnir Rauðhettu í þýðingu Ævars Kvaran, sem hann gerði fyrir íslenska brúðuleikhúsið 1954, og var Rauðhetta fyrsta sýningin það ár. Næst var verkið sýnt 1988 og nú fer þriðja sýningin af stað. Þeir sem vilja sjá sýninguna geta pantað sýningartíma hjá Jóni E. Guðmundssyni í síma 55-16167. ÍSLENSKA brúðuleikhúsið fer nú af stað í þriðja sinn með Rauðhettu. Meistari í mót- un blæbrigða TONLIST íslcnska ópcran GÍTARTÓNLEIKAR Kristinn H. Árnason flutti tónlist eftir Adrian Le Roy, Alonso Mud- arra, Manuel Ponce, Fernando Sor, Hans Wemer Henze og Ebrique Granados. Þriðjudagurinn 26. nóvember, 1996. KRISTINN H. Árnason er einn af allra bestu gítarleikurum okk- ar íslendinga. Tækni hans er óvenjulega hrein og áreynslulaus og túlkun hans sérlega fínleg. Hann leikur sér sérkennilega með styrkleika, frá tæru „píanissimo" og upp í mjúkt og fallega hljóm- andi „forte“. Það eina í túlkun, sem getur verið efni til gagn- rýni, er að Kristinn leggur stund- um mikla áherslu á „rubato", sem teygir einum um of á framvindu tónhugmyndanna. Tónleikamir hófust á tveimur „branle-dönsum“ eftir Adrian Le Roy (?-1598). Le Roy var af- kastamikill útgefandi, söngvari, tónskáld og lútuleikari og meðal vina hans voru Lassus, Arcadelt, Le Jeune og Goudimel. Hann gaf út kennslubækur í lútu- og sítar- leik og auk eigin tónsmíða radd- setti hann mörg verk fyrir lútu. Branle (Brawl) dansar voru þegar vinsælir á 15. öld og eru ýmist í tví- eða þrískiptum takti (2/2 og 3/2) eins og heyra mátti. Báðir dansamir vora fallega fluttir en þó sérlega sá síðari, sem var í dillandi 3/2 takti. Eftir Alonso Mudarra (1508 eða 1510-1580) lék Kristinn fjög- ur verk, Pavane, Galiard, Roman- esca og fantasíu. Mudarra var spánskur lútuleikari og tónskáld og samdi meðal annars við texta eftir Virgil, Ovid og tónsetti einn- ig sonnettur eftir Petrarca. Tón- list frá þessum tíma er í tónhátt- um (modes) og er bæði hljóm- skipanin og raddferlið ákaflega heiílandi ólíkt dúr og moll tón- skipan síðari tíma. Kristinn lék þessi verk sérlega vel og var eft- irtektarvert að heyra hvemig hann lék smá „kadensur“ sem Mudarra gjaman bætir við í nið- urlagi tónhendinga. Manuel Ponce átti næstu þrjú verk, Gavotte, Gigue og sónötu nr. III, sem er í þremur köflum, ekta gítarverk sem Kristinn lék frábærlega vel. Gítarinn er ekki hávaðasamt hljóðfæri en Kristni tekst að nýta vel styrkleikasvið hljóðfærisins, ofgerir því aldrei í styrk en leikur í staðinn með margvísleg blæbrigði. Þetta kom sérlega glæsilega fram í tveimur æfíngum eftir Femando Sor og alveg sérstaklega í þeirri síðari op. 31, no. 20. Svona mjúklega og áreynslulaust hljómferli er varla á margra færi að leika sér með, eins og Kristinn gerði. Drei Tientos, eftir Hans Wern- er Henze, er áferðarfallegur leik- ur með tónhugmyndir, eins og hann vildi sýna að hann kynni að skrifa fyrir gítar. Þessi leik- tæknileikur var mjög vel útfærð- ur af Kristni. Tónleikunum lauk með spönskum dönsum eftir Enrique Granados og tónadill- unni, La Maja de Goya. í þessum verkum var leikur Kristins sér- lega tónfagur en á köflum var „rabato" leikur hans of mikill. Kristinn er frábær gítarleikari, meistari í mótun blæbrigða og ræður yfír einstaklega eðlilegri og áreynslulausri tækni, svo að allt verður fallegt sem hann leik- ur. Jón Ásgeirsson Umhverfið mótar MYNDLIST Síöumúlafangclsið INNSETNINGAR Samsýning. Opið kl. 14-18 um helgar og kl. 16-20 virka daga til 1. desember; aðgangur 200 kr. Sýningarskrá 300 kr. FÁUM þeirra sem á örlaga- stundu í lífi sínu hafa lent inn í Síðumúlafangelsi til lengri eða skemmri tíma hefði víst dottið í hug að sú bygging ætti eftir að hýsa eitthvað það sem jafnvel þeir sjálfír kynnu að hafa áhuga á að skoða: innsetningar myndlistar, sem fyrst og fremst eru mótaðar af staðnum. En svona getur lífíð snúist á óvænta vegu. Þessari óvenjulegu framkvæmd hafa verið gerð góð skil í fjölmiðl- um, enda ekki á hveijum degi sem slíkt húsnæði er notað í þessum tilgangi. Staðurinn á sér óljósa en yfirþyrmandi sögu, sem sækir á þá sem inn koma; og á sama hátt og hann hefur sótt á þann sem þar hefur mátt gista, sekur eða saklaus, hefur fangageymslan mótað allt framlag listafólksins, sem tekur þátt í sýningunni. Hugmyndin að þessari sýningu er komin frá Illuga Eysteinssyni, sem sýnir undir listamannsnafn- inu illur. í raun er hún afar ein- föld: Hver listamaður fær til um- ráða einn fangaklefa, og skapar þar eigin innsetningu. Alls eru í húsinu sextán einangrunarklefar, og í þeim hafa verið unnin sextán sjálfstæð verk, sem öll koma með einum eða öðrum hætti að þeirri ógn, einsemd, sársauka, firringu eða friðarleit, sem hver og einn hefur tekist á við í viðkomandi klefa. Listafólkið tekur í innsetningum sínum á misjöfnum þáttum þess- ara tilfinninga, og er vert að benda á nokkur dæmi um fjölbreytnina. Illur kallar sína innsetningu „Eilíf einangran“, og hér er nánast horf- ið aftur til miðalda í ógn fangans; hann er læstur inni og lyklinum fleygt. Svala Norðdahl fjallar um friðhelgi fjölskyldunnar, sem er svo freklega rofln á stöðum sem þessum; Magnea Þ. Ásmundsdótt- ir leggur áherslu á tímann og von- ina, þar sem blóm getur jafnvel vaxið upp úr steini. Ógnin er hvergi eins áþreifanleg og köld og í innsetningu Finnboga Pétursson- ar, og örvæntingin er eðlileg og sterk hjá Ragnhildi Stefánsdóttur, þar sem barnið í manninum verður öðram þáttum yfirsterkari. Loks má benda á að innsetning Önnu Líndal lýsir einkar vel þeim hvíta draumi friðarins, sem hlýtur að búa innra með hveijum þeim sem upplifir þessar aðstæður, og Alda Sigurðardóttir reynir að setja plástur á sár klefans, sem hefur mátt hýsa ýmsar hörmungar - og enn blæðir undan. Yfírskrift sýningarinnar er „Tukt“, og er það orð ef til vill of milt fyrir þá meðferð sem þessi staður hefur oftast verið kenndur við. Flestar umsagnir benda til að hér hafi ekki farið fram ögun eða umvöndun þegar verst lét, heldur kerfisbundin og ópersónuleg til- raun til að beygja menn í duftið fremur en að byggja upp. Árang- urinn hefur væntanlega verið eftir því; héðan komu menn forhertir eða niðurbrotnir. Umhverfið mótar okkur öll, til góðs eða ills. Þetta minnir húsið á, og þetta enduróma innsetningarnar. Um leið er hins vegar rétt að minna á að hér dvöldu oftar en ekki menn, sem höföu gengið illi- lega á hlut náunga síns - stolið, brotið, bramlað, meitt eða deytt. Um leið og þeir urðu fórnarlömb þess umhverfis, sem réttvísi þjóðfélagsins vísaði þeim inn í, lágu önnur fórnarlömb óbætt hjá garði. Þeirra er sjaldnast minnst. Síðumúlafangelsi hefur verið lagt af sem fangageymsla, og mun standa til að jafna það við jörðu. Minningar þess munu þó seint hverfa, og nafnið jafnan tengjast skuggalegri hliðum íslenskrar réttarsögu. Innsetningar lista- fólksins era persónuleg tilraun við- komandi til að taka á slíkum skuggum, og er rétt að hvetja alla til að kynnast þeim á þessum stað í eigin persónu, áður en sýningar- tíma lýkur. Eiríkur Þorláksson Kraftur og mýkt TONLIST Listasafn íslands PÍANÓTÓNLEIKAR Debussy: 12 Prelúdlur, Bók H; Hjálmar H. Ragnarsson: Fimm prelúdíur. Örn Magnússon, pianó. Listasafni íslands, sunnudaginn 24. nóvember kl. 20.30. ÖRN Magnússon er trúlega einn af kraftmestu píanistum þessa lands, og kannski ekki beinlínis sá sem hlustandi myndi fyrstan tengja við hina líðandi „hamra- lausu“ hljómsýn Debussys. í sam- anburði við dúnmjúkan Debussy- píanista eins og Walter Gieseking (sem undirr. var nýverið með í eyrum), hættir tóni Amar til að minna fremur á sleggjuhögg en blíðuhót, einkum þegar komið er upp fyrir forte. Kraftur getur vissulega verið hressandi út af fyrir sig, því margt er dýnamískt miðjumoðið sem boð- ið er upp á í sótthreinsaðri vísitölu- spilamennsku vorra tíma. En for- senda kraftsins er auðvitað fólgin í hinum enda skalans, í mýkt og fágun, og þær stöllur eru öllu meira einkennandi fyrir píanóstíl franska meistarans en stormur og beljandi. Það var því spennandi að heyra hvemig Erni mundi vegna í im- pressjónísku tónaumhverfí, og stemmningin í salnum var að sama skapi eftirvæntingarfull, hvort sem það var í ómeðvitaðri von um að upplifa mannfóm eða krafta- verk; sambland af hvoru tveggja kvað sálfræðilegur hvati að baki fíkn flestra hringleikahúsgesta í lífshættuleg loftfimleikaatriði, og deilist ábyggilega víðar. Hinar 12 prelúdíur í Bók II vora samdar 1912-13, skömmu fyrir hildarleikinn mikla 1914-18, og kemur lítið brot af Marseille- söngnum í lok 12. prelúdíu í því sambandi fyrir sem lágvær en ógnvænlegur fyrirboði um aðsteðj- andi háska í annars friðsælu menningarumhverfí Fríða skeiðs- ins svokallaða. Prelúdíumar era meðal mestu meistaraverka slag- hörpunnar frá öndverðri öldinni, bæði að andríki og framleika, og ýmsar hljómrænar nýjungar þeirra áttu eftir að marka spor í þróun nýrrar tónlistar. En þó að þær séu vissulega krefjandi í flutningi, er það kannski ekki sízt vegna- frægðar þeirra; þær voru ekki sér- hugsaðar fyrir snillinga. Ytra byrðið er oftast létt og leikandi, enda hafði höfundur andstyggð á „germanskri djúpspeki“ í tónlist, og byggir prógrammtilvísun und- irtitla þeirra fremur á heildar- stemmningu en eiginlegri frásögn líkt og hjá Richard Strauss. Það sem vakti mesta athygli frá upphafi til enda var næmt tíma- skyn flytjandans. Hraðaval Arnar var oftast einkar sannfærandi, sízt þó kannski í póstkorti höfundar frá Spáni, „La Puerta del Vino“ (3.), þar sem hraðinn var aðeins of ágengur. Hendingamótun Arn- ar var og sérlega vel útfærð og jók hvort tveggja mjög dulmagn þessara gallísku gimsteina fyrir hlustendum. „Þokur“ (1.) og „Sölnuð lauf“ (2.) vora mjúkt en skýrt leikin, og í „Hjarðljóðinu" (5.) lýsti hann sveitakyrrðinni á tæran og yfirvegaðan hátt. Nr. 6 býður upp á ragtime-hrynjandi „Tertutipls“ (Cakewalk), svipað og í kunnu lokanúmeri Children’s Corner, og svingaði það þokka- lega, en var leikið óþarflega sterkt og skorti meiri elegans. Hinsvegar dró Örn vel fram hljómrænu litadýrð „Indversku verandarinnar í tunglsljósi" (7.), og „Hafgúan" (Ondine) og „Canope“ (8. & 10.) urðu há- punktar bálksins fyrir í senn dul- magnaða og skýra túlkun. Á móti hefðu fingurgómarnir kannski mátt vera heldur vægn- ari við strengina í t.d. nr. 3, 4 og 6, og dýnamíkin virtist full óróleg í nr. 11 („Breytilegar þrí- undir“). í heild var flutningur þó glimrandi góður, og hafði augljós- lega verið vel vandað til verks. Hjálmar H. Ragnarsson hlýtur seint að iðrast þess að hafa sain- ið Prelúdíur sínar fimm fyrir píanó (1983-84), þó ekki væri fyrir annað en það - sem harla er óvenjulegt um alvarlega nútíma- tónlist - að hafa óvart orpið dæmi gerðri „STEF-bollu“, eins og slan- grið kallar mikið flutt stykki. Nákvæmlega hvað veldur vin- sældum og slitþoli er að vísu sjaldnast á hreinu, en að Prelúd- íurnar tilheyra nú óvefenglega íslenzku meginverkavali sést kannski bezt af því, að ekki liðu nema 28 klukkustundir frá því er Miklós Dalmay lék verkið í Norræna húsinu þar til það var leikið aftur í Listasafninu. Hinn ágengi forte-stíll Arnar Magnússonar naut sín víða mjög vel í Prelúdíum Hjálmars, sem taka ekki öllu silkihönzkum, sízt nr. 2, þetta íslenzka Allegro Bar- baro, þar sem frumstæð bylm- ingshögg fengu að dynja ótæpi- lega. En með fyrirvara um galdur aukinnar viðkynningar gerðist kannski merkilegast hvað nr. 3, sem þar til fyrir skömmu virtist a.m.k. þriðjungi of löng, naut sín nú mun betur. Danssveiflan hjá Erni var örlítið stirð í nr. 4, en hið „stamandi" niðurlag kom á hinn bóginn afar ljóðrænt og fal- lega úr höndum hans. Sízt var urinn krafturinn í loka- prelúdíunni, sem eftir tónleikaskrá að dæma virðist hugsuð sem eftir- máli eða postlúdía fremur en sjálf- stætt tónverk sem hægt er að spila eitt og sér. Setti Örn Magnús- son á eftirbrennara í þessu minn- ingarljoði um mannlega grimmd (maður sá fyrir sér slýgróna fall- öxi á hafsbotni) og kvaddi með kröftugum lokahljómi, svo jafnað- ist á við dynjandi undirtektir áheyrenda. Ríkarður Ö. Pálsson i I i I I I I I I i I i I i I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.