Morgunblaðið - 28.11.1996, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.11.1996, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 29 LISTIR GUÐMUNDA Andrésdóttir: Án titils. Léttleiki á gulum grunni MYNDLIST Gallerí Sólon í s I a n d u s MÁLVERK Guðmunda Andrésdóttir. Opið kl. 12-18 alla daga til 8. desember; að- gangnr ókeypis. ÞAÐ var óneitanlega eitt helsta framlag þeirra listamanna sem báru abstraktlistina til öndvegis hér á landi á fimmta og sjötta áratugnum að með þeirri hreyfingu komst ís- lensk myndlist loks í beint samband við það sem var að gerast í samtíma- listinni erlendis. Það er alltaf við- burður þegar haldin er sýning á verkum þeirrar kynslóðar lista- manna sem átti þar drýgstan þátt en Guðmunda Andrésdóttir heyrði vissulega til þessum hópi, og hefur verið ötul við listina allt frá því hún tók þátt í síðustu September-sýning- unni 1952. Árið 1990 var haldin mikil yfirlits- sýning á verkum listakonunnar á Kjarvalsstöðum, þar sem ferill hennar og staða kom mjög sterkt fram. En Guðmunda lét ekki staðar numið á grunni fyrri afreka fremur en aðrir skapandi listamenn og tveimur árum síðar hélt hún einkasýningu í lista- salnum Nýhöfn sem vakti verðskuld- aða athygli enda var hún þar að brydda upp á nýjungum í sínu mynd- máli sem þó byggðist á eldri grunni. Allar myndirnar á þeirri sýningu voru byggðar upp á hvítum grunni þar sem hringir og stjörnuform voru þungam- iðjan í þeim grindum línuspils, sem listakonan byggði upp, og á sýning- unni nú má segja að hún haldi áfram þar sem frá var horfið þar. Hér sýnir Guðmunda níu málverk, öll án titils. Verkin eru unnin á gul- málaðan grunnflöt, sem þó er aldrei hinn sami í neinum tveimur myndum; mismunandi tónar gula litarins skapa fjölbreyttar og hlýlegar stemmur eft- ir myndröðinni, sem nýtur sín vel á eina vegg rýmisins. Ofan á þetta byggir listakonan formspil sem virkar kunnuglegt og er þó ætíð nýtt þar sem allir þættir eru virkir hlutar í heildinni og engu er ofaukið. Það er mikill leikur í þessum myndum sem og í tæru litaspjaldinu. Tvö hringform mynda andstæða póla í flestum verkanna og í rýminu á milli þeirra rís geometrískt net lína og reita þar sem léttleikinn er í fyrir- rúmi fyrir tilstilli þess grunns sem byggt er upp frá; stjörnur og spreng- ingar verða nánast sem flugeldar í samhengi leiksins í fletinum. Möguleikar þessa myndmáls til endalausrar fjölbreytni koma einna best í ljós ef litið er til þgirra sam- stæðu-verka, sem hér er'að finna. Myndir nr. 2 og 6 annars vegar og nr. 3 og 8 hins vegar eru greinilega unnar út frá sömu meginþáttum, en eru þrátt fyrir það hver með sínu yfirbragði; uppbyggingin er þannig sem leiðsögn, sem listakonan spinn- ur síðan fijálslega við eftir því hvað sinnið býður henni þá stundina. Sýningu Guðmundu í Nýhöfn 1992 var gefin yfirskriftin „Léttleiki tilverunnar", og ætti sú nafngift ekki síður við nú. Hér hefur lista- konan haldið áfram að þróa þá myndgerð sem hún kynnti þá til sögunnar og er eins og ferskleiki málverkanna eigi nú enn betur við samtímann. Málverkið er í góðri sókn í heimi myndlistarinnar, og öflugir listamenn á áttræðisaldri geta ekki síður reynst virkir þátttak- endur í þeirri hreyfingu en þeir sem yngri eru. Eiríkur Þorláksson Van Damme o g Ringo Lam KVIKMYNPIR Stjörnubíó HÆTTUSPIL„MAXIMUM RISK“ ★ >/2 Leikstjóri: Ringo Lam. Handrit: Larry Ferguson. Aðalhlutverk: Jean- Claude van Damme, Natasha Henstride og Jean-Hugues Anglade. Columbia/Tri Star. 1996. LEIKSTJÓRARNIR John Woo og Ringo Lam, sem gert hafa B-myndir í Hong Kong, hafa verið að fikra sig vestur til Hollywood á undanförnum árum m.a. með samstarfi við belgíska buffið, Jean-Claude van Damme. Leikstjórar þessir þykja nokkuð flinkir í framleiðslu hasaratriða og nýjasta van Damme myndin, Hættu- spil eftir Ringo Lam, býður upp á nokkra sæmilega kvikmyndaða elt- ingaleiki. En innvolsið að öðru leyti er skelfing ómerkilegt. Van Damme leikur franskan lög- reglumann sem kemst að því að tví- burabróðir hans hefur verið myrtur. Hann hafði aldrei séð hann áður í lífinu enda tvíburinn alinn upp hjá rússnesku mafíunni í New York og til að komast að því hver hann var þykist van Damme vera eigin tví- burabróðir og flýgur vestur um haf. Hann er fljótur að komast að því að brósi var lítt vinsæll meðal mafíunn- ar og alls ekkert meðal FBI en súp- ermódelið Natasha Henstride leit hann girndarauga og nýtur hann mjög góðs af því. Það er kannski ekki sanngjarnt að gera mjög miklar kröfur til B-has- armynda en stundum má fínna í þeim óvænt gaman. Eitt það versta og um leið besta við þessa mynd er samtölin sem handritshöfundurinn góðkunni Larry Ferguson hefur kokkað upp. Þau eru svo hallærisleg og leikurinn að auki svo viðvaningslegur að af þeim má hafa þónokkra skemmtun. Franski leikarinn Jean-Hugues Anglade, sem leikur starfsbróður van Dammes í Frakklandi, fær kannski verstu setningamar og enskan hans er jafnvei verri en van Dammes. Af hverju þessir tveir frönsku lögreglu- menn kjósa að tala saman á lélegri ensku er aldrei útskýrt. Ringo Lam vinnur ágætlega úr hasaratriðunum sem koma á færi- bandi en hann er samt ekkert að gera neitt merkilegra en kollegar hans vestanhafs. Mest er þetta form- úluhasar, mjög svo venjubundnir elt- ingaleikir, skotbardagar og ofbeldis- full slagsmál þar sem annáluð fóta- fimi stjörnunnar fær notið sín. Og búið. Arnaldur Indriðason FATASKÁPAR úrvalið s3msetningu Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 rsalur TM - HÚSGÖGN w SíSumúla 30 -Sími 568 6822 Hringdu núna og þú færð geisladiskasett að gjöf meðan birgðir endast Nú þarftu ekki að hafa áhyggjur af svimandi háum símareikningum. Ný tækni og þróun símamála markar endalok einokunar símafyrirtækja. Island hefur veigamiklu hlutverki að gegna á alþjóðlegum vetvangi. Símkostnaður má ekki hindra samskipti okkar við umheiminn. Þess vegna býður Friður 2000 allt að 73% ódýrari símtöl. Þú færð einnig internetið, alþjóðlega neyðartryggingu og ýmis önnur fríðindi þegar þú gerist félagi Friðar 2000. , Friður 2000, Ingólfsstræti 5, Reykjavík, sími 552 2000, www.peace.i .is/2000 V rý
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.