Morgunblaðið - 28.11.1996, Side 30

Morgunblaðið - 28.11.1996, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Islensku baraabókaverðlaunin 1996. Falleg þjóðsagnaperla SIGRÚN Helgadóttir og Guðrún Hannesdóttir. BOKMENNTIR Barnabók RISINN ÞJÓFÓTTI OG SKYRFJALLIÐ Texti: Sigrún Helgadóttir. Myndir: Guðrún Hannesdóttir Vaka-Helga- feU, 1996 - 29 bls. ÍSLENSKU barnabókaverð- launin hafa verið tvískipt undan- farin tvö ár. í fyrra, á 10 ára af- mæli verðlaunanna, voru í fyrsta sinn veitt verðlaun fyrir myndabók sem ætluð er yngstu lesendunum. Árið 1995 fengu þær Herdís Egils- dóttir og Eria Sigurðardóttir þessi eftirsóttu verðlaun fyrir söguna „Veislan í bamavagninum". í þetta sinn fengu mæðgurnar Sigrún Helgadóttir og Guðrún Hannes- dóttir verðlaunin fyrir ævintýrið um þjófótta risann og skyrfjallið. Sigrún samdi söguna og Guðrún myndskreytti. Sigrún sækir efniviðinn í ís- lenskar þjóðsögur og stíllinn er sá sem við þekkjum best... „Einu sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu ...“ Sagan segir frá risa sem kemur og stelur öllu því verð- mætasta sem kóngurinn á, öllum kúnum, sauðunum, peningunum og loks prinsessunni. Umgjörð sög- unnar verður hins vegar nútímaleg þegar til sögunnar er kynntur Pési sem er óttalega mjór og rindilsleg- ur vegna þess að hann er matvand- ur og vill ekkert nema gosdrykki og vínarbrauð! En Pési er ekki all- ur þar sem hann er séður og hann sér að orka risans kemur úr hollum mat, lýsislæknum, stöðuvatninu hvíta sem er reyndar úr mjólk og loks fjallinu sem reynist vera úr rúgbrauði og þar að auki með skyr- topp. Þegar hann er búinn að ná tökum á leyndarmáli risans er leið- in greið að sigra hann og bjarga kóngsdótturinni. Texti þessarar sögu flæðir vel en þegar saga sem verður til sem munnleg frásögn er sett á prent verða útgefendur að gæta þess að hreinsa ekki út úr henni það sem gerir sögumanninn að þátttakanda í sögunni. í ævintýri er sögumaður mikill þátttakandi í allri frásögn- inni. Myndir Guðrúnar eru ákaflega fallega unnar og vandaðar. Þær eru fullar af gáska og svipbrigði sögupersónanna geta komið hug- myndafluginu á fullt. Með litaval- inu undirstrikar hún einnig vel ævintýrablæ sögunnar. Blái litur- inn sýnir nóttina, risinn er í jarðar- litum, Pési fallegar bláklæddur og bleiki liturinn yfir hjónasænginni segir sína sögu. Islenskar þjóðsögur eru enda- laus uppspretta hugmynda þar sem form þeirra er notað til skemmtun- ar og ekki síður til að beina börn- um inn á æskilegar brautir. Upp- eldisgildi sagnanna er ótvírætt þar sem hið góða sigrar undantekning- arlaust. Sá sem er snjall, sá sem hverfur frá slæmum siðum, kemur ætíð úr ævintýrinu með pálmann í höndunum. Sigrún Klara Hannesdóttir Til hvers að þjást? BOKMENNTIR Minningar LÍFSKRAFTUR Séra Pétur og Inga í Laufási. Friðrik Erlingsson skráði. Vaka-HelgafeU 1996.255 bls. SÉRA Pétur Þórarinsson í Lauf- ási varð þjóðkunnur þegar norð- lenskt listafólk tók sig saman í ársbyrjun 1995 og hélt tvenna tón- leika á Akureyri og síðan aftur tónleika á Grenivík og Svalbarði til söfnunar á fé svo hægt væri að kaupa sérútbúna dráttarvél sem fótalaus maðurinn gæti notast við. í desember 1994 hafði hægri fótur hans verið tekin af en hann hafði þá þegar misst vinstri fótinn fyrr um árið. Pétur hefur þjáðst af syk- ursýki allt frá unglingsárum, truf- lanir á æðakerfinu eru fylgifískur hennar og ekki óalgengt að sykur- sýkissjúklingar sem komnir eru á efri ár missi tær eða fætur þótt sjaldgæfara sé að nema þurfi burt báða fætur eins og í tilfelli Péturs. En það er ekki nóg með að sykur- sýki hafi hrjáð hann heldur hafa hjartveiki og sálrænar sveiflur einnig tekið sinn toll og svo til að kóróna allt veikist eiginkona hans, Inga Siglaugsdóttir, af krabba- meini, en hún hafði verið sakka eiginmanns síns og fjölskyldu í þeim erfiðleikum sem að steðjuðu. Fólk sem gefið hefur sig allt að sálusorgun og félagsmálum, að því að miðla af sér til annarra, verður að takast á við áföllin og yfirstíga þau og það gera þau fyrir tilstyrk traustra banda sem binda þau og fjölskylduna saman en ekki hvað síst fyrir tilstyrk samfélagsins. Bókin lýsir því hve miklu samtaka- mátturinn fær orkað og hve mikilvægt það er að vera hluti af samfélagi þar sem fólk þekkist og aðstoðar hvað annað. Friðrik Erlingsson rithöfundur skráir ævisögu þeirra hjóna og eins og framan- greind lýsing ber með sér er sú saga fyrst og fremst saga af þjáningunni, af því hvemig þjáning sem virðist óskiljanleg og óviðunandi fær merk- ingu. Viðtalsbækur eru formsins vegna nátengdar fjölmiðlum og því hvemig fjölmiðlar vinna úr „efn- inu“ og því er ástæðan fyrir tilurð bókanna oft á tíðum fremur óljós. Oftar en einu sinni hef ég spurt mig eftir lestur viðtalsbóka til hvers í ósköpunum hér hafi verið farið af stað nema til þess eins að svala forvitni um annarra hagi. Auðvitað er „Lífskraftur" ekki hvítþvegin þeim grun en þjáningar- stefið gefur henni samt vægi sem hefur hana upp yfir að vera eintóm kjaftabók þar sem sjálf viðmæl- andans, sleggjudómar hans og órökstuddar fullyrðingar eru blásin út á kostnað bitastæðari þátta. Pétur og Inga eru grandvör en um leið mjög heiðarleg í frásögn sinni, og þótt ævi þeirra sé á engan hátt mörkuð miklum ytri sviptingum - þau alast upp á Akureyri, læra í Reykjavík og flytja svo norður í Fnjóskadal og síðan þaðan aftur á Eyjafjarðarsvæðið - þá eru skoðanir þeirra hertar í persónu- legum erfiðleikum sem eiga sér vissulega samhljóm hjá mörgum. Bókin er því styrkur þeim sem eiga um sárt að binda. Hún er leið- beining þeim sem reyna að sjá vit í vit- leysu þjáningarinnar. Sem betur fer tran- ar skrásetjarinn sér alla jafna ekki mikið fram. Hann lætur Pét- ur og Ingu um að tala og þau viðtöl eru skrif- uð í þægilegum, alþýð- legum og eilítið tal- málsskotnum stíl sem hentar vel þeirri mynd sem þau bregða upp af sér, mynd jarðbund- inna prestshjóna sem búa á gamalli kostakjörð. Bæði sækja þau sér styrk í sveitina, í ræktun og búskap og þau nánu kynni sem verða með presti og sóknarbörnum í dreifbýlinu. Þetta verður ekki hvað síst ljóst þegar Pétur tekur að sér hið annasama Glerárprestakall á Akureyri sem gengur nærri því af honum dauð- um. Þar skortir hann það mótvægi sem líkamleg vinna bóndans gefur honum. Hins vegar bætir Friðrik litlum smálýsingum frá eigin bjósti í upphafi hvers bókarhluta sem fengu undirritaðan til að roðna og blána. Ég hélt að enginn skrifaði lengur í stíl Guðrúnar frá Lundi án þess að vera að grínast. Að minnsta kosti var Guðrún að skrifa um það sem hún þekkti en Friðrik er hér að upphefja einhveija sveita- ímynd sem er hol og fölsk núna á þessum beingreiðslutímum. Þessar litlu bókmenntafalsanir setja leiðinlegan blett á bók sem annars er prýðileg lesning. Kristján B. Jónasson Friðrik Erlingsson Nýjar bækur Viðburðaríkur ferill sendiherra EYVINDUR Erlendsson og Júrí Resetov. BÓKIN Júrí úr Neðra er komin út. Hún fjallar um viðburðaríkan lífs- feril rússneska sendi- herrans Júrís Resetovs. Bókin varð til í sam- starfi tveggja vina, Resetovs og Eyvindar Erlendssonar, sem komst að því „að Júrí er ekki aðeins brand- arakarl heldur magn- þrunginn sagnameist- ari og er honum tamt að grípa til íslenskra orðtækja, furðusagna og fornsagna. Af þeim sagnabrunni hefur Ey- vindur, sem annars er kunnur leik- stjóri, ausið og fært bókina í let- ur.“ Bókin skiptist í ellefu megin- kafla. Hún hefst á mótmælum við sovéska sendiráðið í Garðastræti vegna Ungveijalandsmálsins, en þá var Júrí ungur piltur og starf- aði sem túlkur en þá strax voru að vakna með honum efasemdir um málstað kommúnísmans, ekki aðeins vegna valdbeitingarinnar í Ungveijalandi, heldur höfðu skýrslur um Katyn-morðin í Pól- landi djúp áhrif á hann. í síðari hluta bókarinnar er því lýst hvernig Resetov varð trún- aðarmaður Sévardnadses utan- ríkisráðherra og gerðist baráttu- maður fyrir Iýðfrelsi og mannrétt- indum í Sovétríkjunum. í lokakafla lýsir Resetov ákvörðun sinni að gerast sendi- herra á íslandi. Mest var það vegna íslenskrar tungu sem hann elskar og dáir umfram önnur tungumál. Utgefandi er Fjölvaútgáfan. Bókin er 320 bls. Resetov og Ey- vindur teljast sameiginlegir höf- undar og lýsa þeir bók sinni svo að þeir viti ekki hvort hún sé frem- ur „sönn frásögn sem vill vera skáldskapur eða skáldskapur sem vill vera sönn frásögn. “ Helgi Sig- urðsson hannaði kápu, filmugerð annaðist PMS í Súðarvogi, Prent- un og bókband Grafík og Oddi. Verð 3.680 kr. Uppþvottatæknir og galdramenn BOKMENNTIR Barnabók SÓL YFIR DIMMUBJÖRG- UM Eftir Úlfar Harra Elíasson. Mál og menning, 1996 -100 bls. ÁLFAR er upp- þvottatæknir á Hótel Valadal og er orðinn leiður á uppvaskinu. Hann svarar auglýs- ingu og vill gerast aðstoðarmaður hjá seiðkarlinum Galdráði Vandarsyni. Þeir mæla sér mót á dular- fullri krá og allt í einu gætum við verið kom- in inn í kvikmynd úr villta vestrinu. Þegar Galdráður gengur inn slær þögn á krána en þegar hann biður um mjólkurglas slappa allir af og allt fellur í ljúfa löð enda þótt komumaður sé klæddur í bláan kufl, mynstraðan með hvítum stjörnum og með kúst í hendi. Álfar á að verða fylgdar- maður Galdráðs og snattast fyrir hann. Ferðinni er heitið í kastala Ásgeirs konungs í Grænaríki að hitta Söku, dóttur Galdráðs. Með þeim í för er Lóma, vinkona Galdr- áðs. Ferðalagið er strembið á stund- um. Úlfar verða á vegi þeirra, þau laumast í gegnum Tindagöng und- ir fjöllin og eru hætt komin vegna jarðskjálfta en galdrakústurinn bjargar þeim á síðustu stundu. Á leiðinni hitta þau Ónar dverg sem segir þeim að Sólartoppu prinsessu hafí verið rænt. Hún og fylgdarlið hennar mun nú vera niður komið í kastala hinnar illræmdu Dimm- ínu. Þar með tekur sagan nýja stefnu því auðvitað verður að bjarga prinsessunni. í upphafí er sagan sögð frá sjón- arhóli Álfars sem rifjar upp fyrir sér atburði liðinna daga. En í þess- ari upprifjun er hann einhvers staðar í miðju ævintýrinu. Eftir þessa upprifjun skiptir um svip og sagan er eftirleiðis sögð af al- j sjáandi sögumanni sem kemur fram í lo- kakaflanum og segir lesanda hvernig sagan í raun endaði. „Sól yfír Dimmu- björgum“ er hugverk ungs manns sem er að byija rithöfunda- I feril sinn. Hann hefur | greinilega gaman af ; að segja sögu og hefur f mikið hugmyndaflug. Um það bera t.d. nöfn söguhetjanna vitni. Hins vegar er sögu- sviðið óljóst, margs konar staðir blandast hver inn í annan svo að lesandi sér enga skýra mynd af umhverfinu, hvorki leiðinni né , kastalanum. Frásögnin af ævin- týrunum nær ekki að skapa neina 1 verulega spennu því í hvert skipti I sem eitthvað bjátar á veit les- andinn að Galdráður tekur til sinna ráða. Þó um galdrasögu sé að ræða verður sumt í frásögninni beinlínis asnalegt eins og t.d. þeg- ar uppþvottatæknirinn, sem er hræðilega lofthræddur, klifrar upp beran kastalavegginn og síðan nið- ur hann aftur með kóngsdótturina 1 um hálsinn. Sigrún Klara Hannesdóttir Úlfar Harri Elíasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.