Morgunblaðið - 28.11.1996, Side 48

Morgunblaðið - 28.11.1996, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 FERÐ LAGAIMEMA TIL LAIMDSINS HELGA MORGUNBLAÐIÐ í Tel Aviv og Jaffa HORFT til Tel Aviv frá Jaffa. Á myndinni er hæsti skýjakljúfur Mið-Austurlanda, Shalombyggingin. Lögfræðitímar í Tel Aviv Sunnudagurinn 7. janúar var bara eins og hver annar virkur dagur hjá ísraelsku gestgjöfunum okkar því að vikan í ísrael byrjar á sunnu- degi. Nú áttum við að sitja tíma í Stjómunar- og lögfræðiskóla Tel Aviv (The College of Management Academic Studies Law School). Það var undarlegt að sitja lögfræðitíma á sunnudegi og áreiðanlega í fyrsta Tj^-skiptið sem við gerðum það. Fyrsti fyrirlesturinn þennan dag var hjá fyrrverandi hæstaréttar- dómara við Hæstarétt ísraels, M. Ben Dror. Fyrirlesturinn fjallaði almennt um dómara í ísrael og val á þeim, en dómarar í Israel verða að uppfylla strangar hæfniskröfur og m.a. að hljóta samþykki 9 manna valnefndar til þess að hljóta skipun. Seinni fyrirlesturinn snerist um sögulegt baksvið lagakerfis í ísrael og var hann fluttur af skólastjóra Stjórnunar- og lögfræðiskólans, prófessors Daníels Friedmann. Fri- edmann er mjög virtur fræðimaður í ísarael og einna þekktastur fyrir rit sín um samningarétt. Friedmann — ' var með móttöku fyrir okkur seinna um kvöldið, heima hjá sér, sem heppnaðist mjög vel. Eftir móttökuna hjá Friedmann hittumst við, íslenski hópurinn í fyrsta skipti á Picasso-barnum, sem átti eftir að verða fastur samkomu- staður okkar í Tel Aviv. Daginn eftir vorum við fyrst í tíma í ísraelskri stjórnskipun hjá prófessor Klein og síðan í tíma í „securities" hjá prófessor Yadlin. Flest okkar héldu að seinni fyrir- «. jiesturinn ætti að fjalla um öryggis- mál í ísrael en svo var ekki. Secur- ities merkti í þessu sambandi hluta- bréf og sátum við því í heilan tíma og hlustuðum á fyrirlestur um verð- bréfamarkaði og hlutabréf. Um kvöldið fóru gestgjafar okkar síðan með okkur á Jazz-bar í miðbæ Tel_ Aviv og komumst við að því að ísraelar eiga bara nokkuð fram- bærilega tónlistarmenn á þessu sviði. Skoðunarferð um Tel Aviv Þann 9. janúar fórum við með ísraelsku gestgjöfunum okkar í skoðunarferð um Tel Aviv og Jaffa. Tel Aviv merkir „hæð vorsins" og er það nafn borgarinnar fengið úr Gamla Testamentinu (Esekielsbók 3,15). Þótt nafn Tel Aviv sé gam- alt er borgin ung. Þar sem nú er stórborg, voru ekkert nema sand- flákar árið 1909 en upp frá þeim tímapunkti fluttist mikill fjöldi gyð- inga til borgarinnar. Uppbyggingin hefír því verið mikil. Tel Aviv er nútímaborg, miðstöð efnahagslífs og viðskipta í ísrael og þar eru einnig flest erlend sendi- ráð. Flestar byggingar í Tel Aviv eru ljósleitar og látlausar og virðist áhersla hafa verið lögð á hagnýti og notagildi við hönnun þeirra. Víða gætir áhrifa arkitekta á borð við Bauhaus, Le Corbusier og Mend- elsohn. Tel Aviv er alger andstæða hinn- ar fornu hafnarborgar Jaffa, sem í dag telst reyndar til Tel Aviv. Jaffa er talin meðal elstu borga í heimi. Nafnið Jaffa er dregið af hebreska orðinu jafé, sem þýðir falleg. Sumir halda þvi fram að borgin hafi verið nefnd eftir einum af þremur sonum Arkar-Nóa, Jafet, en hann 'á að hafa verið meðal þeirra fyrstu sem byggðu Jaffa. Yfírbragð og stíll Jaffa er a.m.k. allt annar en Tel Aviv. Þar eru gömul hús og þröng ísraelar og íslendingar eiga það sameiginlegt að tiltölulega stutt er síðan báðar þjóðir eign- uðust nýjar byggingar yfir Hæstarétti sína, segir Ragnheiður Jónsdóttir, í 3. grein sinni af fjórum. stræti, umhverfíð er rómantískt og andblær liðinna alda svífur þar um. Segja má að í þessum tveimur borg- um haldist gamli tíminn og nútím- inn í hendur. Við hófum skoðunarferð okkar um Tel Aviv á því að fara í Diaspora-safnið. í safninu er menn- ingu og fjölbreyttum lífstíl gyðinga- samfélaga víðsvegar um heiminn lýst á margvíslegan máta t.d. í rit- uðu máli og með litskyggnum og kvikmyndum. Ólíkum hefðum, sið- um og hátíðum gyðingasamfélaga eru gerð skil. I einum sýningarsaln- um sáum við t.a.m. líkön af bæna- húsum gyðinga, sem dreifð voru um alla Evrópu, en mörg þeirra voru brennd í seinni heimsstyrjöld- inni. Eftir að hafa skoðað Diaspora- safnið keyrðum við til Jaffa og borð- uðum hádegisverð í einu frægasta bakaríinu þar, Said Abou Elafía, sem starfrækt hefír verið af sömu arabafjölskyldunni í 4 kynslóðir, allt frá árinu 1880. Við gátum m.a. valið milli 24 tegunda af brauðum með áleggi og úrvali af pizzum og pítum. Einna vinsælast hjá Abou Elafía, var pítubrauð með eggja- hræru, tómötum, osti,ólívum og sveppum, bakað yfír opnum eldi eftir arabískri leyniuppskrift ættar- innar. Ætli leyndarmálið hafí ekki verið fyrsta flokks hráefni. Hvað sem öðru leið, arabarnir voru með góðan mat. Að hádegisverðinum loknum, röltum við aðeins um stræti Jaffa og gengum síðan til baka til Tel Aviv eftir endilangri strandlengj- unni. Ströndin sem full er af fólki yfir sumartímann, var auð þegar við komum enda hávetur. Frá ströndinni sáum við m.a. Beit Haganah, bækistöð varnarhers gyðinga, sem stofnaður var árið 1920 til þess, m.a. að veijast árás- um araba á hinar nýju byggðir gyðinga í Tel Aviv. Haganah sam- einaðist síðar skæruliðahreyfíng- unni Irgun og saman lögðu þessar hreyfingar grunninn að her Israels (Zahal - Israeli Defence Forces, skammst. IDF). Á ströndinni hittum við fyrir hóp karla sem voru í teningaspilinu schesch-besch. Voru þeir allir af vilja gerðir að útskýra fyrir okkur út á hvað leikurinn gengi, en okkur var það illskiljanlegt - þar sem þeir töluðu aðeins hebresku. ísraelsku laganemarnir buðu okkur síðan aftur í mat, nú í síðdeg- isverð. Að honum loknum héldum við heim á leið með hýslunum okk- ar, til þess að taka okkur til fyrir kvöldið. Um kvöldið var móttaka á heim- ili íslenska konsúlsins í ísrael, Peter Gad Naschitz. Móttökurnar hjá Naschitz, sem m.a. er eigandi einn- ar stærstu lögfræðistofu í Tel Aviv voru hinar höfðinglegustu. Við lukum kvöldinu á litlum veit- ingastað í Jaffa. Hæstiréttur ísraels Miðvikudaginn 10. janúar buðu ísraelsku laganemarnir okkur í aðra Hvemig á að bregðast við vaxandi ofbeldishneigð ungs fólks? Alniennur fundurá Hótel Sö^ii fimmtudag kl. 17:15 að Hótel Sögu, Skála, 2. hæð, gengiö inn norðanmegin. Dagskrá: Baldur Guðlaugsson, formaður Varðar-Fulltrúaráðsins setur fundinn. Stutt framsöguerindi: Ragnar Gíslason, skólastjóri Ólafur Guðmundsson, foreldri Hafsteinn Þór Hauksson, nemandi Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður Að framsöguerindum loknum verða almennar umræður og íyrirspumir. Fundarstjóri: Margrét Theodórsdóttir, skólastjóri. Allir velkomnlr VORDUR ■ FULLTRUARAD SJÁLPSTJEÐISFÉLACANNA f REYKJAVÍK ferð til Jerúsalem. Nú átti m.a. að skoða Hæstarétt ísraels. Eitt er það sem ísraelar og við íslendingar eig- um sameiginlegt en það er að til- tölulega stutt er síðan að báðar þjóðir eignuðust nýjar byggingar yfír Hæstarétti sína. Allt frá stofnun ísraelska ríkisins pg til ársins 1992 var Hæstiréttur ísrael í leiguhúsnæði. Árið 1984 bauðst Yad Hanadiv (Rothschild- sjóðurinn) til þess að fjármagna nýja byggingu undir Hæstarétt ísraels. Haldin var samkeppni 1986 um val á arkítekt byggingarinnar og voru vinningshafarnir Ada Karmi-Melamede og Ram Karmi frá Tel Aviv. Hæstaréttarbyggingin reis á mettíma og var formlega tekin í notkun í nóvember 1992. Hún er hin glæsilegasta í alla staði. Vegna staðsetningar sinnar í Jerúsalem, varð Hæstaréttar-bygg- ingin að vera úr sama byggingar- efni og borgarmúrarnir og aðrar byggingar í nágrenninu þ.e. til- höggnum eyðimerkurlituðum kalk- steini. Arkítektar byggingarinnar túlkuðu hin afstæðu lögfræðihug- tök „lög“ og „sannleikur" með bein- um línum í byggingunni en hugtak- ið „réttlæti" með bogadregnum. Öll byggingin er því ýmist bein eða bogadregin. Mikið var lagt upp úr því við hönnun byggingarinnar að náttúrulegt ljós næði að flæða inn um glerveggi og glugga og er öll byggingin því mjög björt. Eftir hefðbundna vopnaleit var okk; ur hleypt inn í Hæstarétt ísraels. í aðalanddyrinu er breiður stigi, sem við gengum upp og stóðum við þá frammi fyrir stórum glugga. Glugg- inn var sem lifandi listaverk af Jerú- salemborg en í gegnum hann sást m.a. yfír Nachalot-hverfíð, Sacher-garðinn og miðbæ Jerúsal- em. Okkur var sagt að útsýnið gegnum gluggann heillaði margan listamanninn enda var einn slíkur með málningartrönur sínar með sér, að festa þessa fallegu sýn á striga. Víðsvegar um Hæstarétt ísraels eru svipaðir gluggar, en útsýnið úr þeim skreytir bygginguna, líkt og það væri listaverk af Jerúsalem. Við gengum framhjá þriggja hæða lagabókasafni Hæstaréttar sem glitti í, í gegnum glerveggi og komum síðan inn í álmuna þar sem hinir 5 dómssalir Hæstaréttar Ísra- els eru. í einum þeirra er einmitt þessa dagana verið að rétta í máli Yigal Amin, morðingja Yitzhaks Rabin. Inngöngudyrnar að hveijum dómssal minntu á borgarhlið, en á biblíutímum fóru réttarhöld fram þar. Við gengum inn um einar dyrn- ar og skoðuðum einn dómssalinn. Síðan fylgdumst við með málflutn- ingi á hebresku, en konsúll okkar íslendinga, Peter Gad Naschitz, var einmitt að flytja mál þennan dag. í lokin á heimsókn okkar fengum við að ræða stuttlega við einn af 14 starfandi hæstaréttardómurum við réttinn, Dr. Shlomo Levin. Hann bauð okkur í fundarherbergi dómar- anna og svaraði þar góðfúslega spurningum okkar um starfsemi Hæstaréttar ísraels. Yad Vashem Eftir heimsóknina í Hæstarétt og síðbúinn hádegisverð buðu ísra- elsku gestgjafarnir okkur í Yad Vashem-safnið. Yad Vashem merk- ir „minningarmark og nafn“ og er það heiti safnsins fengið úr Gamla ____| SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI Mest seldu flotefni í Evrópu nólflagnirhi IÐNAÐARGOLF Smtdjuvegur 70,2QO Kópavogur Siman 564 1740, 892 4170, Fæoí: 554 3 769

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.