Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 49 FERÐ LAGANEMA TIL LANDSINS HELGA KARLAR í teningaspili á ströndinni í Tel Aviv. Testamentinu (Jesajabók 56:5) en þar segir Guð eftirfarandi um þá, sem sviptir hafa verið möguleikan- um á því að eignast afkomendur: „þeim vil ég gefa minningarmark og nafn í húsi mínu og á múrveggj- um mínum, sem er betra en synir og dætur; eilíft nafn vil ég gefa þeim, það er aldrei mun afmáð verða.“ Yad Vashem er mesta „minningarmark" í ísrael um hel- förina. í safninu er m.a. varðveitt skrá með nöfnum 3,5 milljóna gyðinga sem voru myrt í seinni heimsstyij- öldinni. Nöfn annarra vantar þar sem heilu samfélögunum var eytt og þannig ógerlegt að hafa upp á nöfnum þeirra. Stígurinn, sem við gengum eftir og liggur að safninu, nefnist „Stíg- ur hinna réttlátu meðal þjóðanna“. Meðfram stignum hafa alls 6.000 tré verið gróðursett. Hver einasta tijáplanta er merkt nafni manns eða konu, sem ekki var gyðingatrú- ar, en lagði líf sitt í hættu til þess að bjarga gyðingum í stríðinu. Eitt tréð er t.d. merkt sænska stjórnar- sendimanninum Raoul Wallenberg, sem skaut skjólshúsi yfir 13.000 gyðinga í Ungveijalandi og bjarg- aði þannig lífi þeirra. Hvert tré sem við gengum framhjá var því lifandi minningarmark og að baki hveiju tré, ólík saga um hugrekki og hetjudáð þessara mannvina og vel- unnara gyðinga. Þegar við komum að safnbygg- ingunni þurftum við að bíða aðeins, því safnið er greinilega mikið sótt og fólki er aðeins hleypt inn í hóp- um, til þess að hver fái næði til þess að meðtaka það sem fyrir augu ber. Áður en safnið sjálft var skoð- að gafst okkur því góður tími til að virða fyrir okkur frægt abstrakt állistaverk á svörtum grunni eftir ísraelska listamanninn Naftali Bez- em (f.1924). Listaverk Bezem sem prýðir anddyri Yad Vashem er í fjórum hlutum. Fyrsti hluti verksins lýsir helförinni, annar andspyrn- unni, sá þriðji heimför eftirlifenda til ísrael og fjórði og síðasti hlutinn stofnun ísraelska ríkisins. Við gengum stuttu síðar í gegn- um aðalsafnið, þar sem helförinni er lýst í máli og myndum. Alls stað- ar blasti við andsemítískur áróður nasista og frásagnir eftirlifenda um ólýsanleg grimmdarverk. Einn eftirminnilegasti hluti Yad- Vashem safnsins er skálinn sem reistur var til minningar um 1,5 milljónir gyðingabarna og ung- menna sem myrt voru í seinni heimsstyijöldinni. Við gengum nið- ur í myrkvaðan skála þar sem spegl- ar og gler endurvarpa ljósi 4-5 kerta og gera þau að þúsundum minning- arljósa. Rödd heyrist sem stanslaust les upp nöfn, aldur og heimkynni barnanna. Skálinn var fyrst opnað- ur 1987 og er nýjasta viðbót við Yad Vashem. Eftir dvölina í Yad Vashem þáð- um við hressingu hjá Birni Bjarna- syni, menntamálaráðherra, sem staddur var í Jerúsalem á fundi menntamálaráðherra. Að lokum héldum við áleiðis til Tel Aviv og skáluðum þar, langt frany eftir nóttu fyrir lífinu eða eins og ísrael- ar segja: „Lachæm!" Herréttur ísrael er mikið hernaðarþjóðfé- lag. ísraelsher (Zahal - IDF eða Israeli Defensive Forces) var mynd- aður árið 1948. Hlutverk hans hef- ir frá upphafi verið að gæta örygg- is Israels, einkum fyrir árásum frá arabaríkjunum kringum ísrael. Vegna fámennis (í ísrael búa ein- ungis um 4 milljónir manna) hvílir herskylda á öllum vopnfærum íbú- um landsins. Allir ísraelskir karl- menn á aldrinum 18-29 ára verða að gegna herþjónustu í 3 ár og vera í varaliði Israelshers til 59 ára aldurs og eins verða allar 18-29 ára ógiftar konur að gegna herþjónustu í 2 ár og vera í varaliðinu til 39 ára aldurs. Þrátt fyrir að Israelsher hafi verið fámennari en herir þeir sem ráðist hafa á ísrael í gegnum tíðina, þá hafa stríðin unnist vegna þess hversu vel þjálfaður ísraelsher er, skipulagning er mikil, og eins vegna þess hversu vel vopnum bú- inn ísraelsher hefir verið. Laganemarnir sem hýstu okkur höfðu nær undantekningarlaust lokið 2-3 ára herskyldu og gegnt margvíslegum stöðum innan hers- ins. Sögðu þeir margar sögur af ströngum aga hersins, en svo virt- ist samt sem veran þar hefði mark- að þá á jákvæðan máta. T.d. voru flestir hýslarnir okkar stundvísari og árrisulli en við. Fimmtudaginn 11. janúar áttum við þess kost að heimsækja her- dómstól í Tel Aviv. Á móti okkur tók háttsettur maður innan Ísra- elshers, hr. Aaron Schlein. Hann hélt fyrirlestur um herdómstólinn og tók síðan við fyrirspurnum okk- ar. Herdómstóllinn í Tel Aviv er einn af átta starfandi herdómstólum í ísrael. Þar er dæmt í málum óbreyttra hermanna sem og herfor- ingja allt upp í stöðu majóra. Dæmt er í málum er varða brot á umferð- ar- og herlögum. Umferðarlagabrot eru algengasti málaflokkurinn og í slíkum málum situr aðeins einn dómari, sem getur dæmt hermenn í allt að eins árs fangelsi. í málum sem varða brot á herlögum sitja 3 dómarar, einn lögfræðimenntaður aðili, skipaður ad hoc og tveir menn úr hernum. Viðurlög við brotunum eru margvísleg eftir eðli þeirra og eru þau allt frá viðvörunum og banni við að yfirgefa herbúðir að stöðulækkunum innan hersins og brottrekstri úr hernum. Herdóm- stólar í ísrael geta ekki dæmt her- menn til dauða - í slíkum málum dæmir Hæstiréttur. Aðspurður hvernig tekið væri á málum manna, sem neituðu að gegna herþjónustu, t.d. vegna trú- arskoðana sinna eða vegna þess að viðkomandi væru friðarsinnar, þá svaraði Schlein því svo til að hann myndi ekki eftir neinu máli varðandi friðarsinna því flestir ísraelar væru sér meðvitaðir um mikilvægi þess að veija ísrael. Hins vegar þyrftu t.d. strangtrúað- ir gyðingar ekki að gegna herþjón- ustu. Höfundur er lögfræðingur. Jó^astödin Heimsljós býður upp á opna tíma í jóga og umbreytingardansi sem hér segir: Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Lau. 06.55-07.55 Jón Agúst Jón Agúst Jón Agúst 07.30-08.30 Aslaug Aslaug Ymsir 10.30-11.45 Hulda Hulda Ymsir 12.15-13.15 Anna Guðfinna Jón Agúst Guðfinna Ingibjörg 16.30-17.45 Guðfinna Jenný Nanna/dans Jenný 18.00-19.30 Ingibjörg Jón Agúst Ingibjörg Jón Agúst Guófinna 20.00-22.00 Námskeið Námskeið Námskeið Námskeió Dans/ýmsir >ÖGA A , dógastöðin Heimsljós Ármúla 15,sími 588 4200 IÓGASTÖDIN HEIMSLJÓS öUBarion eykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 Ný sending fró Líéra Buxna- og pilsdragtir, kjólar og blússur. Frakkar meö lausu skinni á kraga og húfur í stO. Átilbóöi; Peysur, dragtir, blússur, buxur og blazer jakkar með 30% afslœtti. Opið á laugardögum frá kl. 10.00-16.00. ESIA JÓLAHLAÐBORD Frá 29. nóvember til 23. desember bjódum við okkar ljúffenga jólahlaðborð. Verð kr. 1490.- í hádeginu og 2290 - á kvöldin. Pantið tímanlega í síma 568-9566 Munið skötuhlaðborðið í hádeginu á Þorláksmessu. HÓTEL ESJA ICELANDAIR HOTELS Matargestir eru sjálfkrafa þátttakendur í ferðahappdrætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.