Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 56
56’ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Á hálum ís ÞRÁTT fyrir að snjór leggist tímarnir hjá nemendum Mennta- yfir höfuðborgina og Tjörnina skólans í Reykjavík. Þeir bregða íeggi, þá falla ekki niður íþrótta- sér bara út á ísinn í knattspymu. Fræðirit um ferskvatns- fiska fyrir almenning Út er komin bókin Fiskar í ám og vötnum eftir fiskifræðingana Guðna Guðbergsson og Þórólf Antonsson, starfsmenn hjá Veiði- málastofnun. Útgefandi er Land- vernd og í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a. að „loksins, loksins, sé komið út fræðilegt rit fyrir almenning um íslenska fersk- vatnsfiska." Einnig stendur í fréttatilkynn- ingu útgefanda: „Þrátt fyrir þann mikla áhuga sem ríkir meðal þjóð- arinnar á laxfískum hefur engin sérstök bók áður verið gefín út um þennan geira náttúrulífs á ís- landi. Fj'öldi fólks hefur spurst fyrir um sérfræðirit um fiska í íslenskum ám og vötnum en ekki fengið svar. Landvernd ríður á vaðið og svarar því kalli með út- gáfu bókar „Fiskar í ám og vötn- um“ sem er fræðirit fyrir almenn- ing um íslenska ferskvatnsfiska.“ Á mannamáli Þeir Þórólfur og Guðni hafa lengi verið með bók þessa í burð- arliðnum. Þeir segja að rannsókn- um hafi fleygt fram og miklum fjármunum hafi verið veitt í skipu- lag fískveiða og fiskeldis og allt hefði það leitt í ljós að umhverfí fískanna og vistfræðin öll skipti sköpum um viðgang fískstofna og að hér sé um viðkvæma náttúru- auðlind að ræða. Þeir Guðni og Þórólfur segja einnig að þar sem fiskar í ám og vötnum landsins séu landsmönn- um svo hugleiknir, bæði vegna stangaveiðiáhuga og hugmyndum manna um vaxandi fískeldi, séu þeir heillandi viðfangsefni og í bókinni sé reynt að gefa lesendum hlutdeild í lífi fískanna og ekki síður umhverfí þeirra og lifnaðar- háttum. í fréttatilkynningu Landverndar segir m.a.: „í bókinni er fjallað um tegundirnar fímm, lax, bleikju, urriða, ál og hornsíli á fræðilegan hátt auk þess sem reynt er að svara þeim spurningum sem koma upp í huga venjulegs áhugamanns um veiðar og fiskeldi." Við þetta má bæta þeim upplýs- ingum sem fram koma að þótt stöðuvötn og ár þeki aðeins eitt prósent af yfírborði jarðar og í þeim sé aðeins 0,009% af rúm- máli alls vatns, þá lifir 41% allra þekktra fisktegunda í þessum vötnum og ám á meðan 58% lifa í höfunum sem þekja 70% jarðar- innar og hafa að geyma 97% alls rúmmáls vatns. Þá er eftir aðeins eitt prósent físktegunda og eru það tegundir sem hafa algera sér- stöðu þar sem þær lifa bæði í söltu og ósöltu vatni á hinum ýmsu æviskeiðum sínum. Allar íslensku tegundimar fimm tilheyra þessu eina prósenti. Númeraplötur teknar af 400 bíl- um í nóvember LÖGREGLA á Suðvesturlandi hefur tekið númeraplötur af ríflega 400 bifreiðum það sem af er þessum mánuði, vegna vanrækslu eigenda þeirra á að sinna skoðunarskyldu, greiðslu lögbundinna tryggingaið- gjalda af ökutækjum og greiðslu bifreiðaiðgjalda. Samstarfsnefnd lögreglunnar á Suðvesturlandi í umferðarmálum sendi fyrir skömmu erindi til Sam- bands íslenskra tryggingafélaga þar sem Qallað var um hlut lög- reglu í innheimtu bifreiðagjaida og að fylgja greiðslu bifreiðatrygginga eftir. Þar var vöngum velt yfir nú- verandi fyrirkomulagi þessara mála og spurt hvort ekki væri ástæða til að breyta því, t.d. þannig að lögregl- an hætti að sjá um að taka númera- plötur af bílum. Ölvun í brennidepli Á fundinum var ákveðið að at- hygli lögreglu yrði sérstaklega beint að ölvun við akstur í desembermán- uði, einkum fyrir og eftir jól og áramót. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem þar voru lagðar fram, voru 94 ökumenn kærðir fyrir ölvun við akstur á þessu svæði í desem- ber í fyrra, og þar af lentu 12 ölvað- ir ökumenn í umferðaróhöppum, allir nema einn í Reykjavík. Árið 1994 voru hins vegar 139 ökumenn kærðir fyrir þessar sakir og 19 lentu í óhöppum. Anna Pavl- ova og Kátir piltar í bíó- sýningu MIR KVIKMYNDIN Anna Pavlova verður sýnd sunnudaginn 1. desember í bíó- sal MÍR, Vatnsstíg 10, kl. 16. Þetta er mynd frá áttunda áratugnum og byggð á atriðum úr ævi- og starfs- sögu hinnar heimsfrægu rússnesku ballettdansmeyjar sem uppi var á árunum 1885-1931. Skýringar með myndinni eru á ensku. Mánudagsmyndin (sýnd án þýddra skýringartexta) er frá árinu 1934, Kátir piltar (Vésjolíe rebjata). Þetta var ein vinsælasta söngva- og gam- anmyndin í fyrrum Sovétríkjum á fjórða áratugnum, segir í fréttatil- kynningu. Leikstjóri var Grígorí Alexandrov (1903-1983), einn af nánustu sam- starfsmönnum Eisensteins á sínum tíma en kona Alexandrovs, Ljúbov Orlova, fer með aðalhlutverkið í kvik- myndinni. Myndin verður sýnd kl. 20 mánudaginn 2. desember. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Fundur um vaxandi ofbeld- ishneigð ungs fólks VÖRÐUR - Fulltrúaráð sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík, heldur al- mennan fund í dag um hvernig bregðast eigi við vaxandi ofbeldis- hneigð ungs fólks. Baldur Guðlaugssson formaður Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík setur fundinn. Stutt framsöguerindi flytja Ragnar Gíslason, skólastjóri, Olafur Guð- mundsson, foreldri, Hafsteinn Þór Hauksson, nemandi og Sólveig Pét- ursdóttir, alþingismaður. Að framsöguerindum loknum verða almennar umræður og fyrir- spurnir. Fundarstjóri verður Margrét Theodórsdóttir, skólastjóri. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu, Skála, 2. hæð, og hefst kl. 17.15. Harmonikuball í Lionsheimili LION SKLÚBBURINN Muninn stendur fyrir harmonikuballi laug- ardaginn 30. nóvembér nk. í Lions- heimilinu Lundi, Auðbrekku 25, Kópavogi. Húsið verður opnað kl. 21. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur sjá um að halda upp stemningu sveitaballanna á dansgólfí staðarins. Allur ágóði af skemmtuninni fer í líknarsjóðs klúbbsins en hann hefur m.a. stutt við bakið á samtökum fatlaðra, einstaklingum og fleirum sem þurft hafa á aðstoð að halda. Aðgangseyrir er 1000 kr. LEIÐRÉTT Lottóið Þau mistök urðu við birtingu bréfs til blaðsins, „Lottóið 10 ára - afmæl- iskveðja", í gær, miðvikudag, að nafn Helga Seljans slæddist undir það. Bréfið var ekki hans heldur framkvæmdastjórar Öryrkjabanda- lagsins. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á mistökunum. Djöflaeyjan í bílabíói á Selfossi ÍSLENSKA kvikmyndasamsteypan stendur fyrir sýningum á Djöflaeyj- unni í bílabíói á íþróttavelli UMFS á Selfossi helgina 29. nóvember til 1. desember. Fólki af Suðurlahdi gefst þarna tækifæri til að, en ekk- ert kvikmyndahús er á svæðinu milli Hafnar í Homafirði og Reykja- víkur. Sýningar verða föstudaginn 29. nóvember kl. 21 og 23, laugardag- inn 30. nóvember kl. 19, 21 og 23 og sunnudaginn 1. desember kl. 19 og 21. Atvikið átti sér ekki stað í Rimavali MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá lögreglunni í Reykjavík: „Þann 18. nóvember sl. kl. 20.58 var tilkynnt að maður með hníf gengi berserksgang í versluninni Rimaval við Langarima. Nálægir lögreglumenn brugðu skjótt við. Sá sem þar átti að hafa verið að verki var þá farinn af staðnum, en var handtekinn á heimili sínu skömmu síðar. I ljós kom að atburðurinn hafði ekki átt sér stað í verslun- inni, heldur utan hennar og var henni óviðkomandi.11 Skildu stolna bifreið eftir á Selfossi LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í fyrradag tvö ungmenni sem grun- uð voru um að hafa stolið bifreið kvöldið áður meðan eigandi hennar brá sér inn í söluturn. Piltarnir tveir viðurkenndu þjófn- aðinn og sögðust hafa skilið bifreið- ina eftir á bílastæði á Selfossi. Lög- reglan þar tók hana í sína vörslu, og kom þá í ljós að búið var að fjar- lægja útvarps- og segulbandstæki auk hátalara úr bílnum. Einnig fundust í honum verkfæri til inn- brota. SILFURBUÐIN Kringlunni 8 -12 — Sími 568-9066 20% kynningarafsláttur af þessum klassísku kristaísgíösum, allar tegundir til vikuna 25. nóvember- 2. desember Ávatttfyrirtiflgjandi "Vetrarbrautin" handskorinn kristall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.