Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 60
50 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Smáfólk Tönn! Ég hef misst aðra tönn! Ég hlýt að vera farinn að eldast... Bráðum missi ég allt hárið ... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Kirkjan er oss kristin móðir Frá Jóni Kr. Ólafssyni: BÍLDUDALSKIRKJA er byggð árið 1906, ein af mörgum kirkjum Rögn- valdar Ólafssonar arkitekts og fyrsta steinkirkjan sem hann teiknaði. Hún er því 90 ára um þessar mundir eða 2. desember nk. Þetta fallega hús er mörgum góð- um gripum búið. Meðal þeirra eru forngripir úr Otradalskirkju, predik- unarstóll, skímarfontur og altari- stafia, og eru þeir frá árinu 1737. Aðalaltaristafla hússins er frá árinu 1916, máluð af Þórarni B. Þorláks- syni. Hún er gjöf frá Hannesi B. Stephensen og bróður hans Þórði Bjarnasyni frá Reykhólum. Við vígslu kirkjunnar voru þrír prestar viðstaddir, Jón Amason, sem var þá að taka við embætti sem fyrsti prestur Bíludalskirkju en áður hafði hann þjónað Otradal, þá séra Böðvar Bjamason á Hrafnseyri og séra Bjami Símonarson, prófastur frá Bijánslæk, sem framvkæmdi vígsluna. Margt gott fólk hefur unnið mikið og gott starf í þessu húsi gegnum tíðina, það þekkir undirritaður mjög vel eftir 40 ára starf. Á síðastliðnu ári voru liðin 50 ár frá því að stofnaður var fyrsti form- legi kirkjukórinn af þáverandi söng- málastjóra þjóðkirkjunnar, Sigurði Birkis, árið 1945. 7. janúar á þessu ári varð Bíldu- dalskirkjugarður 70 ára. Hann var vígður 1926 af séra Jóni Árnasyni. Á þessum tímamótum langar mig að minnast Áma Jónssonar heildsala sem var alveg einstaklega artarlegur við kirkjuna hér alla tíð þannig að sjaldgæft má teljast, og allra þeirra dým og verðmætu gjafa sem hann og systkini hans gáfu kirkjunni en Árni var alla tíð í fararbroddi. Mér finnst ekki annað hægt en að geta um tvo hluti sem kirkjan fékk þegar hún varð 50 ára 1956, en það voru hökull og altarisklæði unnið af kirkjulistakonunni Unni Ólafsdóttur. Frú Unnur sendi með þessum listaverkum smáverklýsingu sem hljóðaði svo: „Kristsandlitið á höklinum er saumað með hör sem ræktaður var á Bessastöðum, en Sveinn Björnsson forseti lét hann í té. íslenski hörinn er einhver sá feg- ursti og besti sem völ er á til kirkju- legra sauma, enda ósk gefenda - barn séra Jóns Ámasonar og Jó- hönnu Pálsdóttur - að fá hið besta og vandaðasta sem til var. Útsaum- urinn er forníslenskur, sá sami og sjá má í kirkjulegum listrænum mun- um í Þjóðminjasafni íslands." Steinarnir sem skrýða hökul og altiarsklæði eru úr Glerhallavík og hafði listakonan tínt þá úr fjöru- sandinum þar. Hinn gullsaumaði kross altarisklæðisins er allur hand- saumaður með mismunandi þykkri uppfyllingu. Hökull Unnar Ólafsdóttur var á kirkjulistarsýningu í Hallgrímskirkju sumarið 1993 og bar þar af fyrir fegurð. I framhaldi af þessu vil ég láta koma fram nöfn þeirra miklu Bíldu- dalsvina, þ.e. barna þeirra hjóna séra Jóns Ámasonar og Jóhönnu Páls- dóttur, en þeir voru Sigríður J. Magn- úss, Ragnheiður Jónsdóttir, Anna S. Bjamason, Svana Jónsdóttir og tví- burabræðurnir Marinó og Árni, sem vom jafnaldrar Bíldudalskirkju, fæddir 4. nóvember 1906. Árið 1951 og ’54 stóð Árni í far- arbroddi um að láta reisa tvo minn- isvarða, annan um Ásthildi og Pétur Thorsteinsson, en sá seinni var mast- ur af skipi Péturs sem Gyða hét og fannst hér í firðinum eftir u.þ.b. 40 ár. Þessa viðburði hér á Bíldudal man ég val. Hér komu um 170 manns með Esjunni, gamlir brottfluttir Bíld- dælingar, til að dvelja hér meðan á þessum hátíðarhöldum stóð. Það er gaman að geta þess að þijú börn Péturs og Asthildar komu þá, þau Borghildur, Guðrún og Friðþjófur. Jólatré gaf Árni Suðurfjarðahreppi í áratugi, og settu þau fallegan svip á staðinn fýrir og um jólin. Eg vil þakka honum og systkinum hans alla ræktarsemina og menning- araukann sem þau miðluðu Bíldudal. Ég vona allra hiuta vegna að framlag þeirra verði varðveitt í framtíðinni, því þar sem ekki er neisti af menn- ingu er og verður ævinlega eyðimörk, því allt þarf að haldast í hendur svo vel fari, það er margsannað mál. Að lokum vil ég geta fjögurra fyrstu presta kirkjunnar. Séra Jón Árnason þjónaði 1906-1928, séra Helgi Konráðsson þjónaði 1928- 1932, séra Jón Jakobsson þjónaði 1932-1943, séra Jón Kr. ísfeld þjón- aði 1944-1961. Vonandi á kirkjan eftir að veita kynslóðum sóknarinnar skjól í storm- byljum lífsins um ókomna tíð. Megi hún standa sem lengst. JÓN KR. ÓLAFSSON söngvari, Bíldudal. Hvað skal segja? 76 Væri rétt að segja: Ég hugsa um sjálfs míns hag? Svar: Þarna á að vera eignarfallið af sjálfur ég, sem er sjálfs mín. Því skal sagt: Ég hugsa um sjálfs mín hag. (míns er eignar- fallið af minn.) Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.