Morgunblaðið - 28.11.1996, Síða 67

Morgunblaðið - 28.11.1996, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 67 S I I ) I I 1 I I ' í l . I I í í i http://www.islandia. ís/sambioin GULLGRAFARARNIR AÐDAANDINN Christina Ricci Anna Chlumsk\ Nú er tækifærið! Sýnd í A-sal á öllum sýningum næstu 9 dagaJ Verður Djöflaeyjan vinsælasta mynd ársins? DAUÐASOK Far- eða Gullkortshafar VISA og Námu- og Gengismeðlimir Landsbanka lá 25% Gildir fyrir tvo. KÖRFUBOLTAHETJAN is Daniel Slern and Dan Aykroyd Sýnd kl. 5,7,9 og 11.15 ÍTUX DIGITAL B.i. 12. SAMBÍÓ Stórskemmtileg ævintýramynd um tvær stúlkur á ferðalagi i leit að horfnum fjársjóði. I aðalhlutverkum eru þær Christina Ricci (Adams Family, Casper) og Anna Chlumsky ( My Girl). SANDRA BULLOCK SAMUELI.. .IACKS0N MATTHKW MCCONAUGHEY KEVIN SPACY „Myndin er byggð á sterkri sögu sem gott handrit hefur verið gert eftir og hún er mjög vel leikin." ★★★ A.l. Mbl „Mynd sem vekur umtal." ATTMF Splunkuný stórmynd frá leikstjóranum Tony Scott (Crimson Tide, True Romance, Top Gun). Róbert DeNiro fer hreinlega á kostum í magnaðri túlkun sinni á geðveikum aðdáanda sem tekur ástfóstri við skærustu stjörnuna í boltanum. Spennan er nánast óbærileg og hárin rísa á áhorfendum á þessari sannkölluðu þrumu!!! Aðalhlutverk: Róbert DeNiro, Wesley Snipes, Ellen Barkin, Benecio Del Toro og John Leguizamo. Axel Axelsson FM 95,7 Ómar Friðleifsson X-ið Kii Ebn Kíi Fffi Bii Kfi Bati Eaii Boðið upp í línudans SNÖRURNAR: Erna Þórarinsdóttir, Eva Asrún Albertsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. TONLIST Gcisladiskur SNÖRURNAR Geislaplata með söng Guðrúnar Gunnarsdóttur, Evu Ásrúnar Al- bertsdóttur og Ernu Þórarinsdótt- ur- Gestasöngvari í einu lagi: Pálmi Gunnarsson. mjóðfæraleikarar: Gunnlaugur Briem trommur, slag- verk. Guðmundur Pétursson gítar. Jóhann Ásmundsson bassi. Óskar Einarsson hljómborð, pianó og niddir. Daniel K. Cassidy fiðla. Utsetningar og upptökustjóm: Óskar Einarsson. Upptaka og hljóðblöndun: Ari Dan. Útgefandi: MIFA. Dreifíng: Japis. 49:02 mín. LINUDANS nýtur nú sívaxandi vinsælda hér á landi, en sú fót- mennt er ættuð frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og er dansinn gjarnan stiginn við þarlenda kú- rekatónlist. Nýr geisladiskur frá söngkonunum Guðrúnu Gunnars- dóttur, Evu Ásrúnu Albertsdóttur °S Emu Þórarinsdóttur, sem hér koma fram undir nafninu Snörurn- ar, er greinilega stílaður á þennan markað og sem slíkur hittir hann áreiðanlega í mark. Hér er um að ræða einfalda og léttleikandi kúrekatónlist og flest laganna bandarísk með íslenskum textum eftir ýmsa valinkunna höf- unda. Strax í fyrsta Iaginu Óveður hlýtur að fara fiðringur um tær fótnettra línudansara og jafnvel fótafúnir jálkar gætu átt það til að fara á stjá, slík er hrynjandin og taktslátturinn. Það ættu líka allir að geta verið með því að á textablaði er uppskrift að einföld- um línudansi. Með öðmm orðum: Upp með kúrekastígvélin og allir út á gólf! Kosturinn við þessa plötu er að hún er vel gerð í öllum sínum ein- faldleika. Hljómlistarmennirnir skila sínu með prýði, en samt fær maður það á tilfinninguna að þeim hafi kannski oft liðið betur í öðrum stellingum. Eins finnst mér að hljómurinn á plötunni hefði mátt vera aðeins þéttari og „kántrí- legri“. Þær stöllur, Snörurnar, fara hins vegar létt með að túlka laglín- urnar, enda hafa þær allar mikla reynsíu og oft fengist við flóknari og erfiðari söng. Það er út í hött að gera upp á milli laganna á þessari plötu. Það væri álíka fáránlegt og rökræður um hvort bítlalagið sé betra Help eða A Hard Days Night. Lögin em líka flest gamalkunnug bandarísk kántrílög, nema eitt, Lífíð er svo stutt, sem er eftir Magnús Eiríks- son. Þetta er vissulega ekki besta lag sem Magnús hefur samið, en hann sýnir þó hér að hann fer létt með að hrista eitt stykki kántrílag fram úr erminni, ekki síður en strák- amir í Nashville og Memphis. Pálmi Gunnarsson syngur sem gesta- söngvari í einu laganna og þótt hann syngi vel að vanda finnst mér lagið koma dálítið „eins og skrattinn úr sauðarleggnum" og á skjön við heildaryfirbragð plötunnar. Um þessa plötu þarf í sjálfu sér ekki að hafa fleiri orð. Þetta er létt og leikandi sveifla sem ætti ekki að skaða neinn. Með réttu hugarfari má þvert á móti hafa af henni gaman og, fyrir línudansara, talsvert gagn. Sveinn Guðjónsson lAMs 114 M 1.4 FRUMSÝNING: SAGA AF MOÐINGJA | PIGITAL [ OLTVERSTONT PRESCNflfS ROBERT SEAN LEONARD KI L L E R A JDURNAL OF MURDER Úr smiðju meistara Oliver Stone kemur hér ein umdeildasta kvikmynd ársins. James Woods (Salvador) sýnir magnaðan leik ásamt Robert Sean Leonard (Dead Poet's Society) í mynd sem byggð er á dagbókarbrotum eins skæðast fjöldamorðingja í sögu Bandaríkjanna. Eru einhver takmörk fyrir grimmd einnar manneskju? Elur refsikerfið af sér skrýmsli í mannsmynd? Umdeild kvikmynd sem vekur fólk til umhugsunar Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð innan sextán ára KtiKíi Kii Kn Kii Kii Afmælishátíð í Skálholti JÓNAS Gíslason, fyrrverandi vígslu- oiskup Skálholtsstiftis, hélt upp á sjötugsafmæli sitt um síðustu helgi á sérstakri afmælishátíð í Skálholts- kirkju að viðstöddum fjölda vina og vandamanna. Jónas var kjörinn vigslubiskup árið 1989 og flutti í Skálholt skömmu síðar en þá hafði ekki setið biskup þar í nær tvö hundr- uð ár. Á hátíðinni kom fram fjöldi tóniistarmanna, þar af tveir kórar °g meðal annars var flutt kantata við texta séra Jónasar. Góður rómur var gerður að flutningnum. Eftir kirkjuathöfnina þáðu gestir veitingar í boði afmælisbarnsins í Oddstofu þar sem margir tóku til máls og fluttu Jónasi kveðjur. JÓNAS Gíslason og eiginkona hans, frú Arnfríður Arn- mundsdóttir. KÓR Menntaskólans á Laugarvatni og Barnakór Biskupstungna sungu á tónleikunum í Skálholti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.