Morgunblaðið - 16.04.1997, Side 17

Morgunblaðið - 16.04.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 17 ERLENT Fyrrum forseti Ecuador neitar að leggja árar í bát „Vitfirringnrinn“ leitar alþjóð- legs stuðnings Fyrrum forseti Ecuador líkir sér við Jesú Krist og kveðst hafa verið settur af í þaulskipulögðu valdaráni. Stjórnvöld þar segja hann grafa undan öryggi landsins og hafa gefið út handtökuskipun. Ásgeir Sverrisson segir frá stjórnmálaástandinu í þessu fátæka Suður-Ameríkuríki og fáránlegri valdabaráttu sem minnir þó frekar á harmleik. Reuter ABDALA Bucaram, fyrrverandi forseti Ecuador, syngur í hljóð- veri. Sljórnvöld í Ecuador hafa gefið út skipun um að hann verði handtekinn og farið fram á það að Panamasljórn framselji hann. ABDALA Bucaram, fyrrum forseti Ecuador, gerir nú víðreist og leitar eftir alþjóðlegum stuðningi á þeim forsendum að honum hafi verið komið frá völdum með ólöglegum hætti. Bucaram, sem nefndi sjálfan sigjafnan „vitfirringinn" („El loco“ á spænsku), var komið frá völdum á nákvæmlega þeim sömu forsend- um í byijun febrúar og frá þeim tíma hefur pólitísk óvissa bæst við þá efnhagslegu óáran sem ríkir í heimalandi hans. Yfirvöld í Ecuador gáfu á mánudag öðru sinni út skip- un um að Buacaram, sem sótt hef- ur um pólitískt hæli í Panama, yrði handtekinn. Var jafnframt farið fram á að yfirvöld í Panama fram- seldu hann. Yfirvöld í Ecuador fóru einnig fram á að eignir Bucarams yrðu gerðar upptækar og áður höfðu bankareikningar hans verið frystir. Þegar fyrri handtökuskipunin var gefin út 10. apríl svaraði Bucaram þar sem hann var staddur í Panama því til að um væri að ræða pólitískt sjónarspil, sem óvinir sínir hefðu sett á svið til að koma í veg fyrir að sneri aftur til Ecuador. „Þeir gefa út handtökuskipun svo að ég geti ekki snúið aftur og þeir geti haldið áfram að reka einræðis- stjórnina," sagði hann. í vikunni áður en fyrri handtökuskiptunin var gefin út hafði Bucaram sagt að hann ætlaði aftur heim í júní til að halda áfram afskiptum af stjórn- málum og bjóða fram í forsetakosn- ingum á næsta ári. Verið gæti að hann færi aftur til Ecuador á laun til að gera ráðamönnum lífið leitt. Þing Ecuador leysti Bucaram frá störfum 6. febrúar sl. á þeim for- sendum að hann hefði gerst sekur um spillingu og valdníðslu. Að auki var tiltekið að „einkennileg hegðun forsetans á opinberum vettvangi" gæfi tilefni til efasemda um geð- heilsu hans. Þessa ályktun sam- þykkti þingið með einföldum meiri- hluta atkvæða og fullyrðir Bucaram að það hafi verið stjórnarskrárbrot. Sérfræðingar í stjórnarskrá Ecuad- or hafa tekið undir þetta sjónarmið forsetans fyrrverandi og haldið því fram að aukins meirihluta sé þörf í slíkum tilfellum. „Vitfirringnr sem elskar" Bucaram á magnaðan feril að baki. Fáir stjómmálamenn á seinni árum þykja hafa beitt jafn ósvífnu lýðskrumi í áróðri sínum og fáir hafa framið „pólitískt sjálfsmorð“ með jafn afdráttarlausum hætti. Bucaram var kjörinn forseti Ecuad- or í júlí í fyrra með 54% greiddra atkvæða. Þeim árangri náði hann með lygilegri kosningaherferð, sem minnti meira á skrípaleik en raun- verulega stjórnmálabaráttu undir gunnfánum lýðræðisins og var fylli- lega í samræmi við vitfirrings-nafn- bótina sem frambjóðandinn hafði tekið sér. Frambjóðandinn söng, öskraði og grét á fundum sínum á milli þess sem hann steig á svið og tók lagið á meðan léttklæddar yngismeyjar með litað hár stigu eggjandi dans við hlið mannsins sem hafði einsett sér að verða forseti landsins. Framkoman varð jafnvel ein- kennilegri eftir að Bucaram hafði náð að vinna sigur á frambjóðanda hægri manna, Jaime Nebot. Hann snæddi hádegisverð með Lorraine Bobbitt, konu frá Ecuador, sem komst í heimsfréttirnar fyrir að limstýfa eiginmann sinn í Banda- ríkjunum. Forsetinn hélt áfram að troða upp með frjálslega klæddum ungum stúlkum og söng „Fangels- is-rokkið“ við ágætar undirtektir. Hann tók upp lagið „Vitfirringur sem elskar“ og safnaði efrivarar- skeggi að hætti Adolfs Hitlers áður en hann kom fram í sjónvarpsþætti. Verra var þó að á meðan forset- inn skemmti landsmönnum með þessum hætti var hann í óðaönn við að koma ættmennum sínum og vinum í há embætti innan ríkisgeir- ans. Yngri bróðir hans, maður um- deilanlegra hæfileika og reynslu, var gerður að félagsmálaráðherra. Ovinsælar aðgerðir í nóvembermánuði kynnti forset- inn nýi síðan strangar aðhaldsað- gerðir á vettvangi efnahagsmála og við það tóku að renna tvær grím- ur á þjóðina. Vinsældirnar gufuðu upp með undraskjótum hætti. Efna- hagur Ecuador var og er sannarlega rústir einar en alþýða manna reynd- ist ekki tilbúin að kyngja aukinni skattbyrði og minni niðurgreiðslum auk þess sem rafmagns-, gas- og símareikningarnir stórhækkuðu. Mótmælaverkföll voru boðuð og til- raunir Bucarams til að draga í land komu of seint; þing landsins lýsti forsetann vanheilan á geðsmunum og setti hann af. Frá þeim tíma hefur Bucaram haldið til í sjálfskipaðri útlegð í Panama. Varaforseti landsins, Rosalia Arteaga, fyrrum dansfélagi Bucarams, kona ágætlega valdagír- ug og metnaðarfull, tók við forseta- embættinu í nokkra daga en neydd- ist til að láta það af hendi þegar þing landsins kaus Fabian Alarcon forseta til bráðabirgða þar til kosn- ingar eiga að fara fram eftir 18 mánuði. Sjálfur segir Alarcon að Bucaram og dansfélagi hans vara- forsetinn hafi ógnað stöðugleikan- um í Ecuador og því hafi reynst nauðsynlegt að grípa til svo rót- tækra aðgerða. „Kristur, Gandhi og ég“ „Vitfirringurinn" hefur aðra sögu að segja. Bucaram heldur því fram að þing Ecuador hafi rænt völdum í landinu með stuðningi heraflans og hefur farið þess á leit við allar lýræðiselskandi þjóðir að þær styðji hann aftur til valda í heimalandinu sem sé honum svo kært. Bucaram kveðst hafa skjöl undir höndum sem sanni þessa sam- særiskenningu hans og þau sýndi hann Rafael Caldara, forseta Venesúela, á fundi þeirra nýlega. Forseti Venesúela kaus að tjá sig ekki um viðræður þeirra en Bucar- am átti fund með fréttamönnum, sem reyndist í ágætu samræmi við þá frumlegu nafngift sem forsetinn fyrrverandi hefur tekið sér. Á fundinum kvaðst Bucaram vera fórnarlamb „neikvæðra afla“ með nákvæmlega sama hætti og margar aðrar þekktar persónur mannkynssögunnar. Þessu til sann- indamerkis nefndi hann Jesú Krist, indversku frelsishetjuna Mahatma Gandhi og bandaríska blökku- mannaleiðtogann Martin Luther King. „Hvers vegna má forseti Ecu- ador ekki syngja rokklög?" spurði hann og þegar ekkert svar barst bætti hann við þeirri spurningu hvort Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, teldist óhæfur eingöngu vegna þess að hann hefði unun af því að leika á saxófón. Bucaram hefur einnig haldið því fram að eftir að sér var vikið frá hafí yfírvöld í Ecuador keypt vopn í gríð og erg í þeim tilgangi að undurbúa stríð við grannríkið Perú. Þessi tvö ríki börðust stuttlega um umdeilt svæði í frumskóginum 1995. Milton Alava, dómsmálaráð- herra Ecuador, segir að ummæli á borð við þessi séu „alvarleg árás á öryggi landsins í utanríkismálum". Væntir stuðnings Bandaríkjamanna Á meðan þessu fer fram reynir hinn nýi forseti landsins, Fabian Alarcon, að festa sig í sessi. í við- tali við spænska útgáfu tímaritsins Newsweek sagðist forsetinn stefna að því að tryggja stöðugleika í stjórnmálum Ecuador og leita leiða til að leysa bráðan efnahagsvanda landsmanna, sem eru að kikna und- an erlendum skuldum, atvinnuleysi og fátækt. Forsetinn hafnaði því algjörlega að þrír „forsetar“ berð- ust um völdin í Ecuador og sagði yfirlýsingar Bucarams ekki svara verðar. Hann neitaði efnislega að svara fullyrðingum, sem m.a. hafa borist frá öðrum ráðamönnum í Suður-Ameríku þess efnis að valda- rán hefði verið framið í landinu. „Vanda Ecuador munu íbúar Ecu- ador leysa sjálfir.“ I þessum heimshluta er stuðning- ur Bandaríkjamanna lífsnauðsyn- legur hveijum ráðamanni og forset- inn nýi sagði hugsanlegt að hann sækti Bandaríkin heim á næstu þremur mánuðum til að treysta tengslin. Jafnvél væri hugsanlegt að hann berði að dyrum í Hvíta húsinu og ætti fund með Clinton Bandaríkjaforseta. Hinir nýju ráða- menn í Ecuador væntu stuðnings og skilnings af hálfu ráðamanna í Bandaríkjunum. Umboðið hjá Bucaram Ekki liggur fyrir hvort Alarcon getur vænst stuðnings úr þeirri átt- inni; lýðræðislegt umboð hans til að halda um valdataumana er í besta falli umdeilanlegt þó að flest- ir telji að mikilvægast sé að binda enda á skrípaleikinn sem einkennt hefur stjórnmálalífið á undanförn- um mánuðum í þessu bláfátæka landi. „Sá bijálaði" hefur enn ekki lagt árar í bát hvað sem öllum hand- tökuskipunum líður og eftir stendur að hann er hinn eini af „forsetun- um“ þremur sem beijast um völdin sem getur státað af því að hafa hlotið lýðræðislegt umboð þjóðar- innar til að gegna forsetaembætt- inu. Sjávarútvegsráðherrar ESB Ove Fichum niðurstöðu ríkjaráðstefnu ESB Samþykktu 30% niðurskurð Luxemborg. Reuter. Býst við þjóðar- atkvæðagreiðslu SAMÞYKKT var á fundi sjávarút- vegsráðherra Evrópusambandsins, ESB, í Luxemborg í gær að minnka veiði úr þeim fiskstofnum, sem verst standa, um allt að 30% á fimm árum. Voru Bretar og Frakkar bornir ofurliði í atkvæðagreiðslunni en þeir fyrrnefndu vilja, að fyrst verði tekið á svokölluðu kvótahoppi Spánveija og Hollendinga og þeir síðarnefndu lögðu til, að niður- skurðurinn yrði 15%. „Við munum ekki sætta okkur við, að fjórðungur breska fiski- skipaflotans verði í höndum útlend- inga,“ sagði Tony Baldry, sjávarút- vegsráðherra Bretlands, að at- kvæðagreiðslunni lokinni. „Breskur fiskur er fyrir breska sjómenn. Við gætum hæglega náð 30%-markinu með því að losa okkur við kvóta- hopparana." John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að hann myndi ekki beita sér fyrir neinum niðurskurði fyrr en fundin hefði verið lausn á kvótahoppinu og ítrek- aði, að hann myndi koma í veg fyr- ir niðurstöðu af leiðtogafundi í júní um framtíðarskipulag ESB ef þetta mál yrði ekki leitt til lykta. Styrkur til endurskipulagningar Framkvæmdastjórn ESB lagði upphaflega til, að veiðarnar yrðu skornar niður um 40% á sex árum en því var hafnað af ótta við mikið atvinnuleysi í sjávarútvegs- bæjunum. Samkvæmt þeim regl- um, sem samkomulag náðist um, verður um að ræða 20% niður- skurð í þeim stofnum, sem eru taldir ofnýttir en ekki beinlínis rányrktir. Þessar reglur ná hins vegar ekki til skipa, sem eru 12 metra löng eða styttri. Embættis- menn ESB í Brussel sögðu, að samkomulag- ið opnaði fyrir tugmilljarða króna styrk, sem notaður yrði til að endurskipu- leggja evrópskan sjávarútveg. OVE Fich, formaður Evrópu- málanefndar danska þingsins og frammámaður stjórnarflokks jafnaðarmanna, segir að líkleg- ast muni danska stjórnin láta fara fram þjóð- aratkvæða- greiðslu um nið- urstöðu ríkja- ráðstefnu Evr- ópusambands- ins, óháð því hver niðurstaða dómsmáls sem nokkrir andstæðingar andstæð- ingar ESB-aðildar reka um þess- ar mundir fyrir dönskum dóm- stól, sem snýst um það hvort danska sljórnarskráin hafi verið brotin með aðiid Danmerkur að Maastricht-sáttmálanum. Fich segist búast við því að þær breytingar sem samið verði um á yfirstandandi ríkjaráðstefnu, sem stefnt er að því að ljúka á leiðtogafundi ESB í Amsterdam í júní nk., verði það umfangs- miklar að ríkisstjórnin muni hvort sem er ekki sjá sér annað fært en að bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.