Morgunblaðið - 16.04.1997, Side 40

Morgunblaðið - 16.04.1997, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, INGVAR BJÖRNSSON lögmaður, Skeljagranda 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði föstudaginn 18. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahjúkrun Krabbameinsfélagsins. Kolbrún Baldvinsdóttir, Margrét Ursula Ingvarsdóttir, Björn Ólafur Ingvarsson, Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, Margrét Þorsteinsdóttir, Björn Ingvarsson. t Elskuleg systir okkar, ÞORBJÖRG LÝÐSDÓTTIR, Holtsgötu 14, lést á öldrunardeild Landakots 5. apríl. Jarðarför hennar hefur farið fram. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Landakots fyrir hlýhug og góða umönnun. Kristján Lýðsson, Margrét Lýðsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, tengdasonar, bróður og afa, EINARS TH. HALLGRÍMSSONAR, Fífumóa 3, Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Valgerður Helgadóttir, Elín B. Einarsdóttir, Ómar Kristjánsson, Laufey Einarsdóttir, Magnús G. Jónsson, Ólöf Einarsdóttir, Guðjón Skúlason, Ólöf Bjarnadóttir, systkini og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGVALDA PÁLS ÞORLEIFSSONAR útgerðarmanns, Ólafsfirði. Sigríður Gunnlaugsdóttir, Gunnar Sigvaldason, Bára Finnsdóttir, Egill Sigvaldason, Sigrún Ásgrímsdóttir, Þorleifur Rúnar Sigvaldason, Aðalheiður Jóhannsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir vandamenn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning við fráfall og útför BRYNJÓLFS BRAGA JÓNSSONAR fyrrverandi leigubílstjóra, Vanabyggð 3, Akureyri. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á C-gangi dvalarheimilisins Hlíðar fyrir góða umönnun og hlýju. Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Björg Brynjólfsdóttir, Ásmundur Jón Jónsson, Geirlaug M. Brynjólfsdóttir, Amór Arnórsson, Sigrún Brynjóifsdóttir, Ásgrímur Þór Benjamínsson, Hrefna Brynjólfsdóttir, Þorvaldur f. Þorvaldsson og barnabörn. ANTONY LEIFUR ESTCOURT BOUCHER + Antony Lelfur Estcourt Bouc- her fæddist í Eal- ing, London, Eng- landi 8. maí 1954. Hann lést af slysför- um á Gíbraltar 5. apríl síðastliðinn. Antony var sonur hjónanna Alan Estcourt Boucher, prófessors við Há- skóla Islands og Ás- laugar Þórarins- dóttur Boucher. Antony kvæntist Angelu Pagano frá Edinborg, Skotlandi, 3. septem- ber 1976, þau hjónin eignuðust tvö börn, Peter Alan, f. 13.2. 1978, og Kathrine Joan, f. 4.6. 1980. Antony vann nokkur ár hjá franska sendiráð- inu en flutti síðan til Gíbraltar þar sem hann rak sitt eigið fyrirtæki. Utför Antonys fór fram á Gíbralt- ar 10. apríl. Minn- ingarathöfn um Antony verður í dag í Kristskirkju, Landakoti, og hefst athöfnin klukkan 18. Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? Glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla bamið þér við hönd? Nú fínn ég vorsins heiði í hjarta. Horfín, dáin nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu, vorsól, inn til mín. Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín. Hillir uppi öldufalda. Austurleiðir vil ég halda. Seztu, æskuvon, til valda, vorsins bláa himni lík. Ég á öllum gott að gjalda, gieði mín er djúp og rik. (Stefán frá Hvitadal). Mér koma í huga þessar ljóðlínur úr kvæði Stefáns frá Hvítadal er ég frétti um ótímabært andlát góðs vinar sém dó í bílslysi á Spáni að- faranótt 6. apríl sl. langt um aldur fram. Það er sjálfsagt endalaust hægt að velta sér upp úr því hver tilgangurinn sé með tilveru okkar í þessari jarðvist. Að fæðast og deyja er hlutur sem við öll gerum okkur grein fyrir, en erum sjaldn- ast tilbúin þegar kallið kemur. An- tony var einn af þeirn sem lifðu stutt, en lifðu hratt. Ég hitti hann síðast þegar faðir hans dó í byijun ársins 1996 og ekki óraði mig fyrir að það yrði í síðasta sinn sem við hittumst. Það gladdi mig hve hann var ánægður, og lífið virtist vera að snúast honum í hag. Ég kynntist Antony á heimili foreldra hans Áslaugar og Alans á Tjarnargötunni í Reykjavík, en kynni mín af fjölskyldunni hófust þegar ég hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík, og kynntist Alice, syst- ur Ántonys, en hún hefur verið ein af mínum bestu vinkonum síðan, og ég verið hálfgerður heimiliskött- ur í Tjamargötunni frá þeim tíma. Antony var sonur vorsins. Það er sá tími þegar lífið kviknar, far- fuglarnir sækja landið heim og okk- ur eykst bjartsýni til orða og at- hafna. Hann fæddist að vori, og persónuleiki hans var sem mótaður inn í þá árstíð. Hann var mjög hug- myndaríkur og sá alltaf betri tíma framundan. Hann fékk svo margar góðar hugmyndir og trúði ávallt að þær yrðu að veruleika, sumt gekk vel, annað ekki, eins og gengur og gerist í þessu lífi. Hann lifði drauma sína og var óragur að fylgja þeim eftir og færa þær fórnir sem þeir kröfðust. Hann var maður næmra tilfinninga sem öllum vildi gott, en skynjaði stund- um ekki hinn kalda heim þar sem hlutirnir gerast ekki alltaf eins og þeim er ætlað. JÓN HALLDÓRSSON + Jón Halldórsson fæddist á Stórólfshvoli í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 11. október 1918. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 28. mars síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 9. apríl. Elsku afi minn. Fréttirnar af fráfalli þínu voru mér sem þruma úr heiðskíru lofti. Mér þykir erfítt að trúa því að þú sért ekki lengur meðal okkar. Nær- vera þín og umhyggja hafa verið svo stór þáttur í tilveru minni allt frá því að ég man eftir mér að líf án þín virðist mér vera fjarlægt og óraunverulegt. Fráfall þitt skilur eftir söknuð og tóm sem minningar einar ná ekki að fylla. Allt frá því ég man fyrst eftir mér hef ég haft gaman af því að heyra þig segja sögur. Meðal fyrstu æskuminninga minna eru þjóðsög- urnar sem þú sagðir mér og okkur krökkunum á heimili ykkar ömmu á Njálsgötunni. Og alltaf gat maður verið viss um að afi myndi segja manni sögur, sama hvað hann hafði endurtekið þær oft áður. Með snilld- arlegum frásögnum þínum kynnt- irðu mig fyrir ævintýrum sem ég mun aldrei gleyma. Leikhús- og bíóferðir voru líka alltaf tilefni mikillar gleði. Að fara í bíó með afa var alltaf skemmti- legt, og eftir sýninguna var alltaf farið heim á Njálsgötuna þar sem amma beið tilbúin með kakó og bestu pönnukökur í heimi. Heimili ykkar ömmu var eins og þunga- miðja fyrir alla fjölskylduna, og ég mun aldrei gleyma öllum þeim árum sem við nutum þess að halda upp á jólin hjá ykkur á Njálsgötunni. Með hlýju ykkar og kærleika styrkt- uð þið tengslin milli okkar krakk- anna í fjölskyldunni og kennduð okkur að meta gömul og góð gildi. Alltaf var gaman að koma niður á verkstæði til þín því þar gat maður fengið að „smíða“ og þar var líka margt áhugavert að skoða. Gaman var að fylgjast með afa „skjóta“ með heftibyssunni, og svo gat maður alltaf átt von á að vera mældur til að sjá hvað maður væri orðinn stór. Á síðari árum naut ég þess mik- ið að spjalla við þig við öll möguleg tækifæri, og alltaf þótti mér jafn gaman að heyra þig segja sögur liðinna tíma, því sögur þínar voru í senn bæði upplýsandi og gamans- amar. Þú kunnir ótal kvæði og oft kom það fyrir að þú gast farið með smellnar og skemmtilegar vísur sem ávallt fengu áheyrendur til að skella upp úr. Sérstaklega eru mér minnis- Elsku Ása mín og Alice. Á skömmum tíma hefur verið höggvið stórt skarð í ykkar fjölskyldu, fyrst með láti Robins fýrir nokkrum árum, þá Alans fyrir ári, og nú kveður Antony. Sagt er að Guð leggi aldrei meira á okkur en við getum þolað og þó að missir ykkar sé þungur mun tíminn græða sápin, en minningin lifa um góðan son og bróður. Ég bið algóðan guð að blessa ykkur og fjölskyldu hans og þakka af alhug allar þær góðu stundir sem við fengum að njóta samvista við hann. Þóra Einarsdóttir. Mánudaginn 7. apríl fékk ég þær fréttir, að vinur minn Antony væri dáinn. Hann hafði lent í bílslysi laugardaginn 5. apríl á Spáni, þar sem hann bjó. Ég kynntist Antony er ég var 11 ára og varð strax ein- stök vinátta á milli okkar. Lífið sner- ist þá um fótbolta og leiki og síðar um tónlist. Antopy hafði sérstakan tónlistarsmekk. Á þeim árum samdi hann sín lög sem því miður eru ekki til á prenti. Mér er það minnis- stætt er við fórum út á ameríska bókasafnið og leigðum okkur plötur um elektróníska tónlist. Við eyddum miklum tíma í að hlusta og spekúl- era. Þetta var eftirminnilegur tími. Við áttum okkur draum sem ekki rættist því þá tók fjölskyldulífið við. Antony kynntist konunni sinni Ang- elu, þau eignuðust tvö börn, Peter og Kathrene. Antony hafði mikla kímnigáfu. Kæti og skemmtun skipti meira máli, en alvarlegu hlið- arnar á lífinu. Hann var einnig mik- ill grúskari. Þó að langt væri á milli okkar síðustu árin í vegalengdum var stutt á milli okkar í hugsun. Við höfðum oft rætt um hvort líf væri eftir dauð- ann og vorum við sammála um það. Mér er sagt, að aðfaranótt 5. apríl hafi hann dreymt draum um Robin bróður sinn sem er látinn, og að hann hafi verið að sýna honum dá- samlega fallegan stað. Antony vaknaði í alsælu og endaði sinn síð- asta dag í sinni jarðvist með bros á vör. Kæmi mér ekki á óvart, að Robin hafí verið að undirbúa komu þína. Ég sakna þín, kæri vinur, og bróður þíns. Ég bið almættið um að vaka yfir þér og vernda þig svo og þína fjölskyldu um aldur og ei- lífð. Votta ég hér með fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Þinn vinur, Pétur. stæðar sögurnar sem þú sagðir af þínu eigin lífi, enda sagðir þú eitt sinn við mig að segja mætti að þú hefðir búið í 1000 ár á íslandi, því á ævi þinni hefðir þú fylgst með þróun samfélagsins allt frá torfbæj- um til tölvualdar. Þegar amma lést í ágúst 1992 var það mikið áfall fyrir þig, en þrátt fyrir sorgina hélst þú áfram að styðja mig og alla í kringum þig með kærleika þínum og hlýju. Eins þegar veikindi bar að dyrum léstu aldrei bugast, og misstir aldrei kjarkinn, því með einlægri kímni kunnir þú alltaf að sjá björtu hlið- arnar á tilverunni og gast ávallt glaðst með öðrum og notið líðandi stundar. Elsku afi minn, með lífi þínu og samverustundum okkar sýndir þú mér hvað það er að eiga besta afa í heimi. Alltaf þótti mér gott að ræða við þig og leita ráða hjá þér, því þú varst gæddur þeim sjald- gæfa hæfileika að geta sagt þína skoðun án þess að troða á skoðun- um og tilfinningum annarra. Ég kveð þig, elsku afi minn, í þeirri vissu að nú séuð þið amma sameinuð á ný. Að lokum vil ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Ég vil líka þakka þér fyrir allan þann stuðning og alla þá hjálp sem þú hefur veitt mér gegnum liðin ár. Minningarnar um alla þá góðu tíma sem við áttum saman munu fylgja mér að eilífu. Guð blessi þig og varðveiti alla tíð. Andri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.