Morgunblaðið - 17.05.1997, Síða 12

Morgunblaðið - 17.05.1997, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Arsreikningur Reykjavíkurborgar 1996 lagður fram mánuði fyrr en tíðkast hefur Oddviti minnihluta rengir full- yrðingar um skuldalækkun INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði við fyrri umræðu um ársreikning Reykjavíkurborgar 1996 á fundi borgarstjómar á fimmtudag að niðurstöður hans sýni glögglega að R-listanum hafi tekist að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar verulega frá því að hún var verst á árinu 1994. Því til stuðnings benti hún á að peningaleg staða Reykjavíkurborg- ar, miðað við árslokaverðlag 1996, hafi batnað undanfarin ár og að heildarskuldir hafi lækkað lítillega miðað við sömu forsendur. Halli á samstæðureikningi borgarinnar væri nú neikvæður um 588 millj. kr., miðað við 1.302 millj. kr. 1995 og 3.100 millj. kr. árið 1994. Gerir alvarlegar athugasemdir Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjóm, kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær gera mjög alvarlegar athugasemdir við fullyrðingar borgarstjóra um að heildarskuldir Reykj avíkurborgar lækki lítillega. „Staðreyndin er að skuldir Reykjavíkurborgar aukast um 1.113 millj. kr. á milli 1995 og 1996,“ sagði hann. „Þar af nemur skuldaaukning borgarsjóðs 948 millj. kr. en mis- munurinn er skuldaaukning borgar- fyrirtækja. Peningaleg staða borg- arsjóðs versnar á sama tíma um 1.047 millj. kr. staða borgarfyrir- tækjanna batnar. Miðað við þessa niðurstöðu er það til skammar að borgarstjóri leyfi sér að snúa stað- reyndum í þessu máli eins og öðr- um. Ég er sannfærður um að þetta mun koma fram í skýrslu endur- skoðenda sem verður þá lögð fram við síðari umræðu.“ í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokks vegna framlagningar árs- reiknings segir að frá því að R-list- inn tók við stjómartaumum hafí skuldir borgarsjóðs aukist um 2,6 milljarða króna og skuldir á sameig- inlegum reikningi borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar, sk. sam- stæðureikningi, um 6 milljarða kr. Þetta gerist síðan á sama tíma og tekjur borgarsjóðs aukist. Borgarfulltrúar minnihlutans sökuðu R-listann ennfremur um að stunda bókhaldsleiki sem miði að því að fela skuldir með því að færa þær úr öðrum vasanum, þ.e. borgar- sjóði, í hinn vasann, þ.e. samstæðu- reikninginn. Með þessum hætti hafí t.a.m. skuldir borgarsjóðs við Mal- bikunarstöð og Grjótnám, 624 millj. kr., verið látnar hverfa. Mánuði fyrr á ferðinni Borgarstjóri rakti helstu niður- stöður ársreikningsins á fundi borg- arstjómar. Vakti hún sérstaka at- hygli á því að reikningurinn væri nú lagður fram mánuði fyrr en ver- ið hefur. Segir hún þau vinnubrögð í samræmi við að tekist hefði að afgreiða fjárhagsáætlun ársins 1997 í desember fyrir upphaf fjár- hagsársins en ekki í febrúarmánuði líkt og tíðkast hafi. Bókfærðar skatttekjur námu 12.670 millj. kr. en þær höfðu ver- ið áætlaðar 11.556 millj. kr. Aukn- ingin skýrist að sögn borgarstjóra af framlagi ríkisins til að standa undir kostnaði við yfírtöku borgar- innar á grunnskólunum sl. haust. Ingibjörg Sólrún greindi frá því að tekist hafí að minnka verulega greiðslubyrði lána á árinu. Greiðslu- byrði árið 1996 var áætluð 1.622 millj. kr. en reyndust vera aðeins 1.082 millj. kr. Að sögn borgar- stjóra má rekja góðan árangur til virkrar lánastýringar og betri láns- kjara. Borgarstjóri sagði að tekist hefði að ná því markmiði að borgarsjóður væri fjármagnaður eingöngu með langtímalánum en ekki skamm- tímalánum. Yfirdráttarheimild í við- skiptabanka væri þess vegna aðeins nýtt til að mæta mánaðarsveiflum í útgjöldum borgarsjóðs. Minni sala á heitu vatni Samanlögð velta borgarfyrir- tækja á síðasta ári nam tæpum 11 milljörðum kr. og hagnaður af reglulegri starfsemi 937 millj. kr. Tekjur voru 216 millj. kr. lægri en áætlað var sem skýrist að mestu með því að tekjur Hitaveitunnar urðu 261 milljón kr. lægri en áætl- að var vegna 10% minni sölu á heitu vatni en árið áður. Hjúkrunarfræðingar sam- þykkja heilbrigðisstefnu Sjúk böm í beinu sambandi við skólann STYRKTARFELAG krabba- meinssjúkra barna afhenti í gær Barnaspítala Hringsins fjar- kennslubúnað sem ætlað er að auðvelda sjúkum börnum, sem eru umtalsverðan tíma frá skóla vegna veikinda, nám og félagsleg samskipti við skólafélagana. Auk Styrktarfélagsins hafa mennta- málaráðuneytið, Póstur og sími hf., Kennaraháskóli íslands, Austurbæjarskóli, Bjarni Sig- urðsson og Magnús Logi Magnús- son lagt verkefninu Iið. Búnaðurinn er í grunninn Pentium tölva með Windows 95 og Office hugbúnaði sem nýta má á hefðbundinn hátt m.a. til samskipta bandsupptökuvél, hljóðnema og fleiru sem gerir viðkomandi aðilum, þ.e. hinum sjúka nemanda á sjúkrahúsinu annars vegar og hins vegar kenn- ara og bekkjarfélögum í skólan- um, kleift að vera í mynd- og hljóðsambandi. Með því móti á hinn sjúki nemandi að geta tekið beinan þátt í kennslustund þótt hann liggi á sjúkrahúsi. FULLTRÚAÞING Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga hefur sam- þykkt stefnu í hjúkrunar- og heil- brigðismálum. Jafnframt hefur þingið endurskoðað siðareglur hjúkrunarfræðinga og kosið nýja stjóm félagsins. Meðal áherzluatriða í stefnu fé- lagsins er að skjólstæðingar og aðstandendur séu virkir þátttak- endur í umönnun og ákvarðanatöku um eigið heilbrigði. Hjúkrunar- fræðingar leggja áherzlu á mikil- vægi þess að almenningur fái sem greiðastan aðgang að upplýsingum tengdum heilbrigði og heilbrigðis- þjónustunni. Þjónusta færð nær vettvangi skjólstæðinga Hjúkrunarfræðingar benda jafn- framt á að samfara þeirri stefnu að minnka vægi stofnanaþjónustu en leggja jafnframt áherzlu á að veita þjónustu nær vettvangi skjól- stæðings sé nauðsynlegt að byggja upp öflugt stuðningskerfi heilbrigð- is- og félagsþjónustu fyrir skjól- stæðinga og fjölskyldur þeirra. Fjallað er um fjármögnun heil- brigðisþjónustunnar og telur félag- ið að „vegna eðlis heilbrigðisþjón- ustunnar sé eðlilegt að stór hluti hennar sé í höndum hins opinbera, en hvetur jafnframt til að fjöl- breytt rekstrarform verði könnuð." Borgarstjórn Aukafundur vegna kosninga BOÐAÐ hefur verið til aukafundar hjá borgarstjórn fímmtudaginn 23. maí nk. til þess að unnt verði að taka á dagskrá 2. umræðu um til- lögu meirihluta og minnihluta borg- arstjómar um kjördag fyrir at- kvæðagreiðslu um sameiningu Reykjavíkur og Kjalamess. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arstjóri, sagði að þetta væri gert til þess að utankjörstaðaatkvæða- greiðsla gæti hafíst fyrr en síðar. Stefnt er að því að hún hefjist 26. maí nk. en sameiningarkosningar fara fram 21. júní. Fulltrúaþingið samþykkti að skora á yfírvöld heilbrigðis- og menntamála að þau beiti sér fyrir því að ráðnir verði skólahjúkrunar- fræðingar til starfa í framhalds- skólum landsins í þeim tilgangi að bæta aðgengi ungs fólks að heil- brigðisþjóustu og heilbrigðisráð- gjöf, sem sniðin sé að þörfum þess. I greinargerð með tillögunni kemur fram að margt bendi til að ungt fólk leiti ekki til heilbrigðisstofnana eftir ráðgjöf eða hjálp af ýmsum ástæðum. Því sé nauðsynlegt að heilbrigðisþjónusta og ráðgjöf standi íslenzkum ungmennum til boða þar sem þau séu við nám og störf. Ný stjórn í nýrri stjóm sitja Ásta Möller, formaður, Jóhanna Bernharðsdótt- ir 1. varaformaður, Hildur Helga- dóttir 2. varaformaður, Anna Lilja Gunnarsdóttir gjaldkeri, Hrafnhild- ur Baldursdóttir ritari, Erlín Ósk- arsdóttir meðstjórnandi, Steinunn Kristinsdóttir meðstjómandi, Fríð- ur Brandsdóttir varamaður og Guð- rún Guðmundsdóttir varamaður. Morgunblaðið/Golli FRÁ afhendingu fjarkennslubúnaðarins á Barnaspítala Hringsins i gær. Forstjóri Pósts og síma hf. um úrskurð samkeppnisráðs Póstur og sími hefur komið á virkri samkeppni GUÐMUNDUR Bjömsson, forstjóri Pósts og síma hf., segir að samkeppn- isyfírvöld eigi að fagna því að Póstur og sími hf. skuli hafa opnað gátt fyrir alnetsþjónustu til útlanda. Á þann hátt hafi verið komið á virkri samkeppni þar sem Intemet á ís- landi, Intís, hefði verið eini aðilinn sem áður sá um heildsöludreifíngu þjónustunnar til útlanda. „Það hlýtur að vera almennt fagn- aðarefni að það skuli vera komin á samkeppni á þessu sviði, en það er ekki minnst á það í nýlegum úr- skurði samkeppnisráðs um alnets- þjónustu Pósts og síma hf. Varðandi ummæli sem fram komu í viðtali við þá Helga Jónsson hjá Intís og Bjöm Davíðsson hjá Snerpu í Morgunblað- inu 14. maí um úrskurð samkeppnis- ráðs, þar sem þeir sögðu að Póstur og sími hafi ekki sett upp boðaða innhringiþjónustu vegna alnetsþjón- ustunnar, þá er þetta einfaldlega rangt hjá þeim þar sem uppsetningu búnaðarins lauk á síðasta ári. Eg held að þeir hljóti að hafa einhvetjar rangar upplýsingar, því ég ætla ekki mönnum að fara vísivitandi með ós- annindi af þessu tagi,“ sagði Guð- mundur. Hvað varðar fjárhagslegan að- skilnað milli samkeppnissviðs Pósts og sima hf. og annarra sviða fyrir- tækisins, eins og samkeppnisráð fór fram á í úrskurði sínum, sagði Guð- mundur að aðskilnaðinum hefði þeg- ar verið komið á og jafnframt hefðu verið reiknaðir markaðsvextir á stofnframlagi einkaréttar í ársreikn- ingum 1996. Hins vegar sagði hann það vera spumingu hvort eðlilegt sé að reiknaðir séu vextir af hverri krónu sem lögð er til fyrirtækis af þessu tagi. Varðandi þau fyrirmæli sam- keppnisráðs um að samkeppnissviði Pósts og síma hf. sé óheimilt að nota tekjur af rekstri GSM- og NMT-fíar- skiptakerfanna til að greiða niður kostnað við þjónustu eða aðra starf- semi sem rekin er í virkri samkeppni við aðra aðila, segir Guðmundur að staðreyndin sú að það geri Póstur og sími ekki, og því hafí hann engar athugasemdir við það sem fram kem- ur um þetta í úrskurði samkeppnis- ráðs. „Það vakna hins vegar spum- ingar um hvort þeim aðila sem er að fá rekstrarleyfí fyrir GSM-fjar- skiptarekstur verður óheimilt að nota hagnað af slikri starfsemi hér á landi til þess að greiða niður aðra þjónustu sem er í samkeppni. Það er auðvitað leyfísháð starfsemi á sama hátt og hjá okkur," sagði hann. Stórir viðskiptavinir eiga að iyóta betri kjara Um þau fyrirmæli samkeppnisráðs að keppinautar samkeppnissviðs Pósts og síma hf. skuli njóta sam- bærilegra viðskiptakjara og sam- keppnissvið nýtur og sambærilegs aðgangs að búnaði og hvers konar tæknilegri aðstöðu sem tengist einka- réttarþjónustu fyrirtækisins segir Guðmundur að svo hafi ætíð verið og annað standi ekki til nema slíkt sé tæknilega ómögulegt. „Þó að samkeppnissvið Pósts og síma sé langstærsti aðilinn í leigulín- um hér á landi þá hefur það ekki notið magnafsláttar, sem er í raun og veru óeðlilegt. Við teljum nefni- lega að stórir viðskiptavinir eigi að njóta betri kjara en litlir viðskiptavin- ir, en samkeppnissviðið hefur ekki notið þess. Þá segir I úrskurðinum að öll frávik varðandi aðgang að aðstöðu og búnaði verði að byggjast á hlutlægum og málefnalegum sjón- armiðum, þ.e. tæknilegum ómögu- leika, og þetta munum við virða,“ sagði Guðmundur. Ekki óeðlilegt að upp komi ágreiningur Guðmundur sagðist ekki efast um að Samkeppnisstofnun væri að gera það í málefnum Pósts og síma hf. sem stofnunin teldi rétt, en hins veg- ar væru stjómendur fyrirtækisins ósammála niðurstöðum stofnunarinn- ar í nokkrum veigamiklum atriðum. „Þannig höfum við ákveðið að fara dómstólaleiðina með úrskurð sem kveðinn var upp í einu þessara mála, þ.e. varðandi stjórnunarlegan að- skilnað á samkeppnisþjónustu og einkaréttarþjónustu í pósti. Við telj- um að þar hafí samkeppnisráð farið út fyrir valdsvið sitt, og eftir því sem ég veit best eru slíkir úrskurðir ekki fyrir hendi í öðrum löndum. Það er hins vegar ekkert óeðlilegt að það komi upp ágreiningur af þessu tagi, og heldur ekkert óeðlilegt að fyrir- tæki eins og Póstur og sími hf. leiti réttar síns telji menn að úrskurðimir séu rangir, til þess eru dómstólarnir og það þarf enginn að fyrtast við því í sjálfu sér,“ sagði Guðmundur Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.