Morgunblaðið - 16.10.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.10.1997, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C/D 235. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS N óbelsverðiaunin Langflest til Banda- ríkjanna Stokkliólmi. Reuters. SJÖ af þrettán Nóbelsverð- launahöfum 1997 eru Banda- ríkjamenn, en síðustu verð- laununum var úthlutað í gær, í eðlisfræði og efnafræði. I ár, eins og oft áður, féllu mörg verðlaunanna í raunvísindum og hagfræði Bandaríkjamönn- um í skaut, að þessu sinni frið- arverðlaunin einnig. ■ Kæla atóm/20 Noregur Sljórn nær fullmynduð KJELL Magne Bondevik, forsætis- ráðherraefni Kristilega þjóðar- flokksins í Noregi, vann að því í gærkvöldi að koma endanlega sam- an ráðherralista ríkisstjórnar mið- flokkanna þriggja. Nöfnum ráð- herraefnanna og því hver fengi hvaða ráðuneyti vildi Bondevik halda leyndu unz hann kynnti nýja ríkisstjórn sína opinberlega, en þess er vænzt að hann geri það í dag. ■ Enginn vill/24 -----■*-*-*.- Hraðamet staðfest ANDY Green, ökumanni þotuknúna Thrust Supersoníc-bílsins, tókst í gær að brjóta hljóðmúrinn tvisvar innan einnar klukkustundar og setja þar með nýtt heimsmet í hraðakstri, sem fékkst formlega staðfest. Meðalhraði beggja ferð- anna, sem hin brezka metsmíð fór yfir Black Rock-eyðimörkina í Nevada í Bandaríkjunum í gær var 1.220,86 km/klst. Reuter Clinton á slóðum Peles ÍBÚAR fátækrahverfísins Mangu- eira í Rio de Janeiro fylgjast með Bill Clinton Bandaríkjaforseta sýna knattlistir sínar í íþróttaskóla fyrir börn sem brasilíska knatt,- spyrnustjarnan Pele stofnaði. Clinton er nú á opinberu ferðalagi um lönd Suður-Ameríku. ■ Imyndin bætt/36 Súdanskir skæruliðar fylkja liði UPPREISNARMENN í Þjóðfrelsis- her Súdans, sem í 14 ár hefur bar- izt við stjórnarher Súdans um yfir- ráð yfir stóru landssvæði í suður- hluta landsins, fylkja liði skammt frá vígstöðvunum við Kalipapa. Bærinn Juba, sem er hernaðarlega mikilvægur, er í um 60 km fjar- lægð. Sitja uppreisnarmenn um bæinn og vonast til að ná honum á sitt vald, en það hefur þeim ekki tekizt frá því hinar fornu eijur milli arabískra íbúa landsins í norðri og þeldökkra í suðri blossuðu upp á ný árið 1983. Viðræður pólsku hægriflokkanna Tillaga kommúnista um vantraust á Rússlandssljórn TITAN 4B-flaug hefur sig á loft af Canaveralhöfða með Cassini- geimfarið í tijónunni. Cassini í langferð Canaveralhöfða. Reuters. CASSINI, könnunarfarið sem skot- ið var áleiðis til Satúrnusar í gær- morgun frá Flórída, hélt fyrirfram útreiknaðri stefnu af hárná- kvæmni í gærkvöldi, að sögn Ric- hards Spehalskis, talsmanns bandarísku geimferðastofnunar- innar, NASA. Spehalski sagði öll tæki Cassini virka með eðlilegum hætti í gær- kvöldi. Gert er ráð fyrir að könn- unarfarið komist á braut um Sat- úrnus í júlí árið 2004 eftir 3,5 milljarða km ferðalag. Er þangað kemur skýtur Cassini evrópsku rannsóknarfari niður á yfirborð Títans, stærsta fylgihnattar Sat- úrnusar, en vísindamenn telja að þar sé að finua hafsjói af fljótandi metani. Kostnaður NASA við Cass- ini-verkefnið er 3,4 milljarðar doll- ara, jafnvirði 241 milljarðs króna. ■ Cassini á leið/22 Lítið þekktum prófessor falin stj órnarmyndun Varsjá. Reuters. KOSNINGABANDALAG Sam- stöðu (AWS) í Póllandi tilnefndi í gær lítt þekktan prófessor, Jerzy Buzek, sem forsætisráð- herra ríkisstjórnar er bandalagið hyggst mynda með Frelsissam- bandinu. Talsmenn AWS sögðu eftir atkvæðagreiðslu í þingflokki bandalagsins að enginn þingmannanna hefði greitt atkvæði gegn Buzek og aðeins örfáir hefðu setið hjá. Samstaða bar sigurorð af flokki fýrrverandi kommúnista, Lýðræðis- lega vinstrabandalaginu (SLD), í þingkosningum 21. september og hefur síðan átt í stjórnarmyndun- arviðræðum við Frelsissambandið, sem varð þriðji stærsti flokkurinn í kosningunum. Samstaða fékk 201 þingsæti af 460 í neðri deildinni og Frelsissambandið 60. Lescek Balcerowicz, leiðtogi Frelsissam- bandsins, kvaðst sáttur við val Samstöðu og Aleksand- er Kwasniewski forseti sagðist ætla að veita Buzek stjórnarmyndun- arumboð á morgun. Balcerowicz sagði að snurða hefði hlaupið á þráðinn í viðræðunum í gær en kvaðst vonast til þess að þeim lyki ekki síðar en á morgun þeg- ar stjórn SLD og Bændaflokksins hyggst fara frá. Buzek er 57 ára pró- fessor í efnaverkfræði og hefur verið lítt þekktur i Póllandi. Hann var formaður nefndar sem mótaði stefnuskrá AWS fyrir kosningarn- ar og kveðst aðhyllast skjótar efnahagsumbætur og aðhald í fjár- málum. Jerzy Buzek Atkvæði ekki greidd eftir afskipti Jeltsíns nalivii Reidprv Moskvu. Reuters. NEÐRI deild rússneska þingsins, Dúman, frestaði í gær um viku at- kvæðagreiðslu um vantrauststillögu á stjórnina eftir að Boris Jeltsín Rússlandsforseti sendi þinginu á síðustu stundu ákall um að fresta at- kvæðagreiðslunni og að reynt skyldi til þrautar að ná sátt um málamiðl- un. Viktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra landsins, gaf í fyrradag í skyn að hann hygðist segja af sér ef Dúman samþykkti vantrauststil- löguna, sem þingflokkur kommúnista hafði lagt fram. Þingið ákvað i gær að fresta atkvæðagreiðslunni til að tími gæfist til að ræða hin óvæntu afskipti Jeltsíns, en með frestuninni þykir hættan á að Dúman samþykki vantraust á stjórnina vera úr sögunni í bili. Forsetinn hringdi inn skilaboð til þingheims þegar þar höfðu í tvær klukkustundir farið fram heitar umræður um efnahagsstefnu stjórnarinnar og fjárlagafrumvarp- ið fyrir næsta ár, sem hvort tveggja var gagnrýnt harkalega. „Eg fer þess eindregið á leit við þingmenn að krefjast ekki afsagn- ar ríkisstjórnarinnar í dag,“ sagði í skilaboðum Jeltsíns, sem Gennady Seleznjov, forseti_ Dúmunnar, las iyrir þingheim. „Ég vil ekki átök. Ég vil ekki nýjar kosningar," hafði hann eftir Jeltsín. Jafnvel þótt þingið samþykki vantraust á stjórnina er henni ekki skylt að fara frá, og forsetinn getur leyst þingið upp ef það neitar að samþykkja þá ríkisstjórn sem hann kýs að skipa. Kommúnistar eru stærsti flokk- urinn á þinginu og leiðandi afl stjórnarandstöðunnar. Aðeins minnihluti þingmanna styður um- bótasinnastjórn Tsjernomyrdíns. Kommúnistar, upphafsmenn vantrauststillögunnar, lögðu til að Reuters atkvæðagreiðslunni skyldi frestað á þeirri forsendu að þeir þyrftu á tíma að halda til að ráðfæra sig um málamiðlunartilboð Jeltsíns við bandamenn innan og utan þings- ins. „Misstu kjarkinn" Sergei Shakhrai, fyrrverandi að- stoðarmaður Jeltsíns, sagði Inter- fax-fréttastofunni að kommúnistar hefðu „misst kjarkinn" og væru með frestuninni að reyna að bjarga andlitinu. Akveðið var að van- trauststillaga kommúnista yi’ði tekin aftur á dagskrá þingsins á miðvikudag í næstu viku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.