Morgunblaðið - 16.10.1997, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C/D
235. TBL. 85. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
N óbelsverðiaunin
Langflest
til Banda-
ríkjanna
Stokkliólmi. Reuters.
SJÖ af þrettán Nóbelsverð-
launahöfum 1997 eru Banda-
ríkjamenn, en síðustu verð-
laununum var úthlutað í gær, í
eðlisfræði og efnafræði. I ár,
eins og oft áður, féllu mörg
verðlaunanna í raunvísindum
og hagfræði Bandaríkjamönn-
um í skaut, að þessu sinni frið-
arverðlaunin einnig.
■ Kæla atóm/20
Noregur
Sljórn nær
fullmynduð
KJELL Magne Bondevik, forsætis-
ráðherraefni Kristilega þjóðar-
flokksins í Noregi, vann að því í
gærkvöldi að koma endanlega sam-
an ráðherralista ríkisstjórnar mið-
flokkanna þriggja. Nöfnum ráð-
herraefnanna og því hver fengi
hvaða ráðuneyti vildi Bondevik
halda leyndu unz hann kynnti nýja
ríkisstjórn sína opinberlega, en þess
er vænzt að hann geri það í dag.
■ Enginn vill/24
-----■*-*-*.-
Hraðamet
staðfest
ANDY Green, ökumanni þotuknúna
Thrust Supersoníc-bílsins, tókst í
gær að brjóta hljóðmúrinn tvisvar
innan einnar klukkustundar og
setja þar með nýtt heimsmet í
hraðakstri, sem fékkst formlega
staðfest. Meðalhraði beggja ferð-
anna, sem hin brezka metsmíð fór
yfir Black Rock-eyðimörkina í
Nevada í Bandaríkjunum í gær var
1.220,86 km/klst.
Reuter
Clinton á
slóðum Peles
ÍBÚAR fátækrahverfísins Mangu-
eira í Rio de Janeiro fylgjast með
Bill Clinton Bandaríkjaforseta
sýna knattlistir sínar í íþróttaskóla
fyrir börn sem brasilíska knatt,-
spyrnustjarnan Pele stofnaði.
Clinton er nú á opinberu ferðalagi
um lönd Suður-Ameríku.
■ Imyndin bætt/36
Súdanskir
skæruliðar
fylkja liði
UPPREISNARMENN í Þjóðfrelsis-
her Súdans, sem í 14 ár hefur bar-
izt við stjórnarher Súdans um yfir-
ráð yfir stóru landssvæði í suður-
hluta landsins, fylkja liði skammt
frá vígstöðvunum við Kalipapa.
Bærinn Juba, sem er hernaðarlega
mikilvægur, er í um 60 km fjar-
lægð. Sitja uppreisnarmenn um
bæinn og vonast til að ná honum á
sitt vald, en það hefur þeim ekki
tekizt frá því hinar fornu eijur
milli arabískra íbúa landsins í
norðri og þeldökkra í suðri
blossuðu upp á ný árið 1983.
Viðræður pólsku hægriflokkanna
Tillaga kommúnista um vantraust á Rússlandssljórn
TITAN 4B-flaug hefur sig á loft
af Canaveralhöfða með Cassini-
geimfarið í tijónunni.
Cassini í
langferð
Canaveralhöfða. Reuters.
CASSINI, könnunarfarið sem skot-
ið var áleiðis til Satúrnusar í gær-
morgun frá Flórída, hélt fyrirfram
útreiknaðri stefnu af hárná-
kvæmni í gærkvöldi, að sögn Ric-
hards Spehalskis, talsmanns
bandarísku geimferðastofnunar-
innar, NASA.
Spehalski sagði öll tæki Cassini
virka með eðlilegum hætti í gær-
kvöldi. Gert er ráð fyrir að könn-
unarfarið komist á braut um Sat-
úrnus í júlí árið 2004 eftir 3,5
milljarða km ferðalag. Er þangað
kemur skýtur Cassini evrópsku
rannsóknarfari niður á yfirborð
Títans, stærsta fylgihnattar Sat-
úrnusar, en vísindamenn telja að
þar sé að finua hafsjói af fljótandi
metani. Kostnaður NASA við Cass-
ini-verkefnið er 3,4 milljarðar doll-
ara, jafnvirði 241 milljarðs króna.
■ Cassini á leið/22
Lítið þekktum
prófessor falin
stj órnarmyndun
Varsjá. Reuters.
KOSNINGABANDALAG Sam-
stöðu (AWS) í Póllandi tilnefndi í
gær lítt þekktan prófessor, Jerzy
Buzek, sem forsætisráð-
herra ríkisstjórnar er
bandalagið hyggst
mynda með Frelsissam-
bandinu.
Talsmenn AWS sögðu
eftir atkvæðagreiðslu í
þingflokki bandalagsins
að enginn þingmannanna
hefði greitt atkvæði gegn
Buzek og aðeins örfáir
hefðu setið hjá.
Samstaða bar sigurorð
af flokki fýrrverandi
kommúnista, Lýðræðis-
lega vinstrabandalaginu (SLD), í
þingkosningum 21. september og
hefur síðan átt í stjórnarmyndun-
arviðræðum við Frelsissambandið,
sem varð þriðji stærsti flokkurinn
í kosningunum. Samstaða fékk 201
þingsæti af 460 í neðri deildinni og
Frelsissambandið 60. Lescek
Balcerowicz, leiðtogi Frelsissam-
bandsins, kvaðst sáttur við val
Samstöðu og Aleksand-
er Kwasniewski forseti
sagðist ætla að veita
Buzek stjórnarmyndun-
arumboð á morgun.
Balcerowicz sagði að
snurða hefði hlaupið á
þráðinn í viðræðunum í
gær en kvaðst vonast til
þess að þeim lyki ekki
síðar en á morgun þeg-
ar stjórn SLD og
Bændaflokksins hyggst
fara frá.
Buzek er 57 ára pró-
fessor í efnaverkfræði og hefur
verið lítt þekktur i Póllandi. Hann
var formaður nefndar sem mótaði
stefnuskrá AWS fyrir kosningarn-
ar og kveðst aðhyllast skjótar
efnahagsumbætur og aðhald í fjár-
málum.
Jerzy Buzek
Atkvæði ekki greidd
eftir afskipti Jeltsíns
nalivii Reidprv
Moskvu. Reuters.
NEÐRI deild rússneska þingsins, Dúman, frestaði í gær um viku at-
kvæðagreiðslu um vantrauststillögu á stjórnina eftir að Boris Jeltsín
Rússlandsforseti sendi þinginu á síðustu stundu ákall um að fresta at-
kvæðagreiðslunni og að reynt skyldi til þrautar að ná sátt um málamiðl-
un. Viktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra landsins, gaf í fyrradag í
skyn að hann hygðist segja af sér ef Dúman samþykkti vantrauststil-
löguna, sem þingflokkur kommúnista hafði lagt fram. Þingið ákvað i
gær að fresta atkvæðagreiðslunni til að tími gæfist til að ræða hin
óvæntu afskipti Jeltsíns, en með frestuninni þykir hættan á að Dúman
samþykki vantraust á stjórnina vera úr sögunni í bili.
Forsetinn hringdi inn skilaboð til
þingheims þegar þar höfðu í tvær
klukkustundir farið fram heitar
umræður um efnahagsstefnu
stjórnarinnar og fjárlagafrumvarp-
ið fyrir næsta ár, sem hvort
tveggja var gagnrýnt harkalega.
„Eg fer þess eindregið á leit við
þingmenn að krefjast ekki afsagn-
ar ríkisstjórnarinnar í dag,“ sagði í
skilaboðum Jeltsíns, sem Gennady
Seleznjov, forseti_ Dúmunnar, las
iyrir þingheim. „Ég vil ekki átök.
Ég vil ekki nýjar kosningar," hafði
hann eftir Jeltsín.
Jafnvel þótt þingið samþykki
vantraust á stjórnina er henni ekki
skylt að fara frá, og forsetinn getur
leyst þingið upp ef það neitar að
samþykkja þá ríkisstjórn sem hann
kýs að skipa.
Kommúnistar eru stærsti flokk-
urinn á þinginu og leiðandi afl
stjórnarandstöðunnar. Aðeins
minnihluti þingmanna styður um-
bótasinnastjórn Tsjernomyrdíns.
Kommúnistar, upphafsmenn
vantrauststillögunnar, lögðu til að
Reuters
atkvæðagreiðslunni skyldi frestað
á þeirri forsendu að þeir þyrftu á
tíma að halda til að ráðfæra sig um
málamiðlunartilboð Jeltsíns við
bandamenn innan og utan þings-
ins.
„Misstu kjarkinn"
Sergei Shakhrai, fyrrverandi að-
stoðarmaður Jeltsíns, sagði Inter-
fax-fréttastofunni að kommúnistar
hefðu „misst kjarkinn" og væru
með frestuninni að reyna að bjarga
andlitinu. Akveðið var að van-
trauststillaga kommúnista yi’ði
tekin aftur á dagskrá þingsins á
miðvikudag í næstu viku.