Morgunblaðið - 16.10.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.10.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 13 FRÉTTIR Hugsjónalaus eiturlyfj amenning Sumarið 1967 hóf David E. Smith starf- semi ókeypis sjúkra- stofnunar fyrir fórn- arlömb fíkniefna og aðra þá sem ekki höfðu efni á venjulegri læknis- þjónustu. í fyrirlestrum á afmælisráðstefnu SÁÁ mun hann meðal annars fjalla um eiturlyfjaneyslu hugsjónalausra unglinga nútímans. ÁRIÐ 1967 flykktust tugir þús- unda ungra manna og kvenna til borgarinnar San Francisco til að upplifa ástarsumarið sem boðað var að gengið væri í garð, með frelsi, umburðarlyndi og fijálsum ástum. Reynsla margra þeirra varð þó allt önnur, og meðal annars urðu fíkniefnin óf- áum að falli. David E. Smith hafði þá nýlokið kandídatsári sínu á sjúkrahúsi í borginni með glæsibrag og átti bjarta framtíð innan læknisfræðinnar. í stað þess að leita frægðar og frama eftir hefbundnum leiðum ákvað hann að hjálpa blómabörnum sem lent höfðu í vanda og öðru um- komulausu og fátæku fólki. Hann setti á stofn sjúkrastofnun í hverf- inu Haight Áshbury þar sem öll þjónusta var sjúklingunum að kostnaðarlausu. Kjörorð hans var það að heilbrigðisþjónusta ætti að teljast til réttinda, ekki forréttinda. „Við héldum því líka fram að fíkn væri sjúk- dómur, og að fíklar ættu rétt á ummönn- un. Þetta þóttu rót- tækar hugmyndir árið 1967 og á þessum tíma fengum við enga pen- inga frá ríkinu,“ segir David. „Fyrst og fremst lifðum við á ágóða sem okkur var ánafnaður af tónleik- um hljómsveita á borð við Grateful Dead, Janis Joplin, Jefferson Airplane og Creedence Clearwater Revival.“ Ókeypis sjúkrahjálp á rokktónleikum Árið 1973 tók Haight Ashbury- sjúkrastofnunin til við að endur- gjalda stuðninginn því þá var kom- ið á fót ókeypis sjúkrahjálp fyrir tónleikagesti á rokktónleikum. „Núna sinnum við um tvö hundr- uð tónleikum á ári og tökum á móti fólki sem tekið hefur of stór- an skammt af eiturlyfjum eða lent í einhveijum slysum. Þetta er mikilvægur hluti starfs okkar og tenging við upphaf okkar « árið 1967.“ Sjúkraþjónusta á rokk- tónleikum er þó aðeins lít- ill hluti af starfsemi Haight Ashbury-sjúkrastofnunar- innar nú enda hefur hún vaxið gríðarlega og sams konar starfsemi hefur verið sett á fót víða í Bandaríkjunum. Haight As- hbury-sjúkrastofnunin hefur sinnt um milljón sjúklingum frá upphafi og á hveiju ári koma þangað um fimmtíu þúsund í viðbót. David segir að heimspekileg hugmyndafræði sem tengdist frelsishreyfingu sjöunda áratugar- ins hafi legið að baki stofnuninni árið 1967. „Þetta var tímabil mikillar samfélagsbyltingar sem hafði gífurleg pólitísk áhrif í átt til frelsis og mannrétt- inda en eiturlyfín voru skuggahlið hreyfing- arinnar. Nú er hluti af þessari þróun að endurtaka sig án þessa heimspekilega og hugmyndafræði- lega samhengis. Rave- hreyfíngin á tíunda áratugnum líkir að nokkru leyti eftir hreyfingu sjöunda áratugarins. Hún notar ofskynjun- arlyf og hefur ákveðna tónlistar- menningu en henni fylgja ekki hugsjónirnar sem voru svo áhrifa- ríkar fyrir þijátíu árum.“ David telur að besta leiðin til að taka á eiturlyfjaneyslu sé að færa fé úr löggæsíu yfír í með- ferðarstarf. „Mun fleira fólk með vímuefnavandamál eða geðræna erfiðleika er í fangelsi heldur en í meðferð í Bandaríkjunum. Lög- gæslu- og dómskerfið var ekki hannað til að taka á móti þessu fólki. Að leggja áherslu á þessa leið í baráttunni gegn fíkniefnum er bæði dýrara og áhrifaminna heldur en læknisfræðileg meðferð. Á sjöunda áratugnum var lögð áhersla á þessa leið vegna þess að margir fíkniefnaneytendur voru hermenn sem barist höfðu í Víet- namstríðinu og ríkisstjórnin vildi ekki setja þá í fangelsi vegna vandamála sem komið hefðu upp í stríðinu. Á áttunda áratugnum breyttist neytendahópurinn og samúð með honum minnkaði og því var gripið til annarra ráða.“ David hefur verið einn ráðgjafa ríkisstjórnar Bill Clintons í vímu- efnamálum og hann segist vera vongóður um að stjórnarstefnan sé á ný að snúast í rétta átt.' David E. Smith Alþjóðlegt skátamót á Smiðjudögum ’97 í Skátahúsinu Mílljónir skáta á Netinu um helgina MÖRG hundruð þúsunda skáta á öllum aldri um allan heim verða í samskiptum með hjálp tölva og talstöðva á alþjóðlegu skátamóti á Netinu og í loftinu um helgina. Hér á landi hefur mótið aðsetur í Skátahúsinu við Snorrabraut, þar sem samtímis eru haldnir svokall- aðir Smiðjudagar. Starf hefst í fyrstu smiðjunum á föstudagskvöld. Þá verður farið í rómantíska sundferð við kertaljós í Sundhöll Reykjavíkur síðla kvölds. Á miðnætti verður mótið sett og verða radíóskátar og net- skátar með opnar stöðvar í Skáta- húsinu eitthvað fram eftir nóttu. Smiðjurnar verða svo í fullum gangi frá laugardagsmorgni og ljúka þær síðustu störfum um miðj- an dag á sunnudag. Á laugardags- morgun verður opnuð viðamikil ljósmyndasýning með yfir 100 myndum frá síðasta landsmóti skáta á Úlfljótsvatni, auk þess sem skátavefurinn (www.scout.is)verð- ur formlega opnaður. Grillveisla og skátaskemmtun verður í Skátahús- inu á laugardagskvöld og að henni lokinni býður borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, skátum upp á kakó og kex. Alla helgina geta skátarnir svo spjallað við aðra skáta um allan heim á Netinu og flakkað um vef- inn, auk þess sem reynt verður að koma á ráðstefnusambandi með aðstoð Netsins. Sem fyrr munu skátar um allan heim verða í tal- stöðvasambandi, en alþjóðlegt skátamót í loftinu (Jamboree on the Air) er nú haldið í fertugasta sinn. Þetta verður hins vegar í fyrsta sinn sem haldið er alþjóðlegt skátamót á Netinu (Jamboree on the Internet). Leiklistarsmiðja, kynlífssmiðja og peningasmiðja Alls er boðið upp á fjórtán smiðj- ur að þessu sinni. Má þar nefna leiklistarsmiðju, danssmiðju, námssmiðju og snúðasmiðju, en í þeirri síðastnefndu miðla þekktir plötusnúðar þeim yngri og upp- rennandi af atvinnuleyndarmálum og fer sú kennsla fram á einu af danshúsum borgarinnar. í kynlífs- smiðju verður fræðsla um getnað- arvarnir, kynsjúkdóma, alnæmi og siðfræði kynlífs. Gaui litli fær þátt- takendur til að svitna í heilsusmiðju og í peningasmiðju verður rætt um hugmyndir að fjáröflun og skátum kennt að gera fjárhagsáætlanir fyr- ir útilegur og aðrar ferðir. Þetta er í þriðja sinn sem Smiðjudagar eru haldnir, en þeir hafa áður verið á Úlfljótsvatni. Auk þess sem samskipti við skáta um heim allan fara fram með hjálp talstöðva og tölva í Skátahúsinu, gerir Guðmundur Pálsson móts- stjóri ráð fyrir að fjöldi skáta um allt land muni sitja við tölvurnar heima hjá sér og taka þátt í mót- inu. Þá verða skátar á Akureyri einnig með miðstöð þar í bæ, þar sem skátar af öllu Norðurlandi geta komið og náð sambandi við félaga sína á Netinu og í loftinu. Um væntanlegan heildarfjölda þátttakenda segir Guðmundur ekki auðvelt að spá en þó megi gera ráð fyrir að skátar í loftinu og á Netinu um helgina muni skipta milljónum. ísland án eiturefna árið 2002 Ráðstefna um vímuefnavarnir RÁÐSTEFNAN Frá foreldrum til foreldra verður haldin á Hótel Sögu í dag. Ráðstefnan er öllum opin og er haldin á vegum áætlunarinnar ísland án eiturlyfja 2002 í sam- starfi við landssamtökin Heimili og skóli og foreldrasamtökin Vímulaus æska. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir flytja ávörp við setningu ráð- stefnunnar og Þórólfur Þórlindsson prófessor flytur erindi um viðhorf til fíkniefnaneyslu unglinga. Ámi Gunnarsson, félagsmálaráðuneyt- inu, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Verkakvennafélaginu Sókn, og Hjördís Ásberg, frá starfsmannafé- lagi Eimskipafélagsins, flytjaerindi undir liðnum fjölskyldustefna í framkvæmd. Jónína Bjartmarz, formaður Heimilis og skóla, flytur erindi um hlutverk foreldrasam- taka í forvörnum. Eftir hádegishlé flytur Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra ávarp og að því loknu flytur Sue Rusche frá samtökunum National Families in Action erindi undir yfírskriftinni Foreldrastarf - vímuvarnir í verki. Loks verða málstofur frá kl. 14-15.30. Ráðstefnustjóri er Dögg Pálsdótt- ir, formaður verkefnisstjómar ís- lands án eiturlyija árið 2002. Eim- skipafélagið styrkir ráðstefnuna. Viltu verða viðskiptafélagi? Ertu að leita að góðu tækifæri? Geturðu tekið áskorun? Ertu tilbúinn að íjárfesta 20.000.000 kr? Hefurðu áhuga á langtíma sérleyfi? Lestu þá áfram! VERSLUN VEIÐIMANNSINS HAFNARSTRÆTI5 REKSTUR VERSLUNARINNAR ER BOÐINN Á SÉRLEYFISLEIGU Væntanlegur leigutaki mun ráðleggja áhugasömum við- skiptvinum um heims-þekkt vörumerki í veiðivörum og fat- naði. Má nefna Abu-Garcia, Berkley, Fenwick, House of Hardy, Aigle, John Partidge o.fl. Og viðhalda 58 ára lifandi hefð og færa hana inn í nýtt ár- þúsund í verslun sem hefur fengið umfjöllun í kanadíska sjónvarpinu, japönskum og ítölskum sportveiðitímaritum og enskum dagblöðum og hefur verið útnefnd ein af fremstu sportveiðivöruverslunum í Evrópu og Bandaríkjunum. Nánari upplýsingar: Lögmannsstofa Vitund ehf., Þorsteins Eggertssonar hdl., s. 5620086. s. 5814011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.