Morgunblaðið - 16.10.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 16.10.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 23 ERLENT Myrða átti Meshal í Tyrklandi ÍSRAELSKA leyniþjónustan, Mossad, hafði lagt á ráðin um að myrða stjómmálaleiðtoga Hamas-samtakanna, Khaled Meshal, er hann var í heim- sókn í Tyrklandi fyrir ári, að því er ísraelska blaðið Haar- etz greindi frá í gær. Að sögn blaðsins var hætt við þá áætl- un af ótta við að það gæti valdið harkalegum viðbrögð- um tyrkneskra stjómvalda. Tveir útsendarar Mossad gerðu misheppnaða tilraun til að ráða Meshal af dögum í Jórdaníu í september, og hafa Jórdanir brugðist ókvæða við. Atvinnuleysi minnkar ATVINNULEYSI á Bret- landi er nú hið minnsta í 17 ár, samkvæmt opinberum töl- um er gefnar vom út í gær. Fækkaði atvinnulausum í síð- asta mánuði um 27,800 í 5,2% ársmeðaltal. Alls em tæplega ein og hálf milljón Breta án atvinnu, og er þetta minnsta atvinnuleysi sem verið hefur þar í landi síðan í júlí 1980. Afsalar rétti til lífláts ÁSTRALINN Frank Gilford sagði í gær að hann hefði af- salað sér réttinum til að krefj- ast þess að bresk hjúkmnar- kona, sem sökuð er um að hafa myrt systur hans í Sádí- Arabíu, verði hálshöggvin. Þess í stað þiggur Gilford sem svarar tæplega 87 millj- ónum íslenskra króna, sem hamn segir vera skaðabætur, ekki „blóðpeninga“. Hann kveðst sannfærður um að bresku hjúkranarkonurnar Deborah Parry og Lucille McLaughlan hafi myrt systur sína, Yvonne, í desember í fyrra. Jarðskjálfti í Chile AÐ minnsta kosti sjö manns fórast og 19 slösuðust í 6,8 Richterstiga jarðskjálfta í Norður-Chile síðla á þriðju- dag, að því er Almannavamir landins greindu frá í gær. Skemmdir urðu á húsum í mörgum þorpum í þessum landshluta, en skjálftans varð vart í höfuðborginni, Santiago og í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Ráðgjöf að handan SKÓLAMAÐUR frá Ghana vakti nokkra athygli á mann- fjöldaráðstefnu í Peking í gær, er hann greindi frá nið- urstöðum rannsókna á fjöl- skyldumynstri, þar sem byggt var að nokkra leyti á viðtölum við látið fólk. Með aðstoð spámanna spurði hann forfeður þorpsbúa ráða um rétta fjölskyldustærð á svæði tiltekins þjóðflokks í Ghana. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú, að litlar fjölskyldur hentuðu best í nútímaþjóðfé- lagi. Samnetstengingar fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Það hefur aldrei verið hagstæðara að fá sér samnetstengingu. Hún gerir þér kleift að nýta tvær línur í einu, ferðast á margföldum hraða á netinu og hafa allt að 8 símanúmer svo eitthvað sé nefnt. Heimilistæki bjóða upp á allan búnað sem þarf til að nýta sér kosti samnetsins. Láttu okkur fræða þig um ISDN og hvaða búnaður henti þér. Skyl Samnetspakki t Acotec SkyRacer ISDN mótald, Ascom Eurit 20 ISDN sími, stofngjald Pósts og síma v. grunntengingar (gamla númerið upp í). Listaverð: 31.339 kr. Pakkaverð 24.900 kr.stgr. Samnetspakkí 2 Acotec SkyRacer ISDN mótald, Ascom Eurit 30 ISDN sími, stofngjald Pósts og síma v. grunntengingar (gamla númerið upp í)- Listaverð: 36.602 kr. Pakkaverð: 29.900 kr.stgr. Samnetspakki 3 Acotec SkyRacer ISDN mótald, DeTeWe þráðlaus ISDN símstöð, stofngjald Pósts og síma v. grunntengingar (gamla númerið upp 0- Listaverð: 47.128 kr. Pakkaverð: 39.900 kr.stgr. Acotec ISDN f. Win9 Acotec ISDN f. Win95 hugbúnað 9.900 kr, stgr. Acotec ISDN f. Win95 hugbúnað með ISDN mótaldi ISA 12.900 kr. stgr. Acotec ISDN f. Win95 hugbúnað með ISDN mótaldi PCMCIA 29.900 kr. stgr. Twinny Nova ISDN þráðlaus símstöð fyrir Samnetið með innbyggðum breyti fyrir venjulega sima. Við hana er hægt að tengja allt að 5 þráðlaus símtói. Einnig venjulega síma eða fax án aukakostnaðar. Með ISDN faxtæki sendir "f þú A4 síðu á 1,5 sek. Ascom Eurit 20ISDN sími Þú flýgur um vefinn á áður óþekktum hraða og án þess að trufla daglega símnotkun heimilisins. év Heimilistæki hf TÆKNl- OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.