Morgunblaðið - 16.10.1997, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.10.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 27 Booker-verðlaunin til Roy London. Reuters. INDVERSKI rithöfundurinn Arundhati Roy hlaut á þriðjudag hin virtu bresku Booker- bókmenntaverðlaun, fyrir frumraun sína „The God of Small Thing“ (Guð hinna smáu hluta). Verðlaunaféð nemur 20.000 pundum, um 2,3 milljónum ísl. kr. en Roy hafði áður fengið um eina milljón punda, um 115 milljónir, fyrir handritið og útgáfuréttinn um heim allan. Arundhati Roy er 37 ára og starfaði áður sem arkitekt og sviðshönnuður. Móðir henn- ar er kristin en faðir hennar hindúatrúar. Saga Roys fjallar um tvíbura sem reyna að losna úr viðjum erfðastéttarinnar á Ind- landi. Verðlaunanefndin segir um bók Roy að hún búi yfir „óvenjumikilli málfarslegri hugmyndaauðgi" og að henni takist að segja sögu Suður-Indlands, séða með augum sjö ára tvíbura. Sagan fjalli um ást og dauða, um lygar og lög. Veitt furðulegum rithöfundum? Booker-verðlaunin tryggja handhafa sín- um í langflestum tilvikum alþjóðlega frægð og trygga lífsafkomu. Roy þurfti þó ekki að kvarta áður en hún hlaut þau því bókin hefur nú þegar verið þýdd yfir á 27 tungu- mál. Á meðal þeirra sem hlotið hafa verð- launin má nefna Salman Rushdie, Kingsley Amis og Iris Murdoch. Því fer fjarri að verð- launin og veiting þeirra sé óumdeild, gengið hefur verið fram hjá rithöfundum á borð við Graham Greene og þeir sem gagnrýnt hafa verðlaunin hafa m.a. sagt þau allt of oft vera veitt furðulegum rithöfundum fyrir annars flokks skáldsögur. Alls voru 106 bækur tilnefndar til verð- launanna og höfðu flestir spáð því að írinn Bernard MacLaverty hlyti þau fyrir bókina „Grace Notes“, sem fjallar um ungt tón- skáld sem snýr aftur til heimahaganna til að vera viðstatt útför föður síns. Aðrir til- nefndir voru m.a. Tim Parks fyrir „Europa“ og Madeleine St. John frá Ástralíu en henni létti mjög þegar úrslitin voru ljós, sagðist ekki hefðu getað tekist á við þá miklu at- hygli sem að henni hefði beinst. Reuters ARUNDHATI Roy, nýr Booker-verð- launahafi. Gjaldmiðlar og gamlir munir MYNTSAFNARAFÉLAG íslands stendur fyrir sýningu á íslenskum og erlendum gjaldmiðlum ásamt ýmsum munum sem tengjast myntsöfnun eða eru áhugaverðir t.d. vegna tengsla sinna við þekkta atburði, félög eða fyrirtæki. Sýningin vérður í aðalsal Hafnarborgar í Hafnarfirði og stendur yfir dagana 18.-27. októ- ber og er opin alla daga kl. 12-18 nema þriðjudaginn 21. október, en þá er hún lokuð. Það helsta sem á sýninguni verð- ur eru íslenskir gjaldmiðlar sem gefnir hafa verið út til notkunar hér á landi í 220 ár, bæði opinber- ir seðlar og mynt og ýmsir gjald- miðlar sem gefnir hafa verið út af einkaaðilum svo sem brauð- og vörupeningar, vöruseðlar, kaupfé- lagsávísanir og gjaldmiðlar og munir sem gefnir hafa verið út á vegum erlendra herja sem dvalið hafa hér á landi í lengri eða skemmri tíma. Þá eru sýnd ýmis greiðslukort, heiðursmerki, barm- merki, víxlar, ýmiskonar gamalt smáprent og miðar, skömmtunar- seðlar, _ hlutabréf og ýmis gjöld tengd íslandsbanka hinum eldri. Þá má einnig nefna seðla sem notaðir voru í erlendum stríðs- fangabúðum í báðum heimsstyrj- öldunum, tunnumerki sem notuð voru á síldarplönum víða um land fram á síðustu ár og ýmsa gripi sem tengjast konungskomunni 1907, Alþingishátíðinni 1930 og Lýðveldishátíðinni 1944. Á vegum Myntsafnarafélags ís- lands verða gefnir út í tilefni sýn- ingarinnar 50 númeraðir minnis- peningar og barmmerki í litlu upp- lagi. -----» ♦ ♦---- Viðurkenning í ljóðasamkeppni EGGERT E. Laxdal fékk nýlega viðurkenningu fyrir ljóð sem hann sendi í ljóðasamkeppni á Ítalíu. Viðurkenningin er kennd við Jean Monnet, sem var ötull baráttumað- ur fyrir sameiningu Evrópu. Eggert E. Laxdal hefur sent frá sér nokkrar ljóðabækur. Hann var fimmti í röðinni í ljóðakeppninni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.