Morgunblaðið - 16.10.1997, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 33
AÐSENDAR GREINAR
Á UNDANFÖRN-
UM árum hefur at-
vinnuleysi verið að
festa rætur í íslensku
samfélagi. Opinberir
aðilar hafa reynt að
grípa í taumana með
aðgerðum sem hafa
tekist misvel. Sumar
hafa verið umdeildar,
eins og þegar fyrrver-
andi meirihluti í
Reykjavík lét um 500
milljónir króna í svo-
kölluð átaksverkefni
sem því miður skiluðu
litlum árangri. Um
tíma fækkaði á at-
vinnuleysisskrá en þeir
einstaklingar sem nutu úrræðanna
voru jafn atvinnulausir eftir átakið
eins og fyrir það. Það er þess vegna
mikilvægt þegar skipulagðar eru
aðgerðir gegn atvinnuleysi að reynt
sé að leggja hlutlaust mat á það
hvort úrræðin skili markverðum
árangri og hvort þau séu að ná til
þess hóps sem þeim er ætlað að
ná til.
Atvinnuleysi hefur
heijað mjög mikið á
ungt fólk og allt að
fimmta hvert ung-
menni í Reykjavík hef-
ur á undanförnum
árum verið atvinnu-
laust um lengri eða
skemmri tíma. Við höf-
um á örfáum árum
horft upp á mikla sam-
félagsbreytingu sem
felst í því að unglinga-
störf eru nánast að
hverfa og að ungt fólk
getur ekki á sama hátt
og áður gengið nánast
ómenntað í vel launuð
störf á vinnumarkaði.
Sífellt er krafist meiri sérmenntun-
ar á vinnumarkaði án þess þó að á
sama tíma séu til skilgreindar
námsbrautir sem beinast að til-
teknum störfum.
Góður árangur
Á undanförnum árum hefur Hitt
húsið skipulagt og haldið utan um
námskeiðshald fyrir ungt atvinnu-
Um 60% þeirra, sem
tóku þátt í starfsnám-
inu, segir Steinimn V.
—
Oskarsdóttir, bættu
verulega stöðu sína á
vinnumarkaði.
laust fólk í Reykjavík. Tilfinning
manna hefur verið sú að þessi verk-
efni séu að skila tilætluðum arangri
en til þess að kanna það lét íþrótta-
og tómstundaráð Reykjavíkur og
Atvinnu- og ferðamálanefnd Reykja-
víkurborgar gera úttekt og mat á
starfsnámi Hins hússins.
Nú nýlega var kynnt skýrsla dr.
Gests Guðmundssonar um árangur
starfsins. Öllu ungu fólki á atvinnu-
leysisskrá er sent bréf frá Hinu
húsinu og gefinn kostur á að sækja
um þátttöku en mikil áhersla er
lögð á að ná til þeirra sem lerigst
hafa verið á atvinnuleysisskrá. í ljós
hefur komið að flestir þátttakendur
hafa horfið frá námi án skilgreindra
námsloka og að flestir hafa ein-
hvetja reynslu af vinnumarkaði.
Starfsnám Hins hússins er byggt
þannig upp að þátttakendur fara
fyrst á námskeið og enda síðan á
að fara í starfsþjálfun á vinnustað.
Það er ótvíræð niðurstaða rann-
sóknarinnar að þetta úrræði skili
markverðum árangri og hafa marg-
ir þátttakendur uppi stór orð um
að námskeiðið hafi vakið þá af doða
og fleira í þeim dúr. Mæling á ár-
angri sýnir að um 60% þeirra sem
tóku þátt í starfsnáminu bættu
verulega stöðu sína á vinnumarkaði.
Skýrsla Gests sýnir svo ekki
verður um villst að við erum á réttri
braut varðandi skipulagningu úr-
ræða fyrir ungt atvinnulaust fólk í
Reykjavík. En betur má ef duga
skal og því þarf sífellt að vera með
verkefnin í endurskoðun.
Áframhald starfsins
Á námskeiðum Hins hússins hef-
ur hingað til verið gerð krafa um
a.m.k. 50% bótarétt atvinnuleysis-
bóta sem kemur til vegna krafna
frá Atvinnuleysistryggingasjóði.
Þ.e. sveitarfélagið fær endur-
greiðslu frá sjóðnum vegna ein-
staklinga sem eru á skrá og hafa
rétt til atvinnuleysisbóta. Þetta
ákvæði hefur sett starfinu nokkrar
skorður því ekki hefur verið hægt
að taka inn einstaklinga sem engan
bótarétt hafa, en þeir hafa oft mesta
þörf fyrir aðstoð. Nú í haust hefst
hins vegar námskeið sem sérstak-
lega er ætlað bótalausum einstakl-
ingum. Við vitum að stór hópur
ungs fólks er hvorki í skóla né vinnu
og jafnvel ekki á skrá hjá Vinnu-
miðlun Reykjavíkurborgar. Það er
erfitt að henda reiður á hversu stór
þessi hópur er en ljóst er að þessir
einstaklingar eru í mestri hættu að
lenda í langtímaatvinnuleysi. Þarna
verður að grípa strax í taumana til
að koma í veg fyrir að atvinnuleys-
ið verði að lífsmynstri. í dag hvetur
ekkert ungan atvinnulausan ein-
stakling til að skrá sig ef hann
hefur engan bótarétt. Þessu verður
að breyta og setja einhvers konar
hvata í kerfið til að hægt sé að
nálgast þennan hóp á markvissari
hátt en gert er í dag.
Það verður eitt af stærstu verk-
efnum samfélagsins á næstu árum
að koma í veg fyrir að atvinnuleysi
aukist enn meira en nú er. Við eig-
um ekki að sætta okkur við að
ungt frískt fólk, sem hefur lent
utan skóla eða er ekki á vinnumark-
aði festist í langtímaatvinnuleysi.
Atvinnuleysi á ekki að vera „lifs-
stíll“, síst af öllu fyrir ungt fólk sem
á framtíðina fyrir sér.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Góður árangur af starfs-
námi Hins hússins
Steinunn V.
Óskarsdóttir
Leiðrétting
ÞEGAR annar borg-
arfulltma Alþýðu-
bandalagsins i R-listan-
um geysist. fram á rit-
völlinn, ríkir jafnan
þóttafullt orðbragð.
Verk hans eru stórkost-
leg en öfund og sundur-
þykkja eiga að ein-
kenna verk annarra.
Að hætti gömlu kom-
manna svertir hann
einstaklinga og fer
rangt með. Hann hefur
áhyggjur af prófkjöri
okkar sjálfstæðis-
manna og skyldi engan
undra. Kassaprófkjör
R-listans, þar sem
hveijum flokki er úthlutað tveimur
sætum, er svo flókið og óljóst að
hugað hefur verið að sérstöku nám-
skeiði við Háskóla íslands fyrir þá
sem hyggjast taka þátt í því.
Þótt Arni Þór hefji mál sitt á
öfund í garð okkar sjálfstæðis-
manna vegna öflugs prófkjörs er
megin tilgangur greinar hans í
Morgunblaðinu 14. október annar.
Þau skrif skulu leiðrétt hér.
Korpúlfsstaðir-Hafnarhús
Þegar loks lágu fyrir kostnaðar-
áætlanir vegna endurbyggingar
Korpúlfsstaða, sem að stórum hluta
átti að nýta undir listasafn, tók ég
málið upp í borgarstjórnarflokki
sjálfstæðismanna og beitti mér
gegn frekari framkvæmdum.
Kostnaðurinn var einfaldlega allt
of mikill, miðað við forgang verk-
efnisins í mínum huga. Niðurstaðan
var að hætt var við framkvæmdina.
Afstaða mín til framkvæmda í
Hafnarhúsi byggir á sömu forsend-
um. Nú þegar eru vel yfir 30 lista-
söfn, sýningasalir og gallerí í
Reykjavík og ef þörf væri á nýjum
sal undir listaverk þyrfti hann ekki
að kosta 700 milljónir. Auk þessa
þykir mér staðsetningin óheppileg.
Þá hef ég sagt að tónlistarhús sé
ofar í forgangsröð okk-
ar sjálfstæðismanna en
700 milljóna kr. lista-
safn.
Niðurstöður
starfshóps
borgarráðs
Niðurstöðum starfs-
hóps um Hafnarhúsið,
sem skipaður var af
borgarráði, fylgdu
kostnaðaráætlanir upp
á rúmar 400 milljónir
kr. Þær voru aldrei
samþykktar og reyndi
því ekki á pólitíska af-
stöðu borgarfulltrúa.
Þá hefur heldur ekki
verið farið eftir hugmyndum starfs-
hópsins í veigamiklum atriðum er
Svo dýr framkvæmd,
segir Arni Sigfússon,
samræmist ekki for-
gangsröð okkar til
nýtingar skattfjár.
varða verslunar- og þjónustuhús-
næði við Tryggvagötu. Niðurstöður
starfshópsins eru því algjört auka-
atriði.
Kostnaður nálgast 700
milljónir
Kostnaður við listasafnið er nú
metinn á 670 milljónir kr. og stefnir
yfir 700 milljónir. Kaupverð þess
nemur 125 milljónum kr. og breyt-
ingakostnaður er nú áætlaður 525
milljónir kr. Búnaður er nú áætlað-
ur aðeins 20 milljónir kr. Árni Þór
Sigurðsson verður að æfa samlagn-
inguna.
Meiri fjölgun á leikskóla á
síðasta kjörtímabili
Á síðasta kjörtímabili sjálfstæðis-
manna fjölgaði plássum á leikskóla
Árni
Sigfússon
um 1.200 en á þessu kjörtímabili
fjölgar líklega um 870 pláss. Þó er
þar um að ræða fleiri heilsdags-
pláss svo dvalarstundaíjöldinn verð-
ur líklega svipaður. Það eru öll af-
rek R-listans i leikskólamálum.
Stefna um einsetningu mótuð
og verk hafin á síðasta
kjörtímabili
Á fyrsta ári þeirra þriggja sem
ég var formaður Fræðsluráðs á sið-
asta kjörtímabili var mótuð stefna
um einsetningu grunnskóla borgar-
innar og hafnar framkvæmdir sam-
kvæmt henni. Um þetta var sam-
staða í fræðsluráði sem ríkir enn.
Tekist hefur að semja við ríkið,
vegna yfirfærslu á verkefnum
grunnskólanna, um þátttöku í
byggingarframkvæmdum. Reykja-
vík stóð ein fyrir þessum fram-
kvæmdum á síðasta kjörtímabili.
Að ofangreindu sést að ekki
stendur steinn yfir steini í málflutn-
ingi Árna Þórs Sigurðssonar, full-
trúa Alþýðubandalagsins í R-listan-
um.
Höfundur er oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn
Reykjavíkur.
VINDUFOTUR
Arnarberg ehf.
Fossháls 27, Draghálsmegin
Sími 567 7557 • Fax 567 7559
ESTEE LAUDER
Taktu í taumana í dag
Resilience Elastin Refirming linan fyrir andlit,
augu og líkama.
Resilience kremin eru samansett úr háþróuðum
efnum sem hindra eyðingu elastin þráðana í j' j
húðinni og styrkja þá fyrir framtíðina.
Byrjaðu núna - sjáðu áhrifamikinn árangur þar
sem húðin verður stinnari, þéttari og unglegri á
nokkrum vikum.
Kynnstu einnig Futurist nýja farðanum frá
Estée Lauder. Lúxus prufa fylgir öllum Estée
Lauder kremum. ____
f STLf LAUD.ER
ResiUence
Elasún
KefiirriingLoúoii
■si(.ntaffatnissarilc
f?ÍE LAOO^
r^mc reficnwaf V ‘ ™
mm
STEt LAD(e^
(SNYRTIVöRUVERSLUNII GLÆS@Æ Álfheimum 74, sími 568 5170 S. Ráðgjafar frá Estée Lauder verða í versluninni í dag og á morgun.
HÚSGAGN ALAGERINN
9 • Sími 564 1475*
*
:
R
%
%
t
Þreytt(ur) á gömlu þungu bílskúrshurðinni?
Nú er rétti tíminn til
að panta nýja, létta,
einangraða stálhurð
frá Raynor
pl □ U □
u 1
u £ i
UmJ
VERKVER
Smiðjuvegi 4b, Kópavogi
■0“ 567 6620
Raynor bílskúrshurðaopnarar Verðdsemi: Fulningahurð 229 x 244 cm kfe 61 •490/“. Innifaiið í verði eru brautir og þéttiiistar.