Morgunblaðið - 16.10.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 37
að skapa á síðustu 12 árum eða svo.
Þá telja margir í Brasilíu að Clinton
sé iíkt og forverar hans fulltrúi ríkis,
sem jafnan hafi komið fram af óheft-
um hroka í þessum heimshluta og
stutt hafi herforingjastjórnir í ágætu
samræmi við hina fullkomnu siðblindu
heimsvaldastefnunnar. Þetta kann að
hljóma sem endurómur úr fortíðinni
en í því viðfangi má benda á að bylt-
ingarhetjan Ernesto „Che“ Guevara
hefur verið tekinn í dýrlingatölu í
Mið- og Suður-Ameríku nú þegar
þess er minnst að 30 ár eru liðin frá
því að hann var myrtur í Bólivíu að
undirlagi bandarísku leyniþjónustunn-
ar, CIA. Lengi lifir í gömlum glæðum:
„Clinton forseti er fulltrúi ríkis sem
horfir til suðurs með sama hætti og
maður sem virðir fyrir sér óhirtan
bakgarð þar sem illgresið hefur feng-
ið að vaxa óheft og rusiið liggur á
jörðinni. Þetta er hættulegur staður,
lfklegur til að geta af sér rottur og
sníkjudýr,“ sagði m.a. í forystugrein
Folha. de Sao Paulo, eins helsta dag-
blaðs Brasilíu, á dögunum. „Hafðu
þig á brott af landi Bolivars," mátti
lesa á borðum sem andstæðingar
Bandaríkjanna héldu á lofti er forset-
inn kom til Caracas. „Frá Kólumbusi
til Clintons - sama innrásin,“ sagði
á öðrum. í Brasilíu köstuðu haturs-
menn Bandaríkjanna mykju í bíl for-
setans en hermt var að hann hefði
brugðist við með því að segja að hann
hefði orðið fyrir verra aðkasti á stjórn-
málaferli sínum.
Ný stefna
Þótt slík viðhorf muni vafalítið
reynast lífseigari en ætlað hefði verið
að óreyndu hefur afstaða Bandaríkja-
manna til Suður-Ameríku tekið mikl-
um breytingum á síðustu tíu árum
eða svo og ný stefna hefur verið
mótuð. Óðaverðbólga síðasta áratug-
ar, sem kallaður er „glataði áratugur-
inn“ í þessum ríkjum, heyrir nú sög-
unni til. Nú blasa við fjárfestingar-
möguleikar sem aldrei fyrr eftir hag-
vaxtarskeið undanfarinna ára. Póli-
tískur og efnahagslegur stöðugleiki
er forsenda framfara og þann boðskap
hefur Clinton ítrekað í ræðum sínum
og á fundum með ráðamönnum ríkj-
anna sem hann heiðrar nú með nær-
veru sinni í fyrsta skipti. í stað þess
að eiga samskipti við herforingja, sem
fótum tróðu mannréttindi og gerðust
sekir um viðurstyggileg grimmdar-
verk leita Bandaríkjamenn nú eftir
því að tryggja sér lykilstöðu á nýjum
mörkuðum í nafni sameiginlegra
hagsmuna og gildismats. Markmið
forsetans með Suður-Ameríkuförinni
var því ekki síst að vinna að því enn
frekar að eyða þeirri gagnkvæmu tor-
tryggni, sem forðum einkenndi sam-
skiptin. Því til sönnunar hefur Clinton
í ávörpum sínum vísað til forvera
sinna, þeirra Roosevelts, sem boðaði
stefnu „grannans góða“ í samskiptum
við Suður-Ameríku og Kennedys, sem
stofnaði til „Bandalags framfaranna"
með þjóðum þessa heimshluta.
Mótsagnir framfaranna
Margir þeirra sem gerst þekkja til
stöðu mála í Suður-Ameríku hafa
varað Clinton og skósveina hans við
að beita ráðamenn þar óhóflegum
þrýstingi í nafni fríverslunar og við-
skiptafrelsis. Bent hefur verið á að í
mörgum þessara ríkja séu stjórnvöld
í heldur mótsagnakenndri stöðu. Á
sama tíma og dregið hafi verið úr rík-
isafskiptum í hagkerfinu kalli hin
hróplega fátækt og misskipting auðs-
_________ ins á aukna íhlutun yfir-
valda í nafni „félagslegs
réttlætis“ og pólitísks stöð-
ugleika. „Umbótastefnan"
á efnahagssviðinu mun ein-
" ungis halda velli ef raun-
verulega tekst að bæta þau hraklegu
lífskjör, sem alþýðu manna hefur ver-
ið gert að sætta sig við.
Um þetta fer nú fram lífleg um-
ræða í ríkjum Suður-Ameríku. Spurt
er hvernig sætta megi grundvallar-
kennisetningar markaðshyggjunnar
og kröfuna um aukinn jöfnuð og „fé-
lagslegt réttlæti." Clinton forseti ætti
að hafa skilning á umræðu þessari.
Hann hefur löngum sagst vera „nýr
demókrati" í bandarískum stjórnmál-
um, leiðtogi sem hefur glöggan skiln-
ing á „þriðju leiðinni" svonefndu,
meðalveginum milli umfangsmikilla
ríkisafskipta á flestum sviðum þjóð-
lífsins og þeirrar skoðunar að stjórn-
völdum beri að halda sig öldungis til
hlés í samfélaginu.
nþigá
if landi
ars“
ÚA á ný orðið annað kvótahæsta fyrirtæki landsins með kaupum á tveimur skipum á Suðurnesjum
M
'EÐ kaupum útgerðarfé-
lags Akureyringa á Að-
alvík KE og Njarðvík
KE er ÚA á ný orðið
annað kvótastærsta fyrirtæki
landsins, með 16.800 tonna kvóta
þorskígildum talið. Með samein-
ingu Þormóðs ramma og Sæbergs
varð til fyrirtæki sem réð yfir rúm-
lega 16.300 tonna kvóta og varð
það þar með um tíma annað stærsta
kvótafyrirtæki landsins. Hlutdeild
ÚA í heildarkvóta landsmanna er
núna 3,81%. Sámherji er í fyrsta
sæti með 25.000 tonna kvóta sem
eru 5,69% af heildarkvóta lands-
manna.
Húftryggingarverðmæti Aðalvík-
ur og Njarðvíkur er um 275 milljón-
ir. Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri ÚA, segist telja að
markaðsverð skipanna sé tæpar 200
milljónir. Skipin og kvótinn sem
þeim fylgdi voru hins vegar keypt á
1.110 milljónir. Þetta þýðir að verð-
mæti þess 1.514 tonna kvóta, sem
fylgir skipunum, er tæplega einn
milljarður.
íslenskir aðalverktakar
í útgerð
Ýmis fyrirtæki hafa komið að
útgerð Aðalvíkur og Njarðvíkur frá
því skipin komu til landsins fyrir
rúmlega 30 árum. Árið 1993 keyptu
íslenskir aðalverktakar Aðalvík KE,
sem þá hét Eldeyjar-Boði, af útgerð-
arfyrirtækinu Eldey, en Eldey hafði
um nokkurt skeið átt í miklum
rekstrarerfiðleikum. íslenskir aðal-
verktakar stofnuðu fyrirtækið Tess
ehf. kringum útgerð Aðalvíkur og
Ljósfara GK, sem síðar var breytt í
Njarðvík KE.
Takmarkaður áhugi var hjá ís-
lenskum aðalverktökum á að standa
í útgerð og strax árið 1995 kom
fram í fréttatilkynningu frá fyrir-
tækinu að það hefði að undanförnu
átt í viðræðum við á annan tug
útgerðarfyrirtækja á Suðurnesjum
um leigu eða sölu á skipunum. Við-
ræðurnar leiddu ekki tií niðurstöðu.
Þegar íslenskum aðalverktökum
var breytt í hlutafélag fyrr á þessu
ári var fyrirtækinu gert að greiða
hluta af eignum sínum til eigend-
anna, íslenska ríkisins, Regins hf.,
sem er í eigu Landsbankans, og
Sameinaðra verktaka. Skipin Áðal-
vík og Njarðvík lentu þá í eigu
Regins, sem auglýsti þau til sölu.
Þijú tilboð bárust í skipin. Kalda-
fell bauð 1.110 milljónir, Fiskanes
í Grindavík og Valbjörn í Sandgerði
buðu 1.050 milljónir og Vinnslu-
stöðin í Vestmannaeyjum bauð 838
milljónir. í tilboði Kaldafells var
gert ráð fyrir að skipin yrðu stað-
greidd, en í hinum tilboðunum að
hluti kaupverðsins yrði greiddur út
og afgangurinn lánaður til nokk-
urra ára. Að mati Sverris Her-
mannssonar, bankastjóra Lands-
bankans, var um 240 milljóna króna
munur á hæsta og næsthæsta til-
boði þegar tekið hefur verið tillit
til greiðslukjara.
Kaldafell er að fullu í eigu Út-
gerðarfélags Akureyringa. Heimili
og varnarþing Kaldafells er í Njarð-
vík, en á sama stað er Laugaþurrk-
un hf. með fiskvinnslu. Laugaþurrk-
un, sem hóf starfsemi ___________
fyrr á þessu ári, er í eigu
Laugafisks hf. í Reykja-
dal, en ÚA er einn stærsti
eigandi þess fyrirtækis.
Útgerðarfélag Akur- ““““
eyringa átti í talsverðu samstarfi
við Tess ehf. á síðustu tveimur
árum. Hluti af afla Aðalvíkur og
Njarðvíkur var um tíma unninn á
Akureyri.
Reykjanesbær getur ekki
gengið inn í kaupin
Samkvæmt lögum um stjórn fisk-
veiða getur sveitarstjórn gengið inn
í tilboð í kvóta ef fyrirtæki utan
sveitarfélagsins gerir kauptilboð í
kvóta með það í huga að flytja hann
burt úr sveitarfélaginu. Fyrirtækið
Kaldafell var stofnað sl. föstudag
og þremur dögum síðar keypti það
skipin tvö og kvótann fyrir 1.110
milljónir. Sú spurning vaknar hvort
ÚA hefur
áhuga á sam-
starfi við Suð-
umesjamenn
Mestar líkur eru á að línuskipið Njarðvík KE,
sem Kaldafell, dótturfyrirtæki ÚA, keypti
í fyrradag verði selt aftur. Framkvæmda-
— —-
stjóri UA segist ætla að skoða grundvöll út-
gerðar línuskipa frá Reykjanesi m.a. með
það í huga að setja á stofn saltfiskverkun.
—
Hann segir í samtali við Egil Olafsson
að ÚA hafi áhuga á samstarfi við fyrirtæki
á Suðumesjum.
Kvótahæstu útgerðarfélögin
1997-1998
Heildarkvóti, Hlutfall af
þorskfgildi, heildarkvóta,
tonn 1997-98
1. Samherji hf Akureyri 25.084 5,69%
2. Útgerðarfélag Akureyringa hf Akureyri 16.803 3,81%
3. Þormóður rammi - Sæberg hf Sigluíirði 16.339 3,71%
4. Grandi hf fíeykjavík 14.175 3,22%
5. Haraldur Böðvarsson hf Akranesi 12.892 2,93%
6. Síldarvinnslan hf Neskaupstað 10.055 2,28%
7. Hraðfrystihús Eskífjarðar hf Eskifirði 8.164 1,85%
8. Fiskiðjan Skagfirðingur hf Sauðárkróki 8.042 1,82%
9. ísfélag Vestmannaeyja hf Vestm.eyjum 7.876 1,79%
10. Skagstrendingurhf : Skagaströnd 7.571 1,72%
Samanlagt
Heildarkvóti
127.001 28,82%
440.713 100,00%
stofnun Kaldafells
sé bara mála-
myndagerningur
og tilgangurinn
með kaupunum sé
að flytja kvótann
á skip Útgerðarfé-
lags Akureyringa.
Guðbrandur var
spurður hvort ÚA
væri að fara í
kringum lögin um
stjórn fiskveiða
með stofnun
Kaldafells í
Reykjanesbæ.
_______ Hann
Hugsanlegt
er að eignir
verði seldar
svaraði því til að þetta til-
boð sem gert hefði verið
í skipin hefði verið undir-
búið mjög vel, en ekkert
““““ væri þó ákveðið með
framtíð útgerðarinnar. „Við töldum
enga ástæðu til að eiga það á hættu
að einhver annar myndi ganga inn
í okkar tilboð."
Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, sagði að bæjarstjórn
Reykjanesbæjar gæti ekki haft
nein afskipti af þessari sölu. Kalda-
fell væri fyrirtæki sem væri skráð
í Reykjanesbæ og það væri gleði-
efni að fyrirtækið væri svo öflugt
að það gæti snarað út 1.100 milljón-
um.
„Ég geri ekki ráð fyrir öðru en
að Kaldafell ætli að gera þessi skip
út frá Reykjanesbæ. Við treystum
því. Bæjarstjórn getur ekkert farið
að blanda sér í þessi viðskipti. Ef
í ljós kemur að
stofnun þessa
fyrirtækis, Kalda-
fells hf., er bara
einhver skamm-
tímaaðgerð til-
komin vegna þess
að menn ætli sér
að fara framhjá
lögum og reglum
um stjórn fisk-
veiða þá er það hið
alvarlegasta mál.
Við munum ræða
það við stjórnvöld
ef sú staða kemur
upp. ---------------------
Fyrirfram vil ég ekki gefa IMjardvík
mér að svo sé.“
Ellert sagði að bæjar-
stjórn Reykjanesbæjar
gæti ekki gert neinar at- “““”
hugasemdir við það þó að afli frá
skipunum yrði fluttur til vinnslu á
Akureyri.
„Fiskur er fluttur landshorna á
milli á íslandi. Önnur eignaraðild á
þessum skipum gæfi okkur enga
tryggingu fyrir því að fiskurinn
yrði unninn á Suðurnesjum. Við
kaupum fisk víða af landinu og
vinnum hann hér. Með sama hætti
er afli keyptur af Suðurnesjum og
unninn annars staðar. Bæjarfélagið
getur ekki haft nein afskipti af
þessu fyrirtæki eða öðrum fyrir-
tækjum í sjávarútvegi. Ég legg hins
vegar áherslu á að Kaldafell sé
komið til að vera hér og stundi
öfluga og þróttmikla útgerð.
Fyrirtæki á íslandi eru að gera
sér betur og betur grein fyrir því
hvað það er hagstætt að stunda
veiðar og vinnslu frá Reykjanes-
skaganum. Ég hef trú á því að þau
muni flytja hingað starfsemi á
næstu árum,“ sagði Ellert.
ÚA kannar samstarf
við Suðurnesjamenn
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri ÚA, sagði að ekki
hefði verið ákveðið hvernig starfsemi
Kaldafells yrði hagað eða hvað yrði
gert við afla af skipunum tveimur.
„Njarðvik KE hefur verið bundin
við bryggju frá því í júní á þessu
ári. Aðalvík hefur verið á grálúðu-
veiðum á línu og gengið alveg
þokkalega. Við viljum gefa okkur
tíma til að fara yfir það rekstrarum-
hverfi sem er fyrir línuskip. Það er
þekkt staðreynd að línufiskur er
óskaplega gott hráefni í hvaða
vinnslu sem er.
Við höfum einnig áhuga á að
skoða hvort það eru einhverjir aðil-
ar á Suðurnesjum sem hafa áhuga
á einhvers konar samstarfi við okk-
ur. Við höfum rætt við fyrirtæki
um samstarf, en ekki náð niður-
stöðu, a.m.k. ekki ennþá,“ sagði
Guðbrandur. Hann vildi ekki tjá sig
um við hveija hann hefði rætt um
samstarf.
Guðbrandur sagði að eitt af því
sem ÚA hefði áhuga á að skoða -
væri að fara út í saltfiskvinnslu að
nýju. ÚA tók þá ákvörðun fyr*r
fimm árum að hætta allri saltfisk-
vinnslu. Þetta var ákveðið í tengsl-
um við þann niðurskurð á aflaheim-
ildum sem fyrirtækið varð fyrir.
„Við fylgjumst vel með þróuninn
og því verði sem er á saltfiski al-
mennt. I augnablikinu eru verðiö
þannig að þetta er ekki mjög spenn-
andi, en það er eðlilegur kostur hjá
okkur að hafa útgönguleið fyrir
stærri fiskinn sem við veiðum með *
saltfiskverkun í huga. Suðurnesin
og Höfn í Hornafirði eru langheppi-
legustu staðirnir fyrir saltfisk-
vinnslu. Það eru hins vegar mark-
aðsaðstæður sem ráða mestu um
hvað ákvörðun við tökum.“
Guðbrandur sagði líklegast að
Kaldafell myndi selja Njarðvík.
Aðspurður útilokaði hann ekki að
Aðalvík yrði einnig seld.
Fjármögnun
ekki vandamál
Kaldafell staðgreiddi skipin tvö.
Guðbrandur sagði að algengast
væri við kaup á aflaheimildum að
þær væru staðgreiddar. Hann sagði
að greitt yrði með skammtímalán-
um til að byija með, en síðan yrði
gengið frá langtímafjármögnun.
„ÚA hefur mjög sterkan efnahag
þó að reksturinn hafi ekki gengið
nægilega vel undanfarin misseri.
Við vissum að við myndum geta
fengið góð lán ef við þyrftum á
þeim að halda. Við höfum verið að
fá tilboð á undanförnum mánuðum
um lánsfé ef fyrirtækið færi út í
fjárfestingar. Fjármögnun þessara
kaupa verður því ekki vandamál
fyrir okkur.“
Aðspurður sagðist hann gera ráð
fyrir að Landsbankinn kæmi að
_________ skammtímafj ármögnun
þangað til búið væri að
ganga frá fjármögnun til
lengri tíma. Landsbank-
inn er aðalviðskiptabanki
ÚA. Guðbrandur sagði að
hins vegar ekkert rætt
verður líklega
seld aftur
UA hefði
við Landsbankann um fjármögnur
á kaupunum fyrr en eftir að frí
þeim hefði verið gengið og að sjálf-
sögðu hefði Landsbankinn ekki í
nokkurn hátt komið nálægt því ac
móta tilboðið í skipin.
Guðbrandur útilokaði ekki af
skipin yrðu fjármögnuð að einhverji
leyti með eignasölu. Hann minnti í
að ÚA ætti stóra hluti í fyrirtækjun
eins og Tanga og Skagstrendingi
„Við þurfum alltaf að vega það oj
meta á hveijum tíma hvort það þjón
hagsmunum Útgerðarfélagsins ac
eiga þessa hluti eða selja þá. Un
þetta hefur hins vegar engii
ákvörðun verið tekin.“