Morgunblaðið - 16.10.1997, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 16.10.1997, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4 SKOÐUN RUSSNESK RULLETTA FÁTT er skemmtilegra en þegar varðhundar hagsmunakerfisins sýna óvart stáltennurnar opinber- lega. Gott dæmi um uppákomu af þessu tagi mátti sjá á síðum Morg- unblaðsins sunnudaginn 5. október sl., þegar Guðrún S. Eyjólfsdóttir, forstöðumaður Lyfjaeftirlits rílds- ins, líkti notkun hollustuafurða bandaríska stórfyrirtækisins Herbalife við rússneska rúllettu. I alvöru löndum þar sem tekið er al- varlega á axarsköftum embættis- manna yrði þessi ágæta kona að segja af sér umsvifalaust. En á Is- landi gilda aðrar reglur. Fyrir þá sem ekki vita er heilsu- fyrirtækið Herbalife virtasti braut- í-yðjandi heims í framleiðslp nær- ingar- og heilsuvarnings. Á sama tíma og lyfjaiðnaður nútímans ein- blínir á sjúkdóma og vinnslu (aðal- lega) gerviefna til að ráða niðurlög- um þeirra hefur þetta merka íyrir- tæki einblínt á heilbrigði, þ.e. að fyrirbyggja sjúkdómana áður en þeir dynja yfir. Ofuráhersla heilbrigðiskerfisins á sjúkdóma er ein meginástæða þess að þjóðir heims eru hvarvetna að kikna undan ofboðslegum kostnaði við heilbrigðisþjónustu. I Banda- ríkjunum einum var þessi kostnað- ur á síðasta ári 1000 milljarðar doll- ara (ein amerísk trilljón) eða fjórfalt meiri en útgjöld til hemaðarmála. Þeir sem héldu að einkavæðing mundi leysa þetta mál vita nú betur: hítin er botnlaus. Jafnvel lægst settu bírókratar í heilbrigðiskerfinu vita að það er aðeins ein leið til út úr þessum ógöngum: að snúa sér af al- efli að fyrirbyggjandi sjúkdóma- vömum vegna þess að sú leið er a.m.k. hundrað sinnum ódýrari og árangursríkari. Jákvæð viðbrögð al- mennings og neikvæð viðbrögð lyfjaframleið- enda, segir Jón Óttar Ragnarsson, við afurð- um Herbalife-fyrir- tækisins eru af sama toga spunnin. og sagði mér hreint út (kannski til að vara mig við) að hún væri ekki á launum hjá ríkinu, heldur lyfja- framleiðendum (!) og hefði því varla lögsögu og enn síður tíma til að fjalla um þetta mál. Á fundinum kom jafnframt fram að hún hafði beinlínis ímugust á fyrirtækinu (og raunar hollustu- og fæðubótarvör- um yfirhöfuð) og var þekking henn- ar á fyrirtækinu öll í gróusögustíl. Jafnframt kom berlega í ljós að þekking hennar á næringarfræði og fæðubótarefnum var af skornum skammti svo ekki sé meira sagt. Enda þótt ég hefði lítinn áhuga á að afhenda svo mikilvægt framfaramál í hennar hendur átti ég ekld ann- arra kosta völ. Fannst mér raunar með ólíkindum - eftir allt sem á undan var gengið - að hún skyldi taka málið að sér í stað þess að vísa því t.d. á Hollustuvernd ríkisins sem hefði verið réttara og eðlilegra, enda vörur Herbalife allsendis óskyldar lyfjum af öllu tagi. En þetta var ekki í eina skiptið sem þessi ágæta kona átti eftir að koma ofanrituðum á óvart. Hvað síðan gerðist veit sjálfsagt enginn annar en blaðakona Morgunblaðsins og Guðrún sjálf. Líkleg- asta skýringin er auð- vitað sú að vinnuveit- endur Guðrúnar, „lyfjainnflytjendur og -framleiðendur" hafi tekið í taumana og heimtað að - úr því að ekki var hægt að draga leyfið til baka - í það minnsta skyldi reynt að veita Herbali- fe það högg sem kæfði það í fæðingu. Sem betur fer virðist ekk- ert lengur geta stöðv- að framgöngu Herbalife á Islandi - ekki frekar en annars staðar þar sem það hefur náð að skjóta rótum - og jafnvel reiðilestur kerfisfólks og keppinauta virkar aðeins sem ol- ía á þann eld. Jón Ottar Ragnarsson Herbalife á Islandi Leyfið Guðrún og ég Þegar ég átti minn fyrsta og eina fund með Guðrúnu S. Eyjólfsdóttur pg tjáði henni áhuga minn á því að íslendingar fengju að njóta góðs af afurðum Herbalife eins og aðrir íbúar Norðurlanda og Vestur-Evr- ópu var hún óvenjulega hreinskilin Eftir nokkurn eftirrekstur - með bréfum og símbréfum - stóð Guð-' rún við orð sín og heimilaði inn- flutning á ýmsum helstu hollustu- vörum Herbalife til íslands. Enda þótt ég hefði vonast til að fá enn fleiri efnaflokka í gegnum kerfið í fyrstu atrennu gat ekki annað en sætt mig við þessa niðurstöðu mið- að við aðstæður. Jákvæð viðbrögð almennings og neikvæð viðbrögð lyfjaframleiðenda við afurðum Herbalife-fyrirtækisins eru af sama toga spunnin. Nú þegar hafa fjölmargir Islendingar kynnst þessum vörum af eigin raun og hafa komist að sömu niðurstöðu og 25 milljónir notenda um allan heim: þær svínvirka. Á örskömmum tíma hefur náðst ótrúlegur árangur. Er vitað um alls 16 manns sem hafa lést um 20 kíló eða meira (undirritaður er í þeim hópi) og nokkra sem hafa grensnt langt umfram það. Ljúka flestir sem hafa prófað vörurnar upp ein- um munni um að þeim hafi sjaldan eða aldrei liðið betur, haft eins mik- ið úthald, verið jafngóðir á taugum, sofið jafnvel o.s.frv. Þar við bætast allir sem hafa uppskorið lækkaðan blóðþrýsting, lækkaða blóðfitu, losnað við ofnæmi, síþreytu eða ger- sveppasýkingar svo dæmi séu nefnd. Það er því ekki að undra þótt lyfjainnflytjendur og -framleiðend- ur séu uggandi um sinn hag. Fyrir ThaustgróðEr -GRÓÐURSETNING ^ I FULLllM GANGI MIKIÐ ÚRVAL TRJÁA OG RUNNA. Opið virka daga frá kl. 8-16.30. Pantanasími 5641777. GLÆSILEGAR PLÖNTUR - GOÐ VERÐ. ossvogsstöðin hf PLÖNTUSALAN í FOSSVOGI, Fossvogsblettur 1 - fyrir neðan Borgarspítala. http://www.centrum.is/fossvogsstodin J utan að hafa engin haldbær vopn gegn mörgum þessara sjúk- dóma vill svo illa til að lækna- og lyfjastéttin hefur sjaldan staðið verr að vígi í barátt- unni við aukakílóin sem nú. Þar fór í verra því einmitt þessi þrá- láti sjúkdómur hefur um árabil verið ill- skeyttasta heilbrigðis- vandamál okkar tíma og hrjáir um það bil þriðjung allra Vestur- landabúa, þ.á m. 70 þúsund Islendinga. Þetta er einmitt eitt þeirra sviða sem Herbalife hefur náð frábærum ár- angri á. Er augljóst að Guðrún ger- ir sér enga grein fyrir því að fátt eða ekkert myndi auka langlífi á Is- landi jafnmikið og það ef okkur tækist að megra þessa 70 þúsund landa okkar niður í kjörþyngd. En það er ekki nóg með að lyfja- iðnaði nútímans hafi mistekist að finna eitt einasta haldbært vopn í baráttunni við aukakílóin heldur hafa öll þau „lyf‘ sem hann hefur boðið upp á á þessu sviði haft í för með sér háskalegar aukaverkanir. Sama gildir um þann urmul af „að- gerðum“, allt frá fitusogi upp í gamastyttingu, sem hátækni lyfja- og læknisfræði hefur fram til þessa ginnt upp á saklaus fórnarlömb sín. Síðasta hneykslið reið yfii- fyrir að- eins fáum vikum þegar hið gífurlega auglýsta „undralyf" lyfjaframleið- enda í Bandaríkjunum fenphen (og redox) - reyndist hafa hrundið af stað, ja, hvað haldið þið? - hvorki meira né minna en faraldri af ban- vænum lungnaháþrýstingi (primary pulmonary hypertension) ásamt með hjartalokubilunum, heila- og fóstur- skemmdum meðal notenda og öðrum lífshættulegum hliðarverkunum!! Rússnesk rúlletta Það er kaldhæðnislegt þegar orð Guðrúnar eru höfð í huga að einu skiptin sem fólk, sem þarf að megra sig, hefur bókstaflega þurft að spila rússneska rúllettu með eigið líf var þegar það tók trúanlegt auglýsinga- skrum lyfjaiðnaðarins og neytti sumra þeirra bráðdrepandi afurða sem hann hefur haldið að grunlaus- um neytendum í gegnum tíðina á þessu sviði. Herbalife-fyrirtækið var einmitt stofnað í kjölfiir slíkra hörmunga. Þannig var að móðir Mark Hughes, stofnanda Herbalife, hafði árum saman reynt að megra sig um nokkur kíló. Eftir margar misheppnaðar tilraunir benti ein- hver henni á að hún ætti tvímæla- laust að leita læknis, sem hún gerði. Megrunarlyfin, sem voru þá í tísku meðal lækna, voru þá oftast einhver afbrigði af amfetamíni. Vesalings konan náði auðvitað engum árangri við megrunina þrátt fyrir þessi kröftugu meðul, en varð hins vegar svo háð þeim að eftir skamma hríð var hún orðin örvita eiturlyfjasjúk- lingur. Lauk þessari raunasögu með því að konan lést úr ofskömmtun megrunarlyfja, aðeins 36 ára gömul, árið 1976. Mark Hughes var aðeins 18 ára gamall þegar þetta gerðist og varð svo harmi lostinn að hann ákvað að verja ævinni í að hjálpa fólki með offituvandamál til að grenna sig á náttúrulegan hátt, og án þeirra lífs- hættulegu aukaverkana sem móðir hans þurfti að glíma við. í stað þess að leita að nýjum og öflugri gervi efnum fór hann til Kína til að lær; allt um grös og önnur náttúrulej fæðubótarefni. Upp úr þessari við leitni spruttu með tímanum hinai frábæru vörur þessa fyrirtækis: hollustuvörur sem eru 100% nátt- úrulegar, lausar við öll lyf eða gervi- efni og því skaðlaus með öllu. I dag - 18 árum eftir stofnun fyrirtækis- ins - eru vörur Herbalife prófaðar á 20 mínútna fresti af Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna til að tryggja mestu gæði, auk þess sem þær hafa verið samþykktar af heil- brigðisstjórnum í 36 löndum, þ.á m. þeim sem hafa hvað strangastar reglur um efnanotkun af þessu tagi, þ.á m. Norðurlönd, Japan, Bretland og Sviss. En lyfjamafían lét sér ekki segj- ast. Má með sanni segja að ferill hennar á sviði megrunar hafi ekki einasta verið blóði drifinn heldur og árangurslítill. Nýjasta dæmið um þetta er tískumegrunarlyfið fen- phen. Fenphen er aðeins nýjasb dæmið um nútímatækni á villigöt um, um óprúttna framleiðendui sem í stað þess að reyna að hjálp: notendum að grenna sig á náttúr legan hátt neyddi þá með hags- munapoti og auglýsingaskrumi út i rússneska rúlletu með eigið líf. Er nú hefur fenphen verið bannað og eina ferðina enn neyðast megrunar- læknar til að arka út á vígvöllinr vopnlausir með öllu, nema þeir sen vegna hugsjóna, fordómaleysis eð: af einskæru hyggjuviti taka með sér Herbalife-brúsann út í víglínuna. Staðreyndin er einfaldlega sú að ekkert fyrirtæki á jörðinni hefur megrað fleira fólk en Herbalife og af þeirri ástæðu einni saman kann fyrirtækið vel að hafa stuðlað að betri heilsu en nokkurt annað fyrir- tæki á jörðinni, þótt ungt sé. Hvar- vetna um heim - nema í Lyfjaeftir- liti íslenska ríkisins og e.t.v. höfuð- stöðvum keppinautanna - nýtur þetta heiti ámóta virðingar og nöfn annaiTa frumkvöðla á sviði nútíma- legra samfélagshátta. í ljósi þess að ekki munu líða ýkja mörg ár þar til framfarasinnaðar ríkisstjórnir taka að umbuna þeim, sem losa sig við lífshættuleg aukakíló, hætta að reykja og annað í sama dúr, með skattaívilnunum og öðrum gylliboð- um ætti Guðrán og aðrir steinaldar- menn gamla tímans að fara að hugsa sinn gang. Nútímaþjóðir hafa ekkert þol og enn minni samúð með skefjalausri hagsmunagæslu sem auk þess stríðir gegn hagsmunum neytenda og þjóðarinnar allrar. Höfundur er fyrrverandi sjónvarspsstjóri Stöðvar 2. Á GJAFVERÐI KF-265 Kælir 197 Itr. Frystir HxBxD 146.5 x 55 x 60 Itr. TILBOÐ Aðeins 54.990,-„9, Það eru nýjar glæsilegar innréttingar í öllum 20 gerðum kæliskápanna. fyrsta flokks frá "»* ^onix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 L, G 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.