Morgunblaðið - 16.10.1997, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 16.10.1997, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 49 FRIMANN KRISTINN SIGMUNDSSON + Frímann Krist- inn Sig’mundsson fæddist 7. júlí 1947. Hann lést 9. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Frí- mannsdóttir, f. 5. desember 1924, d. 7. nóvember 1994, og Sigmundur Karls- son, f. 17. maí 1918, d. 8. september 1997. Systkini Frímanns Kristins eru Agúst Karl og Margrét Bára. Eiginkona Frí- manns Kristins er Herdís Ragna Þorgeirsdóttir, f. 1949. Börn þeirra eru: Helena, f. 1967, hennar maki er Bjarni Tryggva- son. Alda, f. 1973, maki hennar er Sigurður Hansson og börn þeirra Arnór, f. 1991, og Brynja Dís, f. 1993. Utför Frímanns Kristins fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Frímann Kristinn Sigmundsson, eða Kiddi eins og við kölluðum hann, var kallaður á fund skapara síns, þegar sumar mætti hausti. Á þeim stað, sem menn eru dæmdir eftir breytni við samferðafólk sitt, einkum börn, verður honum búinn heiðurs- sess. Á kveðjustund togast á söknuð- ur og þakklæti. Söknuður yfir að hafa misst tryggan vin og þakklæti fyrir vináttu og hjálpsemi, frá fyrstu kynnum. Heimili Herdísar og Kidda var á stundum líkast félagsmiðstöð, þar sem vinir og kunningjar léttu af sér áhyggjum og sóttu gleði. Þangað voru alltaf allir velkomnir - undantekningalaust. Dætur okkar, Sara og Hekla, sóttu mjög í samvist- ir við fjölskyldu þeirra, enda hús og faðmur ávallt opinn. Gæska hans og þolinmæði við börn var einstök og segir meira um mannkosti hans en flest annað. Við stöndum í þakk- arskuld við Kidda fyrir áratuga vin- áttu, hjálpsemi og hlýhug. Farðu vel, en þín verður saknað. Þrúður og fjölskylda. í dag verður til moldar borinn frændi okkar og mágur, Frímann Kristinn, eða Kiddi, eins og hann var af flestum nefndur. Fyrir Kidda fór eins og svo mörgum mætum manninum, að deyja langt fyrir ald- ur fram. Lífið er undarlegt ferðalag á þessari jörð og oft er okkur spurn um tilgang þess og hvort við fáum nokkru um örlög okkar ráðið. Ef til vill má finna svör við mörgum spurn- ingum sem vakna á stundum sem þessum og víst er að ferðalag okkar er misjafnt að lengd og gæðum. Það er oft sagt að innræti manna megi merkja á framgöngu þeirra við menn og málleysingja. Það væri ekki of- sagt að Kiddi var mikiil barnavinur. Að honum löðuðust þau sakir ástar og umhyggju sem hann bar í brjósti til þeirra og alltaf átti hann stundir aflögu þeim til handa. Kiddi var mikill aðdáandi gamalla bíla sem nú flokkast sem fornbílar. Sérstakt dálæti hafði hann á amer- ískum drossíum frá fimmta og sjötta áratugnum og átti þá marga um dagana. Hann hafði gott lag á við- gerðum og næmt auga fyrir litum og bílasprautun. Það má víst segja um Kidda að mottó hans hafi verið að nýtt sé dýrt, en gamalt, gott, enda voru bílar hans oft sem nýir eftir að hann hafði farið um þá hönd- um. Það var honum mikil lífsnautn að sjá árangur eigin verka og þeir eru margir sem minnast hans með þakk- læti í huga þegar tal um bíla ber á góma. Það væri löng saga að minn- ast góðu stundanna en Kiddi hafði gaman af öllu gríni og glensi og var oft hnyttinn í tilsvörum. Sneri oft dauðans alvöru upp í lymskulegt grín ef sá gállinn var á honum, ekki síst þegar hann átti sjálfur í hlut. Nú þegar hann er genginn er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa venslast hon- um, kynnst og átt. Eflaust mun hugur okkar dvelja í minn- ingu um Kidda um ókomin ár þegar leiðin liggur um heimaslóðir hans, Mosfellsbæ. Við vitum það, kæri, að nú þegar bílar þessa heims eru þér fjarri, munt þú stýra himna- fleyjum æðri, í nýjum heimi, nýrri tilvist, í drottins garði. Þangað stefnum við öll, þangað förum við öll, fyrr eða síðar. Svo sem segir í ritningunni, svo elskaði guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur öðlist eilíft líf. Það er okkur hjálpræði í dag. Megi svo verða. Ingvi, Ólafur og Erla. í dag kveðjum við Frímann Krist- inn Sigmundsson (Kidda) sem lést langt um aldur fram, af völdum krabbameins. Kiddi og konan hans, Dísa, hafa búið í nábýli við fjöl- skyldu okkar í áratugi. Þau eru ófá skiptin sem setið hefur verið við eldhúsborðið hjá þeim hjónum og hin ýmsu málefni rædd og má segja að bílar og allt þeim tengt hafi verið þar mest áberandi. Kiddi var mikill áhugamaður um að safna gömlum munum og beindist áhugi hans ekki hvað síst að traktor- um og eldri gerðum amerískra bíla og nú undir það síðasta ók hann um á glæsilegum Chevrolet Impala. Það eru forréttindi að eiga ná- granna eins og þau hjón, þeirra hús var alltaf opið fyrir gestum og gang- andi og hændust börn og unglingar að heimilinu, sérstaklega ef eitthvað bjátaði á. Einnig var það áberandi að alitaf þegar fólk kom saman, mátti sjá Kidda með lítið barn í fang- inu enda var það ótrúlegt hvað lítil börn hændust að honum. Vor fagra jörð þín vagga var og er. Hún von um nýja heima gefur þér. (G. Dal.) Við þökkum þér fyrir órofa tryggð og vináttu. Guð blessi fjölskyldu þína. Sigurður, Pétur og Sólveig. Þegar ég sá Kidda fyrst, hef ég verið líklega svona 12 ára gömul. Úti var bylur og það var barið að dyrum, framdyramegin, þar sem enginn gekk venjulega um. Ég fór til dyra og opnaði. Á tröppunum stóð grannvaxinn maður í úlpu, með gleraugu sem voru orðin hálffull af snjó og spurði eftir Herdísi systur minni. Hún var heima þá helgina, rosaflott í sjóliðabuxum og leðurstíg- vélum, enda farin að vinna í Reykja- vík. Ég taldi þennan gaur ekki geta átt mikið erindi við hana. Þar hafði ég rangt fyrir mér, því enginn átti við hana meira erindi upp frá því. Eins og Kiddi kom inn í líf henn- ar, þannig kom hann líka inn í líf mitt og allrar fjölskyldunnar. Enginn gauragangur eða fyrirferð. Hlý nær- vera, kímnigáfa og endalaus hjálp- semi eru orðin sem mér koma fyrst í hug. Sorgin sem fyllir hug og hjarta nú, og sem hefur haft þar samastað frá því í júní í sumar, þegar Kiddi greindist með krabbamein, er yfír- þyrmandi og sár. Árum saman kom Kiddi hingað austur um helgar. Hann var þá að sprauta bíla, eða þá að hjálpa öðrum við svipuð verkefni. I fjölskyldualbúminu mínu er til mynd af Kidda, öilum bláum að lit, eins og bíllinn var sem hann var þá að slípa. Oft hefur maður nú hlegið að þeirri mynd, en ekki lengur. Kannske er orsökin að endalokum hans þarna komin, því þá var ekk- ert verið að nota hlífar fyrir öndunar- færi, og ýmsu andað inn, sem gott hefði verið að hreinsa frá. En það er of seint að hugsa um það nú. Á heimili Kidda og Dísu hefur alltaf verið gott að koma, og þó þau hafi áður búið við þrengra húsnæði en nú undanfarin ár, þá þótti alltaf sjálfsagt og best að gista þar. Þar er háttatími heldur aldrei miðaður við klukkuna og alls ekki við lok sjónvarpsdagskrár, heldur einungis við það, hvenær umræðunni um málefni kvöldins er lokið. Ekki er heldur óalgengt að þar séu bakaðar pönnukökur um þijúleyti nætur, en þar var Kiddi meistarinn. Enda gef- inn fyrir góðan mat, þó ekki bæri vaxtarlagið því vitni. Þegar hann kom austur, hér áður fyrr, lá hann í það minnsta undir grun um það, að borða bæði hjá mér, Fríðu og mömmu, eða í það minnsta að kynna sér hvað væri í pottunum hjá okkur öllum áður en hann ákvað sig. Ég held í rauninni, að Kiddi hafi verið hjálpsamasti maður sem ég hef þekkt. Ekki var neitt sérstakt vanda- mál hjá honum að skutla fólki bæjar- leið ef þurfa þótti, og skipti þá ekki máli þó bæjarleiðin væri í lengra lagi, svona 200 km, veður óvisst og yfir fjallveg að fara. Líka hefur oft verið sögð sagan af því, þegar konu vinnufélaga hans í Búrfelli langaði til að eignast stuttbuxur, eins og þá voru í tísku. Hún hafði keypt efni, en treysti sér ekki í saumaskapinn. Kidda óx þetta ekki í augum. Hann tók efnið, klippti út buxurnar og saumaði saman í hliðum, og faldaði fyrir teygju að ofan, og ekki var annars getið en að frúin hefði verið sæl með nýju flíkina. Kiddi hefur alltaf haft mörg áhugamál, þó helst væru þau sem tengdust bílum og traktorum, helst gömlum, svo og öðru dóti gömlu, sem margir kalla drasl. Nú síðustu árin bættist svo við einlægur áhugi hans á velferð litlu dótturbarnanna, Arnórs og Brynju Dísar og svo sann- arlega hafa þau létt honum þessa síðustu mánuði með fölskvalausri ást sinni og umhyggju fyrir „afa gutt“. Margir aðrir lögðu líka sín lóð á vogarskálarnar, til þess að hann gæti haft það sem best, sýndu um- hyggju sína og væntumþykju með heimsóknum og símtölum. Enginn þó eins og fjölskyldan hans sem hefur hjúkrað honum og annast um hann, svo vel, að betur verður ekki gert. Hugurinn hefur leitt mig langa vegu, en lífið og svipleg lok þess ég ekki skil. Af þakklæti vil ég tala en geði tregu til þín sem hefur alltaf verið til. Dagamir hafa breytt um lit og lögun. Lífið er ekki samt og það áður var. Nú skyggnist ég eftir þér um dyr í dögun en dauðinn er kominn og þú ert ekki þar. Harmurinn vekur allar kenndir aftur, ólmast þá hjartað byrgt inn’ í þröngri skel. Horfinn er nú til moldar þinn mikli kraftur. Megir þú sofa í friði og hvflast vel. (Jens Þórisson) Við Tóti og synir okkar þökkum samfylgdina og vottum ástvinum hans okkar dýpstu samúð. Sigríður Jónasdóttir. INNAN VBGGJA HEIMILISINS í blaðaukanum verður komið víða við og heimilinu gerð góð skil á líflegan og skemmtilegan hátt. Rætt verður m.a. við fólk sem gert. hefiur upp eldra húsnæði og húsgögn, innanhússarkitekta og lesendum gefin góð ráð í máli og myndum. Meðal efeds: • Banialierbergið • Uppsetning gluggatjalda • Innanlii'issslcreytingar • Hugmyndir á netinu • Ný lína í eldunartælcjum • Sérsiníðuð eldhúsinnrétting • Hvemlg á að leggja á borð • Öryggi á lieimihun • Flisalögn • Lýsing • Upphækkað hjónarúm • Barbie-dúkkuhúsátveimurhæðum • Viðtöl o.m.fl. Siimnidaginn 26. október Skilafrestur auglýsingapantana er til M. 12.00 mánudaginn 20. október. Allar náuari upplýshigar veita starfsmemi auglýsingadeildar í síina 569 1111. AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Símbréf 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.