Morgunblaðið - 16.10.1997, Page 60
80 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Ný lína fyrir unga folkið
Buxur frá kr. 2.900.
—
Velkominn á MARBERT kynningu
fimmtudag og föstudag
15% kynningarafsláttur
Förðunar-og snyrtifræðingur
frá MARBERT veitir ráðgjöf
HOLTS APOTEK Álfheimum 74 ♦ Sími 553 5212
Elizabeth Arden 1 kynnin«' J o
í dag fimmtudag
15% kynningarafsláttur
VESTURBÆJAR APOTEK
MELHAGA 20-22 (GEGNT SUNDLAUG VESTURBÆJAR)
SÍMI 552 2190
Októbersprengja
á útigöllum
og úlpum
Brettaúlpur
St. 160-170 Áðurkr.&OOO nú kr. 6.900
Gallar 5
St. 110 Áður kr. 67700 nú kr. 2.900
St. 120-140 Áður kr. Jt90d nú kr. 5.900
St. 150-170 Áður kr. &90Ö nú kr. 6.900
Úlpur eldrl gerðir '
St. 140-150 kr. 2.900
St. 120-150 Áður kr. &9QG nú kr. 4.900
St. 160-170 Áðurkr.JWOO nú kr. 5.900
ÚTIVISTARBÚÐIhl
við Umferðamiðstöðina
SÍMI 5S1 9800
IDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Vanþóknun á
auglýsingn
SÍÐASTLIÐINN sunnu-
dag birtist heilsíðuauglýs-
ing í Morgunblaðinu frá
Tóbaksvarnamefnd
Reykjavíkur. Þeir hafa
verið og eru ötulir að koma
á framfæri aðvörunarorð-
um til almennings um
skaðsemi tóbaksreykinga
og afleiðingar þeirra. Til-
gangurinn er að vekja fólk
til umhugsunar og er hið
besta mál. En í þetta sinn
var einum of langt gengið.
Ungur drengur er mynd-
efnið, andlit hans er með
brunasárum eftir sígar-
ettu. Ég er fullviss um það
að þessi áhrifamikla aug-
lýsing hefur vakið athygli
hjá fleirum en mér og eru
það því vinsamleg tilmæli
mín til forráðamanna Tób-
aksvarnarnefndar og
þeirra sem setja upp og
útfæra auglýsingar í þessu
skyni. Farið varlega og að
vel athuguðu máli um val
á myndefni þegar koma á
á framfæri áhugaverðum
málstað. Sérstaklega ef
hugsað er að hafa börn í
aðalhlutverki. Mig langar
að minna á að í auglýsing-
ingu sem birtist í Morgun-
blaðinu í sumar að þessu
sama tilefni var ung stúlka
sem kafreykir. Stúlkubarn
situr við hlið hennar og
fylgist undrandi á svip með
reykjarkófinu sem líður út
í andrúmsloftið. Það vekur
athygli að þarna er það
ekki barnið sem er í aðal-
hlutverki.
Anna.
Of langt gengið
ÉG VIL lýsa vanþóknun
minni á mynd af litlum
dreng sem Tóbaksvamar-
nefnd notaði í auglýsinga-
skyni sunnudaginn 12.
október. Nú ganga þeir of
langt.
Það er mikið búið að
fjalla um ljósmyndasýn-
ingu sem er í Perlunni
þessa dagana, mörgum
finnst sýningin ekki við
hæfi barna en hvað með
þessa auglýsingu frá Tób-
aksvarnamefnd? Hún er
Ijót. Hver er tilgangurinn?
Hver drepur í sígarettu í
andliti lítils drengs? Það
gera aðeins kvalarar og
það er kannski álit tóbaks-
varnarnefndar að reyk-
ingafólk sé í þeim flokki.
Ef það væri allra meina
bót að reykja ekki væri það
vel en svo er ekki.
Móðir.
Slæm auglýsing
ÉG ER afskaplega óhress
með auglýsingu sem birtist
í Morgunblaðinu sl. sunnu-
dag frá Tóbaksvamar-
nefnd. Ég tel að með þess-
ari auglýsingu hafi þeir
skotið yfir markið. Þessi
auglýsing segir manni
ekkert um skaðsemi reyk-
inga, hún minnir frekar á
auglýsingu um heimilisof-
beldi. Ég tel að nú sé Tób-
aksvamarnefnd á rangri
leið og hún ætti að endur-
skoða auglýsingamál sín.
Ein reyklaus.
Barmnæla týndist
BARMNÆLA (bronsuð
hendi) sem er annar hluti
af setti týndist þriðjudag-
inn 7. október annaðhvort
fyrir utan Háskóla íslands,
Háteigskirkju eða í safnað-
arheimili Háteigskirkju.
Nælan hefur mikið tilfinn-
ingalegt gildi. Skilvís
finnandi vinsamlega hafi
samband í síma
561-2043. Fundarlaun.
Dýrahald
Hefur þú séð Nölu?
KISAN okkar Nala týndist
frá Bólstaðarhlíð á sl.
sunnudagskvöld. Hún er
svört, hvít og ljósbrún.
Hún er ekki vön að vera
úti og er ekki merkt. Ef
þið hafið séð hana, vinsam-
lega hringið í síma
588-4284.
SKÁK
IJnisjön Margeir
Pétursson
Staðan kom upp í opna
flokknum á alþjóðlegu
móti í Hoogeveens í Hol-
landi í haust. Það er
gamla kempan Davíð
Bronstein (2.420) sem hef-
ur hvítt og á leik gegn
Hollendingnum R. Vedder
(2.255).
18. Re5! - Bxg2 19. Hxd7!
- Bd5 (111 nauðsyn, því eft-
ir 19. - Rxd7 20. Dxe6+ -
Kh8 verður gamla góða
kæfingarmátið uppi á ten-
ingnum: 21. Rf7+ - Kg8
22. Rh6++ - Kh8 23.
Dg8+! - Hxg8 24. Rf7
mát! Stef sem allir skák-
menn verða að þekkja!) 20.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Hlxd5 - Hxc3 21. Hd8+ 23. Db4+ - Ke8 24. Hd8+
- Bf8 22. Hxf8+! - Kxf8 - Kxd8 25. Df8 mát!
Meistarinn lætur sig ekki
muna um að hrista slíka
snilld fram úr erminni þótt
hann sé orðinn 73ja ára
gamall.
í efsta flokki tefla fjórir
keppendur tvöfalda umferð.
Staðan að mótinu hálfnuðu
er þessi: 1. Sutovsky, ísrael
2 'U v. af 3 mögulegum, 2.
Van Wely, Hollandi 1 'U v.
og 3.-4. Júdit Polgar og
Vasílí Smyslov, fyrrum
heimsmeistari 1 v.
í opna flokknum hefur
Psakhis, Israel unnið fjórar
fyrstu skákir sínar.
Norræna VISA bikarmót-
ið: Attunda umferðin í dag
frá kl. 16 á Grand Hótel
Reykjavík. Jóhann Hjartar-
son hefur hvítt gegn Dan-
anum Schandorff og Hann-
es Hlífar hefur hvítt gegn
Finnanum Westerinen.
Víkverji skrifar...
NÝLEGA barst Víkverja bréf
frá Náttúruverndarráði, und-
irritað af Helgu Haraldsdóttur. Þar
segir: „í nýlegri umfjöllun Víkverja
um framkvæmdir við Dynjanda
hefur komið fram að Náttúruvernd-
arráð hafi staðið að úrbótum við
fossinn. Hið rétta er að fram-
kvæmdir á svæðinu undanfarin tvö
ár hafa verið unnar að frumkvæði
og á kostnað Ferðamálaráðs íslands
með dyggum fjárstuðningi Eim-
skips.
Vegagerðin og Þingeyrarhreppur
(ísafjarðarbær) hafa einnig komið
að þessu máli enda framkvæmdir
miklar við bílastæði og aðkomu.
Náttúruverndarráð hefur einungis
verið umsagnaraðili þar sem fossinn
er náttúruvætti."
Svo mörg voru þau orð. Talsverð-
ar umræður hafa verið um Dynj-
anda í pistlum Víkveija að undan-
förnu. Muni Víkveiji það rétt, hefur
allt það, sem Helga minnist á þegar
komið fram í þessum pistlum. En
góð vísa er aldrei of oft kveðin eins
og þar stendur.
xxx
KÍNVERJAR, það er að segja
ráðamenn í Peking, virðast
ekki miklir mannþekkjarar. Mót-
mæli sem slík, sem þeir afhentu
íslendingum dag eftir dag á meðan
á einkaheimsókn varaforseta Tæv-
an stóð, eru beinlínis til þess fallin
að hafa þveröfug áhrif en ætlazt
var til. Að krefjast þess, að maður-
inn yrði ekki virtur viðlits, gæti
allt eins haft í för með sér að hon-
um yrði fagnað enn meir en áður.
Afskipti stórveldis af málefnum,
sem íslendingum finnst því ekki
koma við, hafa einfaldlega þessi
áhrif.
Athyglivert var að hitta fólk
meðan á þessu brambolti Kína-
stjórnarinnar stóð. Allir töluðu um
þessi mótmæli Pekingstjórnarinnar
og voru hneykslaðir niður í tær.
Hvað vildu þessir menn austur í
Asíu eiginlega upp á dekk, hvað
kom þeim við þótt varaforseta Tæ-
vans langaði til að líta augum land-
ið og þjóðina sem í því býr? Þetta
fannst hinum almenna borgara ein-
um of langt gengið og fólk, sem
alla jafna talar aldrei um alþjóða-
stjórnmál, talaði vart um annað
þessa daga, sem heimsókn manns-
ins stóð yfír. Og almennt var fólk
á því að sýna ætti Kínastjórninni,
að hér væri mál, sem kæmi henni
hreint ekkert við.
Víkverja fannst þetta vera mjög
útbreitt og almennt viðhorf, hvar
sem hann kom. En Kínveijar eru
ekki fyrsta stórveldið sem flaskar
á því að þekkja hug hins almenna
íslendings. Þetta gerðu Bretar einn-
ig á sínum tíma, þegar þeir ætluðu
að fara að segja íslendingnum til
um hvernig hann skyldi haga sér í
sambandi við fiskveiðilögsöguna.
Þá stóðu allir saman, hvar í flokki
sem þeir voru og íslendingar höfðu
aðeins eina skoðun á málinu, rétt
eins og nú.
xxx
ANNARS virðist svo sem kapít-
alisminn sé að sigla hraðbyri
inn í kínverskt samfélag, en eftir
stendur flokksræðið algjört, stein-
runnið og sér ekkert nema naflann
á sjálfu sér. Lýræðisöflum er haldið
niðri. Kommúnistaflokkurinn innan
gæsalappa, því hann er nú aðeins
nafnið tómt, stendur enn uppi og
innleiðir kapítalismann, því að hans
eigið hugmyndakerfi er löngu hrun-
ið um víða veröld. Flokkurinn hefur
ekki vit á því að gefa skoðanamynd-
un lausan tauminn. Það er í senn
sorglegt og mikil mistök. Og það
er af þeim toga, sem þessi fáran-
legu afskipti eru runnin. Ráðamenn
í Kína skilja ekki að það er ekki
hægt að skerða ferðafrelsi manns,
jafnvel þótt hann sé varaforseti
Tævan, eða hitt þó heldur.