Morgunblaðið - 16.10.1997, Síða 72
Fyrstir meö
<Ö>
AS/400 er...
...þar sem grafísk
notendaskil eru
fjL í fyrirrúmi
<ö> NÝHERJI
HP Vectra PC
HEWLETT
PACKARD
Sjádu meira á www.hp.is
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL:IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Hætt við sölu franska fyrirtækisins Gelmers til Sölumiðstöðvarinnar
SH stefnir eigendun-
um fyrir samningsrof
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur stefnt
eigendum franska fyrirtækisins Gelmer í Boulogne
fyrir samningsrof, en skömmu áður en undirrita
átti samning um kaup SH á Gelmer síðastliðinn
þriðjudag tilkynnti lögmaðm- aðaleiganda Gelmers
að hann myndi ekki undirrita samninginn þar sem
hann væri hættur við að selja SH fyrirtækið. Gelm-
er leggur stund á ýmsa starfsemi tengda ferskfisk-
innflutningi, fisksölu og fullvinnslu fiskrétta.
í fréttum Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2 í gær-
kvöldi var sagt að Islenskar sjávarafurðir hefðu
gengið frá kaupum á Gelmer í gær, en Hermann
Hansson, stjórnarformaður IS, vildi í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi ekkert tjá sig um málið.
Morgunblaðið hefur heimildir íyrir því að fjórir
menn hafi verið í Boulogne á vegum ÍS um og eftir
síðustu helgi.
Að sögn Friðriks Pálssonar, forstjóra SH, hefur
verið krafist lögbanns á sölu bréfanna í Gelmer á
meðan SH leitar réttar síns.
Viðræður um kaup SH á Gelmer hafa staðið yfh-
síðastliðna þrjá mánuði og sagði Friðrik að vitað
hefði verið að fleiri aðilar væru að skoða fyrirtæk-
ið. Á einhverju stigi málsins hefði SH verið sagt að
ÍS væri væntanlega einn af þeim.
Hann sagði að á sama tíma og aðaleigandi Gelm-
ers hefði tilkynnt SH að hann myndi ekki selja fé-
laginu bréfin hefðu fengist frétth’ af því að hann
væri í viðræðum við annan aðila.
„Það varð til þess að við ákváðum strax, af því
að við töldum vera kominn á samning, að stefna
honum og krefjast þessarar kyrrsetningar eða
lögbanns á bréfunum," sagði Friðrik. „Málið var
gjörsamlega fullfrágengið. Það voru öll plögg klár
og búið að gefa út fyrirmæli frá seljanda um
hvernig skipta átti upphæðum á ávísanir og búið
að útbúa þær. Þetta var því algjörlega frágengið."
Strangar kröfur SH um ábyrgðir
Friðrik sagði að viðræðurnar við eigendur Gel-
mers hefðu verið mjög erfiðar vegna þess að SH
hefði gert mjög strangar kröfur um ábyrgðir
vegna ýmissa fjárhagslegra og lagalegi-a álita-
mála. Slitnað hefði upp úi’ viðræðunum föstudag-
inn 3. október, en að beiðni seljanda hefðu viðræð-
ur verið teknar upp á ný nokkrum dögum síðar.
„Frá þeim tíma og allar götur þar til við fáum
upphringingu fyrir hádegið á þriðjudag erum við í
góðri trú að semja við þennan mann, lögfræðing-
ana hans og starfsmennina hans, og aldrei
nokkurn tímann gefið neitt annað í skyn heldur en
að hlutimir væru á fullri ferð og lokafrágangur
allur í eðlilegum farvegi. Þetta er óskiljanlegt
framferði," sagði Friðrik.
Rekstrartap undangengin ár
Hjá Gelmer starfa nokkur hundruð starfsmenn,
en fyrirtækið er með stóra ferskfiskdeild og flytur
inn mikið af ferskum fiski, víðs vegar að úr heimin-
um, m.a. frá Islandi. Gelmer er einnig með um-
svifamikinn innflutning og sölu á unnum fiskafurð-
um, og það rekur stóra fiskréttaverksmiðju í
Boulogne.
Fyrirtækið hefur verið rekið með rekstrartapi
undangengin tvö ár og sagði Friðrik að lykilfor-
senda þess að SH hafði áhuga á að kaupa fyrir-
tækið væri sú að stjórnendur SH hefðu talið að til
þess að snúa rekstri þess við yrðu að koma til
samlegðaráhrif við fyrirtæki á sama sviði sem
væri í fullum rekstri og jafnframt með aðgang að
þekkingu og mörkuðum til þess að rífa fyrirtækið
upp. Fyrst og fremst hefði verið áhugi á að eign-
ast hina nýju fiskréttaverksmiðju fyrirtækisins,
en rekstur hennar hefði getað fallið mjög vel að
rekstri Coldwater Seafood UK í Grimsby, sem
hefur í vaxandi mæli selt afurðir sínar á franska
smásölumarkaðnum.
Hluthafafundur verður haldinn hjá SH í dag.
Seyðisfjörður
Fugl drepst
vegna olíu-
mengunar
Seyðisfirði. Morgunblaðið.
TÖLUVERT af olíu fór í sjóinn á
Seyðisfirði á þriðjudaginn þegar
verið var að dæla gasolíu um
borð í togarann Hólmadrang.
Skipstjóri togarans tilkynnti
óhappið til hafnarstjóra Seyðis-
fjarðar. Þar sem um gasolíu var
að ræða var ekki mikið hægt að
gera því hún dreifist mjög fljótt.
Heilbrigðisfulltrúa Seyðisfjarðar
var ekki tilkynnt um slysið en
lögregla fékk að vita um það og
gerði vettvangsskýrslu. Svo virð-
ist sem slysið hafi orðið er vél-
stjóri skipsins var að dæla milli
tanka.
Ekki er ljóst hversu mikið
magn af olíu fór í sjóinn, en þó
hefur það verið svo mikið að fugl
er farinn að drepast í firðinum.
Þegar er vitað að margir tugir
fugla hafa orðið fyrir mengun og
eiga í vandræðum. Sjálfboðaliðar
vinna nú við að reyna að bjarga
fuglum sem lent hafa í olíunni en
að sögn lögreglu á staðnum er
alls óljóst hvort einhverjum, og
þá hverjum, ber skylda til þess
að koma villtum dýrum til hjálp-
ar þegar svona slys verða.
Lífeyrisfrumvarp
Formaður SAMFOKS hefur áhyggjur af hörðum hnút kennaradeilunnar
Ráðstafa
megi iðgjaldi
til maka
I DRÖGUM lagafrumvarps um
starfsemi lífeyrissjóða, sem nú er til
meðferðar hjá nefnd sem væntanlega
skilar niðurstöðum á næstunni, er
gert ráð fyrir því að sjóðfélagi geti
ákveðið að iðgjald hans skuli, allt að
hálfu, renna til þess að mynda sjálf-
stæð réttindi fyrir maka hans.
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, greindi frá þessu á ráðstefnu
um framtíðarsýn og sátt milli kyn-
slóða í Reykjavík í gær.
Á ráðstefnunni voru m.a. birtir
fyrstu kynslóðareikningarnir sem
gerðir hafa verið hérlendis en niður-
staða þeirra er m.a. að heildarskatt-
byrði komandi kynslóða, þ.e. þeirra
sem fæðast fram til 2020 verði 161%
meiri en heildarskattbyrði einstak-
lings sem fæddist árið 1995.
■ Skattbyrði mun/12
---------------
Leituðu
rjúpnaskyttna
NOKKURRA rjúpnaskyttna var
saknað á Holtavörðuheiði í gærkvöldi
og var björgunarsveitin Heiðar í
Stafholtstungum kölluð út til að leita
þeirra. Áður en til þess kom höfðu
mennirnir skilað sér niður á veg,
mun neðar í heiðinni en þar sem þeir
höfðu farið úr bílum sínum í gær-
morgun.
Björgunarsveitarmenn í Mývatns-
sveit leitúðu að manni sem hafði orð-
ið viðskila við félaga sína í Búrfells-
hrauni, þar sem þeir voru á veiðum,
en hann fannst á tíunda tímanum í
gærkvöldi og amaði ekkert að hon-
um.
Þá leituðu björgunarsveitir á
Húsavík og nágrenni að manni sem
hafði verið á rjúpnaveiðum skammt
suður af Húsavík en varð viðskila við
félaga sinn.
Morgunblaðið/Kristinn
FOLK var áhyggjufullt á fundinum í gærkvöldi.
Sættum
okkur ekki
við verkfall
„VIÐ höfum verulegar áhyggjur af
því hvað deilan virðist í hörðum hnút
og við sættum okkur engan veginn
við verkfall. Við óttumst um viðhorf
til skólastarfs til langframa ef til
verkfalls kemur,“ sagði Guðbjörg
Björnsdóttir formaður Samtaka for-
eldra- og kennarafélaga í skólum í
samtali við Morgunblaðið.
Samtökin stóðu í gærkvöldi fyrir
fundi fulltrúa í stjómum foreldrafé-
laga og foreldraráða til að hlýða á
fréttir af stöðu samningamála í kenn-
aradeilunni beint frá fulltrúum beggja
samninganefnda. Guðbjörg Björns-
dóttir kvað fulltrúa launanefndai’
sveitarfélaga hafa hafnað þátttöku í
fundinum. Guðbjörg sagði óánægju
kennara mun meiri en nokkru sinni.
„Við höfum líka heyrt þær raddir að
kynt hafi verið um of undir væntingum
innan raða kennara um væntanlegar
kjarabætur.“
Guðbjörg minnti á að kennarar
hefðu áðm- farið í verkfall og væru enn
óánægðir og velti fyrii- sér hvort verk-
fall nú myndi skila meiri kjai-abótum
og meiri ánægju í skólastarfið. „Það
kemur los á allt starfið og verður
aldrei hægt að bæta nemendum það
upp. Sumir árgangar eru að fara gegn-
um grunnskólann með tvö eða þrjú
verkfóll og það má spyrja hvaða afleið-
ingar það hefur fyrir þá kynslóð."
„Eg hef áhyggjur af kjörum kenn-
ara og tel að þau þurfi að bæta en
jafnframt er nauðsynlegt að lagfæra
fyrirkomulag vinnutíma þeirra og
færa til nútímalegra horfs þannig að
það standi ekki í vegi fyrir endurbót-
um í skólastaifi," sagði Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á
fundinum.
Borgarstjóri kvaðst áhyggjufull
vegna stöðunnar í kjaraviðræðunum
en sagðist hafa tröllatrú á að samn-
ingar tækjust á elleftu stundu.
„Sjálfsímynd og sjálfsvirðing kenn-
ara og sveitarfélaga bíður mikinn
hnekki ef til verkfalls kemur sem ég
óttast að verði langvarandi. Áður en
til verkfalls kæmi væru sveitarfélög-
in búin að teygja sig fram á ystu nöf
og teldu sig ekki geta bætt miklu við
þótt til verkfalls kæmi. Kennarar
myndu væntanlega ekki fara út í
verkfall nema að ætla sér að upp-
skera eitthvað þannig að það verður
erfitt að ná saman.“
Byggt verði á núverandi
vinnutímagrunni
Jón G. Kristjánsson, formaður
launanefndar sveitarfélaga, tjáði
Morgunblaðinu í gærkvöld að ýmis
atriði hefðu verið rædd á breiðum
grundvelli á samningafundi í gær og
væri annar fundur boðaður í dag. Á
SAMFOK-fundinum í gær sagði Ei-
ríkur Jónsson, formaður KI, að lögð
hefði verið fram á samningafundinum
hugmynd um að greiða sérstaklega
fyrir meira en þriggja klukkustunda
bundna vinnu kennara í skólunum
upp í fullt starf í einsetnum skólum.
Eiríkur taldi ekki tíma til að ná sam-
komulagi um algjörlega nýtt fyrir-
komulag í vinnutíma en sagði hægt að
ná saman á hugmynd sem byggði á
núverandi gninni en opnaði mögu-
leika til að kaupa aukna vinnu af
kennurum ef áhugi væri fyrir hendi.