Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 13
FRÉTTIR
Hagstofustjóri segir engin aldursmörk eiga við um gerð skoðanakannana
HALLGRÍMUR Snorrason hag-
stofustjóri segir að Hagstofan setji
ekki aldursmörk þegar úrtak úr
þjóðskrá er notað við gerð rann-
sókna eða kannana, en það hafí
verið borið undir Tölvunefnd hvort
endurskoða eigi þá reglu að heim-
ila ekki notkun þjóðskrár til út-
sendingar gíróseðla, auglýsinga og
dreifibréfa til einstaklinga, sem
hafa náð 75 ára aldri.
Árni Brynjólfsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri og félagi í svo-
nefndum Aðgerðahópi aldraðra,
(AHA), skrifaði Hagstofustjóra
bréf um miðjan ágúst þar sem
segir að hæpið sé að „setja efri
aldursmörk á notkun þjóðskrár, en
sjálfsagt og eðlilegt að fólk á öllum
aldri geti fengið sig undanþegið
óæskilegum viðskiptapósti".
Árni sendi afrit af bréfi sínu til
Tölvunefndar, sem sendi fyrir-
spurn um hvað afgreiðslu þess liði
til Hagstofunnar 1. október. í bréfi
Tölvunefndar er óskað eftir upplýs-
ingum um það „hvort afgreiðslu
málsins sé lokið af hálfu Hagstof-
unnar og ef svo [sé] þá með hvaða
hætti það hafi verið afgreitt“.
Var borið undir Tölvunefnd
Hallgrímur sagði að þar sem
þessi verklagsregla hefði verið bor-
in undir Tölvunefnd í upphafi hefði
hann nú svarað bréfi hennar með
því að bera málið undir hana á ný.
Sagði hann að 75 ára reglan um
úrtak úr þjóðskrá vegna gíróseðla,
auglýsinga og dreifibréfa, þar á
meðal stjórnmálaáróðurs, hefði
verið í gildi um margra ára skeið.
„Hún er í samningum Hagstof-
unnar við fyrirtæki, sem hafa
Reglur um aldursmörk
vegna „ruslpósts“
til endurskoðunar
heimild hennar til að hagnýta sér
þjóðskrá í viðskiptum við þriðja
aðila,“ segir í bréfi Hagstofunnar
til Tölvunefndar.
„Skilyrði og skuldbindingar í
þeim samningum voru á sínum
tíma borin undir tölvunefnd. Ald-
urshámarkið var sett í því skyni
að vernda eldri borgara fyrir gíró-
seðlum og öðrum ruslpósti.
Ákvörðun um þetta var tekin eftir
að Hagstofunni höfðu borist beiðn-
ir þess efnis frá nokkrum aðstand-
endum aldraðs fólks. Var því hald-
ið fram að öldruðum væri mikill
ami af póstsendingum sem þessum
auk þess sem hætta væri á að
margir þeirra misskildu heimsend-
ingu gíróseðla vegna happdrætti-
smiða og annarrar fjáröflunar
þannig að þeir álitu sér skylt að
inna greiðslu af hendi.“
Fyrst andmælt í bréfi Árna
í bréfinu, sem er dagsett 7.
október, er tekið fram að þessari
verklagsreglu hafi ekki verið and-
mælt fyrr en með bréfi Árna Brynj-
ólfssonar og í samtölum um þetta
efni undanfarin ár hafi oft komið
Samhjálp opnar
nýja kaffistofu
SAMHJÁLP hvítasunnumanna hef-
ur opnað nýja kaffístofu við Hverf-
isgötu 44 í Reykjavík, þar sem_ áður
var Söngskólinn í Reykjavík. Á síð-
asta ári komu 19 þúsund gestir á
kaffistofuna og í október stefnir í
að gestir verði yfir 20 þús. Flestir
hafa þeir verið 140 á einum degi.
í frétt frá Samhjálp segir að
kaffistofan hafi starfað frá árinu
1982 og var í fyrstu opin tvo daga
í viku í tvo tíma. Vegna mikillar
eftirspurnar var fljótlega opið virka
daga frá kl. 10-17. Árið 1990 var
gerð tilraun með súpugjafir í dags-
lok og fjórum árum síðar var farið
að gefa súpu og brauð virka daga.
Samtals hafa 120.150 manns kom-
ið á stofuna þar af rúmlega 93
þús. á kaffistofutíma og rúmlega
27 þús. í súpu og brauð.
Fram kemur að ýmsir hafa orð-
ið til að gefa reglulega matvæli
o g hefur fyrirtækið Eyjakleinur séð
fyrir kleinum alla daga. Heildversl-
un Gunnars Kvaran hefur lagt til
matarskammta, og þar með heitan
mat tvisvar í viku og Herdís hefur
komið óteljandi morgna með
brauðpoka á bakinu frá Björnsbak-
arí við Skúlagötu og lagt við dyr
kaffistofunnar.
Talsverðar breytingar þurftu að
fara fram á nýja húsnæðinu áður
en kaffistofan flutti og hét Reykja-
víkurdeild Rauða krossins 700 þús.
króna framlagi auk þess sem ýms-
ir einstaklingar hafa lagt til minni
upphæðir en vænst er framlags frá
Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar á næsta ári.
Geðhjálp vill kaupa
Hafnarbúðir
RÍKISKAUP auglýsa eftir kauptil-
boði í Hafnarbúðir við Reykjavík-
urhöfn í Morgunblaðinu á sunnu-
daginn og eiga tilboð að hafa bor-
ist fyrir kl. 11 hinn 12. nóvember
nk.
Hafnarbúðir voru byggðar sem
sjómanna- og verkamannaskýli
árið 1962 með aðstöðu fyrir verka-
menn við höfnina í kaffi- og matar-
tíma. Ríkið keypti húsið árið 1972
og rak Landakotsspítali langlegu-
deild í húsinu en í júlí sl. tók ríkis-
sjóður við húsinu. Húsið er þijár
hæðir og kjallari, samtals 1.344
fermetrar að stærð, og er fast-
eignamat rúmar 40 milljónir en
brunabótamat er rúmar 187 millj-
ónir.
„Mér skilst að Geðhjálp ætli að
fram stuðningur við þessa verndar-
reglu Hagstofunnar.
„Hagstofan vill nú gjarnan leita
að nýju eftir samráði við Tölvu-
nefnd um þessa verklagsreglu.
Sérstaklega sýnist þurfa að taka
afstöðu til þess hvort þyngra eigi
að vega sjónarmið um vernd eldri
borgara, sem reglan byggist á, eða
þau sjónarmið, sem fram koma í
bréfi Árna Brynjólfssonar, að í
reglunni felist skerðing á tilteknum
mannréttindum."
Þar segir einnig að Hagstofan
hafi ekki sett neina reglu um efri
aldursmörk við hagnýtingu þjóð-
skrár til úrtaksgerðar vegna rann-
sókna eða skoðanakannana.
I bréfi Árna Brynjólfssonar frá
því í ágúst segir að enginn amist
við því þótt aldursmörk séu notuð
við gerð launakannana, sem ein-
göngu miðist við fólk á vinnumark-
aði. „Aftur á móti er það niðurlægj-
andi að slá því föstu að allt fólk
sem komið er á eftirlaunaaldur sé
ekki fært um að segja skoðanir
sínar á þjóðmálum eða eiga við-
skipti," segir í bréfí Árna. „Nú-
tímaskoðanakannanir eru það
áhrifamiklar, að jaðra má við, að
þeir sem ékki fá þar að vera séu
sviptir kosningarétti. - Þá má ekki
heldur gleyma því, að útilokun 10%
þjóðarinnar í skoðanakönnun hlýt-
ur að skekkja niðurstöður og lýsir
ekki góðri fagmennsku."
„Okkur er þetta ekkert sérstak-
lega fast í hendi,“ sagði Hallgrím-
ur um verklagsregluna. „Þetta er
nokkuð, sem var ákveðið á sínum
tíma, þegar þessar umkvartanir
bárust.“
Hallgrímur sagði að hann gæti
hins vegar aldrei tekið undir að-
finnslur Árna vegna skoðanakann-
ananna. „Við höfum aldrei beitt
þessari reglu þar,“ sagði hann.
„Þetta hefur borist í tal við þau
fyrirtæki, sem eru með þessar
kannanir, og ég hef ítrekað við þau
fyrirtæki að við höfum ekki beitt
reglunni. En þau fyrirtæki segja
sem svo að oftast nær séu aldurs-
mörkin valin með tilliti til þess um
hvaða hóp sé að ræða.“
Sagði hann að oft ætti við að
spyija tiltekinn aldurshóp en ekki
annan. Aldursmörk væru nánast
án undantekninga tilgreind í bréf-
um með óskum um úrtak úr þjóð-
skrá vegna kannana.
Hallgrímur kvaðst hafa rætt við
Benedikt Davíðsson, formann
Samtaka aldraðra, um könnun,
sem var gerð vegna lífeyrissjóða.
„Hún beindist að sjálfsögðu að ið-
gjaldsgreiðendum af því að þannig
var til hennar stofnað, en ekki
þeim, sem voru að taka úr lífeyris-
sjóðum," sagði hann. „Það var
samkvæmt efni máls og fannst
okkur báðum það í rauninni eðli-
legt.“
Sjálf stæðismenn
kaupa húsið en það er samt skylda
að auglýsa það,“ sagði Vigfús
Halldórsson hjá Fasteignum ríkis-
sjóðs. „Þeir verða þá að bjóða í
eignina eins og aðrir. Höfnin á
forkaupsrétt að húsinu en borgin
hefur afsalað sér sínum rétti.“
Geðhjálp er með aðstöðu á ann-
arri hæð fyrir skrifstofu og félags-
miðstöð og sagði Ingólfur Ingólfs-
son framkvæmdastjóri samtak-
anna að þau væru ákveðin í að
kaupa húsið. „Ég held að þarna
hafi orðið smá mistök. Það er ver-
ið að kanna möguleika okkar á að
kaupa húsið,“ sagði hann. „Á með-
an svo er, þá er að okkar mati
óeðlilegt að senda þetta út en það
verður sennilega að bjóða húsið
út.“
Veljum Ingu Jónu
og vinnum borgina
Inga Jóna Þórðardóttir í 1. sæti
Skrifstofa stuðningsmanna Skólavörðustíg 6. Símar 562 5715/562 5725
Netfang: ingajona@islandia.is ■ Heimasfða: wiow.istandia.is/~ingajona