Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 37 LISTIR Að heyra með augunum FRÆÐIRJT S á 1 f ræði SÁLFRÆÐI RITMÁLS OGTALMÁLS eftir Jörgen Pind. Háskólaútgáfan, 1997, 302 síður. HIN svokallaða skynjunarsál- fræði mun vera jafngömul sálfræð- inni og markar reyndar upphaf sálfræðinnar sem sjálfstæðrar vís- indagreinar. Af tæknilegum orsök- um er talskynjun tiltölulega nýlegt viðfangsefni skynjunarsálfræð- inga. Það er fyrst á seinni hluta þessarar aldar sem hægt hefur verið að einbeita sér að rannsókn- um á því hvernig við nemum talað mál en lestur hefur aftur á móti verið eitt vinsælasta rannsóknar- svið sálfræðinnar frá upphafi. Það er greinilegt af riti Jörgens Pinds, prófessors í sálfræði við Háskóla Islands, að margt hefur gerst í þessum fræðum frá því að ísak Jónsson skólastjóri orðaði tengsl ritmáls og talmáls á þennan hátt árið 1958: „Sá, sem les, þarf að læra að heyra með augunum." Sálfræði rítmáls og talmáls er allmikið rit að vöxtum. Það skipt- ist í átta kafla þar sem höfundur rekur rannsóknir sálfræðinnar á talmáli og skynjun þess, lestri, máltöku barna og tengslum rit- máls og talmáls, sem eru hvorki augljós né einföld. Hversu flókin þessi tengsl eru sést kannski best á því að álitlegur hópur barna nær aldrei almennilegum tökum á rit- málinu, þótt þau læri að tala án teljandi vandkvæða, en talið er að 3-10% barna eigi við einhvers kon- ar lestrarerfiðleika að stríða. Tal- málið virðist vera manninum eðlis- lægt, eins og bandaríski málvís- indamaðurinn Noam Chomsky hef- ur haldið fram, en þegar kemur að því að breyta hljóðunum í skrif- uð orð er eins og málið vandist, hvort sem um er að ræða stafrófs- skrift (eða hljóðaskrift) eins og þá sem við höfum tileinkað okkur, myndletur eða atkvæðaskrift. Þessari bók má skipta í tvo hluta. í fyrri hlutanum, eða köflum tvö til fimm (Sjón og heyrn, Talmál, Talskynjun, Talskynjun bama), er athyglinni beint að sálfræði talmáls en í þeim síðari að ritmálinu (Lest- ur, Lestrarnám og torlæsi). Sömu- leiðis er fjallað um formfræði rit- málsins og saga þess rakin frá myndletri til stafrófsskriftar en slík táknun málhljóða „er eina leiðin til þess að tjá allar hugsanir sem hægt er að tjá í tungumálinu", eins og það er orðað (167). Eins og Pind bendir á þá hefur tölvutæknin skipt sköpun fyrir rannsóknir á talskynj- un á síðari ámm en þær virðast hafa leitt í ljós að sú skynjun er aigjörlega ósjálfráð og að með manninum hafi þróast einhvers konar sérhæfð heilastarfsemi sem sé forsenda talmálsins. Rannsóknir á talskynjun bama styðja þessar niðurstöður en höfundur bendir á að á fyrsta æviárinu eigi sér stað merkileg þróun; nýfædd böm em til dæmis afar næm á hljóðkenni mála og langtum næmari en menn héldu fyrir fáum ámm. Talskynjun bama mótast strax í fmmbemsku löngu áður en þau era sjálf farin að tala, ef svo má segja, og skipta þar ef til vill ekki minnstu máli svokallaðar frumgerðir sem segja okkur „að því dæmigerðari sem áreiti eru þeim mun auðveldari er hin hugræna úrvinnsla þeirra“ (149). Það vekur einnig athygli að hæfni bama til að greina mun málhljóða sem ekki koma við sögu í þeirra eigin málsamfé- lagi minnkar strax á fyrsta ári; mörg hljóð sem þau geta greint mun á nýfædd renna síðar saman fyrir þeim. Hvers vegna þetta ger- ist er ekki vitað. Síðasti kafli bókar- innar er helgaður lestr- amámi og torlæsi. Þeir sem eiga erfitt með lestur þurfa á aðstoð að halda til að koma auga á samband stafa við málhljóð. Þegar þessir einstaklingar standa frammi fyrir texta sjá þeir umferðaröng- þveiti bókstafa eða „maurahrúgu“, eins og fram kemur hjá torlæsum framhaldsskólanema sem vitnað er til í bókinni. í ljós hefur komið að vandi torlæsra er ekki sjónrænn heldur málrænn og tengist náið hljóðgerð tungumálsins og þeirri hljóðkerfisvitund sem við þurfum að búa yfir til að geta lesið texta vandkvæðalítið. Pind kemst að þeirri niðurstöðu með hliðsjón af þeim rannsóknum sem hann rekur að náið samband sé á milli hljóð- kerfisvitundar og lestrarnáms. Áður fyrr byggðust rannsóknir á talskynjun á þeirri forsendu að talmálið væri sambærilegt við rit- málið en eins og rakið er í bókinni þá hefur komið á daginn að ein- stök málhljóð renna að meira eða minna leyti saman í tali, ekki síst vegna svokailaðrar sammyndunar. Rannsóknir virðast leiða í ljós að þroskuð hljóðvitund er ekki beinlín- is forsenda lestrarnáms heldur öllu heldur afrakstur þess. Þær benda til gagnvirkra áhrifa lesturs og hljóðkerfisvitundar í lestrarnámi; lestrarnámið eflir þessa hljóðkerf- isvitund en jafnframt er hægt að efla hljóðkerfisvitundina hjá ung- um börnum og undirbúa þau fyrir lestrarnám. Hljóðkerfisvitundin spáir með öðrum orðum fyrir um það hversu fljót börnin eru að læra að lesa en hún eflist jafn- framt við lestrarná- mið. Jörgen Pind eyðir töluverðu púðri í skil- greiningaratriði á borð við það hvort til séu ólík afbrigði lestr- arerfiðleika. Niður- stöður nýjustu rann- sókna virðast þó benda til þess að að- greining á „eðlilegri" lestregðu og „óeðli- legri“ byggist á veik- um gmnni og að allir lestregir einstakling- ar eigi við svipaðan vanda að etja; Pind álítur því að rétt sé að styðjast við hugtakið torlæsi, „einfaldlega sem heiti fyrir þá sem eiga erfitt með að læra að lesa, t.d. á þann hátt að þeir séu langt á eftir jafnöldmm sínum“ (263). Hann bendir jafnframt á að engin töfralausn hafi fundist við torlæsi; hér sé aðeins ein leið greið: „hún felst í því að lesa og lesa aftur og svo enn m,eira“ (263). Það væri of langt mál að rekja niðurstöður allra þeirra fjölmörgu rannsókna sem Jörgen Pind fjallar um í þessari bók, en þær era marg- ar áhugaverðar. Á Sálfræði rít- máls og talmáls má líta sem eins- konar yfirlitsrit um helstu rann- sóknir í sálfræði ritmáls og tals, og sem slík er bókin bæði fróðleg og aðgengileg; jafnvel þeir sem eru ekki innvígðir í orðræðusamfélag sálfræðinnar geta lesið þessa bók og lært að undrast yfir því að við skulum yfírhöfuð geta lesið og gert okkur skiljanleg í töluðu máli. Umfjöllun Pinds um tengsl ritmáls og talmáls er ekki aðeins merkileg heldur er hér einnig fjallað um hljóðfræði og hljóðeðlisfræði mál- hljóða á greinargóðan hátt. Það sem helst mætti út á ritið setja er að stundum hafa svokallaðar skýr- ingarmyndir ekki tilætluð áhrif og sá sem hér skrifar átti stundum erfiðara með að átta sig á þeim en textanum sem þeim var ætlað að varpa ljósi á. Eiríkur Guðmundsson Jörgen Pind Höfní Homafirði RÆKIJR Sagnfræð! SAGA HAFNAR í HORNAFIRÐI Fyrra bindi. Aðdragandi búsetu og frumbýlingsár. Homafjarðarbær 1997,389 bls. SUMARIÐ 1897 hófst fyrst föst verslun í Hornafirði. Það var í landi jarðarinnar Hafnarness, vestast á samnefndu nesi. Þá byggði þar verslunarhús Ottó Tulinius og sett- ist þar að ásamt fjölskyldu sinni. Síðan er liðin ein öld. Myndarlegur kaupstaður hefur vaxið upp á nesi þessu með fjölbreyttu mannlífi, atvinnulífi og menningarlífi. Um- hverfið er stórbrotið og fagurt og saga byggðarinnar á marga lund einstök. Hún á skilið góðan sögu- mann. Arnþór Gunnarsson var ráðinn af bæjarstjórn Hafnar til að rita þessa sögu og fékk sér til halds og trausts sögunefnd sem í sátu Guðbjartur Össurarson, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Salomon Jónsson, Þorsteinn L. Þorsteinsson, Þór- gunnur Torfadóttir og síðasta árið Halldóra Gunnarsdóttir. Þetta er mikil saga sem gert er ráð fyrir að verði í tveimum bindum. Fyrra bindið, sem nú birt- ist, nær fram til ársins 1939. Bók- in er tæpar 400 blaðsíður. En text- inn er raunar mun lengri en blað- síðutal segir til um, því að brot er stórt og letur í smærra lagi. Þetta fyrra bindi skiptist í þtjá hluta sem hver um sig er í mörgum köflum. í fyrsta hlutanum er gefið stutt yfirlit yfir verslunarsögu Austur-Skaftafellssýslu. Þar er fyrst litið yfir sögusviðið, síðan segir frá verslun á Djúpavogi og Papósi, tilraunum Gránufélagsins til að versla á Hornafirði, harðind- um og verslunarkreppu, skamm- lífu Pöntunarfélagi og litlu langlíf- ara kaupfélagi (hinu fyrra). í öðrum hlutanum er lesandinn leiddur á nesið sem skilur að Hornafjörð og Skarðsfjörð og ekki verður heimsótt af sjó nema um 50 m breiðan ós á milli tveggja sandrifja. Þessi ós var skipstjórn- armönnum lengi mikill þyrnir í augum. Við fræðumst um stað- hætti á nesi þessu og nágrenni þess, ábúendum, búskap, hlunn- indum og árabátaútgerð. Þriðji hlutinn, Saga Hafnar 1897-1939, er langmestur hluti bókar. Hann er afar efnismikill í tíu köflum. Mest rúm fá verslunar- mál og atvinnulíf. En öðrum þátt- um eru einnig gerð eðlileg skil, s.s. búskap, samgöngum, mennta- málum, heilbrigðismálum, félags- og menningarmálum og kirkjumál- um. Ég hygg að það sé ekki ofmælt að sá sem lesið hefur þessa sögu hafi fengið góðan fróðleik um langflest af því sem vitað er um þetta byggðarlag og mannlífið þar. Margar verða þær persónur sem standa manni eins og ljóslifandi fyrir sjónum eftir lesturinn, s.s. Þorleifur I Hólum, Þórhallur Daníelsson, Jón ívarsson, Ey- mundur í Dilksnesi og margir fleiri. Þeir sem lítt eru kunnugir þar eystra eru kannski undrandi á því hversu mikið vægi verslunarsagan fær. En það á vissu- lega sína skýringu. Höfn í Hornafirði byggðist upp sem verslunarstaður fyrir Austur-Skaftafells- sýslu. Það er hinn upprunalegi til- gangur byggðar þar að verða þjón- ustumiðstöð fyrir stórt og erfitt byggðarlag. Utgerð var þar svo til engin fram eftir öldinni. Því olli hin hættulega innsigling. Þegar inn var komið, var hins vegar gott að vera fyrir minni báta. Lengi vel var því ekki grundvöllur fyrir mikla fólksfjölgun. Nú er þetta orðið gjör- breytt. Höfn er orðin öflug miðstöð útgerðar. En það er önnur saga sem sögð verður í næsta bindi. Hinn langi fyrsti kafli í þriðja hlutanum, Hafnarkauptún, er fremur óvenjulegur í byggðasögu- ritum. Eftir nokkuð langa almenna lýsingu eru talin öll hús sem byggð voru frá upphafí og til 1939, alls 46. Gerð er grein fyrir íbúum þeirra og birtar myndir af þeim og húsun- um sjálfum sé þess kostur. Kort er af þorpinu og öll hús merkt þar á rétta staði, sundurgreint eftir því um hvers konar húsnæði ræðir. Þetta tel ég til fyrirmyndar. Undirkaflinn „Ár í lífi Hafnar- fjölskyldu" er sömuleiðis óvenjuleg- ur. Þar hefur verið unnið úr dagbók eins heimilisföður og gerð mikil tafla yfír verk þriggja heimilis- manna í eitt ár. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé „einsögurann- sóknir" teknar inn í byggðasögu, enda er stutt síðan slíkar rannsóknir tóku að þróast hér á landi. Höfundur hefur augljóslega haft úr miklum heimildum að moða. Fyrir utan prentuð rit, opinber skjöl og annað þess háttar hefur hann haft aðgang að óprentuð- um endurminningum, dagbókum og sendi- bréfum. Ólatur hefur hann verið að deila glefsum úr þessu með lesandanum og á hann þakkir skildar fyrir það, því að góður fengur er að því efni og tals- verð skemmtun stundum. Geysimikill fjöldi sögulegra og góðra mynda er í ritinu og hafa þær prentast vel. Myndunum fylgir einatt talsverður texti, sem er eink- ar upplýsandi. Þá eru hvorki töflur né gröf skorin við nögl og nokkur ágæt kort er hér að fínna. í bókarlok eru miklar skrár: Til- vísanir í heimildir eftir köflum, heimildaskrá sundurliðuð, töflu- skrá, kortaskrá, bréfritaraskrá, ljósmynda- og teikningaskrá og loks mannanafnaskrá. Höfundur skrifar góðan og prýðilega læsilegan texta. Prófark- ir hafa verið vel lesnar óg allur frágangur ritsins er með ágætum. Hornfirðingár fengu því góðan sögumann, sem hefur unnið verk sitt einstaklega vel. Það er alls ekkert oflof að segja að þessi fyrri hluti Hafnarsögu sé sérlega vand- að, yfírgripsmikið og glæsilegt rit sem höfundur og útgefendur geta verið stoltir af. Sigurjón Björnsson Arnþór Gunnarsson Hvers vegna ætlar þú adf setja Snorra Hjaltason í 5. sæti í prófkjöri sjálfstædismanna. Þóra Guðmundsdóttir "Maðurinn er alveg óhemju duglegur" Gunnar S. Björnsson "Við þurfum mann með þekkingu og reynslu í byggingariðnaði í borgarstjórn" Helga Þorkelsdóttir "Hann lœtur til sín taka í íþróttastarfi þarna og unglinga" . jSj Snorri Hjaltason Maður með reynslu ..úr atvinnulífinu ..úr íþrottastarfi ..af stjórnmálum ..aff félagsmálum ..af verkalýðsmálum Snorri Hjaltason óskar eftir þinum stuðningi í 5. sœti í prófkjöri i sjálfstœðismanna i Reykjavik 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.