Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 45 AÐSENDAR GREINAR Geturðu ekkert Karl? ÞEGAR talið berst að jafnréttismálum í hópi ungs fólks eru ekki allir jafn fúsir til að taka þátt í umræð- unni. „Kvennabarátt- an er úrelt“, „Ég skil nú ekki hvað þessar Kvennalistakonur eru alltaf að rífa sig, ég meina, konur hér hafa það bara fínt,“ eru dæmi um frasa sem meira að segja stúlkur eru líkiegar til að beita, á meðan ein eða tvær halda uppi and- stæðum viðhorfum. Nokkrir sitja hjá, vilja ekki blanda sér í þetta - hver sit- ur þarna afsíðis steinþegjandi? Jú, þetta er hann Kalli. Hann á mömmu sem var virk í kvennabar- áttunni og hefur haldið marga þrumandi töluna um karlrembu- svín og kúgaðar konur yfir skelf- ingu lostnum karlkyns heimil- ismeðlimum. Kalli er raunar kom- inn á þá skoðun að best sé að draga sig í hlé í svona umræðum, hann vill engan styggja. Honum finnst svo sem ekkert, jú, jú, auð- vitað á ekkert að vera að kúga konur eða láta þær fá einhver minni laun og svoleiðis - þær eru alveg jafn hæfar og karlmenn til að sinna stjórnunarstöðum og þannig - um hvað eru þessar stelpur eiginlega að tala?? Um leið vindur ein stúlkan sér að honum og spyr: Hvað finnst þér? - Hvað finnst Kalla? Það þýðir ekkert að ræða við Kalla um þessa hluti. Pyrir honum tekur því ekki einu sinni að tala um þetta. Fyrir honum eru kven- réttindi sjálfsagt mál og eðlilegt, hann skilur ekki þennan æsing. Honum er alveg sama. Reyndar er Kaili ekki einn um að hafa enga skoðun á þessu máli. Margar stúlkur leiða aldrei hugann að jafnréttisbaráttu og algengt er að hún sé tekin fyrir kvenrétt- indabaráttu. Jafnrétt- isbarátta kynjanna hét einu sinni kvennabar- átta, og hefur frá upp- hafi verið á herðum kvenna þar sem hallað var á þær í byrjun. Rauðsokkurnar unnu mikið brautryðjendastarf og nú er svo komið að veruleg viðhorfs- breyting hefur átt sér stað auk lagabreytinga. Nú er svo komið að lög gera í engu upp á milli kynjanna — eða hvað? Núverandi ,jafnréttislög“ gera ráð fyrir því að þegar tveir jafnhæfír einstakl- ingar sækja um sömu stöðu skal ráða þann sem er með bijóst. Er þetta hið svokallaða jafnrétti jafn- réttislaganna? Lögin gera einnig ráð fyrir því að þegar karlmaður verður faðir má hann taka sér frí í vinnunni til að vera með bam- inu, en aðeins ef konunni þóknast, eða ef hann er borgarstarfsmaður. Konan fær sex mánuði á móti tveim vikum karlsins. Oft er það svo að þó lagabreyt- ingar eigi sér stað tekur iengri tíma að breyta viðhorfum fólks. Enn verða konur fyrir barðinu á Það vantar, að mati Brynju Þorgeirsdótt- ir, umræðu meðal karlmanna um jafn- réttismálin. gamaldags viðhorfum úr takti við nútímann og mikið er um það rætt í þeirra hópi. Karlmenn hins vegar, eins og áðurnefndur Kalli, verða einnig fyrir barðinu á ýmis konar gamaldags viðhorfum sem engri konu myndi detta í hug að láta bjóða sér. Árið 1997 var karl- maður rekinn úr vinnu því hann ætlaði að nýta sér rétt sinn til tveggja vikna fæðingarorlofs. Árið 1997 gat karlmaður ekki fengið frí úr vinnunni til að fara með barninu sínu í foreldraviðtal. Af hveiju hefur Kalli enga skoð- un á þessu máli? Finnst honum þetta allt í lagi? Finnst honum jafnréttisbarátta kannski bara vera fyrir konur? Enn eru til staðar fastmótaðar kynjahugmyndir sem móta okkar líf og hegðun en sjaldan er rétt- mæti þeirra dregið í efa. Þessar hugmyndir takmarka einnig frelsi karlmanna þó umræða um frelsis- skerðingu kvenna hafi verið í önd- vegi. Það sem vantar er umræða meðal karlmanna um þessi mál - ... Karl, aðhefst þú ekkert? Höfundur er nemi í mannfræði við HÍ. Brynja Þorgeirsdóttir Endingargóður varolitur Valnsþolin litakorn tryggja einstaka endingu litar á vörum. Bjartar, geislandi varir allan daginn. Fullkomin meðferð varanna „Kjarninn" veitir stöðugan raka og áhrifaríka meðferð. Liturinn helst stöðugur og varirnar eru sléttar og silkimjúkar. Secret de Rouge Einstök samsetning á varalit sem endist ásamt fullkominni næringu. NÝTT Hvert er leyndarmálið? I fyrsta sinn í varalit: „Rakagefandi kjarninn" umvafinn „litahjúp"... Þessi byltingarkennda tvöfalda samsetning sameinar tindrandi og endingargóðan lit ásamt meðferð fyrir varirnar. Þriggja lita samspilið: Rautt. bleikt oo kóral Clarins býður upp á 12 mismunandi liti sem veita flauelsmjúka, matta áferð. CLARINS -----P A R I S- Listin að náttúrulegri fegurð TEPPA HREINSIVELAR - margar stærðir SKEIFUNNI 3E-F SÍMI 581 2333 • FAX 568 021E Leiga á kjarnabor Leiga á bílaleigubíl í minnsta í einn sólarhring flokki í einn sólarhring kostar kostar 4.500 kr. aðeins 3.100 kr. FLUGLEIÐIR Það er ódýrt að leigja bíl -það er kjarni málsins- Bílaleiga Sími: 50 50 600 - Fax: 50 50 650 yran en bor! að er oft sem sú staða kemur upp að aukabíll er nauðsynlegur í dagstund eða svo. Þá er gott til þess að vita að bílaleigubíll í minnsta flokki í einn sólarhring með 100 km akstri og VSK. kostar aðeins 3.100 kr. styðjum Ágústu jphnson í 4.-6.sœti Sigrún Jónsdóttir, sölumaður Finnur Björgvinsson, arkitekt Þorvarður Elíasson, skólastjóri Svava Johansen, verslunareigandi Karl Garðarsson, viðskiptafræðingur Pétur Gautur Kristjánsson, lögfræðingur Ægir Rafn Ingólfsson, tannlæknir Hanna Hlíf Bjarnadóttir, snyrtifræðingur Edda Þorvarðardóttir, læknaritari Hlín P. Wium, húsmóðir Stuðning smenn Kosningamiðstöðin Austurstræti Símar: 561 9599/561 9526/561 9527
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.