Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ 28 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 f % FASTEIGNA MARKAÐURINN ehf % Grandavegur - eldri borgarar Afar vönduð 115 fm íbúð á 1. hæð sem skiptist í stofu, eldhús og 2 baðherb. Þvottaherb. í íbúð. Mikil og góð sameign. íbúðin er sem ný, aldrei verið búið í henni. Áhv. byggsj. 2,0 millj. Igg Jón Guðmundsson, lögg. fasteignasali. Ólafur Stefánsson, lögg. fasteignasali. Óðinsgötu 4. Símar 551-1540, 552-1700 Góður búnaður - Gott verð í 1. lagi MORE 200 ASUS móðurborð 200 MHz M2 Cyrix örgjörvi 512K flýtíminni 32MB vinnsluminni EDO 3200MB harður diskur Ultra DMA 24 hraða geisladrif 15" ViewSonic 100 riða skjár Soundblaster hljóðkort Windows 95 lyklaborð Microsoft samhæfð mús Windows 95 á geisladisk MPEG2 spilari og fleira og fleira... kr. 114.500 stgr. í 2. lagi AVISION borðskanni AV363C Avision borðskannar eru mjög einfaldir (uppsetningu og notkun. Peim fylgir vandaður myndvinnsluhugbúnaður, OCR hugbúnaður og fleira. Verð aðeins kr. 24.800 Móðurbor ð Eins/tveggja örgjörva 9600 DPI 30 bita Mörkln 6-108 Reykjavík - íirnl 588 2061 • fax S88 2062 www.bodaind.U NÝTT MÁNAÐARTÍMARIT Kemur út í nóvember Taktu þátt i ævintýrum lífsinð Hvert tölublað á kr. 665.- í áskrift. Þú greiðir þvi aðeins kr. 1.995.- fyrir þrjá mánuði Hringdu núna 7? 881 2061 LISTIR VILHJÁLMUR G. Vilhjálmsson með eitt verka sinna. Morgunblaðið/RAX ERL A Þórarinsdóttir við eitt verka sinna. „Hug- lægir staðir“ MYNDLIST Listaská li ASÍ, Ásmundarsal BLÖNDUÐ TÆKNI ERLA ÞÓRARINSDÓTTIR Opið þriðjud.-sunnud. kl. 14-18. Til 26. október. Aðgangur ókeypis. BLAÐGULL, blaðsilfur og mattir bláir litir virðast í uppáhaldi hjá ýmsum íslenzkum málurum um þess- ar mundir og er ekki gott að segja hvað veldur. Kannski helgimyndir Kristínar Gunnlaugsdóttur, kannski sýning Önnu Evu Bergmann í Lista- safni Kópavogs, eða ákveðnir straumar að utan. Hvað sem öðru líður eru miklir möguleikar í efniviðn- um, sem hefur í aldanna rás óspart verið notaður í helgimyndir. Gullið er tákn sólarinnar, auðlegðarinnar og hins bjartasta af öllu björtu, en djúpbláu litimir tákn himinhvolfsins, fjariægðarinnar, óendanleikans. Báð- ar aðferðimar bjóða upp á mikla og sértæka möguleika í ein- (og tvítóna) myndmáli, svo sem kemur fram í hinum stóm dúkum franska málar- ans Yves Klein (1928-62), sem nafn- kenndastur er fyrir vinnubrögð, sem lýsandi bláir og blaðgullstónar ein- kenna. Klein innleiddi líkamsþiykk og heimsmyndunarfræði í málverkið með áferð sem leiðir hugann að verk- summerkjum eftir plöntur, vind og regn. Silfrið hins vegar, er vandmeðf- amara en afar mikilsverð viðbót sem markaður liður í heildinni eða undir- litur sem glittir í. Málarinn Eria Þórarinsdóttir er öðm fremur þekkt fyrir afar einfald- ar myndheildir sem byggjast á fmm- formunum, einkum hringforminu og einföldum gjarnan sterkum and- stæðum í lit. Þetta hefur hún endur- tekið á ýmsa vegu og hún virðist mjög fráhverf hvers konar leik með tónuð blæbrigði, og andstæðumar því yfirleitt hreinar og klárar. Þessi sýning undirstrikar einnig vel og áþreifanlega, að styrkur lista- konunnar felst öllu öðru fremur í hreinum og einföldum formum, sem kemur helst fram í skálaforminu á austurvegg og skeifuforminu á suð- urvegg, en þó langbest í Kosmosinu, jarðkringlunni stóru á suðurvegg. Er vafalítið með einföldustu og heild- stæðustu myndum sem komið hafa frá hendi Erlu Þórarinsdóttur, og þótt ekki sé um nema einn flatan kosmos að ræða eru brigðin innan hans afar fjölskrúðug, rofin í þeim óformleg en hnitmiðuð. Birtingar- formið iðar af lífi eins og sjálf himin- hvelfingin. Þetta segir okkur hve mögulegt er að magna upp mikið og magnþrungið líf í einföldum frumformum í takt við sjálfan guð- dóminn í sköpunarverkinu... OLÍUPASTEL VILHJÁMUR G. VILHJÁLMSSON í Gryfju hefur Vilhjálmur G. Vil- hjálmsson komið fyrir 27 olíu pastelmyndum. Hann hefur haldið nokkrar sýningar og er sú er hann hélt í safninu 1986 er það var til húsa á Grensásvegi sýnu eftirminni- legust. En síðan hefur verið minna um viðameiri framkvæmdir, þeim meira hinar minni ásamt þátttöku á samsýningum. Vilhjálmur er auglýsingahönnuður að mennt með dijúga tilhneigingu til aðeins óheftari vinnubragða en það markaða fag býður upp á í okkar litla landi. Listamaðurinn er í eðli sínu afar vandvirkur og skipulagður, sem kemur mjög vel fram í listsköp- un hans, er á seinni tímum hefur þróast til ákveðins kúbísks vinnuferl- is á hlutvöktum grunni. Viðfangsefn- in finnur hann í nánasta umhverfi hveiju sinni, eins og nöfn myndanna bera með sér og eru afar sannverðug í útfærslu, næstum of heiðarleg, slétt og felld. Form hrein og klár og litir mildir og samvirkir. Nokkrar mynd- anna skera sig úr um átakameiri vinnubrögð, einkum aflöngu mynd- irnar á austurvegg og þá helst „Reykjavíkurflugvöllur“ (13), sem er sýnu formsterkust. Þá ber að nefna myndimar „Vífilfell" (6) og „Hengill- inn“ (7), þar sem hann brýtur flötinn og skapar óvænt rof, og loks „Kalsoy" (12), sem er frá Færeyjum eins og nafnið ber með sér. Það telst alveg borðleggjandi, að þegar Vilhjálmur færist mest í fang nær hann blóðríkustum árangri, þannig séð má hann vera alveg óhræddur við metnaðarfull og svip- mikil átök við liti og form. Bragi Ásgeirsson af öllum vörum NotilJ tœkifœrit) og vernlit) jálu<yafiriuir snemma. mti Lauéaveei 49 Sími: 551 7742 Tm 561 7740 Sýning’ tengd franskri heimspeki ALLIANCE Frangaise í Reykjavík býður upp á sýn- ingu sem ber yfirskriftina: „50 ans de philosophie en France“. Var þessi sýning sett upp í tilefni af fyrirlestri Gunnars Harðarsonar lektors í heimspeki, sem hann flutti 15. október um Pierre Abél- ard. Hægt er að skoða sýning- una á afgreiðslutíma safns- ins, Austurstræti 3, frá kl. 15-18 alla virka daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.