Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FAO heiðrar Vigdísi Finnbogadóttur Viðurkenn- ing fyrir þró- unaraðstoð Islendinga Ríkisstjórnin hyggst auka framlag íslands til þróunarstarfs JACQUES Diuf, framkvæmda- stjóri Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, sæmdi í gær Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrverandi forseta íslands, CERES-orðunni, sérstakri viðurkenningu FAO, fyrir framlag hennar og íslands til alþjóðlegs hjálparstarfs við þróunarlönd. Auk þess að hitta Vigdísi átti framkvæmdastjórinn einnig fund með Halldóri Ásgrímssyni utanrík- isráðherra, Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra og Ólafi Ragnari Gríms- syni forseta. Eftir viðræður Diuf við utanríkisráðherra sagði hann ekki hjá því komizt að íslendingar ykju við framlag sitt til þróunarað- stoðar. Spurður um ástæðu komu sinn- ar hingað sagði Diuf hana fyrst og fremst vera þá að færa Vigdísi Finnbogadóttur CERES-heið- urspeninginn, „til viðurkenningar fyrir framlag hennar til alþjóðlegs samstarfs og starf hennar í þágu vemdar og sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda og ennfremur fyr- ir hina virku þátttöku hennar í alþjóðastarfi, til dæmis á Fæður- áðstefnu Sameinuðu þjóðanna á síðasta ári, þar sem hún var í for- sæti fyrir hópi áhrifamikilla ein- staklinga sem var framkvæmda- stjóra ráðstefnunnar til ráðgjafar," sagði Diuf. „Við vildum að Vigdís hlyti alþjóðlega viðurkenningu fyr- ir starf sitt og reyndar framlag íslands til alþjóðlegrar þróunar- hjálpar og samstarfs þess við FAO.“ Tvíhliða samstarf Diuf sagði að með heimsókninni hefði sér einnig gefizt tækifæri til að ræða tvíhliða samstarf stofnun- arinnar við íslendinga í þágu þró- unarríkja og landanna sem áður tilheyrðu austurblokkinni í Evrópu, en FAO er ein þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem skipu- leggja stuðning við umbætur á landbúnaði og hagkerfi kommún- istaríkjanna fyrrverandi. Morgunblaðið/Ásdís VIGDÍ S Finnbogadóttir tekur við viðurkenningunni úr hendi Jacques Diuf. Á fundi sínum með Halldóri Ásgrímssyni sagðist Diuf aðallega hafa rætt samstarfsmöguleika FAO við íslendinga á sviði fisk- veiða. „Við ræddum um hvað verið sé að gera á alþjóðlegum vettvangi til að tryggja að hægt sé hvort tveggja að nýta auðlindir hafsins til hagsbóta fyrir þjóðir heims, þar á meðal þeirra sem hafa fiskveið- iútgerð að meginatvinnuvegi, en jafnframt að nýtingin fari fram á þann hátt að ekki sé gengið of nærri auðlindinni og henni sé ekki spillt með mengun þannig að hægt sé að halda áfram sjálfbærri nýt- ingu um ókomna tíð,“ sagði Diuf. „Við ræddum einnig þau svið þar sem íslendingar búa yfir þekk- ingu sem gefur þeim forskot á aðrar þjóðir - í fiskveiðitækni, nýtingu jarðhita, í uppgræðslu - og við yrðum reyndar afar áilægð- ir ef íslendingar myndu nota þetta forskot til að hjálpa þróunarlönd- um á brautina til framfara," sagði framkvæmdastjórinn. Utanríkisráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið eftir fund sinn með Diuf að aðalumræðuefnið þar hefði verið nýting hafsins og mikilvægi auðlinda sjávar fyrir fæðuöflun í heiminum. „Við lögð- um áherzlu á skynsamlega nýtingu allra auðlinda hafsins," sagði Hall- dór. „Við vorum alveg sammála um það að sú nýting þyrfti að byggjast á visindum og þekkingu en ekki tilfinningum. Það var með- al annars nefnt með þá staðreynd í huga að nú stendur yfir fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins og ýmsir bíða spenntir eftir því að sjá hvort vísindin og þekkingin ná þar ein- hvetjum tökum á mönnum.“ Framlagið aukið Talið barst einnig að þróunar- aðstoð íslendinga í Afríku og þátt- töku íslands í fjölþjóðlegri þróun- araðstoð, á vettvangi Alþjóðabank- ans og Sameinuðu þjóðanna. „Við erum áhugasamir um að auka samstarf okkar við FAO,“ sagði Halldór, „meðal annars í ljósi þess að nú er til umfjöllunar í ríkis- stjórn hvernig við getum bezt stað- ið að þróunaraðstoð á næstu árum.“ Ekki verði hjá því komizt að auka hlut íslands í aðstoð við þróunarlönd, „bæði vegna þess að þjóðartekjur hér fara vaxandi og hlutfallslegt framlag okkar hefur verið of lágt.“ Það sé ætlun ríkis- stjórnarinnar að auka þessa að- stoð, að því tilskildu að takast muni að finna hentug verkefni, sem skynsamlegt væri fyrir íslend- inga að styrkja. „í því sambandi má ekki eingöngu hugsa um fjár- hæðir, því það er lítið vit i því að fara út í slík verkefni nema þau séu vel undirbúin. Það er reynsla okkar af starfi undanfarinna ára,“ sagði Halldór. Trúnaðarmenn grunnskóla í Reykjavík reiðubúnir að fara í hart Einliugnr um að tilboð sveitarfélaga sé óviðunandi Fjöldauppsögrmm spáð náist ekki samningar sem kennarar sætti sig við TRÚNAÐARMENN grunnskóla í Reykjavík héldu í gær fund um stöð- una í samningamálum kennara og sveitarfélaga og kom þar skýrt fram óánægja með tilboð viðsemjenda kennara um leið og Iýst var yfír því að ekki ætti að hverfa frá uppruna- legri kröfu um 57% launahækkun kennara og 110 þúsund króna grunn- laun byijenda. Sögðu fundarmenn að leggja ætti áherslu á krónutölur, en ekki láta villandi prósentutölur þyrla ryki í augu manna. Á fundinum, sem haldinn var í kjallara gamla kennaraskólans við Laufásveg síðdegis í gær, kom fram mikil óánægja með núverandi ástand, áhyggjur af því að fjöldauppsagnir grunnskólakennara væru í nánd næð- ust ekki viðunandi samningar og ein- hugur um að halda fast í upprunalega launakröfu. Á fundinum voru um 50 manns og mátti heyra verkfallshljóð í mörgum fundarmanna. „Ég er sannfærður um það að verði samið um eitthvað, sem við ekki sætt- um okkur við, dynja uppsagnir yfir í vetur og sumar og það verður nánast útilokað að manna skólana í haust,“ sagði Finnbogi Sigurðsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, sem jafn- framt situr í stjóm Kennarafélagsins og aðalsamninganefnd kennara, á fundinum. Hann rakti tilboðið, sem sveitar- stjórar lögðu fram á þriðjudag, á fundinum og sagði að viðstaddir hefðu væntanlega séð Jón G. Kristjánsson, formann samninganefndar sveitarfé- laganna, lýsa yfir því að hér væru á ferð gífurlegar launahækkanir og ekki væri hægt að fara hærra, en fengið áfall þegar þeir hefðu farið að skoða tölumar í tilboðinu. Sagði hann að tilboðið þýddi að byrjandi, sem nú fengi 77.970 krónur í laun, fengi í desember árið 2000 103.638 krónur. Skólastjóri, sem nú fengi 128.714 krónur, fengi í desem- ber 2000 155.926 krónur. Prósentur Iítils virði þegar þær leggjast á lágar tölur „Eins og tölumar bera með sér er þetta náttúmlega ekki nóg,“ sagði Finnbogi. „Það er hægt að reikna þetta hátt í prósentum, en þegar prósentan leggst ofan á lágar tölur vitum við að það er lítils virði." Hann sagði að þetta tilboð fæli ekkert í sér fyrir utan launahækkana og vinnutími væri óbreyttur. „Þetta er algjörlega ótækt,“ sagði einn kennari í salnum og annar kenn- ari, sem kvaðst alltaf hafa samþykkt samninga, sagði að yrði gengið að tilboði í líkingu við þetta myndi hann fella slíka samninga. Þegar því var velt upp að ólíklegt væri að krafan um tæplega 60% launahækkun næðist fram svaraði kennari í salnum að það væri mikill munur á kröfunni um 110 þúsund krónur og tilboði um 88 þúsund krón- ur, sem yrðu byijunarlaun kennara við undirskrift samninga samkvæmt tilboði sveitarfélaga. Annar sagði að ekki yrði mikið eftir af fjögur þúsund króna launahækkun í umslaginu þeg- ar skattur hefði verið dreginn af þeirri upphæð. Skilaboð frá kennurum skýr Finnbogi sagði að skilaboðin til samningamanna frá fólki um allt land væru skýr, að hvergi bæri að hvika frá kröfunni um 110 þúsundin og ljá ekki máls á nokkurri breytingu á vinnutíma. Fundarmenn virtust sammála um að kennarar hefðu aldrei verið jafn harðir í launadeilu og einnig var tal- að um að almenningur virtist á bandi kennara. Hins vegar veltu menn því fyrir sér hvort sá meðbyr myndi snú- ast ef til verkfalls kæmi. Lögð var áhersla á að til að halda í samúð almennings yrði að hamra á krónu- tölu í stað þess að leyfa umræðunni að snúast um prósentur. Á fundinum var greinilegur þrýst- ingur settur á samninganefnd kenn- ara og sagt að ekki mætti setja fram gagntilboð, sem hætta væri á að kennarar myndu hafna. Heyra mátti yfirlýsingar um að kennarar stæðu í stríði um þessar mundir. Stöðutákn að hafa efni á að eiga grunnskólakennara? Einn fundarmanna vakti máls á því að nú orðið væru kjörin orðin svo bág að það þætti stöðutákn að hafa efni á því að vera giftur grunnskóla- kennara. Einn gestur tók til máls, Guð- brandur Stígur Ágústsson, skóla- stjóri Patreksskóla, sem situr í stjórn Kennarafélagsins og er í samninga- nefnd þeirra. Hann kvaðst ekki hissa á því, sem hann hefði heyrt á fundinum, enda væru launin „ekki mannsæmandi". Hann vildi hins vegar benda á að einhvem tíma þyrfti að ljúka þessum samningum og kennarar myndu aldr- ei fá 60% hækkun. „En það er mikilvægt að ekki má hvika frá upprunalegum tölum j gagntilboði og það verður ekki gert, sagði hann. „En menn verða að gera sér grein fyrir því að einhvers staðar verður lendingin að vera.“ Kennarinn og gangavörðurinn Guðbrandur Stígur tók sem dæmi um kjör kennara leiðbeinanda, sem hefði BA-próf í sögu og ensku og hefði 75.701 krónu f mánaðarlaun, og gangaverði í sama skóla, sem hefði 95 þúsund krónur á mánuði. „Árið 2001 yrði þessi leiðbemandi ekki búinn að ná gangaverðinum, sagði Guðbrandur Stígur og visaði þar til tilboðs sveitarfélaganna. „Hann næði honum ekki þótt komin væri ný öld.“ m rí% BESTA BÓKIN um getnað, meðgöngu og fæðingu ■» “““Tír' A5 Áreiðanleg, nútímaleg og auðskilin bók um fæðingu barns og umönnun á fyrsta æviskeiði. • Fjallað er um efnið bæði frá sjónarhóli móður og barns. • Ljósmyndir, teikningar, ómsjármyndir og iínurit — samtals yfir 500 iitmyndir. • 350 bls. í stóru broti. ivrsi' FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.