Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 57
MINNINGAR FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 57 iL_ MORGUNBLAÐIÐ HERMANN SIG URÐSSON + Hermann Sig- urðsson fæddist í Reykjavík 27. maí 1923. Hann lést á Landspítalanum að morgni mánudags- ins 13. október síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 21. októ- ber. Elsku afi. Þú fórst svo skyndilega að gat ekki kvatt þig með þeim hætti sem ég hefði óskað. Þú veiktist á sunnu- dagskvöldi og á mánudagsmorgni varst þú farinn, þú varst farinn til ömmu. Þú varst enginn venjulegur afi því prakkarinn í þér var svo mikill og það elskuðum við krakk- arnir. Þú týndir peninga úr eyrunum á okkur og lést okkur halda, í mörg ár, að við værum full af peningum að innan. Svo hafðirðu voðalega gaman af því að gefa okkur í nefið því við hnerruðum alltaf í langan tíma á eftir. Ég var eiginlega fastagestur hjá ykkur ömmu um helgar, þegar þið bjugguð við Laugarnesveginn. Þú og amma löbbuðuð með okkur krakkana niður í sjoppuna á horninu og gáfuð okkur ís í brauðformi og smá gotterí. Mér er það efst í huga þaðan, þegar ég, og að ég held Valgý, læst- umst inni á klósetti á annarri hæð- inni. Við urðum svo hræddar að það var ekki nokkur leið að segja okkur hvað við ættum að gera, það bara varð einhver að koma inn um gluggann og opna fyrir okkur. Það var svo pabbi Valgýjar sem kom inn um glugga og bjargaði okkur. Þú hlóst mikið að þessu og það gerðum við líka nokkrum dögum seinna. Ég vildi að ég gæti skrifað um allar þær skemmtilegu stundir sem ég átti með þér og mín heitasta ósk, þessa stundina, er sú að þær hefðu verið fleiri. En ég veit að þér líður ósköp vel þar sem þú ert nú því þú ert kom- inn til ömmu. Það er líka það eina sem gieður mig á þessari stundu því ég veit að það eru miklir fagnað- arfundir hjá ykkur núna. Elínborg María Ólafsdóttir. Elsku afi. Okkur langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér í sumarbústaðnum í sumar í Munaðarnesi. Og þér og ömmu fyrir öll árin sem við fengum að njóta með ykkur, það voru yndisleg ár. Valdimar Anton. Haustvindurinn blæs um götur og torg, föln- uð laufblöð feykjast hvert sem litið er. Harmafregn barst mér. Vinur minn og fyrrver- andi starfsfélagi, Her- mann Sigurðsson, hef- ur kvatt þennan heim. Hermann hafði skyndi- lega veikst, var fluttur á sjúkrahús, þar sem ekki tókst að bjarga lífi hans. Þessi ágæti drengskaparmaður hafði fyrir um ári mátt sjá á eftir eiginkonu sinni, sem háð hafði dugmikla bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Sorgin og söknuðurinn var mikill. Þetta mót- læti var þungt að sætta sig við og afar þungbært fyrir Hermann. En hann gerði sér samt grein fyrir því, að lífið héldi áfram þó í breyttu formi væri. Börnin og barnabörnin voru mörg og eins að mörgu að hyggja. Eftir að hans ágæta kona kvaddi þennan heim hófst hann handa við að minnka við sig og skipta um umhverfi. Hann var búinn að koma sér vel fyrir í nýrri íbúð á Snorrabraut 56, í húsi sem eldri borgarar búa í. Var ekki annað að heyra en hann væri mjög sáttur við veru sína þar. Orð hafði hann þó á því að sig vantaði smá herbergi þar sem hann gæti hugað að sínum hugðarefnum. Hermann var afar laghentur, hafði gaman af að búa til fagra hluti úr gleri og máimi sem hann tinaði saman, hafði raunar notið til- sagnar í gleijun um það leyti sem hann lét af störfum vegna aidurs. Ekki er hægt að kveðja þennan vin minn án þess að minnast á áhuga hans á öllu því sem að hafinu laut, enda hafði hann á sínum yngri árum stundað sjómennsku, bæði á fragt- og fiskiskipum. Oft á björtum sum- arkvöldum og öðrum frítímum hans, mátti ganga að honum vísum úti í Örfirisey dyttandi að smábátum, sem hann hafði fest kaup á. Síðan seldi hann þessi fley eftir að hafa gefið þeim andiitslyftingu og lag- fært. Alls þess tíma sem við áttum samleið í starfi hjá Verðlagsstofnun minnist ég með gleði, enda mjög ljúft að starfa með honum. Hermann var sanngjarn og góður drengur. Fátækleg orð mín, eiga eingöngu að vera þakklætiskveðja mín til Hermanns, aðrir munu rekja nánar hans lífshlaup, enda maðurinn vin- margur. Ég veit að kúrsinn, sem hann hefur tekið á áttavitann ber hann að friðarins strönd. Vandamönnum hans öllum sendi ég mínar samúðarkveðjur. Vertu kvaddur með _vinarhug. Ágúst Sverrisson. Hermann Sigurðsson lést að morgni mánudagsins 13. október á 75. aldursári. Það var sárt að fá fréttina um lát hans, þessa góða vinar og mágs. Ekki hvarflaði það að mér þegar við töluðum saman í síma nokkrum dögum áður að það yrði okkar síðasta samtal, þar sem við, eins og í mörgum símtölum okkar upp á síðkastið, töluðum um að við yrðum nú að fara að hittast. Nú sér maður eftir því að hafa ekki látið verða af því að líta inn á Snor- rabrautina í nýju íbúðina sem hann var nýlega fiuttur inn í og leið vel í. Kynni okkar Hermanns ná yfir nær hálf öld, eða frá því hann kynnt- ist systur minni, Elínborgu, sem lést fyrir nær ári. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun tókst strax með okkur góð vinátta og trúnaður sem hélst alla tíð. Þann trúnað mat ég mikils, Ekki vorum við alltaf sammála og stundum var tekist á um menn og málefni, en aldrei bar skugga á vin- áttu okkar. Alltaf skildum við sáttir. Það var alltaf gott að koma til þeirra hjóna, Boggu og Hermanns, hvort sem það var á Reynimelinn, þegar þau voru með Öddu Hörn eina, í Arnarbæli, þegar börnin voru orðin ellefu eða nú síðustu árin á Kleppsveginn. Það var alltaf tími til að taka á móti gestum og ekki stóð á kaffinu og meðlætinu eða matn- um. Á heimili þeirra sá maður gagn- kvæma ást og virðingu og þó ekki hafí alltaf verið mikið um veraldleg ríkidæmi, þá var þess meira af ást og umhyggju hvort fyrir öðru og fyrir börnunum. Þegar ég kveð vin minn, Her- mann, koma upp í hugann margar ljúfar minningar, minningar sem eiga eftir að ylja mér um ókomin ár. Þó að Hermann hafi stundum virtst hijúfur í svörum, þá var hann mikið ljúfmenni. Þetta var aðeins vörn hans til að sýna ekki of mikla viðkvæmni, því menn af hans kyn- sióð voru aldir upp við það að „stór- ir strákar gráta ekki“. Hermann hafði mikla og fagra söngrödd og hefði vafalítið getað náð langt á þeirri braut ef hann hefði fengið tækifæri til að læra að syngja. Þau hjón, Bogga og Hermann, lögðu lífs- starf sitt í að ala upp þennan stóra bamahóp sem nú kveður föður sinn tæpu ári á eftir móður sinni. Það er sár söknuður hjá þeim og bömum þeirra, sem nú sjá á bak ástkærum afa og langafa. En ég vona og veit að fallegar minningarnar um for- eldrana og hið góða uppeldi, þar sem tillitssemi og samheldni voru aðals- merki, á eftir að hjálpa þeim að sætta sig við missinn. Einnig vissan um að nú eru þau saman á ný. Við systkinin og fjölskyldur okkar kveðjum Hermann með þakklæti í huga, þakklæti fyrir þau ár sem við fengum að eiga með honum og biðj- um algóðan Guð að styrkja bömin hans, barnabörn og barnabarna- börn. Óli Jón Ólason. ODDNÝJÓNA KARLSDÓTTIR + Oddný Jóna Karlsdóttir var fædd í Hænuvík 23. janúar 1906. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 26. september síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 10. október. Oddný amma er dáin. Eftir lifir minningin um ömmu á Patró sem pijónaði hlýjar lopapeysur og vettl- inga og bakaði gómsætar hveitikök- ur. Mínar lilýjustu æskuminningar eru frá þeim summm sem ég dvaldi hjá ömmu í litlu kjallaraíbúðinni í Háteigi, þar sem pabbi ólst upp ásamt eldri bróður og systur. Tvö herbergi og eldhús þætti ekki beysin aðstaða í dag, en þótti góð þegar amma og afi fluttu þangað á fjórða áratugnum og dugði vel til að koma þremur bömum á legg. Ekki fór síð- ur um mig, var enda margt nýstárlegt í augum lítils snáða að sunnan, t.d. að þyrfti að kveikja upp í kyndingunni á morgnana og að vera baðaður í bala á eldhúsgólfinu. Þá var ekki síður merkilegt að kynn- ast ýmsu fólki og í sumum tilvikum ómetanlegt, eins og Drésa, bróður ömmu, sem var trillukarl og löggilt hetja eftir að hafa tekið þátt í björg- unarafrekinu við Látrabjarg. Við amma fórum öðm hveiju til hans þar sem hún skúraði en ég sötraði kók og borðaði Malta súkkulaði með. Amma var létt í lund og ekki man ég eftir að hún skipti skapi þó drengurinn kæmi rifínn ofan úr íjalli, blautur úr fjörunni eða með málningu í buxunum eftir að hafa hjáipað Drésa frænda við að mála trilluna. Ég man ekki eftir ömmu öðruvísi en með einhverja handavinnu og eftir að hún flutti suður og á Hrafn- istu kom varla nýr bíll í fjölskylduna að amma væri ekki tilbúin með púða með merki viðkomandi bílteg- undar. Hún átti líka alltaf eitthvað í skápnum og andlegri heilsu hélt hún fram undir það síðasta og var sátt við lífið. Guð geymi þig, amma mín. Guðmundur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess (minning@mbl.is) — vinsam- legast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. JÓNATAN STEFÁNSSON + Jónatan Stef- ánsson fæddist á heimili foreldra sinna á Þórðarstöð- um í Fnjóskadal 14. des. 1903. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 1. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Friðrika Hannesdóttir frá Vestari-Krókum á Flateyjardalsheiði og Stefán sonur Jón- atans fræðimanns og bókasafnara, sem einnig var bóndi á Þórðarstöðum. Jónatan Stefánsson var yngstur í hópi sex systkina. Systurnar fjórar voru Þorgerður, Rósa, Hólm- fríður og Björg Margrét, en bróðirinn hét Hannes. Þau eru nú öll látin nema Hólmfríður, 98 ára sem dvelst á Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri. Foreldrar Jónat- ans bjuggu allan sinn búskap á Þórð- arstöðum. Þau önd- uðust með árs milli- bili, en rúmu ári eft- ir lát þeirra eða um vorið 1944 brugðu systkinin búi og fluttust til Akur- eyrar. Jónatan vann síðan margvísleg störf, lengst af hjá Mjólkursamlagi KEA. Síðustu fjögur árin bjó hann í sambýli aldraðra á Skólastíg 5 á Akur- eyri. Utför Jónatans fór fram frá Akureyrarkirkju 10. október. Mér er ljúft og skylt að skrifa fáein kveðjuorð um Jónatan Stefáns- son. Það gerir lífið ávallt auðugra að hafa kynnst slíkum mönnum sem honum. Jónatan var gefíð óvenju trútt minni og hann var sjóður af fróðleik um iöngu liðna atburði, veð- urfar og þjóðlegan fróðleik, svo að ekki skeikaði. Jónatan dvaldi á heim- ili okkar Guðsteins nokkrum sinnum, og voru það ánægjulegar samveru- stundir. Þá fór hann oft með vísur og kvæði fyrir mig og fannst lítið til koma, að ég skyldi ekki læra vísu, sem ég heyrði einu sinni. Hefði ég tíma og næði, gat hann farið m_eð heilu kvæðabálkana án enda. Ég spurði hann oft: „Hvernig gast þú lært allt þetta?“ „Ég heyrði það,“ var svarið! Það var gott að koma í heimsókn í Hlíðargötu 10, þar sem við nutum gestrisni hans ótal sinnum. Það var eins og hann vissi fyrir, hvenær okk- ar var von og var þá búinn að draga í búið. Ekki mátti ég aðstoða hann við eldamennskuna, aðeins hjálpa til við uppvaskið. Hann virtist hafa dálít- ið gaman af þessari matargerð, því hann naut þess að veita og gefa. Jónatan hafði gaman af að spila á spil og var skemmtilegur spilafé- lagi. Hann tók tapi vel, en eins og góðum spilamanni sæmir, þótti hon- um betra að vera réttum megin við strikið. Genginn er góður drengur. Hon- um fylgir hlýr hugur okkar allra, sem þekktum hann best og við varð- veitum minningarnar um ótal hug- ljúfar samverustundir. Jónína Stefánsdóttir. Ég mun ætíð minnast frænda míns Jónatans Stefánssonar. Hann var mér alltaf góður og þegar ég var lítil stalst hann til að dekra við mig þegar enginn sá til, gefa mér mikið hunang á snuðið og svoleiðis. Ég man hvað mér þótti gaman að fara til Akureyrar og heimsækja hann í húsið með grænu hurðinni og spila og þá spiluðum við alltaf manna, kannski af því að það var þá eina spilið sem ég kunni fyrir utan ólsen ólsen. Það er nú eitthvað sem hann myndi aldrei fá ieið á að spila. Það ótrúlegasta við Jónatan var hvað hann var minnugur og maður fékk alltaf að heyra að minnsta kosti eina vísu, ljóð og slíkt þegar komið var í heimsókn því það var eitthvað sem hann kunni í tugatali ef ekki meir. Jónatan var góður maður og mér á alltaf eftir að þykja vænt um hann frænda minn í húsinu með grænu hurðinni. Rósa Birgitta. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför eigin- manns míns, sonar okkar, föður, tengdaföður, þróður og afa, HAUKS HREGGVIÐSSONAR, Ytri-Hlíð, Vopnafirði. Cathy Ann Josephson, Guðrún Emilsdóttir, Sigurjón Friðriksson, Ása Hauksdóttir, Halldór A. Guðmundsson, Sigurjón Starri Hauksson, Elísabet Lind Richter, Guðrún Hauksdóttir, Hreggviður Vopni Hauksson og dóttir, systkini og aðrir aðstandendur. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, KLÖRU TRYGGVADÓTTUR, áður búsetta í Vestmannaeyjum. Tryggvi Sigurðsson, Sigríður Ólafsdóttir, Arndís Birna Sigurðardóttir, Garðar Sigurðsson, Bergþóra Óskarsdóttir, Óskar Hallgrímsson, Kolbrún Óskarsdóttir, Hallgrímur Hallgrímsson, Steinunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. fc'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.