Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 63
morgunblaðið FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 63, BRÉF TIL BLAÐSIIMS Á vissum augna- blikum fæ ég - kast Frá Grími Atlasyni: NÚ NÝVERIÐ gerðist sá merki atburður að leikskólakennarar sömdu við hið opinbera um nokkra kjarabót stéttinni til handa. Ef litið er á prósentutölur er um umtals- verða hækkun að ræða eða 25% á samningstímanum, en krónurnar í umslaginu breytast að sama skapi lítið þar sem launin voru fremur rýr fyrir. Tíðindunum ber þó að fagna sem áfanga á langri leið í rétta átt fyrir þær langskólagengnu stéttir er hvað minnst bera úr býtum; þroskaþjálfa, leikskóla- og grunn- skólakennara. En í gegnum tíðina hefur atgervisflótti verið landlægt böl hjá einmitt þessum stéttum. Ejölskyldum hefur ekki tekist að sjá fyrir sér og sínum á þeim kjörum sem í boði eru. Hækkun sú sem leikskólakennarar fengu gefur þeim 110.000 krónur í byijunarlaun sem getur varla talist annað en lág- markslaun til þess að geta fram- fleytt sér. Þroskaþjálfum hafa verið boðnar 89.000 krónur í sínum samningum við opinbera aðila. Al- veg er mér það óskiljanlegt hvers vegna tvær „álíka“ stéttir, með samskonar grunnmenntun úr tveimur skólum - sem um þessar mundir eru á barmi sameiningar - eru „verðlagðar" á svo ólíkan hátt er raun ber vitni! Þó verð ég að viðurkenna að þrátt fyrir að mér finnist ástæðan vera óskiljanleg veit ég svarið, en það er fólgið í löngu úreltum virðingarhillum sam- félagsins. Sumir eru betri en aðrir Ef litið er á þroskahefta og þann aðbúnað sem þeim er búinn m.a. með fjárlögum, getur maður ekki annað séð en að um annars flokks einstaklinga sé að ræða. Hverjir eiga síðan að þjónusta þessa annars flokks þjóðfélagsþegna? Þroska- hefta skal „passa“ með örfáum fag- lærðum og fjölda ófaglærðra, hér segja lögin auðvitað allt annað, en er hægt að fara fram á meira eins og staðan er í dag? Hvort sem um er að ræða faglærða eða ófaglærða eru launin í algjöru lágmarki. Víta- hringur er myndaður: Hæfir ein- staklingar forðast nám á þessum vettvangi eins og heitan eldinn. Hæfir ófaglærðir starfsmenn staldra stutt við og hverfa jafnan á braut um leið og eitthvað betra býðst. Menntað fólk í stéttinni fer oftar en ekki til útlanda og sóar þjóðin því peningum í menntun sem síðan aldrei nýtist öðrum en ná- grönnum okkar. Á þessu tapa allir og auðvitað þeir mest sem þjón- ustunnar eiga að njóta; þroskaheft- ir. Þeir eru í mörgum tilfellum al- gerlega undir þroskaþjálfanum komnir með hluti og athafnir sem „eðlilegir" einstaklingar létu sig ekki dreyma um að fá hjálp við. Hættan er hins vegar sú, þegar stanslausar inn á og út af skipting- ar eiga sér stað í starfsmannahópn- um, að hinn þroskahefti búi við óöryggi og vantrúnað á lífið og til- veruna. Lífið verður eins og ein löng sjúkrahúsvist á deild með 50 starfs- mönnum sem koma og fara. Þessi kostar krónu Á Islandi er sá vondi siður í há- vegum hafður að verðleggja fólk Sundlaugaverðir - Iþróttakennarar EG hef verið hvattur til að segja frá atviki, er varðar líf og dauða. Dóttir og tengdasonur buðu mér í sumarbústað er var staðsettur hjá Bifröst í Borgarfirði, áætlað var að vera í 7 daga. Á 6. degi gerðist sá atburður er ég segi nú frá. Við fórum í sund - góð laug með gufubaði. Fór í gufubað og stakk mér í laugina - eflaust hef ég lent í botni laugarinnar og rotast, er ég ranka við mér sé ég að það er langt upp, er að synda upp en tel mig ekki hafa þrek til að komast alla leið - lungun loftlaus og þrek mitt á þrotum. Hugurinn var hjá konu minni, sem er látin fyrir nokkrum árum. Ég sá hana í upphlut og brosti hún sínu blíða brosi - en ég náði í laugarbarminn, kallaði á hjálp. Laugavörður brá strax við og var ég lagður á bakið, laugaverð- ir náðu í teppi og breiddu yfir mig, en meðan hann var að ná í teppið, gat ég snúið mér á hliðina, rann þá vatn úr nösum og gat ég þá andað. Dóttirin og tengdasonur óskuðu eftir sjúkrabíl, ekki tel ég að það hafi tekið langan tíma, en átta mig á að læknir setur á mig súrefnisgrímu og fannst mér hann gefa mér sprautu. Læknirinn reynir að tala við mig og spyr um líðan mína, ég segi að mér líði vel, en er máttlítill og veit varla af mér fyrr en ég er kominn á sjúkrahúsið á Akranesi, kominn í rúm og lækn- ar og hjúkrunarfólk hlúa að mér. Ég skelf og læknir segir að það geti orðið lungnabólga, ég er mæld- ur og er með hita. Ég er á gjör- gæslu og sofna af sprautu að ég tel. Mér leið ekki úr minni að ég sá konu mína og taldi mína daga búna en var vel sáttur því mér leið vel. Læknar og starfsfólk þeirra, bættu teppum við því ég skalf, síð- an fékk ég eitthvað að drekka og sofnaði. Með bestu þökk fyrir framúr- skarandi aðhlynningu á sjúkrahús- inu, vildi ég að lífgun frá drukknun yrði breytt á þann veg að drukkn- andi maður yrði fyrst látinn á grúfu og helst þrýst á bakið til að ná vatni upp, áður en frekari meðferð hefst. Atburður þessi var 7. júlí 1995. Ég hef séð í sjónvarpi að það er enn verið að láta drukknandi menn á bakið, en tel að betra væri að leggja menn fyrst á grúfu. Ég var á milli lífs og dauða og tel reynslu mína að það gæti bjarg- að frá drukknun að reyna að lyfta mjöðmum á drukknandi manni á grúfu svo vatn færi úr lungum. VIGGÓ NATHANAELSSON Skjóli, Kleppsvegi 74, R. CgjriMvi A GJAFVERÐI KF-265 Kælir 197 Itr. Frystir 55 Itr. HxBxD 146.5 x 55 x 60 TILBOÐ ;Í6'f Aðeins 54.990,- „9, Það eru nýjar glæsilegar innréttinqar í öllum 20 gerðum Cjjrv\/*t kæliskápanna. V fyrsta flokks frá «+■ /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVl'K SÍMI 552 4420 ______STEINAR WAAGE_________ C SKÓVERSLUN ^ Domus Medica Panelplötur Hvítar og ómálaðar. Sérpöntun sérlita. Urval fylgmiuta! Teinar, bæklingahólf, rammar, og framher fyrir herðatré í miklu RÝMINGARSALA Á ÖLLUM DANSSKÓM FRÁ Verð frá 1 .995 - 3.995. ATH: ÝMIS NÚMER GETUR VANTAÐ ^fOfnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 V STEINAR WAAGE s# SKÓVERSLUN SÍMI 551 8519 # ____________#___________________J eftir starfi þess og „afrekum". Dýr- ir þykja þeir gráðugu „Herðir" sem sigla úti við sundin blá og fljúga yfir haf og fjöll. Enn dýrari er sá sem; „byijaði með tvær hendur tóm- ar sem sendill í fyrirtækinu og nú“, og er borin slík virðing fyrir þess lags atorku að nánast er um trúar- brögð að ræða. í augum fólksins eru mörg önnur störf svokölluð „barastörf“. „Ég vinn bara í fiski, ég er bara kennari eða ég vinn bara með öldruðum." I dag er staðan þannig að þroskaþjálfar hafa boðað verkfall hafi ekki verið samið fyrir 3. nóv- ember. Grunnskólakennarar hafa einnig boðað verkfall í lok október. Þessum stéttum sendi ég baráttu- kveðjur og vona svo innilega að samningar verði á þeirra forsend- um. Aðstandendum þroskaheftra og barna í grunnskólum sendi ég hins vegar samúðarkveðjur og í raun allri íslensku þjóðinni, því meðan svona er á málum haldið geta hlutirnir varla farið á annan veg en - illa! Nema... Vegir Mammons eru rannsakan- legir og fullrannsakaðir nú þegar og tími til kominn að skipta um vegaslóða. Þannig er aðeins hægt að búa öllum íslendingum mann- sæmandi ævi. Og við þig sem byrj- aðir með tvær hendur tómar hef ég aðeins eitt að segja - „hentu þessu rusli frá þér!“ GRÍMUR ATLASON, þroskaþjálfí og atgervisflóttamaður, búsettur í Danmörku. UMBOBS- OG HEILDVERSLUN SUNDABORG 1. RVK • SÍMI 568 3300 • FAX 568 3305 Lyftuborð Hjólavagnar Góð vara, -ótrúlegt verð: Lyftiborð, kr. 43.756.- með vsk. Hjólavagn m. 1 hillu, kr. 10.976.- með vsk. Barnaverndarstofa Málþing um hækkun 1 sjálfræðisaldurs og áhrif þess á barnaverndarstarf Þátttakendur: Málþingið er fyrst og fremst ætlað bamavemdamefnduin og staifsmönnum þeirra, en einnig opið öðrum sem vinna að málefnum ung- menna. Tími: 7. nóvember 1997 kl. 9.00—17.00. Staður: Gerðuberg. Aðgangur: Kr. 1.500. Innifalið er kaffi fyrir og eftir hádegi. Þátttöku ber að tilkynna í súna 552 4100 fyrir 3. nóvember. Markmið: Vekja spurningar um hvaða breytingar gera þurfi í starfi vegna hækkunar sjálfræðisaldurs. Daqskrá: Kl. 9.00: 1. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Opnun og hugleiðingai’ um þýðingu þess að hækka sjálfræðisaldur. Kl. 9.45: 2. Sigríður Lillý Baldursdóttir, skrifstofustjóri í Félagsmála- ráðuneytinu. “Vandi vex með vegsemd hverri — samspil aldurs og ábyrgðar". Kl. 10.15: Kaffi Kl. 10.45: 3. Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu. Áhrif hækkunar sjálfræðisaidurs á réttindi barna. Kl. 11.30: 6. Rúnar Halldórsson, forstöðumaður forvarnarsviðs Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar. Hugleiðingar um undirbúning sveitarfélagsins. Kl. 12.15: Hádegishlé. 1 Kl. 13.30: 4. Ástríður Stefánsdóttir, læknir og MA á heimspeki. „Er einhvem tímann réttlætanlegt að þvinga fólk í meðferð — siðfræði- legar hugleiðingar um sjálfræði og hæfni“. Kl. 14.15: 7. Bryndís Guðmundsdóttir, deildarstjóri Barnaverndarstofu. Starf á stofnunum fyrir unglinga og breyttar áherslur. Kl. 14.45: 8. Áskell Örn Kárason, forstöðumaður Stuðlum. Breytingai- á starfi Stuðla í kjörfar hækkunar á sjálfræðisaldri. Kl. 15.15: Kaffi. Kl. 15.30: 10. Karl Steinar Valsson, Forvarna- og fræðsludeild } Lögreglunnar í Reykjavík. Lögreglan og afskipti þeiiTa af ungmennum. Kl. 15.45: 11. Þorsteinn Jónsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins. Ungmenni og afplánun. Kl. 16.15:12. Almennar umræður. Kl. 17.00: Lok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.