Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 53
morgunblaðið MINNINGAR FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 53 GUÐFINNA KAREN BRYNJÓLFSDÓTTIR + Guðfinna Karen Brynjólfsdóttir fæddist 19.12. 1946 í Hafnarfirði. lést á heimili Hrauntungu Hafnarfirði, október síðastlið- inn. Foreldrar hennar, Brynjólfur Þórðarson, fyrrver- andi vörubifreiða- sljóri, f. 7.12. 1919, og Heiðveig Guð- jónsdóttir, húsmóð- ir, f. 15.10. 1923, d. 16.1. 1985. Heim- ili þeirra var lengst af á Alfa- skeiði 53, Hafnarfirði. Systkini Karenar: Ólafía Birna, f. 19.11. 1945, Erna, f. 30.5. 1950, íris, f. 26.12. 1951, d. 7.11. 1992, Þórður, f. 18.7. 1953, Elfa Björk, f. 18.4. 1959, Heiðveig Erla, f. 14.8. 1963. Eftirlifandi eig- inmaður Karenar er Grétar Kort Ingi- mundarson, húsa- smíðameistari, f. 20.10. 1942. Þau gengu í hjónaband 6.4. 1968. Synir þeirra eru: Sigurð- ur Ingi, f. 3.5. 1969, Arnar, f. 16.5. 1972, sambýliskona hans er Bjarney Katrín Gunnarsdóttir, f. 16.4. 1980, og Brynjar, f. 31.3. 1979. Karen starfaði síðastliðin 12 ár sem gangavörður í Víði- staðaskóla í Hafnarfirði. Útför Guðfinnu Karenar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Þó ég sé látin, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snert- ir mig og kvelur þótt látna mig haldið. En þegar þið hlæið og syng- ið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gef- ur, og ég, þótt látin sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Óþekktur höf., Neistar frá sömu sól.) Þá er hún elsku Karen okkar búin að fá hvíldina og minningarn- ur sem upp í hugann koma eru margar. Við Karen kynntumst fyrst í Víðistaðaskóla þar sem við störfuð- um saman. Hún hafði starfað þar lengi þegar ég bættist í hópinn og það má segja að hún hafi strax tekið mig undir sinn vemdarvæng. Við urðum með tímanum ákaflega góðar vinkonur og sjaldan hef ég kynnst jafnvandaðri og jákvæðri manneskju. Tíminn leið við leiki og störf, makar okkar kynntust, og við átt- um góðar stundir saman við ýmis tækifæri. í júlí ’96 veiktist Karen og þurfti hún að ganga í gegnum miklar þjáningar. Það kom þó stund milli stríða þar sem heilsan var betri og hún gat átt góðar stundir með fjöl- skyldu sinni. í þessum hléum bröll- uðum við vinkonurnar ýmislegt skemmtilegt saman, og í dag eru þessar minningar mér ómetanleg- ar. Enginn má sköpum renna, og að leiðarlokum vil ég þakka þér, elsku Karen, fyrir yndisleg kynni. Þú varst mér fyrirmynd á svo margan hátt, og í skólanum er þín sárt saknað af starfsfólki, og ekki síst litlum skjólstæðingum sem þótti svo gott að geta leitað til þín. Elsku Grétar, Siggi, Arnar, Brynjar, Bjarney og Brynjólfur, systkini og aðrir aðstandendur, megi algóður Guð styrkja ykkur °g hugga í ykkar miklu sorg. Guð geymi ykkur öll. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Dagný Guðmunds- dóttir og fjölskylda. Elsku frænka mín! Ég trúi því varla enn að þú sért farin. Maður getur ekki annað en spurt sig, af hvetju þú, þessi hlýja og góða manneskja sem þú varst. Ég held að allir sem þekktu þig séu á sama máli. Þú sýndir góðvild og hlýju í garð allra og það var aldrei langt í brosið þitt. Væri um af- mælisveislur eða eitthvað álíka að ræða varst þú alltaf fyrst að bjóða fram aðstoð þína. En svona er þetta, Guð gefur, Guð tekur. Ég þakka bara fyrir það að hafa feng- ið að þekkja þig og minning þín varir að eilífu. Elsku frænka, þú ávallt varst svo fögur, ávallt svo hlý. Ég vona svo heitt að ég fái að hitta þig á ný. Ég vildi að þú hefðir lifað lengur en það er bara svona sem lífið geng- ur. Það er Guð sem ræður, hverjir koma og hveijir fara en minningin um þig mun ávallt í bijósti mínu vara. Sorgin er mikil á þessari stundu, næstum því um gervalla hafnfirska grundu. Ég ætla ekki að eyða lífínu í sorg ég hitti þig aftur í himnaborg. Vertu sæl, kæra frænka. Elsku Grétar, Siggi, Amar, Brynjar, Bjarney, afi og aðrir að- standendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Linda Björk Markúsardóttir. Guðfinna Karen Brynjólfsdóttir er látin langt fyrir aldur fram. Það hafði komið í ljós á síðasta ári að Karen gekk með hættulegan sjúk- dóm þar sem brugðið gat til beggja vona. Allan þann tíma sem liðinn er síðan hefur hún af einstöku hugrekki barist við vágestinn, sem að lokum hafði betur. Frammi fyr- ir slíkum örlögum stendur maður orðlaus. Kona á besta aldri hrifin burt úr hringiðu lífsins frá fjöl- skyldu og vinum. Karen var gangavörður í skólan- um okkar um langt árabil. Starfs- vettvangurinn var í barnadeildinni þar sem hún af alúð og hlýju vann sín störf með börnunum. Þau leit- uðu mikið til hennar, enda var hún vingjarnleg og tilbúin að leysa hvers manns vanda. Maður sá á því hvernig börnin umgengust Kar- en hve þeim þótti vænt um hana. A vinnustaðnum var hún alla jafna róleg og yfirveguð og vann störf sín af alúð og samviskusemi. Hún var vinsæll vinnufélagi og það var gott að leita til hennar. Karen tók virkan þátt í félagslífi starfsmanna skólans og var í stjóm starfs- mannafélagsins um skeið. Veikindin urðu þess valdandi að Karen gat ekki stundað vinnu sína síðasta skólaár. Hún heimsótti okk- ur þó í skólann af og til og var bjartsýn á að ná aftur heilsu. Þeirri bjartsýni deildum við með henni. Við eigum margar góðar minn- ingar um Karen sem ekki gleym- ast. Þessi hávaxna glæsilega kona, í góðu skapi, dugnaðarforkur sem aldrei kvartaði. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja Karen. Hún lifir áfram í minningu okkar. Henn- ar er sárt saknað af samstarfsfólki og nemendum. Fyrir hönd Víði- staðaskóla er henni þökkuð sam- fylgdin og störf hennar í skólanum. Fjölskyldu Karenar, Grétari og sonum, systkinum hennar og föður sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigurður Björgvinsson skólastjóri Víðistaðaskóla. + Elskulegur bróðir okkar, ÓLAFUR SIGURÐSSON, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þriðjudaginn 21. október. Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður T. Sigurðsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON fyrrv. verkstjóri hjá Mjólkursamsölunni, Kópavogsbraut 59, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, þriðjudaginn 21. október. Sigríður Pálsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Lilja Ólafsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR PÁLSSON, Hléskógum 8, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 25. októberkl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Rakel Kristjánsdóttir, Erla Sigríður Sigurðardóttir, Jakob Þórarinsson, Anna Sigurðardóttir, Sigurður Viggósson, Kristbjörg Sigurðardóttir, Hallgrímur Gunnarsson, Páll Sigurðsson, Sumarrós Árnadóttir, afabörn og langafabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og lang- amma, HELGA ÁGÚSTA EINARSDÓTTIR, Reynimel 76, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstu- daginn 24. október kl. 15.00. Guðlaug Gunnarsdóttir, Ármann Óskarsson, Þóra Gunnarsdóttir, Sigurjón Ari Sigurjónsson, Gunnar Sigurjónsson, Þóra Margrét Þórarinsdóttir, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Gunnar Stefánsson, Einar Þór Sigurjónsson og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN EIRÍKSSON fyrrv. skattstjóri, Jörundarholti 148, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 21. október. Bergþóra Guðjónsdóttir Þorbjörg Jónsdóttir, Símon Ólason, Sigríður Jónsdóttir, Björn Lárusson, Halldóra Jónsdóttir, Valentfnus Ólason, Guðjón Jónsson, Sigurlaug Vilhelmsdóttir, Eiríkur Jónsson, Sigrún Ragna Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÓLAFSSON frá Gilsbakka, Vestmannabraut 10, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 25. október nk. kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Þurfður Guðrún (Stella) Ottósdóttir, Guðni Friðrik Gunnarsson, Petrína Sigurðardóttir, Erla Gunnarsdóttir, Sigurður Garðarsson, Ottó Ólafur Gunnarsson, Aðalheiður Viðarsdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Erlendur Gunnar Gunnarsson, Oddfríður Lilja Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR SKÚLASON rennismíðameistari, Grundarvegi 21, Ytri-Njarðvík, sem lést á Landspítalanum 17. október sl., verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 24. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigrún Sigurðardóttir Guðmundur Ásgeirsson Jakobfna Sigurrós Sigurðardóttir Gréta Ásgeirsdóttir Konráð Erlendsson Hallfríður Ó. Ásgeirsdóttir Dennis Skúli S. Ásgeirsson Elín H. Hermannsdóttir Valgeir Ásgeirsson Rannveig L. Garðarsdóttir Sigurður Á. Ásgeirsson Hafdís Hafsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn + Móðir mín og tengdamóðir, ÞORGERÐUR HAUKSDÓTTIR kennari, Hólabraut 20, Akureyri, lést miðvikudaginn 22. október. Útförin auglýst síðar. Haukur Ingibergsson, Birna Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.