Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kristján Ragnarsson um hugmyndir um gjaldtöku vegna sfldveiða „Þá mun sfldin til heiðurs þeim frekar synda í sjónum" ÞÉR skuluð ekki hafa aðra Guði en mig . . . Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs Lífræn efni að verðmæti 100-150 milljónir kr. ÁRLEGA falla til um 100-150 þús- und tonn af lífrænum efnum eins og húsdýraáburði og mómold í Landnámi Ingólfs, samkvæmt nýrri úttekt áhugamannasamtakanna Gróðurs fyrir fólk. Verðmæti þess- ara efna er lauslega áætlað 100-150 milljónir króna. Fyrsta ræktunará- taki samtakanna lauk fyrir skömmu í Ullamesbrekkum við Vesturlands- veg. Samtökin, sem voru stofnuð sl. vor með það að markmiði að beita sér fyrir stöðvun gróðurs- og jarð- vegseyðingar á suðvesturhorni landsins, leggja megináherslu á að nýta húsdýraáburð og mómold til uppgræðslunnar. „I samvinnu við stjórnvöld, sveit- arfélög, stofnanir, fýrirtæki og ein- staklinga hyggjast samtökin Gróður fyrir fólk koma í veg fyrir að þessum UNGT fólk stakk niður rofabörð, dreifði lífrænum áburði og fræi og gróðursetti um 40 þúsund trjáplöntur í UUarnesbrekkum á síðastliðnu sumri. Laugavegi 18 • Siml S15 2500 • Siðumúla 7 • Siml 510 2500 R 4> FORLAGIÐ til vina erlendis Hér er fjallað um þær 23 tegundir hvala sem sést hafa við íslandsstrendur og helstu einkennum þeirra lýst í máli og myndum. Glæsilega myndskreytt og litprentuð. verðmætum sé kastað á glæ og um leið leysa þann umhverfisvanda er skapast með uppsöfnun úrgangs kringum bú þar sem stundaður er búrekstur eða húsdýrahald," segir í fréttatilkynningu. Fyrsta ræktunarátaki samtak- anna, uppgræðslu á Ullarnesbrekk- um í Mosfellsbæ, lauk fyrir skömmu. Þar var að verki vinnuhópur ungs fólks á vegum Landsvirkjunar sem stakk niður rofabörð, dreifði lífræn- um áburði og fræi og gróðursetti um 40 þúsund tijáplöntur. Uppgræðslan var samstarfsverk- efni Gróðurs fyrir fólk, Landsvirkj- unar og Mosfellsbæjar en Gámaþjón- ustan hf., Ingvar Helgason hf. og Vegagerð ríkisins studdu jafnframt verkefnið. í nýútkominni skýrslu um upp- græðsluna segir að við skipulag landsins í Ullarnesbrekkum sé miðað við að upp vaxi skógur með náttúr- legt útlit og að síðar verði gerðir göngustígar og ijóður ýmiss konar til heilsuræktar og lautarferða, al- menningi til ánægju og yndisauka. Þar verður einnig knattspyrnuvöllur og skíðabrekka. Kynbundið val iækna á sérgrein Karlar eru í virðingarmestu læknastörfunum Þorgerður Einarsdóttir Hvað veldur kyn- bundnu vali lækna á sérgrein? er yfir- skrift fyrirlestrar sem Þor- gerður Einarsdóttir félags- fræðingur heldur í dag í Odda, Háskóla íslands. „Þegar ég var að ákveða efnið í doktorsritgerðina fannst mér tilvalið að skoða einhveija stétt háskóla- menntaðs fólks því hér áður var því haldið fram að menntun væri lykillinn að jafnrétti," segir Þor- gerður. Hún hafði áður gert jafnréttiskönnun fýrir Bandalag háskólamanna sem sýndi að kynskipting var meðal háskólamanna. - Hversvegna valdirðu læknastéttina? „Konum hefur fjölgað ört í læknastétt, í flestum vest- rænum löndum er verið að skera niður í heilbrigðiskerfum, vinnuá- lag þekkt og síðast en ekki síst þá hefur virðing fyrir læknastétt farið þverrandi," segir hún. „Af þessum sökum fannst mér kjörið að taka læknastéttina fyrir.“ - Hversu marga lækna barstu saman? „Ég sendi spurningalista til tæplega þúsund sérfræðinga í læknafélagi Gautaborgar og fékk rúmlega 80% svörun. Að auki tók ég ítarleg viðtöl við á annan tug lækna.“ - Að hverju komstu svo? „Ég komst að því að kynskipt- ingin hangir saman við virðingar- röðina á sérgreinum lækna. Sér- greinar njóta mismunandi virðing- ar meðal lækna. Heila- og hjarta- skurðlækningar eru þær sérgrein- ar sem eru efst á virðingarlistan- um og síðan koma sérgreinar eins og hjartasjúkdómar og tauga- lækningar. Neðstar í röðinni eru sérgreinar eins og geðlækningar, öldrunarlækningar og heilsu- gæslu- og heimilislækningar.“ Þorgerður segir kynjahlutfóllin þannig að karlar séu flestir í þeim sérgreinum sem virðing er borin fyrir en konur flestar í þeim grein- um sem njóta ekki eins mikillar virðingar. - Hversvegna telur þú að þessu sé svona háttað? „Ein kenningin er sú að karla- greinamar séu erfíðastar og konur velji sér greinar þar sem hægt er að samræma starfíð fjölskyldulífi eða kvenlegu eðli. Ég komst hins vegar fljótt að því að þessar skýr- ingar standast engan veginn. Ég notaði því kenningar sem hafa verið notaðar til að skýra fagþróun og átök milli fagstétta. Ég skoðaði hvort raunveru- legur munur væri á kynjum þegar atriði eins og starfs- frami er annars vegar.“ - Var marktækur munur? „Já, hann var marktækur milli hópa í þá veru að þær greinar sem njóta lítillar virðingar eru auðveld- astar með tilliti til starfsframa. Það er erfiðast að komast áfram í þeim greinum sem njóta mestrar virðingar vegna mikillar sam- keppni." Þorgerður segir að meiri munur sé milli sérgreinahópa en kvenna og karla innan stéttarinnar. Hún rannsakaði fjölskylduaðstæður og sá að þær eru ekki raunveruleg ástæða fyrir vali á sérgrein. „Það var enginn munur á fjölskylduað- stæðum kvenna eftir því hvaða ►Þorgerður Einarsdóttir er fædd 31. maí árið 1957. Hún lauk BA-prófi í félagsfræði frá Gautaborgarháskóla árið 1982 og hefur m.a. stundað kennslu síðan. Þorgerður lauk doktors- prófi í félagsfræði frá Gauta- borgarháskóla vorið 1997 og starfar sem félagsfræðingur. Eiginmaður hennar er Pálmi Magnússon sagnfræðingur og eiga þau þrjú börn. sérgreinar þær höfðu valið sér. Það þýðir með öðrum orðum að ekkert er hæft í því að konur þurfí að vera ógiftar og bam- lausar til að komast áfram í hj artaskurðlækningum. “ - Þú skoðaðir líka ritdeilur milli sérgreinahópa? „Ritdeilumar voru í sænska læknablaðinu og milli sérgreina- hópa. Þar sá ég á hveiju virðing- arröðin byggist og hvemig henni er viðhaldið. Störfín vom t.d. kven- og karlgerð i orðræðu. Starfí skurðlæknis var oft líkt við karlmannlegar athafnir meðan umönnunarþætti hjá öldmnar- læknum var líkt við kvenlegar athafnir. Skurðlækningum var til dæmis líkt við að stökkva í fall- hlíf eða klífa fjöll. i öldmnarlækn- ingum var talað um að slíkar lækningar væm ekki alvöm lækn- ingar og dætur eða eiginkonur gætu allt eins vel sinnt því hlut- verki. Þetta em óbein skilaboð, orðræður sem virka sem félagsleg útilokunaraðferð." - Hvað með launamismun eftir sérgreinum? „Launin em hærri í þessum kvennagreinum því þar er hægt að komast fyrr á toppinn, fá með því þægilegri vinnutíma og hærri laun. Karlmenn virðast tilbúnir að hafa lægri laun en hljóta fyrir bragðið meiri virðingu." - Heldurðu að þessar niður- stöður eigi við á íslandi líka? „Já, ég held það. Það má þó benda á að konur em færri hér á landi sem hafa lagt fyrir sig lækn- isfræði en í Svíþjóð. Það er líka margt um að vera hjá íslensku læknastéttinni sem dregur athygli frá þessu eins og launabarátta og breytingar á vinnuaðstöðu þeirra." Fyrirlestur Þorgerðar er hald- inn á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum og er öllum opinn. Hann fer fram í stofu 101 í Odda í dag, fímmtudaginnn 23. október og hefst klukkan 17.15. Karlar velja lægri laun en meiri virðingu I |í- I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.