Morgunblaðið - 23.10.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Kaupfélag Eyfirðinga hefur milligöngu um mjólkurkvótakaup
Ríflega milljón
lítrar á einu og
hálfu ári
KEA hefur útvegað bændum um 130
milljónir í lán til kaupanna
Morgunblaðið/Kristján
EYFIRSKIR bændur hafa keypt yfir eina milljón lítra af mjólk
frá ársbyrjun 1996. Holdakýrin á Ytri-Reistará í Arnarneshreppi
hefur þó ekki miklar áhyggur af kvótamálum. Hún fylgist þó
með tískunni og er með hring í nefinu eins og sumir unglingar.
KAUPFELAG Eyfirðinga hefur
haft milligöngu um kaup á ríflega
milljón mjólkurlítrum og útvegað
bændum á samlagssvæðinu lán til
kaupanna upp á 120 til 130 milljón-
ir króna frá því í ársbyijun 1996
og það sem af er þessu ári. Þetta
kemur fram í nýútkomnu frétta-
bréfi KEA.
Bændum er fijálst að selja fram-
leiðslurétt sinn hvert á land sem
er og til að halda kvótanum heima
í héraði hafa kaupfélög og afurða-
stöðvar í mjólkuriðnaði gripið til
ýmissa ráða, m.a. að veita bændum
FIMM ungmenni frá Akureyri
tóku nýlega þátt í samnorrænu
móti fyrir ungt fólk í Lahti í
Finnlandi. Samband mynd-
listarskóla fyrir börn og ungl-
inga í Finnlandi á 15 ára af-
mæli um þessar mundir en af
því tilefni var samtökum mynd-
listarskóla á hinum Norðurlönd-
unum boðið að koma til Finn-
lands og taka þátt í hátíðardag-
skrá og námskeiðum. Fimm
nemendum frá hverju Norður-
landanna var boðið að taka þátt
í samnorrænni myndlistarsýn-
ingu, sem bar yfirskriftina „En
del av ditt land - Tuliasia sem
haldin var í listamiðstöðinni í
Voipaala, og listsamveru sem
voru á nokkrum stöðum í Finn-
landi.
Listsamvera og Netverkefni
Akureyringarnir fimm eru
þau Ármann Guðmundsson,
Elfa Antonsdóttir, Helgi V.
Helgason, Kristín Líf Valtýs-
dóttir og Þorbjörg Guðmunds-
dóttir og eru þau á aldrinum
12 til 16 ára. Þau hafa öll verið
á námskeiðum í Myndlistarskól-
anum á Akureyri frá unga aldri.
Krakkarnir tóku þátt í listsam-
veru í Voipaala og Netverkefni
í Lahti, en ásamt þeim voru sjö
nemendur úr finnskum mynd-
listarskóla fyrir börn og ungl-
inga. Þau unnu í tölvuveri fag-
urlistaskólans í Lahti undir
sljórn tölvulistamannsins Arto.
TILBOÐI Rafiðnar í breytingar á B
og C gangi Dvalarheimilisins Hlíðar
hefur verið tekið en alls bárust 6
tilboð í þetta verkefni. Kostnaðar-
áætlun hljóðaði upp á nær 10,5
milljónir króna.
Rafiðn bauðst til að vinna verkið
fyrir 9. 872.135 krónur eða 92,7%
af áætluðum kostnaði. Páll Alfreðs-
á sínu svæði lán til að kaupa kvóta
sem er til sölu. Fram kemur í frétta-
bréfinu að sennilega hafi ekkert
fyrirtæki í landinu haft milligöngu
um kaup á fleiri mjólkurlítrum á
síðasta eina og hálfa ári en KEA.
Á síðasta ári hafði félagið milli-
göngu um kaup á 776 þúsund lítr-
um mjólkur og útvegaði bændum á
félagssvæðinu lán til kaupanna
samtals að upphæð um 90 milljónir
króna. Það sem af er þessu ári
hefur KEA haft milligöngu um kaup
á tæplega 300 þúsund lítrum og
útvegaði bændum um 40 milljónir
Sameiginlega unnu þau m.a.
rafræna dagbók sem skoða má
á slóðinni: http://www.edu-
art.edu.lahti.fi/summit97/
index.html
Áður en farið var utan höfðu
krakkarnir unnið hörðum hönd-
um við gerð listaverks sem vakti
mikla athygli á sýningunni og
kom fjöldi fólks að skoða það.
Verkið er 8 metra langt og sýn-
ir heimabyggð ungmennanna,
Eyjafjörð. Hugmyndin að því
er sótt til fyrri tíma, er nokkurs
konar refill, en verkið er þó
unnið á nútímalegan hátt í
tölvu.
Höfðinglegar móttökur
Auk unglinganna fóru þrír
kennarar frá Myndlistarskólan-
um á Akureyri, tveir frá Mynd-
listarskóla Kópavogs og einn
frá Myndlistaskólanunt í
Reykjavík, en þessir þrír skólar
hafa átt gott samstarf á sviði
listmennta að undanförnu. Þeir
tóku þátt í námskeiðum og
hlýddu á fyrirlestra, var boðið
á hátíðarsamkomu í Ateneum,
þjóðlistasafni Finna og í afmæl-
ishóf í Konsthallen til að fagna
tímamótunum. „Þetta var af-
skaplega fróðleg og skemmtileg
ferð í alla staði og móttökurnar
sem við fengum voru höfðing-
legar,“ sagði Guðmundur Ár-
mann, kennari við Myndlistar-
skólann á Akureyri og einn
ferðalanga.
son átti næst lægsta tilboð, 9.980
þúsund en hin fjögur tilboðin voru
á bilinu 10,1 - 10,3 milljónir króna.
Gísli Bragi Hjartarson formaður
Framkvæmdanefndar Akureyrar-
bæjar sagði að hafist yrði handa
fljótlega við þetta verkefni, en
útbúa á aðstöðu fyrir alzheimer-
sjúklinga.
í lán vegna kaupanna. Samtals hafa
bændur á svæðinu því keypt ríflega
eina milljón mjólkurlítra fyrir tæp-
lega 130 milljónir króna.
Aðgerðir skila árangri
Aðgerðirnar hafa skilað tilætluð-
um árangri, en greiðslumark Mjólk-
ursamlags KEA jókst úr 19,5 millj-
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í Norður-
landskjördæmi eystra hélt aðalfund
kjördæmisráðs og kjördæmisþing í
Mývatnssveit um síðustu helgi. I
stjómmálaályktun kemur fram að
kjördæmisþingið teiur jákvætt að
núverandi stjórnarandstöðuflokkar
auki með sér samstarf en tæpast sé
raunhæft að stefna að sameiginlegu
framboði eða sameiningu flokkanna
strax við næstu Alþingiskosningar.
Til slíks vanti enn alla málaefnalega
uppbyggingu.
í ályktuninni kemur einnig fram
að kjörtímabil annarrar ríkisstjórnar
Davíðs Oddssonar sé nú rúmlega
hálfnað og hafi störf hennar þegar
markað djúp spor í íslenskt þjóðfé-
lag. Eftir langt samdráttarskeið í
efnahagsmálum á árunum 1988-
1993 hefur nú árað betur um skeið.
Góðærið til hluta þjóðarinnar
„Margumtalað góðæri hefur hins
vegar einungis skilað sér til þess
hluta þjóðarinnar sem hefur greið-
astan aðgang að kjötkötlunum.
Málefni barnafólks, láglaunafólks,
sjúklinga, ellilífeyrisþega og ann-
arra sem sitja í ytri röðum samfé-
ónum lítra á verðlagsárinu 1995 til
1996 í 19,8 milljónir lítra á yfir-
standandi verðlagsári eða um 300
þúsund lítra. Hefði ekkert verið að
gert má gera ráð fyrir að greiðslu-
markið hefði haldið áfram að drag-
ast'saman, en þeirri þróun hefur
nú verið snúið við og fyrirhugað
að haldið verði áfram á sömu braut.
lags hafa setið á hakanum.
Eins og annars staðar þar sem
markaðslögmálin eru alfarið látin
ráða ferðinni eykst bilið milli ríkra
og fátækra og misskipting auðsins
fer vaxandi. Launamunur eykst og
kynjamunur kemur sérstaklega fram
í því að stéttir sem konur bera uppi
þróast í átt til þess að verða hreinni
láglaunastéttir. Því á góðæristal rík-
isstjórnarinnar einungis við um hluta
þjóðarinnar."
Þá er í ályktuninni minnt á að
umtalað góðæri hafi ekki sýnt sig í
neinu varðandi fjárveitingar ríkisins
til framkvæmda á landsbyggðinni.
Niðurskurður hefur áhrif
á búsetuþróun
Niðurskurður á fjármagni til heil-
brigðismála, menntamála og sam-
göngumála sé það mikill að hann sé
farinn að hafa veruleg áhrif á búsetu-
þróun. Vaxandi óvissa í heilbrigðis-
málum á landsbyggðinni hafí t.d. þau
áhrif að fólk velji sér búsetu þar sem
öryggið í þessum málum er meira.
„Nokkur umræða hefur farið fram
að undanförnu um nauðsyn þess að
jafna atkvæðisrétt milli kjördæma. í
Ráðstefna um mat
í skólastarfi
„Vakt-
kerfi“ fyr-
ir skóla
BENEDIKT Sigurðarson kynnti
„Vaktkerfi fyrir skóla“ á ráðstefnu
Rannsóknarstofnunar Háskólans á
Akureyri og kennaradeildar Há-
skólans á Akureyri nýlega um gildi
mats og matsaðferðir í skólastarfi.
Fram kom í máli hans að tiltæk
upplýsingakerfí fyrir grunnskóla
og gagnagrunnsforrit sem eru í
notkun í skólum almennt bjóði upp
á takmarkaða skráningu og saman-
tekt upplýsinga. Hugtakið „Vakt-
kerfi fyrir skóla“ væri sniðið eftir
hugmyndum fræðimanna og rann-
sakenda sem sérstaklega hafa
skoðað þá þætti sem virðast hafa
skýr áhrif á gengi nemenda í skóla
og þar með mældan námsárangur
um leið og leitað hefur verið eftir
mikilvægum vísbendingum um það
hvaða atriði í skólastarfi og reynslu
nemenda reynist þeim gott vega-
nesti til framtíðar í skóla og á
vinnumarkaði.
Heildstætt kerfi
Sagði Benedikt að ætlunin væri
að byggja upp heildstætt kerfi sem
halda myndi saman og vinna með
tiltæka og hefðbundna skráningu
á námsárangri einstaklinga og upp-
lýsingar um starfslið og starfs-
hætti. Við það bættust valdar upp-
lýsingar annars vegar um sam-
skiptakerfí skólans, viðhorf og
væntingar og um skólahverfið, fjöl-
skyldusamsetningu, menntun, at-
vinnu og tekjur, viðhorf og vænt-
ingar til starfshátta í skólanum.
Kerfíð væri hugsað sem tæki
fyrir stjórnendur skóla til að nýta
upplýsingar um árangur af starfinu
og um einkennandi þætti til að
bregðast við til úrbóta og til leið-
sagnar í umbótastarfi. Því væri
ætlað að vera grundvöllur sam-
bærilegra upplýsinga frá ólíkum
skólum og þannig lykill að mark-
tækum samanburði á árangri skóla
við misjafnar aðstæður. Með víð-
tækri notkun á slíku kerfi gætu
foreldrar, neytendur og allur al-
menningur dregið ályktanir út frá
sambærilegum upplýsingum.
því sambandi verður að minna á að
miðað við uppbyggingu stjómkerfis-
ins er eðlilegt að landsbyggðin geri
þá kröfu að um leið og vægi at- j
kvæða er jafnað verði litið til mis-
munandi aðstöðu landsmanna, mis-
munandi lífskjara, aðgengis að
menntun, heilbrigðiskerfisins og
fleiri undirstöðuþátta.“
Skattlagningu á sjávarútveg
hafnað
Kjördæmisþingið hafnar öllum
hugmyndum um sérstæka skattlagn-
ingu á sjávarútveginn og þar með
landsbyggðina, eins og segir í álykt-
uninni. „Sérstaklega er varað við
hugmyndum um uppboð á veiðiheim-
ildum. Slíkt fyrirkomulag myndi
skapa óvissu og glundroða í grein-
inni og bitna harðast á einyrkjum
og minni byggðariögum, hraða sam-
þjöppun veiðiheimilda og að líkindum
auka brask og þvingaða þátttöku
sjómanna í kvótakaupum eða leigu-
Nýlegt dæmi um sölu veiðiheimilda
af Suðurnesjum sýnir hvaða stöðu
minni fyrirtæki hefðu gagnvart stór-
um fyrirtækjum í greininni ef til
uppboða á veiðiheimildum kæmi.“
Samnorræn sýning ungs fólks í Lahti í Finnlandi
Listaverk akur-
ungmenna
athygli
Alþýðubandalagið telur samstarf stjórnarandstöðuflokkanna jákvætt
Tæpast raunhæft að stefna
að sameiginlegu framboði
Morgunblaðið/Kristján
HELGI V. Helgason, Ármann Guðmundsson, Elva Antonsdóttir,
Katrín Líf Valtýsdóttir og Þorbjörg Guðmundsdóttir tóku ný-
lega þátt í samsýningu norrænna ungmenna sem haldin var í
Lahti í Finnlandi.
Deild fyrir alzheimersjúklinga í Hlíð
Tilboði Rafiðnar tekið